Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 38

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 Vel flestar þjóðir í heiminum hafa eitthvað út á nágranna sína í öðrum löndum að klaga. Norðmenn þola ekki Svía. Islendingurinn ekki Þjóðverja og svo framvegis. En fólki er ekki bara misjafnlega við útlendinga. Það þolir ekki samlanda sína í hinum landsfjórðungnum, hinum enda bæjarins, næsta húsi í sömu götu né heldur manninn á hæðinni fyrir ofan. •< •■c Flestar þjóðir á jarðarkringlunni búa sér til skoðanir á nágrönnum sínum nær og fjær. Skoðanirnar birtast líka í hinum gamalkunna ná- grannaríg. I saklausustu mynd sinni kemur rígurinn fram í því þegar til dæmis Svíar segja brandara um Norðmenn, Spánverjar um Portú- gali, Islendingar um Dani eða Fær- eyinga. Rígurinn er ekki aðeins milli þjóða heldur líka milli bæjarfélaga og milli fólks í austurbæ og vestur- bæ, milli fólks í sömu götu og þeirra sem búa í sama stigagangi. Svo er til annað sem lýsir sér sem einhvers konar ótti við útlendinga og verður greinilegri eftir því sem þeir verða meira áberandi í kring- um okkur. Þá er stundum talað um fordóma gagnvart útlendingum. Þannig þykir hjónaband aðila af tvennu þjóðerni sjaldnast skynsam- legur ráðahagur. íslendingar sem kjósa að sækja sér maka til annarra landa þykja með því vera að reisa sér óþarfa hurðarás um öxl. Sagt er að fjölskyldutengslin slitni, að siði tveggja landa sé ekki hægt að sam- eina, of erfitt sé að gera upp við sig í hvoru landinu eigi að búa, heim- þráin kvelji og svo framvegis. TALAÐ FRAMHJÁ ÚTLENDINGUM „Okkur finnst skrítið að það er stundum talað framhjá Ann. Hún er búin að búa á íslandi í 8 ár og talar mjög góða íslensku en samt er ég spurður oftar en hún hvernig henni líki, jafnvel þótt hún sé á staðnum til að svara. Þetta stafar sjálfsagt af at- hugunarleysi en er leiðigjarnt þrátt fyrir það," segir Sigurjón Sigurjóns- Sigurjón Sigurjónsson og Ann Sigurjónsson: „Eldum ekki sviöakjamma." son, sem er giftur franskri stúlku frá Strasbourg, Ann Sigurjónsson. Sigurjón segir að vandamálin sem plöguðu þau í upphafi hafi fyrst og fremst stafað af ólíkum siðum land- anna. Það sé ekki lítið lagt á útlend- ing, sem kemur hingað til að búa til sitt eigið heimili, að venjast lífs- gæðakapphlaupi lslendinga og hinu gífurlega mikla vinnuálagi. ,,Ég þekki íslenskt dæmi um 16 ára skólastúlku sem vinnur í tveim- ur söluturnum auk þess sem hún skúrar á kvöldin. Þetta orsakar fjöl- skyldurpf og þekkist ekki annars staðar. í Frakklandi er bannað að þiggja laun á fleiri en einum stað í einu.“ MAMMA ÁTTI ERFITT MEÐ AÐ SÆTTA SIG VIÐ HANA Þrítugur piltur, sem ekki vill láta nafns getið, segir að foreldrar sínir hafi átt erfitt með að sætta sig við ítalska unnustu sína. Þau eru nú bú- in að vera gift í rúm tvö ár og búa í Reykjavík. „Þetta var þannig hjá okkur í upp- VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aöili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI JOLAUOS Eigum fyrirliggjandi hin eftirspurðu sænsku aðventuljós og Ijósastjaka fró KONST SMIDE. Verð fró 2.450 - Sendum í póstkröfu. RAMMA GERÐIN HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 17910, KRINGLUNNI SÍMI, Ó89960 hafi að ég fór til Ítalíu sumarið 1987 að vinna á litlu hóteli í Verona og kynntist þar konunni minni. Ég fór heim um haustið og hélt áfram í há- skólanum og hún átti einu ári ólokið í skóla í Verona. Vorið eftir kom hún til íslands. Ég var náttúrlega búinn að segja fjölskyldunni frá henni, bæði um sumarið í bréfum og svo var ég spurður í þaula þegar ég kom heim um haustið. Mamma reyndi mikið að tala um fyrir mér og sagði að svona ráðahagur borgaði sig alls ekki. Það var ekki það að hún hefði eitthvað á móti stúlkunni, en þetta var henni svo framandi. Hún sá fram á að geta ekki talað við hana þegar hún kæmi. Ég hafði á tilfinn- ingunni að hún væri hrædd um að þurfa að skammast sín fyrir heimil- ið, matinn og að missa mig að lok- um úr landi.“ SPURNING UM AÐ VENJAST „Lífið hjá mér hefði sjálfsagt orðið afslappaðra á margan hátt og hefð- bundnara ef ég hefði bara farið yfir í næstu götu og náð mér í kvonfang þar. Fólki finnst alltaf tungumál vera ákveðinn múr. Það er óþægilegt að geta ekki tjáð sig til fulls, það þekkja allir sem hafa verið í útlöndum," segir Skúli Sigurdsson hjá Bílaum- boðinu. Hann er kvæntur Arielle Mabilat sem hefur frönsku að móð- urmáli en er í raun föðurlandslaus, því hún er fædd á Frönsku-Gíneu, var lengi í Laos, Indlandi, Madaga- skar og víðar. Nú búa foreldrar hennar á lítilli eyju í Indlandshafi. „Við höfum kynnst tungumála- vandamálinu eins og aðrir sem eru í svipaðri aðstöðu. Mataræðið er líka ólíkt milli þjóða. Sumir íslend- ingar fyllast þrjósku ef gesturinn getur ekki borðað það sem lagt er á borð fyrir hann. Það eru til dæmis fáar þjóðir sem borða rolluhausa. Það er ekki skrýtið þótt útlending- um finnist það ógeðslegt, fjölmörg- um íslendingum verður flökurt við tilhugsunina. Mundu íslendingar leggja sér slöngur og snáka til munns óhikað ef þeir væru gest- komandi í öðru landi, þar sem slíkt væri þjóðarréttur? Þetta er bara spurning um að venjast." VELKOMIÐ SVO FREMI SEM ÞAÐ FER AFTUR Útlendingar sem koma sem ferða- menn til annarra landa eru litnir misjöfnum augum eftir því hvaða land á í hlut. Potúgalir eru til að mynda frægir fyrir að vilja lítið sem ekkert með útlendinga hafa. ísland er enn s^em komið er nær eingöngu byggt íslendingum, enda hefur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.