Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 13 Bíldudalur Httppuum SXUUMK MILLJÚN lí IVHUA FJM.8KYLM Bíldudalur. Hreppurinn skuldar 97 milljónir og á síðustu fimm árum hafa 243 milljónir runnið til Fiskvinnslunnar/Útgerðarfélagsins frá Byggða- stofnun, Hlutafjársjóði og Atvinnutryggingasjóði. Séu þessar tölur lagðar saman koma út 340 milljónir eða liðlega 910 þúsund á hvern fbúa. 0g stendur í málaferlum til að innheimta gjöld af atvinnurekendunum á staðnum. Bíldudalshreppur og fyrirtækin þar eru að bætast í hóp þeirra hreppa og fyrirtækja sem lakast standa á landinu. Hreppurinn hefur þurft að leggja talsvert fé í Fisk- vinnsluna á Bíldudal hf. og býr við erfiða skuldastöðu. Hann á að auki í málaferlum við Rækjuver hf., sem er í eigu Óttars Yngvasonar lög- fræðings, Haröar Einarssonar, framkvæmdastjóra DV, og fleiri, vegna skulda á ýmsum gjöldum til hreppsins. Fiskvinnslan á Bíldudal og dóttur- fyrirtæki þess, Útgerðarfélag Bíld- dælinga, búa einnig við þunga skuldastöðu. Þátttaka hreppsins hefur leitt til 30 prósent eignarhlut- deildar hans og Hlutafjársjóður á rúmlega 40 prósent. Þrátt fyrir skuldbreytingar á yfir- standandi ári er ljóst að skuldastaða hreppsins er mjög erfið. Það stafar fyrst og fremst af fjárhagslegri þátt- töku hreppsins í atvinnulífinu og ennfremur erfiðri innheimtu á sköttum og gjöldum fyrirtækja. HREPPURINN: SKULDIR 260 ÞÚSUND Á HVERN ÍBÚA Um síðustu áríunót var veltufjár- staða hreppsins neikvæð um liðlega 10 milljónir króna. Skuldir námu 97 milljónum eða 259 þúsundum á hvern hinna 372 íbúa. Peningaleg staða var síðan neikvæð um 160 þúsund krónur á hvern íbúa hrepps- ins. Bókaðar tekjur hreppsins á síð- asta ári námu um 36 milljónum króna. Miðað við tekjur á hvern íbúa eru þetta svipaðar tekjur og meðaltal stærri hreppa (yfir 300 íbúa) sýnir. Hins vegar vega að- stöðugjöldin nokkuð þungt í tekjun- um eða 23 prósent, en að meðaltali 15 prósent hjá öðrum stærri hrepp- um. Hreppinn munar því um það ef skil á aðstöðugjaldi eru léleg. í flestum stærri hreppum eru tekj- ur vel umfram útgjöld og því góður afgangur fyrir fjármagnsgjöld og fjárfestingar. Svo er ekki á Bíldudal, þar sem útgjöld á mann voru liðlega 80 þúsund krónur eða tæplega 40 prósent umfram meðaltal stærri hreppa landsins. Munar þar mestu að liðirnir yfirstjórn, almannatrygg- ingar/félagshjálp, hreinlætismál og „önnur gjöld" voru til samans 90 prósentum hærri en gengur og ger- ist meðal annarra stærri hreppa. FISKVINNSLAN: HLUTAFJÁRSJÓÐUR Á 40 PRÓSENT Bíldudalshreppur hefur á síðustu tveimur árum lagt peninga í Fisk- vinnsluna á Bíldudal hf. og á nú um 30 prósent í því fyrirtæki og Hluta- f jársjóður á liðlega 40 prósent í Fisk- vinnslunni, sem síðan á 95 prósent í Útgerðarfélagi Bílddælinga. Eins og mörg önnur útvegsfyrir- tæki hafa Fiskvinnslan og Útgerðar- félagið þurft að leita verulega eftir fyrirgreiðslu sjóðanna fyrir sunnan. Arið 1986 fékk fyrirtækið lán hjá Byggðastofnun vegna kaupa á tog- aranum Sölva Bjarnasyni, upp á 64 milljónir að núvirði. Árið 1988 fékk fyrirtækið lán hjá Byggðastofnun upp á 25 milljónir að núvirði til end- urbóta og til hlutafjárkaupa í Út- gerðarfélaginu. Árið 1989 lagði Hlutafjársjóður 74 milljónir í Fiskvinnsluna og tæplega 10 milljónir í Útgerðarfélagið. Aðrir aðilar íögðu fram hlutafé upp á 40 milljónir og kröfur upp á 30 milljón- ir voru felldar niður. Árið 1990 fékk Fiskvinnslan rúm- lega 20 milijóna króna lán hjá Byggðastofnun vegna bátakaupa. Hlutafjársjóður seldi hlutabréf í Fiskvinnslunni upp á 10 milljónir og fékk fyrir hlutabréf í Útgerðarfélag- Óttar Yngvason lögfræðingur í Reykjavík. Hann er aðaleigandi Rækjuvers ásamt bróður sínum brni og Herði Einarssyni, fram- kvæmdastjóra DV. Undirréttar- dómur féll hreppnum í hag: Fyr- irtækið skuldar hreppnum gjöld frá fyrri tíð upp á alit að 10 milljónum. inu upp á 6,9 milljónir — tapaði 3 milijónum á þessu. FRAMKVÆMDASTJÓRINN: STAÐAN ENN ÞUNG í árslok 1990 var staða Fiskvinnsl- unnar gagnvart Atvinnutrygginga- sjóði sú, að skuldin nam tæplega 50 milljónum króna og hreppurinn skuldaði sjóð þessum 16 milljónir til viðbótar. Viðskiptabanki fyrirtækis- ins er Landsbankinn, sem hefur dregið úr fyrirgreiðslum til sjávarút- vegsfyrirtækja, að afurðalánum undanskildum. „Staðan er vissulega þung, en fyr- irtækið er samt í fullum gangi og engin stöðvun framundan," sagði Jakob Kristinsson, framkvæmda- stjóri Fiskvinnslunnar, í samtali við PRESSUNA. „Ég vil ekki úttala mig um skuldastöðu fyrirtækisins. Ég get þó sagt að skuldirnar við At- vinnutryggingasjóð eru ekkert rosa- legar, þótt vanskil séu einhver. Staðan er eins og hjá svo mörgum, afli hefur verið tregur og lausa- skuldir safnast upp. Við höfum þó staðið í skilum við hreppinn og gert það í mörg ár. Núna búum við við margra mánaða deyfð í afla og það vegur þyngst." RÆKJUVER: MÁLAFERLI OG DEILUR VEGNA RÚSSARÆKJU Fiskvinnslan og Útgerðarfélagið mynda til samans langstærsta fyrir- tæki bæjarins, en Rækjuver er einn- ig stór vinnuveitandi, með 20 til 25 manns í vinnu. 10 til 12 bátar hafa lagt inn rækju til fyrirtækisins, en nú ber svo við að bátarnir hafa fengið undanþágu frá reglugerð um rækju- veiðar, til ársloka, til að landa á ísa- firði. Þetta stafar af því að rækju- bátamenn hafa átt í deilum við Rækjuver um verð á rækjunni. Sam- kvæmt heimildum PRESSUNNAR er mikill hiti í rækjumönnum. Þeir segja sjálfir að undanþágan sé ein- göngu tilkomin vegna þess að Rækjuver, sem er eini kaupandinn á staðnum, hafi nóga „Rússarækju“ og þurfi því ekki á rækju þeirra að halda. Deilan mun vera komin á það stig að rækjumenn henda rækjunni frekar í fjöruna en að selja hana fyr- irtækinu. Rækjuver er að stórum hluta í eigu Ottars Yngvasonar, lögfræð- ings í Reykjavík. Með honum í stjórn sitja meðal annarra bróðir hans Örn Yngvason og mágur, Arnar Hördur Einarsson í Frjálsri fjölmiðlun hf. (DV). Auk þessara deilna stendur hrepp- urinn í málaferlum við Rækjuver vegna skulda á aðstöðugjöldum, vatnsskatti, fasteignagjöldum og gatnagerðargjöldum frá fyrri árum. Málið vannst fyrir hreppinn í undir- rétti, en Rækjuver áfrýjaði til Hæstaréttar. Þaðan var málinu ný- lega vísað aftur í hérað vegna form- galla. Umdeiid fjárhæð í þessu máli nemur á bilinu 7 til 10 milljónum króna. BÍLDUDALUR: í STÖÐU SUÐUREYRAR OG ÞÓRSHAFNAR Fjárhagsstaða sveitarfélaga er óvíða eins erfið og á Bíldudal, en þó er ljóst að mörg þeirra standa afar tæpt. Sem áður segir voru fjárhags- legar skuldir umfram eignir um 60 milljónir króna. Peningaleg staða var neikvæð um 160 þúsund krónur á hvern íbúa hreppsins. Skuldir í árs- lok voru 97 milljónir króna eða 259 þúsund á hvern íbúa. Af stærri hreppum var neikvæð peningaleg staða á hvern íbúa að- eins hærri á Suðureyri, sem reyndar sker sig verulega úr, og á Þórshöfn voru skuldir í árslok um 137 milljón- ir króna, sem er um 374 þúsund á íbúa, og peningaleg staða neikvæð um tæplega 80 milljónir eða 215 þúsund á íbúa. Á Þórshöfn var pen- ingaleg staða neikvæð um 197 þús- und á hvern íbúa eða um tæplega 80 milljónir. Tveir kaupstaðir stóðu hlutfalls- lega álíka halloka og Bíldudalur um síðustu áramót. Siglufjörður var með skuldir upp á 450 milljónir króna eða 248 þúsund á íbúa og með neikvæða peningalega stöðu upp á 182 þúsund á íbúa. Og Stykk- ishólmur var með skuldir upp á 316 milljónir eða 262 þúsund á hvern íbúa og peningaleg staða var nei- kvæð upp á 173 þúsund á hvern íbúa. Friörik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.