Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991
35
Vinnan hefur áhrif á allt líf okkar. Ef okkur líöur illa í vinn-
unni eda lítum á hana sem kvöl getur það eitrað lífið. Þá er
*
Iþróttafélag Kópavogs, ÍK, var tek-
ið til gjaldþrotaskipta í lok síðasta
mánaðar að ósk Ríkisútvarpsins,
vegna rúmlega 100
þúsund króna skuld-
ar við útvarpið.
Skuldin var víst búin
að vera í innheimtu í
ár án þess að
greiðsla bærist, en
íþróttafélagið býr
við mjög bága fjárhagsstöðu og
skuldar um ,8 milljónir króna.
Áhrifamenn í ÍK segja að félagið sé
búið að semja við um helming lán-
ardrottna þess auk þess sem Slg-
urður Geirdal bæjarstjóri og bæj-
aryfirvöld í Kópavogi hafi nýlega
veitt þeim einnar milljónar króna
styrk til að ganga frá lausaskuldum,
þar á meðal við Ríkisútvarpið. ..
► ♦♦1
v ♦ ♦<
► ♦♦♦<
► ♦♦♦< ,
>♦♦♦♦<
{♦♦♦♦♦i
♦ ♦♦♦♦♦♦|
>♦♦♦<
!♦♦<
.♦♦i
Lídur þér illa i vinnunni?
Hugsardu slundurn um hvern
fjandann þú sérl aö gera
þarna? Finnsl þér skemmti-
legasti tíminn veru þegar þú
hefur góda afsökun lil ad
skreppa frá? Fœrdu einhvern
líma á tilfinninguna aó eng-
inn kunni ad meta þig og fúir
vili hver þá ert? Finnsl þér þá
aldrei hafa afrekad neill eða
gerl neill sem skiptir múli?
Finnsl þér þá eigu hetra skil-
ið?
Ef þá svarar þessum spurn-
ingum júlandi erlu ú rangri
hillu í lífinu. Ef við gefum
okkur að fleslir fari ál ú
vinnumarkaðinn í kringum
lutlugu og fimm úra aldur og
vinni þangað til sjötíu og sex
úra aldri er núð þarf enga sér-
staka spekinga lil að sjú
hversu miklu múliþað skiplir
í lífinu að mönnum líði sœmi-
lega ú vinnuslað.
Það hefur áhrif á allt líf
manna hvernig þeim líkar við
vinnu sína og hvernig starfs-
andinn er. Fjölskyldulífið hef-
ur mikil áhrif á það hvernig
starfsmaður fjölskyldufaðir-
inn er. En ánægja og árangur
í vinnunni hafa ekki síður
áhrif á hvernig fjölskyldufað-
ir starfsmaðurinn er.
HENGJA BAKARA
FYRIR SMIÐ
Þegar menn líta í eigin
barm geta ugglaust margir
hverjir fundið dæmi um dag
þegar þeim gekk illa í vinn-
unni og komu af þeim sökum
heim og skömmuðu konuna
og börnin. Það er samt ekki
heimilisfólki þinu að kenna
að Jón forstjóri er ósanngjarn
eða að undirmaður þinn skuli
aldrei geta skilað frá sér
sæmilegu verki. Og sjálfsagt
veistu það vel.
Þetta getur verið keðju-
verkandi. Jón forstjóri er
kannski pirraður vegna ein-
hvers sem kemur þér ekkert
við — þú varst bara svo
óheppinn að það bitnaði á
þér. Þú hefðir jafnvel hlegið
ógurlega ef einhver starfsfé-
lagi þinn hefði lent í þessu
sama og fundist það gott á
hann. Það var kannski kom-
inn tími til að einhver annar
en þú væri skammaður, þú
sem ert eins og útsþýtt hund-
skinn allan daginn en færð
ekkert nema skömm í hatt-
inn! Ertu kannski aldrei met-
inn að verðleikum, sama
hvað þú leggur á þig?
Ef þetta er viðhorf þitt til
vinnunnar er hætt við að þú
þuríir að endurskoða stöðu
þína og reyna að meta hvað
þú ætlar þér í starfi.
VINNAN HEFUR ÁHRIF Á
ALLT LÍFIÐ
Vinnan er einn stærsti hlut-
inn af lífi hvers manns, en lífið
er samsett úr stórum og smá-
um atriðum sem hafa áhrif
hvert á annað. Og ef menn
eru almennt ósáttir við stöðu
sína þarf ekki mikið að fara
úrskeiðis til að þeir verði fúlir
og hafi allt á hornum sér.
Það sér því hver maður í
hendi sér að það hefur mjög
mikil áhrif á allt líf manna
hversu sáttir þeir eru við
stöðu sína. Það er líka stað-
reynd, sem allir viðurkenna,
að maður sem er ánægður og
hefur gaman af því sem hann
gerir skilar betur unnu verki
á allan hátt en sá sem er
óánægður og sér engan til-
gang með því sem hann er að
fást við.
En það er lika misjafnt
hversu miklar kröfur menn
gera til vinnu sinnar. Sumum
finnst þeir aldrei fá nógu
merkileg verkefni og finnst
undarlegt að yfirmenn þeirra
skuli ekki koma auga á hvað
þeir hafa mikið til brunns að
bera. Og svo eru aðrir sem
ganga að hverju verki með
bros á vör og leysa það af
hendi fljótt og örugglega án
þess að finnast virðingu sinni
misboðið á nokkurn hátt.
Verkamaðurinn getur séð
sömu ögrun í ógröfnum
skurði og verðbréfasalinn sér
í því að ná og Ijúka milljóna-
samningi. Þeir ganga til
verks með sama hugarfari;
að Ijúka verkefninu sam-
viskusamlega og gera það
sem best úr garði. Og að
vinnu lokinni fer um þá sami
sæluhrollurinn og þeir finna
fullnæginguna sem felst í að
skila góðu dagsverki sem
þeir geta verið stoltir af.
Þannig skiptir ekki máli við
hvað menn vinna heldur að
þeir séu sáttir við stöðu sína
og ánægðir með sinn hlut í líf-
inu.
HÆGT AÐ BREYTA TIL
Ef þú tilheyrir þeim hópi
manna sem eru óánægðir
með hlutskipti sitt og telja að
þeir eigi annað skilið ættirðu
að hugsa þinn gang vel og
reyna að leggja niður fyrir
þér hvað það er sem þú sæk-
ist eftir. Það verður erfiðara
að breyta til eftir því sem árin
líða og menn hjakka lengur i
sama farinu.
Það er ekki sérlega líklegt
að óánægjan minnki með ár-
unum heldur mun líklegra að
hún aukist og deyfðin og
áhugaleysið fari að þjaka þig
meira og meira. Og að lokum
liggur vitneskjan um að þú
hefðir getað farið aðra leið á
þér eins og mara og þú endar
sem gamall og bitur nöldur-
seggur með brostnar vonir.
Hér verð ég að minna á að
enn höfum við ekki óyggj-
andi sannanir fyrir því að við
fáum annað tækifæri hinum
megin. Því hlýtur að teljast
mikilvægt að nýta það sem
okkur er gefið hér.
Maður einn sem ég þekki
lærði pípulagnir. Það var nú
meira svona fyrir tilviljun að
hann fór út í það, en hann
hafði á unglingsárum unnið
hjá frænda sínum, sem var
pipari, og það lá því beinast
við að læra hjá honum.
Þessum kunningja mínum
þótti aldrei gaman í skóla og
hafði satt að segja meira gam-
an af hinu Ijúfa lífi en því að
hanga yfir bókum. Hann fann
sig ekki í hlutverki píparans
og þegar hann var tuttugu og
fjögurra ára fannst honum
nóg komið. Hann var
óánægður með þá stefnu sem
líf hans hafði tekið og fann að
breytinga var þörf.
Lausnin var sú að hann fór
í skóla til útlanda og að af-
loknu stúdentsprófi þar hélt
hann áfram í háskóla og starf-
ar nú erlendis sem kennari
og vinnur jafnframt með
unglingum sem illa gengur
að fóta sig. Hann er allt annar
maður og telur sig hafa fund-
ið rétta hillu.
Þótt hér sé tekið dæmi af
ungum manni er aldrei of
seint að breyta til. Það kostar
kjark og áræði að rífa sig upp
en menn ættu líka að hugsa
um ávinninginn.
Ég man í þessu sambandi
eftir viðtali sem birtist í ein-
hverju blaði fyrir örfáum ár-
um við mann sem kvaðst
aldrei hafa verið almennilega
sáttur við starf það er hann
hafði með höndum. Hann tók
sig til rúmlega fertugur og fór
að læra klæðskeraiðn, en það
hafði alltaf verið draumastarf
hans. Þessum manni leið vel
og hann sá alls ekki eftir
ákvörðun sinni.
Haraldur Jónsson
IV!
lTieira um IK. Þó að bæjaryfir-
völd í Kópavogi og Gunnar I. Birg-
isson, formaður bæjarráðsins, hafi
ákveðið að leggja
sitt af mörkum til að
forða félaginu frá
gjaldþroti með einn-
ar milljónar króna
styrk þykir félögum
í IK þeir ekki sitja
við sama borð og
Breiðablik, sem er líka í Kópavogi,
þegar lýtur að styrkveitingum.
Breiðablik fékk nefnilega 7 milljóna
króna rekstrarstyrk vegna fram-
kvæmda við nýjan grasvöll í Kópa-
vogi og byggingu skíðaskála í Blá-
fjöllum. ÍK-menn segja að með þess-
ari mismunun hljóti bæjaryfirvöld
að líta á ÍK sem 3. flokks félag en
Breiðablik 1. flokks og það hljóti
líka að eiga við um þá unglinga sem
æfi með félögunum...
^Jlöggir áhorfendur Stöðvar 2
hafa eflaust tekið eftir því að í
augnablikinu skartar stöðvarklukk-
an á skjánum ekki vörumerki Seiko,
eins og verið hefur frá því Stöð 2 tók
til starfa fyrir 5 árum. Jón Gunnar
Gunnarsson, sölu- og markaðs-
stjóri Þýsk-íslenska verslu'narfélags-
ins, sem er umboðsaðili Seiko á Is-
landi, segir að ástæðan sé sú að nú-
verandi samningur sé útrunninn og
fyrirtækið hafi ekki gert það upp við
sig hvort það vilji endurnýja hann
eða ekki. Það hafi gerst áður og þá
hafi klukkan verið án Seiko í 8 eða
9 mánuði. Jón Gunnar segir að þetta
sé alltaf spurning um hvernig menn
vilji verja auglýsingafénu hverju
sinni og auglýsing sem þessi beri
ekki mikinn kostnað.. .
IV!
ITAálefni dætra Sophiu Guð-
rúnar Hansen, sem nú hafa verið í
Tyrklandi í eitt og hálft ár, hafa verið
töluvert til umræðu
að undanförnu. Ný-
lega upplýsti siðan
Jón Baldvin
Hannibalsson ut-
anríkisráðherra að
ráðuneytið hefði 20
forræðismál á sinni
könnu, flest gagnvart Evrópulönd-
um. Fimm þessara mála munu vera
mjög erfið viðureignar, þar af þrjú
vegna forræðisdeilna í Bandaríkjun-
um og tvö á Spáni...