Pressan - 07.11.1991, Side 11

Pressan - 07.11.1991, Side 11
M A”iörg iþróttafélög hafa ekki úr allt of miklu að moða, eins og kunn- ugt er. Eins er með sérsamböndin, mönnum hefur orðið tíðrætt um bágan fjárhag HSÍ. En HSÍ er ekki eina sérsambandið sem hefur ekki úr allt of mikiu að spila. Frjáls- íþróttasambandið virðist ekki heldur vera of vel stætt, því sími þess var lokaður í hálfan mánuð nú nýverið .. . N 1 ^ u gefst fólki færi a að sja trúba- dorana fjóra saman. þá Bubba. Megas, Hörð og Bjartmar. Þeir koma fram á tónleikum í Borgar- leikhúsinu á mánudagskvöldið. All- ur ágóði tónleikanna, sem nefnast ..Hafið, fjöllin og hugarfarið", renn- ur tii Samtaka herstöðvaandstæð- inga, sem koma hér fram í nýjum fötum, þ.e. sem umhverfisvæn sam- tök. JL á er umræðan um handbolta- höll komin af stað á ný. Greinilega hefur komið fram að margir vilja byggja hús ef svo og svo mikið kemur frá ríkinu. Guðmund- ur Árni Stefáns- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist tilbúinn í viðræður um byggingu húss á félagssvæði Hauka. Eins hefur Logi Kristjánsson. formaður Breiða- bliks í Kópavogi, lýst yfir vilja félags síns til húsbyggingarinnar. Segja má að samkeppni sé að verða milli Breiðabliks og Hauka. Logi Krist- jánsson lék handbolta á yngri árum og það með Haukum, sem hann nú keppir við um bygginguna . . . Lifið er erfitt á Suðureyri. Meðal annars skuldar félagsheimili Suður- eyrar skatt sinn til ríkisins, 165 þús- und krónur. Innheimtumaður ríkis- sjóðs hefur vegna þessa krafist upp- boðs á félagsheimilinu. A Suðureyri gæti Kögurás hf. einnig misst fast- eign sína á Aðalgötu 59 á uppboði, vegna kröfu Hafnarbakka hf. — dótturfyrirtækis Eimskipafélagsins — um greiðslu á tæplega 600 þús- und króna skuld . . . R uði krossinn vinnur nú að undirbúningi stofnunar svokallaðr- ar Vinalínu Vinalínan verður símaþjónusta og þangað getur fólk á öllum aldrei hringt og spjallað við þann sem fyrir svörum verður um allt milli himins og jarðar. Áætlað er að Vinalínan hefji starfsemi í janúar. Eingöngu sjálfboðaliðar verða starf- andi við Vinalínuna, en að sögn Helgu Þórólfsdóttur hjá Kauða krossinum verða allir sendir á nám- skeið þar sem þeir fá leiðsögn um hvernig eigi að bregðast við. Hjá Vinalínunni verður hægt að fá ráð og leiðsögn í sambandi við ýmsa sjálfshjálparhópa og upplýsingar um bráðaþjónustu á geðdeildum. svo dæmi séu tekin. Starfsfólkið mun einnig verða þjálfað i hvernig eigi að bregðast við ef einhverjir hringja sem eiga mjög erfitt, fólk í sjálfsmorðshugleiðingum til að mynda. Að sögn Helgu hafa við- brögð fólks og fyrirtækja. sem leitað hefur verið til, verið mjög góð og all- ir verið boðnir og búnir til hjálpar. Enn mun þó vanta fleiri sjálfboða- liða til ýmissa starfa í tengslum við Vjnalínuna . . . FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBE Tökum hunda í gæslu til lengri eða skemmri dvalar. HUNDAGÆSL UHEIMILI Hundavinafélags Íslands og Hundaræktarfélags íslands ARNARSTOÐUM, Hraungeröishreppi 801 Selfoss - Símar: 98-21031 og 98-21030 KÁNTRÍ-KRÁIN í BORGARVIRKINU FIMMTUDAGUR: Kántrí-klúbburinn kemur saman. Borgarsveitin ásamt Önnu Vilhjálms og Viðari Jónssyni FÖSTUDAGUR: Borgarsveitin og Bjarni Ara LAUGARDAGUR: Borgarsveitin - Gestasöngvari Siggi Johnnie SUNNUDAGUR: Borgarsveitin ásamt Önnu Vilhjálms SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR ALDURSTAKMARK 23 ÁRA Eigum einnig ódýrari og einfaldari ryksugu Panasonic MCE61 á kr. 7.980.~ Panasonic örbylgjuofn NN5250 Nettur og öflugur, 21 lítra, 800 w, með snúningsdiski, 6 mismunandi hitastillingar, 30 mínútna tímastillir. -j—^ Panasonic x /+ 1 Dugnaðarforkar Ef þig vantar dugmikla vinnukrafta á heimilið þá hefur Panasonic lausnina: Panasonic ryksuga og Panasonic örbylgjuofn, sannkallaðir dugnaðarforkar. Panasonic ryksuga MCE89 Öflug og meðfæranleg, með inndraganlegri snúru, stillanlegum sogkrafti og geymslu fyrir fylgihluti í vélinni sjálfri. Panasonic JAPISS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMl 62 52 00

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.