Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 48

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 £4 Nú er fyrsta bindið af sögu Reykjavíkur eftir GUÐJÓN FRIDRIKSSON kom- | ið út. Verkið er unnið á vegum Reykjavíkurborg- ar í tilefni af 200 ára af- mæli hennar og er í bók- inni að finna feiknamikinn fróðleik og einstaklega skemmtilegar frásagnir úr bæjarlífinu fyrr á öld- inni. Mjög margargamlar heimildir hafa varðveist og nýst við útgáfu bókar- innar sem aldnir geta glaðst yfir. Bókina prýða mörg hundruð Ijósmynd- Todmobile heldur tón- leika í íslensku óperunni í kvöld i þriðja sinn síðan hljómsveitin tók til starfa. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útkomu nýju plötunnar, Óperu, sem kom út í dag. Á síðustu tónleikum sveitarinnar í | Óperunni var uppselt og því verður boðið upp á forsölu aðgöngumiða í plötubúðunum. Þre- | menningunum til aðstoð- ar á tónleikunum verða EIDUR ARNARSON, MATTHÍAS M.D. HEMSTOCK, KJARTAN VALDIMARSSON Og JÓHANN HJÓRLEIFSSON. buomi-félagið, félag Finna og Finnlandsvina, heldur þjóðhátíðardag Finnlands hátíðlegan í Norræna húsinu á föstu- dagskvöld með vandaðri skemmtidagskrá. Tveir finnskir skemmtikraftar koma fram, kabarett- söngkonan marjatta leppánen og undirleikari hennar, jaakko salo. Þau eru aðaldriffjaðrimar í „Nýja gleðileikhúsinu" i Finnlandi, sem á hverju sumri stendur fyrir sýn- ingum í tívolíinu í Hels- inki. Það eru tveir kostir á svona vetrarkvöldi. Skella sér í hóp pervertanna og fara á jólaball í einhverjum fram- haldsskólanum eða róa á öruggari mið. Til dæmis Mímisbar á Sögu. Ef mað- ur nær ekki í dömu getur maður að minnsta kosti krækt í útgerðarmann að vestan, verið sammála honum í kvótamálinu og drukkið frítt allt kvöldið. UppÁlHAlds Heiöar Jónsson snyrtir „Ég drekk adallega fjórar tegundir áfengra drykkja. Létluínin fara ekki uel í mig og þuí reyni ég aö drekka sem minnsl af þeim. Þegar ég er í sueitinni, á Krossum, þá drekk ég gamalt íslenskt brenniuín. Þegar ég er stadd- ur í „grand" ueislum drekk ég Chiuas Regal „on the rocks". Þegar ég er slœmur í maganum og œtla aö boröa uel fœ ég mér bara Campari í uatni og þegar ég er þyrstur og langar til aö fá mér drykk fœ ég mér gin og tonic." Svanhildur á útvarpsstöðinni FM erfulltrúi í blúskeppni fjöl- miðlanna að þessu sinni og skorar á Aðalstöðina næstu helgi. Þá veit maður hver kem- ur þá. Kántrýklúbbur íslands með Baldri Braga og Erlu Friðgeirs- dóttur stendur fyrir alls kyns uppákomum á Kántrýkránni í Borgarvirkinu í kvöld, eins og alltaf fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Síðan leikur Borgar- sveitin með Önnu Vilhjálms og á föstudag og laugardag mæta Bjarni Ara og Siggi Johnnie á svæðið ásamt Borg- arsveitinni. Á sunnudag kemur Anna aftur. Hljómsveitin Síöan skein sól heldur stórtónleika á Gauk á stöng í kvöld og sunnudags- kvöld. Á föstudagskvöldið kemur hljómsveitin Gal í Leó á Gauk- inn. Örn Hjálmarsson leikur á gitar, Sævar Sverrisson syng- ur, Rafn Jónsson á trommur, Einar Bragi saxi, Baldvin Sig- urðarson á bassa og Jósep Sig- urðarson á hljómborð. Hljóm- sveitin leikur blandaða tónlist en aðallega rokk. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Glerbrot á Gauknum en hún er svo duló að það veit enginn neitt um það band. LINDA RONSTADT MA'S CONCIONES Þetta er önnur plata Lindu með mexíkólög- um. Sú fyrri kom skemmtilega á óvart og var kærkomin. Henni hefur tekist sér- lega vel að tileinka sér ýms stílbrigði, saman- ber þrjár plötur með „standördum". Þetta er besta „öðruvísi" plat- an í langan tíma. Hún fær 8 af 10 mögu- legum. I anda Gangis Kahn Birna íris Jónsdóttir er átj- án ára nemi á eðlisfræði- braut Menntaskólans í Kópa- vogi. Birna er ritari nemenda- félagsins og jafnframt í leik- list og kór. Hún er steingeit og á föstu. Hvað borðarðu i morgun- mat? „Ég borða rosalega sjaldan morgunmat. Drekk bara undanrennu eða djús." Kanntu að elda? „Nei, ég kann ekki að elda en ég kann að poppa." Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „Ég mundi vilja búa í Noregi, mér finnst Nor- egur svo heillandi." Hvernig strákar eru mest kynæsandi? „Grannir, með djúp og falleg augu, helst græn." Hugsarðu mikið um í hverju þú ert? „Nei, ekki nógu mikið." Gætirðu hugsað þér aö reykja hass? „Nei." Hvaða ilmvatn notarðu? „Oscar de la Renta." Ferðu ein í bíó? „Ég hef einu sinni gert það og skemmti mér rosalega vel." Við hvað ertu hræddust? „Kóngulær." Hvað mundirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? „Ég mundi ferðast um heim- inn og reyna að skoða sem mest, á sem lengstum tíma þó." Hefurðu verið til vandræða drukkin? „Já, það hefur kom- ið fyrir." Er ungt fólk meövitað um eyðnihættuna? „Ekki nógu mikið finnst mér, það mætti hugsa meira um hana." Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að verða? „Heim- spekingur." Gætirðu hugsað þér að vinna í fiski? „Nei, alls ekki." Hefurðu áhuga á og hugs- arðu um stjórnmál? „Ekki ennþá, en það stendur allt til bóta. I síðustu kosningum kaus ég Alþýðubandalagið." Hvaða orð lýsir þér best? „Heyrðu." Áttu þér eitthvert mottó í lifinu? „Að gera það sem mig langar til." dUtnesi Adalsteinn Ingólfsson listfraeðingur PRESSAN bað Adalstein að sjá um ímyndað kvöldverðarboð þessa vik- una og var honum heimilt að bjóða hverjum sem er. Hann ákvað að halda sig við listaheiminn og þetta varð nið- urstaðan: Erró til að þakka honum fyrir allar þær máltiðir sem ég hef þegið af hon- um. Goncourt-bræðurnir af því að þeir þóttu slúðrarar í hæsta gæðaflokki og sérlega skemmtilegir í kvöldverðarboðum vegna frásagnarhæfileika. Peter Ustinov af því að hann heldur skemmtileg- ustu tækifærisræður sem ég hef heyrt. Alma Mahler hún var gift mörgum frægum lista- mönnum og það væri gaman að sjá hvað það var sem hún hafði við sig. Nijinsky hann var frægur ballettdansari sem gekk af göflunum og væri fróðlegt að ræða ástæður þess. Anton Tsjekov vegna þess að hann þótti heilmikil manneskja og mannvinur auk þess sem hann var snillingur. Simone De Beauvoir og Jean Paul Sartre það þarf örugglega ekki að hvetja þau mikið til þess að taka þátt í umræðunum og þá geta þau leitað sannleikans á mörgum sviðum. Franz Kafka til að púrra hann svolítið upp, en hann var mikill bölsýnismaður. ,,Þad er nýjung hjá okkur ad vera med opid í hádeginu og þá bjódum við upp á þaö sem viö köllum „Mongoli- an-hraölestina" en fólk á aö geta komiö hér inn og boröaö á innan viö tíu mínútum," segir Pétur Sturluson, fram- reiöslumaöur á Mongolian Barbecue. Pétur tekur þaö jafnframt fram aö enginn sé rekinn út eftir tíu mínútur í hádeginu. Mongolian Barbecue er að mörgu leyti öðruvísi staður. Viðskiptavinurinn velur sér sjálfur á diskinn nauta-, svína-, lamba- eða kjúklinga- kjöt ásamt grænmeti og ol- íum. Kokkar frá Austurlönd- um elda síðan fyrir framan kúnnann og eru snöggir að; ekki nema tvær eða þrjár mínútur. Á kvöldin kosta herlegheit- in ekki nema 1.480 krónur og þá er súpa innifalin. En það besta er eftir; menn mega nefnilega fara eins margar ferðir og þeir vilja og borða eins og þeir mögulega geta. Kræsingarnar eru slíkar að menn eiga í vandræðum með að hætta. Pétur segir leyndarmálið að bragðinu felast í olíunum, en þar sem fólk má fara oft er hægt að hafa bragðið af matnum margvíslegt. Svo er bara að vera óhræddur við að reyna ol- íurnar og þótt þér falli ekki bragðið þá er það allt í lagi — þú getur bara farið aftur. Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika á Tveimur vinum í kvöld en á laugardagskvöld kemur Síðan skein sól. Sólin var á Tveimur vinum um síð- ustu helgi og þá var fullt út úr dyrum eins og vænta mátti. KGB-sveitin með þá Kristján Guðmundsson á píanó, Stein- grím Guðmundsson stór- trommara og Stebba á Þóru- stöðum á bassa leikur á Blús- barnum í kvöld en á föstu- dagskvöldið kemur sjálfs- skoðunarblúsbandið Fress- menn með þá Kristján Má Hauksson gítarleikara, Björn kassagítar, Pál Júlíusson úr ís- lenskum tónum á trommur og Silla bassaleikara innanborðs og íhugar ytra frymi tilverunn- ar með látum. Á laugardagskvöld kemur Norðurhjarabandið Red House á Blúsbarinn og á sunnudag Bjössi Thor og fé- lagar ásamt söngkonunni Eddu Borg og Gömlu brýnin með Bjögga Gísla verða alla helgina á þönum á Dansbarn- um. Hljómsveitin Kubalibra með þá bræður Jón og Trausta Ing- ólfssyni innanborðs leikur í Duus-húsi á föstudags- og laugardagskvöld. Kubalibra er leifar af Stuðkompaníinu sál- uga. Það er eins og áhrif írskrar þjóðlagatónlistar hafi rekið upp í fjöru viö suðurströndina, því um síðustu helgi lék írsk þjóðlagahljómsveit frá Vest- mannaeyjum á einu af veit- ingahúsum borgarinnar og nú eru það Snæfríður og stubb- arnir frá Þorlákshöfn sem leika á sunnudagskvöldið i Duus- húsi. I I ' ' \ VEITINGAHÚSIN Það er hreint ágætt að borða á Hótel Óðinsvéum. Kannski ekki á kvöldin en að minnsta kosti í hádeginu. Þar er hægt að fá svokallaðn heimilismat, þ.e.a.s. mat sem áður fyrr var eldaður á heimilunum. Nú elda allir franskar og stórsteik- ur heima en borða kjötbollur og saltfisk á veitingahúsun- um. Að minnsta kosti i Óðins- véum í hádeginu. Annar kost- ur við staðinn eru kallaklúbb- arnir sem mæta hádegi eftir hádegi, borða kjötbollurnar sínar, stofna fyrirtæki og koma þeim á hausinn. Á þess- um hverfulu tímum er alltaf gott að vita af einhverju sem aldrei breytist. Sumir kallanna skipta ekki einu sinni um klippingu. Þetta voru kostirnir. Gallarnir koma síðar. ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 skápur ödvalar 11 tónverk 12skófla 13 meginhlutinn 15 stygglyndar 17 sáld 18 hár 20 bati 21 bakmælgi 23 hláka 24 heigull 25 nabbinn 27 rosti 28 karlmannsnafn 29 hljóm 32 elsku 36 vagn 37 vösk 39 konunafn 40 armur 41 tryllast 43 aftur 44 þvaðra 46 djarfan 48 oddinn 49 rúm 50 hysknina 51 iðjusamir. LÓÐRÉTT: 1 trosna 2 hrakning 3 þreyta 4 beitu 5 flangsa 6 slúti 7 veitingamaður 8 hreyfi 9 félagar 10 tjóni 14 óhreinkar 16 sáðland 19 skeldýrið 22 málið 24 gæsarstegg 26 skynjaði 27 kona 29 dettin 30 kvabb 31 alltaf 33 ófúsan 34 elska 35 menntar 37 hegra 38 eftir- gangsmunir 41 kindin 42 sannfæring 45 öðlist 47 eðlisfar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.