Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991
37
Mér finnst líklegt
að þau hafi verið
dæmd saklaus
segir Þorsteinn Antonsson rithöfundur sem ritað
hefur heimildaskáldsögu um Geirfinnsmálið
„Það hefur alltaf setið í mér
löngun til að kynna mér nán-
ar Geirfinnsmálið svokallaða,
en ég var næstum því búinn
að gleyma þessum málaferl-
um eins og þau komu fyrir
sjónir á sínum tíma,“ sagði
Þorsteinn Antonsson rithöf-
undur í spjalli við PRESS-
UNA, en hann hefur nýlega
sent frá sér bókina „Áminnt-
ur um sannsögli". Bókin,
sem er í senn söguleg skáld-
saga og heimildarit, fjallar
um umfangsmesta sakamál
síðari ára í íslenskri réttar-
sögu, Geirfinnsmálið svokall-
aða, þegar fjórar ungar
manneskjur voru dæmdar af
Hæstarétti til refsivistar fyrir
tvö morð.
„Eftir að hafa kynnst mál-
inu frá öðru sjónarhorni en á
sínum tíma trúi ég því að
þetta fólk sé líklega saklaust,"
segir Þorsteinn, „í það
minnsta af hvarfi Geirfinns
Einarssonar. Ég get í sjálfu sér
ekki fullyrt neitt um sakleysi
þeirra en rannsóknin á sínum
tíma og réttarhöldin sem slík
leiddu ekkert í ljós sem sann-
aði sekt þeirra."
SAKLAUS MAÐUR í
TVEGGJA ÁRA
EINANGRUN
„Það var ekki fyrr en ég
kynntist Sævari Cicelski, sem
tengdist málinu og hafði tek-
Leirfinnur
ið út sína refsivist, að áhugi
minn fyrir málinu tók sig upp
og leiddi til þess að ég fór að
kynna mér málið upp á eigin
spýtur," segir Þorsteinn. „Eft-
ir því sem ég ræddi lengur við
Sævar sóttu að mér fleiri og
fleiri efasemdir um að hann
færi með rangt mál, en hann
heldur stöðugt fram sakleysi
sínu. Ég ræddi síðan við fleiri
sem tengdust þessu máli og
það fór að sækja að mér löng-
un til að hugsa þessa hugsun
til enda; að það væri raun-
hæfur möguleiki að Hæsti-
réttur hefði dæmt fjögur ung-
menni til þyngstu refsingar
fyrir glæp sem þau ekki
frömdu."
ÉG VERÐ ALDREI SAMUR
„Sævar átti í fórum sínum
skrif frá sjálfri gæsluvarð-
haldsvistinni, sem eru ómet-
anleg heimild um hinn mann-
lega þátt málsins, en ein af
spurningunum sem brunnu á
mér var hvernig hægt væri
að lifa af tveggja ára einangr-
un og Sævar svarar því
kannski best sjálfur, en hann
sagði orðrétt: „Það er ekki
hægt, ég verð aldrei samur.“
í skrifum Sævars birtast
bæði heitar og sárar tilfinn-
ingar og ég gat ekki annað
fundið en þarna væri saklaus
maður að reyna að koma orð-
um að sakleysi sínu. Það segir
stóra sögu að fjórir menn
voru handteknir sem tengd-
ust veitingastaðnum Klúbbn-
um í Reykjavík. Þeim var
haldið í gæsluvarðhaldi í þrjá
mánuði en síðan sleppt. Éinn
þeirra lýsti því seinna yfir í
blaðaviðtaii að hefði hann
verið fáeinum dögum lengur
í varðhaldi hefði hann jafnvel
farið að játa á sig hvað sem
er.“
HINN MANNLEGI ÞÁTTUR
RANNSÓKNARINNAR
„Ég las síðan öll gögn sem
ég gat komist yfir sem tengj-
ast málinu og þær skipta þús-
undum síðurnar. Með því að
gera einfaldlega ráð fyrír því
að þetta fólk væri saklaust
fékk ég nýja sýn á málið; aðra
sýn en ég hafði fengið í fjöl-
miðlum og umfram allt hinn
mannlega þátt í þessu öllu
saman.
Þetta fólk spann náttúrlega
upp sögur og það ótrúlega er
að mismunandi lygasögur
stemmdu hjá þeim öllum og
það getur ekki gefið neitt
annað til kynna en að yfir-
heyrslurnar hafi verið mjög
leiðandi.
Kjarni málsins er að mín-
um dómi sá tími er atburðirn-
ir eiga sér stað. Málið kemur
upp 1975 og réttarhöldin öll
marka endalok hippatíma-
bilsins. Á árunum á undan
hafði myndast stór gjá milli
eldri kynslóðarinnar og unga
fólksins og þetta kornunga
fólk sem um var að ræða stóð
í jaðri hippamenningarinnar,
það var mjög næmt og opið
tilfinningalega og stóð fyrir
lífsstíl sem m.a. fólst í hass-
reykingum og var eldri kyn-
slóðinni óskiljanlegur — átti
sér helst að þess dómi sam-
svörun í erlendum glæpa-
hringjum þar sem morð og
líkamsmeiðingar eru svo að
segja daglegt brauð.
Það truflaði síðan rann-
sóknina að þau lásu úr svip-
brigðum og handahreyfing-
um yfirvaldsins hvað var
æskilegt að þau segðu; allt í
þeirri von að fá frelsi. Þetta
fólk var auðvitað ekki dæmi-
gerðir fulltrúar sinnar kyn-
slóðar að því leyti að það stóð
í allskyns smáglæpum, en
einkenni slíkra hópa var
gjarnan að það héngu utan í
þeim smákrimmar af alit
öðru s^uðahúsi."
ÓLÍKIR HÓPAR -
ÓLÍKT TUNGUMÁL
„Ég held að lögreglan hafi
ekki áttað sig á þeirri kreppu
sem þetta fólk átti við að etja
og þessir mjög svo ólíku hóp-
ar hafi talað of ólíkt tungu-
mál. Þau voru hreinræktaðir
hippar og töluðu og hugsuðu
út frá hugmyndum um émb-
ættismenn sem voru svo ger-
samlega fjarri þessum hvers-
„Réttarhöldin öll mörkuðu
endalok hippatfmabilsins,"
segir Þorsteinn Antonsson.
dagslega raunveruleika sem
hugsast getur.
Þá er athyglisvert að skoða
réttarkerfið og rannsóknar-
valdið á þessum tíma, en
Rannsóknariögreglan er ekki
stofnuð fyrr en 1977. Fram til
þess hvíldu rannsóknarstörf á
starfsmönnum Sakadóms og
voru þeir í raun einn armur
dómarannasem síðan áttu að
dæma í málinu. Það má því
segja að starfsemin hafi verið
ófullburða og ófullkomin til
að mæta erfiðum og flóknum
málum.
Það var geysilegt álag sem
fylgdi rannsóknaraðilum og
af því leiddu allskyns getgát-
ur um skipulagða glæpastarf-
semi í bland við 19. aldar
hugsunarhátt. Það voru því
ekki einstaklingarnir sem
stóðu að rannsókn máisins
sem gerðu mistök, heldur var
þjóðfélagið ekki í stakk búið
til að takast á við þessa hluti
á þessum tíma. Það var í kjöl-
farið á ákaflega innihaldslít-
illi rannsókn sem dæmt var í
þessu máli og það fólk sem
dæmt var til áralangrar fang-
elsisvistar tók þetta allt sam-
an út á sjálfu sér,“ sagði Þor-
steinn Antonsson að lokum.
Þóra Kristin Ásgeirsdóttir
Þórður Björnsson ríkissaksóknari flytur ræðu sína.
Hæstaréttardómararnir handan við borðið.
Sakamálasérfræðingurinn Karl Schutz, sem fenginn var
frá Þýskalandi til að vinna að rannsókn Geirfinnsmálsins.
tengsl
Ingi Björn Al-
bertsson
þingmaður er
mikill áhuga-
maður um
þyrlukaup eins
og
Guðrún Helga-
dóttir
þingkona sem
vakið hefur at-
hygli fyrir
klæðaburð sinn
eins og
Salome Þor-
kelsdóttir
forseti þingsins
sem alllengi
hefur komið ná-
lægt tónlistar-
skólamálum
eins og jafn-
aldra hennar
Þuríður Páls-
dóttir
söngkona og
varaþingmaður
sem giftist við-
skiptafræðingi
eins og
Geir H. Haarde
þingflokksfor-
maður Sjálf-
stæðisflokksins
sem er gamall
blaðamaður
gunblaðs--
ins eins og
Þorsteinn Páls-
sjávarútvegs-,
dóms- og
kirkjumálaráð-
herra sem ólst
upp á Selfossi
eins og gamall
leikbróðir hans
Davíð Oddsson
forsætisráð-
herra sem er
barn læknis
eins og
Ragnhildur
Helgadóttir
fyrrverandi
þingmaður sem
er handhafi
riddarakross
fálkaorðunnar
eins og
Ólafur Skúla-
son
biskup íslands
sem nam guð-
fræði í Háskól-
anum á fyrri-
hluta sjötta ára-
tugarins eins
°9
Örn Friðriks-
son
sóknarprestur
sem er fæddur
í útlöndum eins
°9
Ingi Björn Al-
bertsson.
m
EKKI HÓFÐU ÞEIR \
t ÞyRLUATITAMIC
' CAMT DTriDdtfS-
SAMT B3ÖRGUÐ
UST....5UM1R,....
HEFÐUM HAFT
ÞYRLU ÞA...
BULLOG
VITLEY5A'-
HEYR
K3AÞTÆOI
ÞRIR AFTUR'l,...
TVEIRFRAHMÍ...
OOTUITUGU Tlí
ÓSKUBftKKAHj
OÆ3AOÆ3A
vL
'I '\L
m
hún er 5V0NA;..HVERNIG e
KEMUR Þ\AÐUR2SlSlEN-r
SKUM 530MÖNNUM F/RIR V,
riEIWNI VARNARUÐSÞyRLUJL
BITS
ATH* STJoRNM'AlAMEHN SKEMMTASÉR*MANNESK3UR DRUKNA 'l &3Ö<SUM* AO&TANOENDUR LATINNA S3ÖMANNA E16A AUAMINA SAMÚO* VERK>6LÖ0*&KIUf>AUt>U»