Pressan


Pressan - 07.11.1991, Qupperneq 22

Pressan - 07.11.1991, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 Ingimar K. Sveinbjörnsson flugstjóri á Fordjeppa árgerð 1974 og bílnúmerið er B 727. Það fékk Ingimar þegar hann var flugstjóri á Boeing 727-þotum Flugleiða en nú hafa aðrar vélar komið í þeirra stað. Raunar á Ingimar líka númerið B 747, sem í flugheiminum stendur fyrir Boeing-júmbóþotur. „Ég er búinn að eiga þenn- an Ford síðan 1979. Þetta var Pick up sem ég lét byggja yfir en ég hef ekki breytt honum að öðru leyti. Ég er mjög ánægður með bílinn og mun sennilega eiga hann ævi- langt. Eg er búinn að keyra Fordinn yfir 200 þúsund kíló- metra og finn engan mun á honum frá því hann stóð í 100 þúsundum. Þetta er ódrep- andi tæki. Ég nota bílinn í sambandi við þennan sveita- búskap sem ég er með í Aust- ur-Barðastrandarsýslu og svo er ég í Lionsklúbbi sem er jafnframt duglegur ferða- klúbbur. Yfir veturinn er auð- vitað ómetanlegt að eiga svona bíl þegar farið er út á land. Um númerið er það að segja að ég vildi fá B 727 þeg- ar ég var að fara á Boeing 727-þoturnar, en það lá þá ekki á lausu. Sýslumaðurinn sendi mér þá B 747 og sagði að það væri miklu betra núm- er. Hitt fékk ég svo skömmu fyrir númerabreytinguna og setti þá 747 á gamlan Lapp- lander sem ég á í sveitinni," sagði Ingimar. Steingrimur: Aðaleinkenni á mínum bil er léttleikinn. FERÐAKLUBBURINN 4x4 VIÐ ERUM EKKI A NEINUM MONSTERUM Fordinn hans Guðjons er með svefnplássi og eldunarað- stöðu. HORFNIR GÓÐHESTAR „Þegar fyrsti jeppinn hans brotnadi endanlega niður var hann heygður iikt og um fallinn góðhest væri að ræða." Úr minningargrein um látinn stórbónda. um að breyta svona jeppum og öðr- um fjórhjóladrifsbilum. Þetta er hvergi leyft i nigrannalöndunum og margir kunna ekki nógu vel til verka. Þó vill svo tH að breyttir bilar sem hafa fengið skoðun hjá okkur hafa verið leyfðir á öðrum Norður- löndum." Starfsmaöur i Bifreiöaskoðun FARARTÆKIMEÐ GISTINGU Það eru ýmsir áðrir éh jeppaeigendur sem breyta bílum sínum til að auka nota- gildi þeirra. Til dæmis Gud- jón Kristleifsson-. ,,Ég á Ford Econoline ár- gerð 1990 og hef breytt hon- um þannig að ég setti í hann framdrif og innréttaði bílinn þannig að við getum gist í honum. Fram til þessa hef ég ekki verið í vetrarferðum heldur einbeitt mér að há- lendisferðum að sumri til. En það er aldrei að vita hvað ger- ist, því mér er sagt að vetrar- ferðir séu mjög spennandi. Síðastliðið sumar ókum við fjölskyldan um 10 þúsund kílómetra og fórum víða. Fór- um um hverja einustu helgi allt sumarið. Ég nota Fordinn eingöngu sem ferðabil en keypti mér gamlan skrjóð i bæjarsnattið. Bíllinn hefur gert mjög mikla lukku hjá fjölskyld- unni. Þessi ferðalög eru orðin áhugamál okkar cillra og það má segja að þetta komi í stað- inn fyrir sumarbústað. Við vorum áður með stóran Bronco, en þá þurftum við alltaf að ferðast með tjald. Við komumst allt það sama á Fordinum en getum þar að auki sofið í honum og höfum aðstöðu til að elda,“ sagði Guðjón. „Þetta er mjög lifandi fé- lag og starfsemin stendur með blóma. Félagsmenn eru nú á sjöunda hundrað, flestir á höfuðborgarsvæð- inu, en auk þess eru deildir í Eyjafirði, á Húsavík og á Suðurlandi," sagði Stein- i’ríntur h'riöriksson, for- maður Ferðaklúbbsins 4x4. Þetta eru samtök áhugamanna um ferðalög á jeppum og búnað fjór- hjóladrifsbíla sem gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna og beita sér fyrir góðri umgengni við landið. „Innan ferðaklúbbsins er starfandi tæknideild sem hefur mikil samskipti við Bifreiðaskoðun og fleiri að- ila, til dæmis varðandi breytingar á bílum. Það kemur upp mikið af ágrein- ingsmálum sem þarf að leysa og þá hefur klúbbur- inn beitt sér fyrir lausnum fyrir heildina svo hver og einn þurfi ekki að standa í og telja tilganginn vera þann að geta ekið hvar sem er utan vega. Við spurðum Steingrim um þetta atriði. „Þessi misskilningur er fyrir hendi. Fólk hefur séð í bílablöðum myndir af þess- um amerísku monsterbíl- um og eins í sjónvarpinu og ruglar þessu saman. Svona bílar fengjust aldrei skráðir hérlendis. Nú eru i gildi mjög strangar reglugerðir um það hverju má breyta og hverju ekki. Enda er allt fúsk að hverfa úr þessu og það eru atvinnumenn sem annast breytingar á bílun- um. Stór dekk eru til dæmis frumskilyrði þess að við getum ekið á snjó og það er mikið af jeppamönnum sem ferðast á veturna því yfir sumarmánuðina er hvergi pláss fyrir okkur. Út- búnaður til vetrarferða hef- ur líka stórbatnað og senni- lega aldrei fleiri farið í vetr- arferðir en síðastliðinn vet- ur. Það er mjög vinsælt að fara í skála Ferðaklúbbsins, sem er sunnan við Hofsjök- ul, og svo eru Hveravellir ákaflega vinsæll vetrar- staður. Þá fara menn gjarn- an saman í hóp um helgar, enda eru stemmningin og vinskapurinn sem myndast stór þáttur í klúbbstarfinu." FÉLAG FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Steingrímur sagði að Ferðaklúbburinn 4x4 væri opinn öllum sem hefðu áhuga og fólk þyrfti ekki einu sinni að eiga jeppa eða aðra fjallabíla til að komast i klúbbinn. Þetta væri félag fyrir alla í fjölskyldunni og því borgaði hver fjölskylda bara eitt félagsgjald. Klúbb- urinn væri kjörinn vett- vangur til að koma á fram- færi áróðri og leiðbeining- um um góða umgengni jeppamanna við landið. „Við skipulögðum Toy- otadaginn síðastliðið sum- ar þar sem farið var í ferða- lag á 157 bílum þar sem allt tókst alveg sérstaklega vel þrátt fyrir hrakspár í fjöl- miðlum," sagði Steingrímur Friðriksson, sem ekur á Toyota Pick Up. — breyttum og bættum. þvi upp á eigin spýtur. Við höfum líka farið í vinnu- ferðir með Náttúruvernd- arráði og sjálfboðaliðasam- tökum um náttúruvernd." sagði Steingrímur. — Klúbbfélagar stunda þá ekki akstur utan vega? „Ég tel að það sé liðin tíð- in i ferðamennsku ísiend- inga. Við vorum inni á frið- landinu að fjallabaki í sum- ar og fróðir menn segja að yfir sumarmánuðina hafi um 50 þúsund manns kom- ið á þessar slóðir. Þá er ég að tala um svæði eins og Landmannalaugar, Eldgjá og þar nálægt, sem fólk heimsækir mikið á eigin vegum. Umgengni öll er orðin miklu betri en áður og við höfum brýnt það fyr- ir íélagsmönnum okkar að ganga vel um landið," sagði Steingrímur. ENGIR MONSTERBÍLAR HÉRLENDIS Margir sem ekki þekkja til mála eru fullir tortryggni út í bíleigendur og þá ekki síst jeppaeigendur. sem breyta bílum sínum mikið

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.