Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 36

Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 Gyröir Elíasson er með tvær bækur, Ijóðabók og örsögur, og Súsanna Svavarsdóttir skáldsögu og viðtalsbók við eiginkonur alkóhólista. Þeir eru fleiri blaðamennirnir sem senda frá sér bækur en Sús- anna; Ingólfur Margeirsson skrifar ævisögu Árna Tryggvasonar, leikara og trillukarls. Stefán Jón Haf- stein á rás tvö sendir frá sér ferðasögu sem nefnist „Guð- irnir eru geggjaðir" og Elías Snœland Jónsson unglinga- bók sem heitir „Davíð og krókódílarnir". Svanhildur Konráösdóttir sendir frá sér viðtalsbók við Jónas Jónas- útvarpsmann og Ómar „Góð bók er eins og Levis-gallabuxur" segir Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. „Þetta er ósköp svipaö og með leikhúsin, uppselt, uppselt," seg- ir Vigdís Grimsdóttir rithöfundur. Þad eru einkum þrjár skod- anir sem tröUriöa allri um- raeöu um sölu á jólabókum og þar, eins og í svo mörgu ööru, skiptast menn í tvo hópa. / fyrsta lagi er sú skod- un ad seljist bókin vel sé um góða og trausta vöru að ræða og það sé góður og gildur mœlikvarði á bók hvort hún trónar á metsölulistunum eða ekki. I öðru lagi sú skoð- un að seljist bókin illa eigi höfundurinn ekkert erindi inn í hina eðlu stétt rithöf- unda og eigi að snúa sér að einhverju öðru. I þriöja lagi að bœkur á metsölulistum séu komnar þar fyrir eitthvert óútskýranlegt samsœri og höfundurinn sé þeim mun verri sem bókin selst betur. Staðreyndin er hinsvegar sú að það hefur ekkert að gera með gæði bókarinnar hvort hún selst eða ekki. Birt- ing metsöluiista í blöðum get- ur því aðeins gagnast þeim, sem beinlínis hafa áhuga á því hvaða höfundar og hvaða útgáfufyrirtæki fá mest í vas- ann, en ekki almenningi þeg- ar velja á bók. HANDKLÆÐI OG MENNINGARUMFJÖLLUN Engu að síður láta hvorki fjölmiðlar né almenningur sitt eftir liggja þegar bókajól- in nálgast og metsölulistarnir fara að verða til. Ef málin eru íhuguð er þetta álíka áhugavekjandi og ef fyrir jólin væru birtir reglu- lega samanburðarlistar með flennistórum fyrirsögnum um sölu á munstruðum hand- klæðum, nema hvað það síð- arnefnda væri áhugaverðara á þeim forsendum að hægt er að gera ráð fyrir að hand- klæðin verði notuð, en sala á bók er engin trygging fyrir |)ví að hún sé lesin. Það er hinsvegar hægt að flokka bókametsölulista sem menn- ingarumfjöllun en ennþá að minnsta kosti hafa munstruð handklæði ekki notið þeirra forréttinda. SÖLU- EÐA SANNLEIKSGILDI En trúa verslunarmenn, út- gefendur eða rithöfundar því að metsölulistarnir sem slíkir hafi eitthvert gildi? „Tilgangur metsölulist- anna er fyrst og fremst sá að gera bókavertíðina meira að- laðandi og draga fólk þannig i bókabúðirnar," sagði Eyjólf- ur Sigurðsson, útgáfustjóri hjá Skjaldborg. „Það er hinsvegar annað mál hvort listarnir eru traust heimild, eins og er í pottinn búið núna leyfi ég mér að ef- ast um að tilfinningar ein- staka verslunarfólks fyrir bóksölu séu traust heimild. Því má ekki gleyma í þessu sambandi að um helmingur allra bókaverslana í Reykja- vík er í eign forlaganna og það getur skekkt upplýsing- arnar. Yfir heildina má segja að sölugildi listanna sé mikið en sannleiksgildið er svo ann- ar þáttur. Það voru síðan ekki útgáfurnar sem komu þess- um listum á heldur blöðin." „Ég heyri að fólk fylgist vel með þessum listum og að sjálfsögðu eykur það söluna," sagði Vigdís Baldursdóttir, verslunarstjóri í bókabúðinni Borg við Lækjargötu. „Fólki finnst gott að hafa einhverjar leiðbeiningar við höndina, þó að þarna sé auð- vitað aðeins um blákaldar sölustaðreyndir að ræða. Það eina sem ég get fundið nei- kvætt við þessa lista er að þeir eru skoðanamyndandi. Það er samt sem áður alltaf fólkið sjálft sem velur og hafnar," sagði Vigdís Baldurs- dóttir. EINS OG LEVIS-GALLABUXUR „Góð bók er eins og Lev- is-gallabuxur," sagði Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. „Þær endast og allir ættu að eiga þær án þess að þær séu sí og æ að skjóta sér upp á metsölulista." „Þetta er ósköp svipað og með leikhúsin; uppselt, upp- selt," sagði Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. „Ég hef einnig vitað myndlistarmenn líma rauðan miða á óseldar mynd- ir til að auka söluna. Það er þessi markaðshyggja innra með fólki sem leiðir það ósjálfrátt inn á þær brautir sem metsölulistarnir segja til um. Mér finnst sem metsölu- listar hafi ekki áhrif á mig, en það er sjálfsagt eitthvað sem ég vil ekki viðurkenna. Þetta „Ótvírætt sölugildi en minna sannleiksgildi," segir Eyjólfur Sigurðsson utgafustjori segir manni að sjálfsögðu ekkert um gæði en getur þvert á móti virkað öndvegis þegar fólk býst við of miklu." BISSNISS MEÐ HELGISVIP Bóksala á íslandi er bissniss og þar ræður markaðurinn ansi miklu um. Líkt og gjafa- vörubúðir hafa sína útstilling- arglugga hefur bókaútgef- andinn það líka. Það er i fyrsta lagi hann sem metur bækur inn í útgáfu og hann sem metur hvað verja skuli miklum fjármunum í auglýs- ingar á sumum bókum um- fram aðrar. Útgefandinn hefur ákveðn- ar sölubækur á sínum snær- um og aðrar sem hann reikn- ar með að geti kannski orðið seinna til ábata en viðkom- andi höfundar skili litlu í kass- ann að svo stöddu. Það eina sem útgáfubrans- inn hefur fram yfir annan bransa er helgisvipurinn sem honum hefur tekist að við- halda. FÁIR TAKA SJÁLFSTÆÐA ÁKVÖRÐUN Það eru í raun ákaflega fáir sem fylgjast vel með jóla- bókaflóðinu á þann hátt að lesa og meta bækur af áhuga. Enda er i rauninni ógern- ingur fyrir leikmann að kom- ast yfir allan þann lestur áður en jólainnkaupin fara fram, svo lengi sem fólk hefur ein- hvern annan starfa. Bækurn- ar koma jú allar út á sama tíma eða svo til. Hvað er þá til ráða? Auglýsingar, gagnrýni, viðtöl í blöðum, metsölulist- ar? Þar komum við aftur að bókaútgefeudum, fjölmiðlum og höfundunum sjálfum. Fólkið sjálft hefur jú ekki allt- af síðasta orðið, af fyrrgreind- um ástæðum, en bóksalan fyrir jólin hefur mikiö að segja um hvaða höfundar geta skrifað næsta árið og hvaða höfundar ekki. Þrátt fyrir þetta dingla höfundarn- ir með i rómantískum hug- myndum um hvað það er gasalega „cult" að selja ekki bækur nema í litlu upplagi. HÖFUNDAR í SÖLUHUG Höfundar geta haft sitthvað að segja um sölu á bókum sín- um. Þeir höfundar sem eru eins og útspýtt hundskinn fyrir jólin; út um allan bæ að lesa upp úr bókunum eða árita þær fyrir gesti og gang- andi, leggja sitt af mörkum til sölunnar. En það eru ekki all- ir höfundar beðnir um viötöl, þeir eru mismikið beðnir, ef svo má að orði komast, einn- ig þegar um upplestur er að ræða. Og hvað hefur þá mest að segja? Jú, auglýsingar. Höfundar þeirra bóka sem mest eru auglýstar eru beðnir að árita, lesa upp og blöðin fá þá í viðtöl. Þannig myndast einskonar æði fyrir ákveðn- um höfundum og bækurnar sjálfar hverfa í stjörnumóð- una. OFURMENNI VÖKU-HELGAFELLS Olafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur veriö markaðssettur á íslandi sem einn af framkvæmdastjórum Sony. Sem slíkur nýtur hann virðingar almennings; mað- ur sem hefur náð langt í við- skiptalífinu. En því er ekki auðsvarað af hverju almenn- ingur er þeirrar skoðunar að framkvæmdastjórar stórfyr- „Fólki finnst gott að hafa ein- hverjar leióbeiningar vió inn- kaupin," segir Vigdís Baldurs- dóttir verslunarstjóri. irtækja í Bandaríkjunum skrifi endilega góðar bækur. Ofurmennið, eins og Ólafur var kallaður núna síðast í timaritinu Heimsmynd, nýtur engu að síöur vinsælda al- mennings sem rithöfundur. Bækurnar hans náðu mjög góðri sölu og betri sölu en flest byrjendaverk, en ætli margir hafi lesið bækurnar hans? Ólafur er einnig eini ís- lenski rithöfundurinn sem getur talist ríkur. En hann varð ekki ríkur af bókum sín- um, frekar en aðrir rithöfund- ar hérlendis. í velgengni Ólafs speglast hinsvegar sú fúla staðreynd að ritstörf njóta ekki virðing- ar- hérlendis sem atvinna, heldur er höfundurinn þeim mun meira metinn sem hann hefur fleiri járn i eldinum, — er duglegur að bjarga sér, eins og það heitir á góðri ís- lensku." LUMMULEGT SÖLUBRAGÐ Enn eitt sölubragðið er síð- an íslensku bókmenntaverð- launin. Þar hafa bókaútgef- endur frjálsar hendur við að tilnefna þá höfunda sem koma til greina og þeir eru síðan sorteraðir úr sem hljóta þann heiður að fá þartilgerð- an stimpil á bækur sínar um að þær hafi verið tilnefndar. lltgefendur þurfa aö sjálf- sögöu að borga undir rassinn á bókunum sem tilnefndar eru og hafa því smærri bóka- forlög og höfundar i sjálfsút- gáfu ekki veriö með. Þetta hefur leitt til fáránlegrar sam- tryggingar og við tilnefningu skjóta upp kollinum furðuleg- ustu bækur sem eiga engan veginn heima í þessu „úrvali" útgáfubókanna. HVAÐ MARGAR BÆKUR? í ár er ekki spurt hvort höf- undarnir gefa út bók fyrir jól- in heldur hversu margar. Þór- arinn Eldjúrn er með Ijóða- bók í haust en í vor sendi hann frá sér Ijóðabókina „Hina háfleygu moldvörpu". Ragnarsson sjálfsævisögu sína — og eru þá aðeins fáir nefndir til sögunnar. Það eru fremur fáar skáld- sögur meðal jólabókanna að þessu sinni. Hæst ber að Guð- bergur Bergsson sendir frá sér skáldsögu svo og Steinar Sigurjónsson. Þá eru það krónprinsarnir Guðmundur Andri Thorsson, Ulugi Jökuls- son og Ólafur Jóhann Ólafs- son. Ljóðabækur og smásög- ur eru mun fyrirferðarmeiri. en þar má nefna Steinunni Sigurðardóttur. Vigdísi Grímsdóttur, Kristínu Omurs- dóttur og Sjón. Það er þvi von til þess að fleiri bækur úr þessum hópi verði að finna í hörðu pökk- unum fyrir jólin. Það hefur hins vegar verið viðtekin venja að Ijóðabækur seljast illa og skáldsögur þykja af einhverjum ástæðum matar- legri á söluborðinu. Það er því allt eins líklegt að viðtals- bækurnar hrifsi einnig til sín það svigrúm sem skapast fyr- ir Ijóða- og smásögubækur. En eins og áður er sagt í þess- ari jólabókahugieiðingu er neytandinn nærri dæmdur til að vera eins og drukknandi maður í þeirri flóðbylgju sem nú skellur yfir og eina leiðin sem raunverulega er fær er að skella skollaeyrunum við þeirri auglýsingaherferð sem nú fer að hellast yfir. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.