Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 FYRST FREMS1 páll magnússon. Óhress með að missa Landslagið og kveður það hið mesta klúður. þorsteinn pálsson. Lak eigin tillögum þegar þær fengust ekki ræddar í ríkisstjórninni. LAK ÞORSTEINN SJÁLFUR? Undanfarna daga hefur um fátt verið meira talað en til- lögur Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra til bjargar sjávarútveginum. Uppruni málsins er reyndar nokkuð athyglisverður, því Þorsteinn hafði ekki fengið að ræða tillögurnar í ríkis- stjórninni þegar þær bárust út í gegnum fjölmiðla. Eftir því sem komist verður næst mun Þorsteinn sjálfur hafa ákveðið að koma tillögunum á framfæri áður en ríkis- stjórnin hefði heyrt þær eða tekið afstöðu til þeirra. Tillög- urnar eru þess eðlis að Þor- steinn hefur skorað grimmt hjá fulltrúum sjávarútvegs- ins. Um leið gerir hann and- stæðingi sínum, Davíð Oddssyni, enn erfiðara fyrir og verður lítt spennandi fyrir Davíð að þurfa að blása hug- myndirnar af. PÁLL ÓHRESS MEÐ AÐ MISSA LANDSLAGIÐ Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, Páll Magnússon, mun ekki vera par ánægður með að hafa misst Landslagskeppn- ina yfir til Ríkissjónvarpsins. Um síðustu helgi fylgdust sjónvarpsáhorfendur með úr- slitum í keppninni í Ríkissjón- varpinu sem kemur ankanna- lega fyrir sjónir, því hún átti að vera svar Stöðvar 2 við Jú- róvisjón-keppninni. Það stefndi reyndar lengst af í að keppnin yrði hjá Stöð 2 og átti að standa myndarlega að henni. Mun Jón Ólafsson hjá Skífunni og einn af eig- endum Stöðvar 2 hafa haft uppi miklar áætlanir um plötusölu í framhaldi af því. Var ætlun Jóns að setja fjórar milljónir króna í hljóðblönd- unina eina sér. Þessum fyrir- ætlunum tengdust hugmynd- ir um að ýta Axel Einars- syni út í kuldann, en hann er upphafsmaður að keppninni og átti að nokkru höfundar- réttinn. Þegar ljóst varð að það yrði erfitt að losna við Axel dró Stöð 2 sig út úr mál- inu, að sögn vegna peninga- skorts og óánægju með hvernig staðið yrði að kynn- ingu á þeim fyrirtækjum sem ætluðu að kosta útsending- una. Þá labbaði Axel yfir á Ríkissjónvarpið. NÝJA DAGBLAÐIÐ í ÞINGHERBERGI FRAMSÓKNAR Starfshópurinn sem vann að tillögugerð fyrir nýja dag- blaðið er búinn að skila tiliög- um sínum. Þar voru lögð fram drög að efnistökum og útliti blaðsins. í starfshópnum voru kunnir fjölmiðlamenn; þeir Helgi Pétursson, Birg- ir Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Hallur Páll Jónsson, Björn Björnsson, Gunnar Steinn Pálsson og Guðjón Arngrímsson. For- ráðamenn undirbúningsfé- lagsins Nýmælis munu al- mennt hafa verið mjög ánægðir með tillögurnar en nú er bara eftir að ráða rit- stjórann. Það vakti reyndar athygli á Alþingi fyrir síðustu helgi þegar haldinn var fund- ur um blaðið í þingflokksher- bergi framsóknarmanna. Á fundinum voru, auk þeirra maðurinn sem séð hefur ástæðu til að lyfta penna út af Helgu því í fréttabréfi há- skólakennara fær hún einn- ig ádrepu. Þessi gamla deila virðist því vera að vakna til lífs á ný. Helga P. og Birgis, þeir Jón Ásgeir Sigurðsson, frétta- ritari RÚV í Bandaríkjunum, Steingrímur Hermanns- son og Finnur Ingólfsson. HVER FÆR AÐ RITSTÝRA NÝJA BLAÐINU? Sem gefur að skilja eru miklar vangaveltur um hver komi til með að ritstýra nýja dagblaðinu. Mun vera ætlun- in að ganga frá því nú í upp- hafi desember og er rætt um að langur nafnalisti liggi fyrir stjórn Nýmælis. Eftir því sem komist verður næst eru þar á meðal eftirfarandi nöfn: Helgi Pétursson, Jón Orm- ur Halldórsson, Elías Snæ- land Jónsson og Ingólfur Margeirsson. Einar Karl Haraldsson þykir ekki leng- ur fýsilegur kostur þótt hann vilji sjálfur vera með. Þetta verður reyndar ekki selt dýr- ar en það er keypt, en til við- bótar má nefna að sumir telja rétt að hafa tvo ritstjóra á blaðinu. Ritstjórinn á að hafa frjálsar hendur um efni og út- lit en þó gert ráð fyrir að til- lögur starfshópsins verði not- aðar sem grunnur. HELGA KRESS SETUR LÍF í GAMLA DEILU Lengi lifir í gömlum jafn- réttisdeilum og sannast nú rœkilega hjá Helgu Kress, prófessor í almennri bók- menntafrœdi, sem hefur blásid lífi í eina slíka í Há- skólanum. Fyrir skömmu lét Helga hafa eftir sér í vidtali í Stúdentabladinu ýmsar full- yrdingar um hvernig ís- lenskudeild HÍ heföi stöðugt gengið framhjá sér. Yfirskrift viðtalsins er „Konur eru auðlind sem karlmenn eru sífellt að ausa ur: í næsta blaði sér Rögnvaldsson, formaður ís- lenskuskorar, sig knúinn til að svara Helgu. Þar heldur hann því fram að Helga hafi síður en svo verið látin gjalda kynferðis síns í dæm- unum sem hún rakti. Vekur Eiríkur einnig athygli á að Helga minnist ekki á eina at- vikið þegar raunverulega var gengið framhjá henni. Og Eiríkur er ekki eini DI m jón ólafsson. Lagöi á ráðin um mikla plötusölu í kjölfar Landslagsins. helgi pétursson. Vinnur á fullu við nýja dagblaðið og verður kannski launað með stóli. jón ormur halldórsson. Hefur verið orðaður við ritstjórastól nýja blaðsins. finnur ingólfsson. Með leynifund í þing- flokksherberginu um nýja blaðið. axeleinarsson. Labbaði með Landslagið yfir á ríkissjónvarpið. elías snæland jónsson. Hefur verið orð- aður við ritstjórastól á nýja blaðinu. Er það fullt starf að passa upp á að Jón Baldvin selji ekki karfann okkar, Magnús? Magnús Gunnarsson hefur fengið ársleyfi frá störfum sín- um hjá SÍF og fer í fullt starf hjá Samtökum atvinnurek- enda í sjávarútvegi. Hann ætl- ar að fylgjast með samningn- um um evrópskt efnahags- svæði og gæta hagsmuna fyrirtækja innan Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi. LÍTILRÆÐI af innkaupafylleríi Ég veit satt að segja ekki hvort það hefur nokkurn- tímann verið rannsakað hversvegna sumir menn eru ratvísari en aðrir. Hinsvegar er ratvísi skil- greind í orðabókum sem hæfileiki til að finna réttu leiðina. Ekkert vekur ratvísum manni meiri gleði en að finna gamlar og týndar leið- ir, sem síðan er hægt að varða, svo komandi kyn- slóðir geti fetað í fótspor hins ratvísa. Þær leiðir sem einna helst eru að týnast á íslandi um þessar mundir eru fjáröfl- unarleiðirnar og virðist æ erfiðara að ramba á þær, þó jafnan sé gengið útfrá því sem vísu að leiðsögumenn- irnir séu ratvísustu farar- stjórar þjóðarinnar. Nú hefur hinsvegar fund- ist gulltrygg fjáröflunarleið fyrir alla íslensku þjóðina og þarf ekki einusinni að varða hana svo fjölfarin sem hún er þegar orðin. Vilji íslendingar komast í álnir og verða ríkir er ráðið að fara í búðir í Bretlandi og kaupa þar jólagjafir. Þegar ég var enn ungur maður var svona bjarma- landsför einhver greiðfær- asti gróðavegur sem hægt var að hugsa sér. Farkosturinn var þá að vísu ekki flugfákur til Glas- gow heldur flaggskip þjóðar- innar, Gullfoss, til Köben. Ratvísir fjáraflamenn fundu það þá út, af hyggju- viti sínu, að ef þeir ætluðu að vera fullir sumarlangt væri hægt að græða milljón- ir á því að vera allt sumarið um borð í Gullfossi. Áfengið var nefnilega fimm sinnum ódýrara um borð en í landi og ef nógu ótæpilega var drukkið var hægt að græða morð fjár á því að þurfa ekki að kaupa veigarnar á öldurhúsum Reykjavíkur, eftir íslenskri gjaldskrá, heldur við vægu verði útá rúmsjó. Menn urðu milljónerar á þessu. Og nú er sagan að endur- taka sig. Fólk rakar saman pening- um á innkaupafylleríinu í út- löndum. Sem betur fer eru fjölmiðl- ar ólatir að vekja fólk til um- hugsunar um þennan greið- færa gróðaveg og gulltryggu tekjulind að gera jólainn- kaup í Bretaveldi. Frá því var sagt um daginn að maður nokkur frá Akur- eyri fór til Dublin og keypti eittþúsund hálsbindi á 300 krónur hvert. Samskonar hálsbindi kosta á Akureyri 3000 krón- ur svo ljóst var, að dómi blaðsins, að maðurinn græddi tvær komma sjö milljónir bara á bindum og er þá allt hitt ótalið. Talsmenn Kaupmanna- samtakanna komu fram í sjónvarpinu um daginn og sögðu að ekkert væri jafn aðkallandi einsog að opna Austurstræti fyrir bílaum- ferð, það væri aðallega af ævintýraþrá sem fólk færi til Glasgow að kaupa jólagjafir og kannske „spilaði það inní", að af ódýrum vörum sem hér eru á boðstólum mættu þær ódýrustu vera ódýrari. En ódýrar vörur væru enn ódýrari erlendis en hérlendis, þó þær væru afar ódýrar hérlendis. Þessvegna flykktist fólk til Glasgow, Edinborgar og Dublin til að kaupa nærbux- ur, bleyjur, túrbindi, axla- bönd og sokkabuxur til jóla- gjafa og kæmi margmilljón- erar til baka á kostnað ís- lenskra kaupmanna, ef þess hefði verið gætt að kaupa nógu mikið. Eða eins og einstæða móðirin raulaði við angann sinn: Fyrir jólin upplagt er til útlanda að hlaupa þar verður mamma miiljóner með því að kaupa og kaupa. Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.