Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 29

Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 29 \ HÆTII mm VERÐfl m HAFMEYJA segir myndlistarkonan Ásta Guðrún Eyvindardóttir sem nú sýnir á tveimur stöðum í Reykjavík, í verslun og veitingastað. Hún vildi verða leikari en var hafnað, valdi því þann myndlistarskóla sem var í fallegasta húsinu og endaði sem málari. ..Eger búin ad upplifa ým- islegt. Og eitt er víst ad ég œtl- aöi alls ekki aö verda málari, miklu frekar leikari. En þaö átti greinilega ekki fyrir mér að liggja því ég sótti tvisvar um í Leiklistarskólanum hér og á mörgum stöðum t Lond- on en var alls staðar hafnað. Ég hef alltaf haft mikiö ímyndunarafl, geng með trilljón hugmyndirí hausnum og málverkið heldur mér niðri á jörðinni því í því fœ ég útrás fyrir ímyndunarafliö. Það voru foreldrar mínir sem ýttu mér upphaflega út t þetta, þeim fannst ég hafa hœfileika til þess og það hef- ur sjálfsagt verið rétt hjá þeim, en fyrir mér voru rónar og málarar alveg það sama og ég efaðist stórlega um að foreldrum mínum þœtti vœnt um mig fyrst þeir vildu að ég gerðist málari." Ásta er 32 ára Selfyssingur. Fyrir skömmu lauk sýningu hennar í Eden í Hveragerði og þessa dagana sýnir hún á tveimur stöðum í Reykjavík: í tískuversluninni 17 á Lauga- vegi, þar sem eru olíumyndir frá 1986, og á veitingastaðn- um Torfunni, myndir málað- ar á síðastliðnum tveimur ár- um þar sem þemað er ástin. Ásta segir að hún sýni á tveimur stöðum núna til að gefa fólki sem vilji kynna sér myndlistarferil hennar kost á því og til að undirstrika þann ásetning sinn að vera stað- fastur málari. VALDI SKÓLANN í FALLEGASTA HÚSINU Ásta fékk inngöngu í Mynd- lista- og handíðaskóla Islands þegar hún var 17 ára og sett- ist á skólabekk ári síðar. Eftir þriggja ára nám og tvær árangurslausar umsóknir í Leiklistarskóla íslands fór hún til London i þeim tilgangi að komast inn í leiklistarskóla en var alls staðar hafnað. ,,Ég greip þá til þess ráðs að ég tók leigubíl og lét bílstjór- ann aka mér um alla borgina til að skoða myndlistarskóla. Að lokum fann ég einn; Central School of Art and De- sign, sem mér fannst vera í flottasta húsinu. Ég fór inn og teiknaði fyrir skólastjórann og fékk strax inngöngu og var boðin ókeypis skólaseta með efniskostnaði og öllu, af því að skólagjöldin voru svo há í þessum skóla. Ég þáði það en ég grét af sorg í fyrstu því mér fannst að ég mundi aldrei losna undan myndlist- inni. Ég vildi verða leikari en ekki málari, en núna er ég búin að sjá fyrir löngu að ég átti aldrei neitt hundserindi í leiklist." Meðan Ásta var í skólanum bjó hún í Brixton í London, þar sem óeirðirnar miklu brutust út árið 1984 milli lög- reglu og svartra íbúa hverfis- ins. Það voru einmitt félagar hennar þar sem komu óeirð- unum af stað, meðal annars þáverandi sambýlismaður hennar frá Kongó. Þá fékk Ásta nóg af útiverunni og flaug heim til íslands. VINNUSTOFA UM BORÐ í SKIPI HAFSKIPS „Ég var alveg eyðilögð á allan hátt af ýmsum ástæðum sem ég nenni ekki að útskýra hér, enda er það of flókið mál. Skömmu eftir að ég kom heim pantaði ég mér far með Hafskip og sagði öllum að ég ætlaði að nota tímann til að mála. Ég tók með mér striga og liti og setti upp vinnustofu um borð. En fyrir mér vakti ekki að mála. Þetta var bara ástæða sem ég notaði til að komast út á sjó þar sem ég ætlaði að láta mig hverfa í hafið. Mér fannst það alls ekki slæmur kostur. Ég var búin að fá ógeð á lífinu og orðin fullsödd á að láta stjórna mér, fá ekki að gera hlutina eins og ég vildi. Mér fannst ég vera búin að kasta fimm árum á glæ með mynd- listarnáminu. En þegar ég fór að mála þarna um borð upp- götvaði ég eitthvað skemmti- legt í því sem ég var að gera, nú fannst mér allt í einu að ég væri að gera nákvæmlega það sem ég vildi, eins og ég vildi og ekkert annað. Kannski það hafi verið litirnir eða veltingurinn í skipinu — því það var snarvitlaust veð- ur mestallan tímann — ég veit ekki, ég hætti að minnsta kosti við að verða hafmeyja." SKÖPUÐ EINS OG TÖLVA Eftir ferðina orti Ásta þetta Ijóð: Guö skapaöi heiminn meö oröum og skipulagöi hann síöan meö moröum ég er hans fósturdóttir hann ueit ég elska þig hann kom til mín og sagöi „Ásta treystu samt á mig". Eg held ég sé sköpuö sem eins konar tölva. Ég á leikföng urn allt og sé eins og völva. Þaö viröist engu skipta hvaö ég vil eöa vona vatn eöa vindur kurl eöa kona ég er bara svonu. / sumar er leiö sór London mér eiö kvaddi mig „Vertu ekki leiö þvi þá átt mig í neyö" ég sannreyndi þá aö ég er velkomin „home" er ég teygöi mig mól sólu og opnaöist sem hlóm. Erœknin jú og tæknin gefa mér yi í minni brjáluöu leit í blindhriö og byl mitt lif ogyndi er listin og máliö er „you see". Kjarni þessa hérna „to be or not to be". KLÆÐIR SIG UPP ÁÐUR EN HÚN MÁLAR Þegar Ásta málar klæðir hún sig í fallegan kjól áður en hún hefst handa á parketinu heima í stofu. Vinnustofa Ástu er því ekki í hefðbundn- um stil, útötuð í málningu, heldur segist hún umgangast oliutúpurnar á jafn nærfær- inn hátt og dagkremið sem konur bera á andlitið. „Fyrir mér er málverkið heilagt og ég nálgast það með þeim hætti. Tranan virk- ar á mig eins og jólatré," segir Ásta. Að hvaða leyti finnst þér öðruvísi að sýna í Reykjavík en til dœmis á Selfossi eöa í Eden í Hverageröi? „Það er gerólíkt. Úti á landi fréttist allt milli húsa og allir vita hvað er að gerast í bæn- um. Hér er maður miklu háð- ari fjölmiðlunum, því það gerist svo margt í einu." SÝNIR í VERSLUNUM OG Á VEITINGASTÖÐUM Er einhver sérstök ástœða fyrir því að þú sýnir á veit- ingastööum en ekki í galler- íum? „Ég vil að sýningarnar mínar standi lengi en ekki bara í tvær til þrjár vikur eins og í galleríunum. Þar eru listamennirnir varla búnir að hengja upp þegar þeir pakka saman á ný. Annars sótti ég um í öllum galleríunum í Reykjavík árið 1987 en var hafnað. Þá var nýja málverk- ið svokallaða í tísku og ég þótti svo lummó af því ég var með dýramyndir. Mér var nánast sagt að fara bara aftur austur og mjólka mínar belj- ur. En höfundargáfa mín ligg- ur ekki í sjálfu viðfangsefninu heldur í handbragðinu og hugmyndinni að baki við- fangsefninu." Ásta segir að það hafi ef til vill verið lán í óláni fyrir sig að komast ekki að í galleríun- um á sínum tíma. Hún taki mikið mið af franskri menn- ingu og eins og allir viti séu Frakkar mikil menningar- þjóð, bæði á sviði myndlistar og matargerðar. Þar mætist þessi tvö svið á miðri leið. Því sé tilvalið að njóta góðrar myndlistar á góðum veitinga- stað en ekki bara á snobb- samkomum þar sem skálað er í víni, t.d. við opnanir á Kjarvalsstöðum. Bolli Valgarðsson tcngsl Höskuldur Jónsson for- stjóri ÁTVR er fyrrverandi ráðuneytisstjóri eins og Hannes Haf- stein aðal- samningamað- ur íslands í EFTA-EB-við- ræðunum sem reykir pípu eins og 4É8NH| Ólafur Þ. Harð- arson lektor í |^8§||M kennaraskólann eins og Ólafur Þ. Þórð- arson alþingis- maður en hann er bú- fræðingur eins og Pálmi Jónsson alþingismaður sem er fyrrver- andi ráðherra eins og Júlíus Sólnes prófessor sem er faðir fréttamanns eins og Markús Örn JÉ Antonssdh borgarstjóri SSk ítúdent frá MR Ómar Ragnars- son fréttamað- ur sem hefur sam- ið dægurlaga- texta eins og Þórður Árna- son tónlistar- maður sem stjórnað hefur tónlistar- þáttum í út- varpi eins og Ingólfur Guö- brandsson ferðamálafröm- uður sem unnið hef- ur að ferðamál- um eins og Höskuldur Jónsson. STRAKAR .VILTIBI KftUPA 3bLASVE\HABÚNIH6.bPÝ«T BINDINDI ERKVÖl' 6LEÖOEG 3Ói 6I.5KURIIAA*.* T.SVO SAGOI ÉG VlÐ T sj'ALFÁN KIG..SUKIUR ISA6ÐI É6...HVERS i VE6NA EKK\ A6BYR3A [3ÓUN J ENGAN DONASKAP PILTURMINN*1.!! fmlíllLi .... EREKKISOLDIÐNUÓG Vjðwí? SNEMTAÐ HALDATOUN V NÚNA^illbVErtBERV.j ,r>A6A PST..ÞIÐ ÞARNA UJI.Tf ALDREl ÞAD ERU KOMIH 3 OL.. |SNEMT AL. _.., , EF HÐ EfalP PENINC.!! flCMÐURWfcf/E HEYRÐ0 GAMU..EG FRETTI AÐ PAÐ KOSTAR H2000 AÐ DAHSAVIÓ KONUNA ÞTNA HVAÓ KOSTAR ÞA AE>....

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.