Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 44

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR þykir spes og skemmtileg. Og ekki skemmir líkamsslátturinn fyrir útkomu hennar. Berta væri afbragð annarra kvenna, þótt hann vildi einn- ig taka það fram að Linda væri alveg hreint asskoti sæt og sexí líka. „Gudrún Gísla- dóttir, hún er alveg rosalega sterkur og mikill karakter," sagði enn annar. Hann sagði karakterinn skipta öllu máli en ekki endilega útlitið. „Ragnhildur Gísladóttir hef- ur alltaf verið dálítið spes,“ sagði piltur einn. Margrét Örnólfsdóttir í Sykurmolun- um er ögrandi og sexí,“ sagði annar. Sá hinn sami sagðist ávallt hafa verið spenntur fyr- ir Ellen Kristjánsdóttur. „Hún er mjög sæt og með flotta sviðsframkomu, flottar hreyf- ingar og flott svipbrigði," sagði hann og var ekki í vandræðum með lýsingar- orðin. ANNA MARGRÉT JÓNS- DÓTTIR með kattarandlit. Töff og ögrandi týpa. DÖKKHÆRÐAR KONUR MEIRA SPENNANDI Þetta eru semsagt þær kon- ur sem íslenskum karlmönn- um finnst öðrum konum kyn- þokkafyllri. Fríður og föngu- legur hópur og alls ekki eins- leitur. Enda kom það í Ijós að það er afar misjafnt hvað GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR eina leikkonan í hópnum. Mikill ka- rakter og er sveipuð dulúð sem gerir hana spennandi. ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR hún þykir í einu oröi flott. Og hún syngur líka alveg skínandi vel. BRYNJA NORDQUIST hún þykir falleg og bera það með sér að hún sé ákveðin, menntuð og þroskuð. karlmönnum finnst kyn- þokkafullt. „Þetta er svo mis- jafnt, það er eitthvað sexí við hverja konu,“ sagði einn við- mælenda PRESSUNNAR. Annar sagði: „Línurnar skipta ekki öllu máli. Eftir að maður byrjar að kynnast konu þá er það hugarfarið og að hún sé líberal sem skiptir máli. Það eru til sætar stelpur og sexí stelpur. Skemmtilegar og leiðinlegar stelpur. Og svo er það þessi eina sem býr yfir réttu blöndunni sem virkar og heillar mann úr fötunum," lýsti annar yfir og var rétt að komast á flug. Hann sagðist ætla að hringja í mig eftir smástund, þyrfti bara aðeins að bregða sér frá og þá gæti ég fengið meira að heyra. Hárið skiptir líka máli. Bæði hvort það er stutt eða sítt og ekki síður hvernig það er á litinn. „Mér hefur alltaf SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR hún hefur svo nautnalegan munn sagði einn sem heillað- ist af henni er hún birtist á skjánum. Svo er þetta náttúr- lega kona sem veit hvað hún vill og er ákveðin. fundist meiri mystík yfir þess- um dökkhærðu," sagði sá með lýsingarorðin. „Rautt hár er náttúrlega alltaf svolít- ið eggjandi," sagði maður sem blandaði sér óvænt í um- ræðuna. Margir virtust þeirrar skoð- unar að erfiðara væri að sjá dökkhærðar og rauðhærðar konur út en þær ljóshærðu. Þær dökkhærðu væru ein- hvern veginn dularfyllri og meira spennandi en þær ljós- hærðu. Það reyndist erfitt að fá þá til að rökstyðja þetta af einhverju viti. „Þetta er bara eitthvað svona sem maður hefur á tilfinningunni," var viðkvæðið. Þarna virðist því vera á ferðinni þjóðsagan um heimsku blondínuna með tóma andlitið, sem allir geta lesið eins og opna bók með extra stórum stöfum. AUGNARÁÐIÐ MIKILVÆGT Augnaráðið er mikilvægt fyrir kynþokka kvenna að mati margra karlmanna. „Augnaráðið þarf að vera svona mátulega villt. Ef þú sérð konu á veitingastað renna tómum augum yfir sal- inn þá er hún hræðilega óspennandi. En sé líf í augun- um, einhver dulúð, þá langar mig til að kynnast henni bet- ur, því þannig konur eru sexí.“ Einn sagði þær konur mest spennandi sem ekki væru raunverulegar. „Konur sem eru ósnertanlegar og maður veit að maður kemst aldrei yfir. Það eru þær konur sem ég læt mig dreyma um þegar mér leiðist." „Femmes fatales, hættuleg- ar konur sem þú veist aldrei hvar þú hefur. Þær eru sexí." „Hvað ersexí? 36,24, 36, það er sexí," sagði smiður. Og svo eru það að sjálf- sögðu leggirnir, rassinn, brjóstin og allt hitt sem eggja karlmenn. Stundum til dáða en stundum leggja þeir upp laupana og flýja skelfdir þeg- BERTA MARÍA WAAGFJÖRÐ hún er Bardot-leg og getur verið feikilega erótísk á myndum þótt ekkert sjáist nema andlitið. ar þeir finna að konan er kannski ekki eins fjarlæg og þeir vilja hafa hana. BARBIEDÚKKUR LJÓTAR Þá vitum við allt um það hvað er sexí, en eitthvað hlýt- ur það að vera sem er virki- lega stuðcuidi og fráhrind- andi í fari kvenna. Hvað er það? „Mér finnst Ijótt þegar geir- vörturnar breiða úr sér og ná yfir öll brjóstin. Þegar maður er á sólarströnd og sér flotta skvísu langar mann til að skoða betur. Og ef þá kemur í ljós að geirvörturnar þekja öll brjóstin þá hryllir mann við,“ sagði einn. Og áfram hélt hann: „Annars skipta brjóst ekki öllu máli. Konur með lítil brjóst geta líka verið spennandi viðfangsefni," sagði hann hógvær. Annar sagði vöxtinn skipta miklu máli, þótt mjög grann- ar konur eða dulítið þybbnar gætu líka verið kynæsandi „en þá erum við komnir að þessu með persónuleikann". Barbiedúkku-fegurð er ekki kynæsandi, var mat eins, og sá hinn sami vildi heldur ekki hafa konur með allt of langa leggi, þótt þeir yrðu að sjálfsögðu að ná upp úr skónum. Almennt var niðurstaðan sú að vöxturinn skipti miklu máli og þá einnig persónu- leikinn. Það er nefnilega ekk- ert gaman að sitja uppi með hundleiðinlegt stúlkutetur þótt kynæsandi sé, sögðu margir. Ætli kona að virka eggj- andi á karlmann þarf hún semsagt að passa að vaxa ekki mikið í allar höfuðáttirn- ar. Að minnsta kosti ekki það mikið að hún geti haldið fjöl- mennan fund ein sín liðs. VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR hún hefur líka dulúð, er dökk á brún og brá og virðist búa yfir mörgum leyndardómum sem menn hefðu ekki á móti að fá að kynnast. ARINELDUR, KONÍAK, ÉG OG LINDA PÉ Linda Pétursdóttir var sú sem oftast var nefnd og hún virðist vera kynþokkafyllsta kona landsins nú um stundir. Allir voru sammála um að hún væri með eindæmum kynþokkafull, að minnsta kosti eins og hún birtist á myndum, en enginn kvaðst þekkja hana persónulega, — að minnsta kosti ekki nema lítillega. Menn voru ófeimnir við að lýsa Lindu og lýsingarorðin voru ekki spöruð (sum eiga reyndar ekki heima í fjöl- skyldublaði eins og PRESS- UNNI). En lítum þá á hvað menn höfðu að segja um Lindu: „Það er svo margt og mikið sexí við Lindu. Hvernig hún hreyfir sig og hvernig hún stendur." „Hún er svona djúsí bunny girl," — jú jú, það er aftur sá með lýsingarorðin. „Linda er eins og lúxusbíll með öllum aukahlutum." „Linda gerir út á að vera sexí. Af konum sem eru áberandi gerir hún út á kynþokkann meðan hinar reyna að klæða hann af sér og fela hann." „Hún er vel vaxin og hefur ofboðslega góðan líkama." „Hún er vel vaxin, falleg og hefur karakter, að minnsta kosti á myndum — ég þekki hana ekki neitt.“ „Arineldur, koníak, ég og Linda Pé!" Haraldur Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.