Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PKESSAN 7. NÓVEMBER 1991 Orn Hilmarsson er á gdðri leið med að verða frægur fyrir kvikmyndatónlist. t>að víta hins vegar færri að hann er ásatrúarmaður og þar að auki rammgöldr<>tl- ur. í félagi ásatrúarmanna með Hílmari eru nú 110 manns og fjölgar ár frá ári Æðsta ráð ásatrúarmanna er Lögrétta en þar sitja ásamt Hilmari þau Svein- björn Beinteinssun allsherj- argoði, Jörmundur íngi, Jún Thor Huraldsstm, Keyn- ir Hurdunon. Hallu Arnur- dóltir, Porri Jóhunnsson og Eyuindur Eiríksson. I>að er þvi Ijóst að það saekir víða að þjóðkirkjunni enda lýsti Olafur Skúluson biskup ylir áhyg'gjum slnum á nýaf- stöðnit kirkjuþingi. Kn þar kotnu líka fram miklar áhyggjur út af uýöldinni sem kirkjunnar menn horfa með skelíingu til. Villutrúin veður uppi en á meðal ný- aldarmanna Itafa reyndar verið miklar þra-lur í gaugi og hefur þa?r hclst verið að finna á Velvakandasídum Morgunblaðsins. Kufn (it’irdul. nuddari og skólastjóri. er einn Itelsti postuli nýatdarinnar og hef- ur verið ólatur við að skrifa greinar um hana i blöðin — jafnvel þokað sér inn á kjallarasíður DV. I'llftir Kugnarsson laeknir hefur stult við bakið á honum. Nýaldnrmemt eru reyndar mun fleiri en ekki liggttr fyrir félagatal þeirra — stimir telja þá um 10.000. Krt Olafur og aðrir sann- kristnir tengu övtentaii stuðníng fyrir skömmu. I>á birtist Isuk Huröursnn. skáld og háskólanemi. á ritvellinum og las nýaldarmönnunt pistilinn. ísak teltir að Mikatd sé voldugastur hjá- guða nýaldarsínna. Verðbréfafyrirtækin og bankarnir vildu ekki kaupa veöskuldabréf sem var tryggt með eign á landsbyggðinni LANDS8YGGBIN ER VBtflLAUS ..Þetta er reginhneyksli," sagði Reykvíkingur sent gerði árangurslausa tilraun til að selja veðskuldabréf tryggt með veði í eign á landsbyggð- inni. Engu skipti hvar á land- inu eignin var eða hvert markaðsverð hennar var og ekki breytti neinu þótt um fyrsta veðrétt væri að ræða. í samtölum við PRESSUNA segja forsvarsmenn verð- bréfafyrirtækja og banka að engu sé hafnað án athugunar. Pað gengur þvert á reynslu Heimis Beri>timnns, sem reyndi að selja veðskulda- bréf. Heimir var með bíl á sölu og fékk gott tiiboð í hann. Hluti kaupverðsins átti að greiðast með veðskuldabréfi upp á 900 þúsund krónur. Kaupandinn reyndist skila- maður og bréfið átti að fara á fyrsta veðrétt á eign sem var með brunabótamat upp á 7,5 milljónir króna. Umrædd eign er á Djúpavogi. Þess skal getið strax að Heimir fékk aldrei tækifæri til að segja hvar á landinu eignin væri. HÖFÐU EKKl ÁHUGA ..Umræðan gekk aldrei það langt að ég væri spurður bvar á landinu eignin væri. Ég var búinn að hringja í Fjárfesting- arfélagið, Kaupþing, Lands- bankann, íslandsbanka og Búnaðarbanka. Ég spurði alla sömu spurningar; hvort þeir vildu kaupa af mér veð- skuldabréf til tuttugu og fjög- urra mánaða með tuttugu gjalddögum. heildarupphæð- in var 900 þúsund krónur. Af- föllin voru mismunandi hjá þessum fyrirtækjum," sagði Heimir Bergmann. ..Pegar ég sagðist þurfa að láta senda mér veðbókarvott- orð spurðu allir hvort eignin væri ekki í Reykjavík. Þegar ég svaraði því neitandi sögðu allir að þeir hefðu ekki áhuga. Ég lagði áherslu á að bréfið væri tryggt með fyrsta veðrétti. Það var alveg sama, þeir höfðu ekki áhuga. Það virtist ekki skipta neinu máli hvar á landinu eignin var. Reyndar bentu allir mér á að hringja í hin fyrirtækin. Það var alveg sama hvað ég reyndi að ræða þetta. Það var einfaldlega ekki áhugi vegna þess eins að eignin er ekki á Reykjavíkursvæðinu. Ég var kjaftbit yfir þessu. Ég get reyndar skilið sjóðina, |>eir eru harðir markaðssjóðir, en bankana get ég ekki skilið. Hlutverk þeirra er einnig þjónustuhlutverk." VARÐ AÐ HÆTTA VIÐ VIÐSKIPTIN „Ég hætti við viðskiptin. Ég varð að koma bréfinu í verð og eftir þessi svör gat ég ekki tekið tilboðinu, sem var gott að öðru leyti. Ég hefði skilið þetta hefði ég verið að bjóða þeim veð í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. Þetta gekk aldrei það langt að ég fengi að segja þeim hvar á landinu þetta væri. Bréfið gat þess vegna verið tryggt með veði í eign í Keflavík, Vesl- mannaeyjum, Akureyri eða Isafirði, svo fáeinir staðir séu nefndir. Ég spurði hvort Reykjavík væri eina svæðið sem þeir tækju gilt. Nei, það var ekki. allt Reykjavíkursvæðið kom til álita. Með þessu finnst mér þeir vera að segja við fólk úti á landi: Þið eruð annars flokks íbúar, það sem þið haf- ið stritað fyrir allt ykkar Iíf er okkur verölaust hér í Reykja- vík. Við erum svo stórir að við lítum ekki viö þessu drasli ykkar," sagði Heimir Berg- mann. FJÁRFESTINGAR- FÉLAGIÐ: STÆRSTU KAUPSTAÐIRNIR SLEPPA Þegar PRESSAN ræddi við yíirmenn veröbréfasviöa Landsbanka. íslandsbanka. Búnaðarbanka, Fjárfesting- arfélags íslands og Kaup- þings vildi enginn þeirra kannast við að hlutirnir gengju fyrir sig eins og Heim- ir lýsir þeim nema Friörik Jó- hannsson, forstjóri Fjárfest- ingarfélagsins. „Þetta er rétt svona í stærstum dráttum. Ff um er að ræða fasteignaveð þá ger- um við þá kröfu að fasteignin sé á höfuðborgarsvæðinu eöa betri eign í stærstu kaupstöð- unum úti á landi. Við höfum veðmörk, S0 prósent af brunabótamati, og jafnframt að greiðandi hafi ekki van- skilaferil. Staöan er einfald- lega sú, að þaö er mikið fram- boð af bréfum og því eru meiri kröfur gerðar. Því mið- ur eru staðir úti á landi þar sem góð hús standa auð og eru þá í raun ekki mikils virði." LANDSBANKINN LÍTUR EKKI VIÐ BRUNABÓTAMATI Þór Þorláksson. forstöðu- maður útlánastýringar hjá Landsbankanum, neitaði því að einhver fyrirmæli væru í gangi um að taka ekki við skuldabréfum tryggðum með fasteignaveði úti á lands- byggðinni. „Við metum veðstöðuna út frá staðreyndum, en vita- skuld liggur fyrir að veðhæfi eigna úti á landi er miklu rýr- ari en á höfuðborgarsvæðinu og þar er erfitt að selja eignir. sem hefur áhrif á hvað við kaupum. Því miður eru eign- irnar miklu minna viröi, en það þýðir ekki að það sé regla hjá okkur að taka þær ekki gildar. Og úti á landi standa skuldararnir oft betur í skil- um en hér. Að öðru leyti er yf- irleitt ekki mikið um bréf á Reykjavikursvæðinu til kaups með fasteignaveð úti á landi. Við notum ekki brunabóta- mat, heldur markaðsvirði, og vegna þess að markaðsvirðið er minna á landsbyggðinni getur það leitt til þess að bréf- um er hafnað á þennan hátt." Gudmundur Hauksson. forstjóri Kaupþings, tók í svipaðan streng. „Það er alls ekki algilt að hafna slíkum bréfum, en málið er að það er ekkert um slík bréf hjá okkur lengur — eða hverfandi — frá því að húsbréfin komu. Við erum mest í þessum stöðluöu bréfum. Þegar við metum tryggingar að öðru leyti er það út frá markaðsvirði og seljanleika; hvað muni gerast ef reynir á trygginguna." EF ÁSTANDIÐ ER SLÆMT ER BRÉFUNUM HAFNAÐ Kristín Sleinsen, deildar- stjóri verðbréfadeildar ís- landsbanka, kannaðist held- ur ekki við að stefnan væri að hafna slíkum bréfum. „Við skoðum hvert tilvik fyrir sig, horfum á brunabótamat og markaðsvirði og tökum það sem lægra er. Það sem skiptir meira máli er skuldarinn sjálfur, greiðslugeta einstak- lingsins, tekjur hans og skil- vísi. Kaup á bréfum eru auk þess talsvert staðbundin, bréfin eru flest hver seld á viðkomandi stöðum. Það má Heimir Bergmann reyndi mikiÖ að selja veðskuldabréf tryggt í fasteign á landsbyggðinni. Enginn vildi kaupa og ástœðan var sögð sú að eignin vœri ekki í Reykjavík eða nágrenni. Frá Djúpavogi. vel vera að lægra markaðs- virði úti á landi leiði óhjá- kvæmilega til þess að bréfum þaðan sé hafnað í meira mæli, en ég kannast ekki við að þetta sé vandamál, þótt einhver tilvik hafi komið upp á. Það er engin stefna hjá okkur að hafna slíkum bréf- um og ég man ekki eftir að bankinn hafi brennt sig á slík- um bréfum frá einstakling- um." Loks sagði Jóhunn Einars- son, forstöðumaður verð- bréfadeildar Búnaðarbank- ans, að það væri svo með þessa pappíra yfirleitt, hvort sem veðið væri úti á landi eða ekki, að bankinn mæti trygg- ingagildi þeirra. „Ef það telst gott skiptir ekki máli hvar eignin er. Ef fasteignaverð er mjög lágt hefur það sín áhrif. Það er mjög líklegt. ef ástand er slæmt, að bréfi sé hafnað. Það gefur augaleið, ef við- komandi fasteign er í raun óseljanleg. En staðreyndin er sú, að síðustu 1 eða 2 ár hefur veðmatið verið að þrengjast og við orðnir strangari, með því að færa verðmætið meira til raunvirðis. Við vinnum á faglegum grunni. Það blasir við að eignir úti á iandi eru verðminni en á höfuðborgar- svæðinu, sem hefur sín áhrif, en að öðru leyti er hvert tilvik skoðað út af fyrir sig." Friðrik Þór Guðmundsson Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.