Pressan


Pressan - 05.12.1991, Qupperneq 23

Pressan - 05.12.1991, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 23 STEF ER SKAMMSTÖFUN FYRIR Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar og fer með og gætir þess réttar sem höfundalög veita lagasmiðum og söngtextahöfund- um. Hér er um alþjóðasamtök að ræða sem stofnuð voru í París á sín- um tíma. Um kveikjuna að stofnun STEF er sögð sú saga að nokkrir ungir tón- smiðir hafi verið að borða á veit- ingahúsi í París. Þegar kom að reikn- ingnum fóru þeir að ræða um það sín á milli að það væri óréttlátt að þeir þyrftu að borga veitingarnar fullu verði en hljómsveit hússins léki lög þeirra án þess þeir fengju nokkrar greiðslur. Þetta endaði með því að þeir neituðu að borga reikn- inginn og hurfu á braut. Eigandi vertshússins fór í mál við tónsmið- ina og vildi fá þá dæmda til að greiða reikninginn en hann tapaði málinu. BRESKA HLJÓMSVEITIN SEX PIST- ols skapaði pönkið ásamt Clash. Þau í Sex Pistols létu öllum illum látum á sviði og utan þess og endaði með ósköpum. Bassaleikarinn Sid Vicio- us stakk auga úr bróður söngkon- unnar Patty Smith, myrti svo unn- ustu sína, Nancy, og framdi loks sjálfsmorð. JEPPA HJÓLBARÐ- ARNIR VINSÆLU »HANK00K Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15 kr. 6.550 235/75 R15 kr. 7.460 30- 9,5 R15 kr. 7.950 31- 10,5 R15 kr. 8.950 31-11,5 R15 kr. 9.950 33-12,5 R15 kr. 11.600 Hröð og örugg þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogl 3 ■ Rayfcjavfk BRUNALIÐIÐ NEFNDIST HLJÓM- sveit sem Jón í Skífunni klastraði saman í hasti seint á áttunda ára- tugnum. í Brunaliðinu voru Ragn- hildur Gísla, Laddi, Magnús Kjart- ansson, Pálmi Gunnarsson, Magnús Eiríksson og fleiri. Hljómsveitin varð vinsæl um skeið út á lagið „Ég er á leiðinni". Af einhverjum ástæð- um fékk Reykingavarnarnefnd mik- ið dálæti á Brunaliðinu og gaf út plakat með mynd af liðinu sem átti að sýna heilbrigða listamenn sem rr ekki reyktu. Yfirskriftin var: Við reykjum ekki. Þessu til viðbótar gaf Reykingavarnarnefnd út plötu með Brunaliðinu. Þetta þótti ýmsum nokkuð skondið því mikið sukk var á Brunaliðinu og allir meðlimirnir reyktu nema einn eða tveir. HLJÓMSVEITIN KAMARORGHEST- ar gaf út plötuna „Bísar í banastuði" fyrir einum tíu árum. Meðal laga á plötunni var eitt sem hét því hug- ljúfa nafni „Bítt’í rassgatið á þér“. Annað lag hét „Samviskubit” og í texta þess var talað um að fá sér á snípinn. Þessi lög voru bönnuð í Rík- isútvarpinu. NAFNAFLÓRA ÍSLENSKRA HUÓM- sveita gegnum árin er hin skrautleg- asta. Nokkur dæmi: Crass, íkarus, Loðin rotta, Lummurnar, Galdra- karlar, Hljómar, Trúbrot, Manna- korn, Friðryk, Celsíus, Ljósin í bæn- um, Lúdó, Plútó, Taugadeildin, Fræbbblarnir, Mogo Homo, Anna & grafararnir, Bodies, Snillingarnir, Þrælarnir, Bravó, Tempó, Q4U, Þeys- arar, Scream, Gúanóbandið, Diabol- us in Musica, Tappi tíkarrass, Bruni BB, Kukl, Purrkur Pillnikk, Paradís, Póker, Start, Chaplin, Þrek, Tíbrá, Óðmenn, Mánar, Ævintýri, Bláber, Moldrok, Miðaldamenn, Sauðfés, Ræsið, Rotþróin, Sogblettir, Soror- icide, Exit, Saktmóðígur, Risaeðlan, Vaselin, Oxsmá, Iss, Júdas. SMEKKLEYSA VEITTI SMEKK- leysuverðlaun þeim sem höfðu skar- að fram úr í smekkleysu. Fyrsti verð- launahafinn var Hrafn Gunnlaugs- son fyrir hæfileika sína við að koma verkum sjálfs sín, fjölskyldu sinnar, vina og ættingja að í sjónvarpinu eftir að hann tók við dagskrárdeild- inni. Jakob Frímann Magnússon átti að fá smekkleysuverðlaunin næst en hann afþakkaði þau. JOUJAPIS Hjá okkur í JAPIS getur þú fundið gott úrval hljómtækja stök eda í stæðum, lítil tæki og stór á þeim verðum sem henta þér. Verum hagsýn þessi jól og verslum í JAPIS. Panasonic S G H D 5 2 •Alsjálfvirkur plötuspilari •fullkominn geislaspilari •tvöfalt segulband •útvarp m/FM, MW, LW •magnari 180 w •7 banda tónjafnari m/minni •fallegir hátalarar í viðarkassa •fjarstýring. kr. 69.800 stgr. Panasonic S G H M 4 2 •hálfsjálfvirkur plötuspilari •fullkominn geisiaspilari •tvöfalt segulband •útvarp m/FM, MW, LW •50 w. magnari •5 banda tónjafnari •fallegir hátalarar í viðarkassa •fjarstýring kr. 56.950 stgr. Panasonic S G H M 2 2 •hálfsjálfvirkur plötuspilari •fullkominn geislaspilari •tvöfalt segulband •útvarp m/FM, MW, LW •20 w. magnari •5 banda tónjafnari •fallegir hátalarar í viðarkassa •fjarstýring kr. 49.970 stgr. JAPISS BRAUTARHOLTI 2 • KRINGLUNNISÍMI 625200

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.