Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 Bæjarstjórn Ólafsfjarðar vnni BÆJARFU.URIÍA ÁBYRGfl (ÍT A SVIKIBFE Sigurður Björnsson, bœjar- fulltrúi í Ólafsfirði og fram- kvæmdastjóri Fiskmars, sem nú er gjaldþrota, fékk ábyrgð bœjarsjóðs vegna lántöku. Þegar til kom var hann búinn að láta öðrum veðið íté. Félagsmálaráðherra hefur vítt bœjarstjórnina vegna þessa máls. Þá er bæjarfulltrúa vinstri- manna hótað opinberri rannsókn vegna gjald- þrots fyrirtœkis hans. Félagsmálaráðherra hefur ávítt bœjarstjórn Ólafsfjarðar fjórum sinnum á þessu ári. Björn Valur Gíslason, oddviti minnihlutans. Hann kærði Fiskmarsmálið til ráðherra. Nú er honum hótað opinberri rannsókn vegna gjaldþrots fyrirtækis hans. Jóliunnu Sitfurhardúltir félajís- málaráðherra hefur ávitt bæjar- stjórn Olaísfjarðar fyrir að hafa brotið gegn sveitarstjórnarlogum þegar bærinn veitti einum bæjar- fulltrúanum og fyrirtæki hans ábyrgð vegna lántoku. Hjörn Vulur Gíslason, bæjarfulltrúi minnihlut- ans í bæjarstjórn (Mafsfjarðar, k;erði afgreiðslu og framkvæmd bæjar- stjórnar vegna ábyrgða fyrir Fisk- mar til félagsmálaráðuneytisins. -S'/g- tirdur Björnsson. bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, var framkvæmdastjóri Fiskmars. Ábyrgðin var veitt vegna kaupa Fiskmars á vélum, en tryggja átti ábyrgðina með veði í vélunum. begar til kom voru þær yfirveðsett- ar og bærinn tapaði um sjö milljón- um króna á gjaldþroti Fiskmars. Björn Valur Gíslason sætir einnig þungum ásökunum. Fyrirtæki hans, B.V. Gíslason, er gjaldþrota og með- eigandi hans íhugar að kæra Björn Val til ríkissaksóknara. Hann sakar hann um óreiðu og skjalafals. Ráðherra hefur þrisvar á þessu ári þurft að hafa afskipti af bæjarstjórn Olaísfjarðar. Tveir flokkar hafa boð- ið fram á Olafsfirði. Sjálfstæðis- flokkur, sem hefur fjóra fulltrúa. og vinstrimenn, sem hafa þrjá. Þrír af fulltrúum Sjálfstæðisflokks eru í leyfi frá störfum í bæjarstjórn vegna djúps ágreinings, þar á meðal er Sig- urður Björnsson. Vegna gjaldþrots fyrirtækja bæjarfulltrúanna tapar bæjarsjóður um sjö milljónum króna og Sparisjóður Olafsfjarðar um 20 milljónum. ÁBYRGÐ BÆJARSTJÓRNAR Sigurður Björnsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Fiskmars, fékk bæjarráð og bæjarstjórn til að ábyrgjast lántöku fyrirtækisins. Hann lofaði veði í vélum sem fyrir- tækið væri að kaupa. Ábyrgðin var veitt áður en vélarn- ar komu til Ólafsfjarðar. Þegar þær loks komu kom i Ijós að þegar var búið að veðsetja þær fyrir tvöföldu verðmæti þeirra. Þegar það lá fyrir var því leynt fyrir minnihlutanum. Ekki komst upp um veðsetningarnar fyrr en endurskoðandi bæjarins rak augun í að um sjö milljónir króna voru falln- ar á bæjarsjóð. ..Daginn eftir að bæjarstjórn sam- |)ykkti ábyrgðina var skrifað upp á hana. Fiskmar var þá ekki orðið eig- andi að tækjunum. Þá lágu heldur ekki neinar tryggingar fyrir. Bæjar- fulltrúinn og framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, Sigurður Björnsson, ásamt Bjarna Grimssyni bæjar- stjóra, skrifa undir þetta, algjörlega á skjön við samþykktir bæjarráðs," sagði Björn Valur Gíslason. ,,Sjö mánuðum síðar átti að veð- setja þessi tæki. Þá kom í Ijós að Sig- urður Björnsson hafði veðsett þau öðrum aðilum og það 200 prósent- um yfir verðmæti þeirra. Tækin eru í dag metin á fimm milljónir króna. Á undan veði bæjarins eru 20 millj- ónir hvílandi á tækjunum. Það var gengið frá þessu öllu án þess að við í minnihlutanum fengjum að vita af því," sagði Björn Valur Gíslason. VEIT EKKl HVAÐ VIÐ GERUM „Ráðuneytið staðfesti það sem við höfum haldið fram í þessu máli. Við getum hæglega farið fram á opin- bera rannsókn á málinu, vísað því til saksóknara. Við förum ekki lengra með það fyrr en við heyrum við- brögð meirihlutans við úrskurði ráðuneytisins. Þetta eru alvarleg- Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar. Hann segir Fisk- marsmálið hafa farið úrskeiðis. ustu ávítur sem bæjarstjórn Olafs- fjarðar hefur fengið og hafa þær þó verið nokkrar. Kg á frekar von á að við látum hér við sitja. Það er búið að staðfesta það sem við höfum sagt," sagði Björn Valur Gislason. Minnihlutinn leitaði til lögmanns áður en málið var kært til ráðherra. Björn Valur segir að álit þeirra hafi verið á sama veg og úrskurður ráð- herra, en þar sem meirihlutinn vildi ekki taka mark á þeim álitum sem lágu fyrir var málinu vísað til ráð- herra. í framhaldi þessa máls ákváðu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks að reka Bjarna Grímsson frá störf- um. Minnihlutinn studdi bæjarstjór- ann í þessu máli ásamt Oskari Þór Sigurbjörnssyni. oddvita sjálfstæð- ismanna. Þeir þrír sem vildu reka bæjar- stjórann eru nú í frii frá störfum í bæjarstjórn vegna bæjarstjórnar- málsins. FÓR ÚRSKEIÐIS Oskar Þör Sitfurhjörnsson. forseti bæjarstjórnar, vildi lítið tjá sig um úrskurð ráðherra. Hann sagðist eiga eftir að ræða þetta bæði innan Sjálf- stæðisflokksins og eins innan bæjar- stjórnar. „Kftir að þetta var sent til ráðu- neytisins gat það ekki brugðist öðruvísi við, vegna þess að svona mál eru alltaf ábyrgðarmál. Vissu- lega voru komin veð á þessi tæki og segja má að ýmislegt hafi farið úr- skeiðis þar sem aðrir vqru búnir að veðsetja tækin," sagði Oskar Þör. — Kn í Ijósi þessa máls, getur þú séð að Sigurður Björnsson eigi aft- urkvæmt í bæjarstjórn? „Kg vil ekkert um að segja. Það er hans ákvörðun. Það er Ijóst að okk- ar veiki punktur er að ekki var nægilega vel gengið frá þessu i fundargjörðum. Málið dróst og mis- fórst. Vissulega var þetta erfitt. Björn Valur Gíslason er lika með fyr- irtæki í gjaldþroti. Bæði þessi mál hafa umtalsverð áhrif á Sparisjóð- inn." — Tengist uppsögn bæjarstjörans Fiskmarsmálinu? „Já. Það má segja að það hafi gert það. Minnihlutinn nýtti sér þetta mál í pólitískum tilgangi. Við vitum að það var ekki af réttlætiskennd manna sem mega ekki vamm sitt vita sem málið fór svona langt. Þetta var freisting fyrir þá þegar ástandið var svona viðkvæmt. Vissulega átti þetta mál verulegan þátt í misklíðinni milli Sigurðar og bæjarstjóra. Kkki má gleyma þvi að þetta kom upp skömmu fyrir alþing- iskosningarnar. Ég vil taka fram að þetta er lítið mál. Það kemur upp á sama tíma og talsvert hafði unnist í að bæta fjárhagsstöðu bæjarins. Við vorum búnir að selja hótelið og hlut- inn í Hraðfrystihúsinu." HÓTAR AÐ KÆRA BJÖRN VAL „Ég hef áður sagt að ég hyggst fara fram á opinbera rannsókn á bókhaldssvindli og fjárdrætti á hendur Birni Vali Gíslasyni," sagði Siytrynuur Valgeir Jómsson, meðeig- andi Björns Vals Gíslasonar í gjald- þrotafyrirtækinu RV. Gíslasyni. „Mér sýnist Sparisjóðurinn ekki tapa undir 10 milljónum króna á fyr- irtæki okkar. Ég vil fá að vita hvern- ig hann gat gert fyrirtækið gjald- þrota. Ég er stjórnarformaður en kom ekki nálægt rekstrinum. Það hafa tapast 17 milljónir króna bara á þessu ári. Sem dæmi get ég nefnt þér að fógeti kallaði mig fyrir til að skrifa undir beiðni um greiðslu- stöðvun. Ég vissi ekkert um þessa beiðni þrátt fyrir að ég væri stjórn- arformaður. Þetta eru vinnubrögð bæjarfulltrúans. Ég bíð og sé til. Bókhaldið er allt læst inni og því á ég örðugt um vik. Með þessu drápu þeir Fiskmar. Þetta er pólitík og ekk- ert annað." sagði Sigtryggur Valgeir Jónsson. MIKIL ÓVISSA HJÁ SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM „Þetta er spurning um hvort menn hafa geð í sér til að kæra ná- ungann út af hverju sem er. Þetta er ekkert annað en pólitik. Það er ekki þannig að þessir menn séu hvít- þvegnir," sagði Þorsteinn Ásgeirs- son. einn þriggja bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins sem eru í leyfi og eins átti hann hlut í Fiskmari og tók þátt í afgreiðslu ábyrgðarbeiðninn- ar. Oskar Þór Sigurbjörnsson sagði að óformlegar viðræður væru hafn- ar innan flokksins um hvernig stað- ið verður að bæjarstjórnarmálum um áramót þegar leyfi fulltrúanna lýkur. Ekki væri neitt samkomulag um hvernig best væri að standa að þessum málum. Hann sagðist ekki eiga von á að niðurstaða lægi fyrir fyrr en um áramót. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.