Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 .WNDIR OXINNI Birgir Rafn Jónsson framkvæmdastjori Félags íslenskra stórkaupmanna — Er ekki sjálfsagt að fólk spari stórút- gjöld með innkaupa- ferðunum? „Við höfum ekki gagnrýnt fólk fyrir að gera það. Við höfum bent á að innanlands- verslunin tapi á þessu nálægt 2,5 milljörðum og að sameiginlegur sjóður landsmanna verði af um 750 millj- ónum til viðbótar. Lík- lega eru þessar tölur jafnvel hærri. Að auki má bæta við að vegna þessa tapast störf við verslun á ís- landi." — Er ástæðan ekki allt of hátt verð hér á landi og um nokkurs konarnauðvörn að ræða? „Islenskri verslun eru ekki sköpuð sam- bærileg skilyrði og það er þess vegna sem verslun flyst úr landi. Við búum við nær 25 prósenta virð- isaukaskatt. Til við- bótar kemur jöfnunar- gjald á innflutning og vörugjald. Svo höfum við sérskatta eins og skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði og aðstöðugjaldið, sem er ákaflega erfiður skattur, því hann er óháður afkomu fyrir- tækjanna og hefur í þokkabót uppsöfnun- aráhrif. Hér er síðan hærra tekjuskattshlut- fall hjá fyrirtækjum og ríkið fær margfalt meira út úr eigna- sköttum fyrirtækja hér en erlendis." — Er vandinn ekki einnig fólginn i hárri álagningu og óhag- kvæmum innkaup- um? „ Hagfræðistofnun Háskólans hefur reiknað út að þróunin hvað varðar innkaup hafi verið mjöggóð og hagkvæm. Utlend- ingar hafa tjáð sig um að i ýmsum tilvikum sé verðlag á t.d. merkjavöru hagstæð- ara hér en t.d. í Bandaríkjunum, þann- ig að þetta er ekkert gefið mál." Stórkaupmenn reikna út geysi- legt tap verslunarinnar og þjóð- arinnar vegna innkaupaferða landans til útlanda og Kaup- mannasamtökin tala um hert eftirlit við tollskoðun i Leifsstöð. r ■■ meistarar. Framkvæmdir vegna vínbúða eru oft sér- hæfðar. Einnig erum við með dýra vöru inni og fram- kvæmdir oft meðan starf- semi er í gangi. Við erum nokkuð strangir á iðnaðar- menn, sem við höfum náð góðum samningum við. Að sögn Gudmundar Rún- ars Gudmundssonar í fjár- málaráðuneytinu falla fram- kvæmdir ÁTVR undir lög um skipan opinberra fram- kvæmda, sem taka til ný- framkvæmda og endurbóta eftir því sem við á. Þar segir að opinberum aðilum, öðrum en þeim sem hafa sérstakar heimildir, sé skylt að hafa samráð um framkvæmdir við fjármálaráðuneyti og Inn- kaupastofnun ríkisins. Guð- mundur Rúnar kannaðist ekki við að einstakar fram- kvæmdir hefðu komið á borð ráðuneytisins og Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins, sagði að stofnuninni hefði ekki verið falið að bjóða út verklegar framkvæmdir fyrir ÁTVR, en hins vegar flutn- inga og annað þess háttar. Þótt endurbætur og við- hald á vegum Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins hljóði upp á nærri 100 milljónir króna á hverju ári hefur stofnunin ástundað lokuð út- boð á einstökum fram- kvæmdaþáttum, þar sem út- valdir hönnuðir og meistarar hafa haft forgang. ÁTVR hef- ur ekki, andstætt flestum öðr- um opinberum stofnunum, haft samráð við fjármála- ráðuneytið og Innkaupa- stofnun ríkisins vegna fram- kvæmda sinna, heldur haft frjálsar hendur um að velja hönnuði og verktaka að vild. PRESSAN hefur fengið staðfest að nýverið hafi Meistarasamband byggingar- manna á Suðurnesjum gert athugasemdir við fram- kvæmdir ÁTVR í Keflavík. Við frágang á nýrri útsölu þar voru menn úr Reykjavík, sem ekki höfðu löggildingu. „Við höfðum einfaldlega samband við ÁTVR og kröfð- umst þess að stofnunin færi að lögum. Mennirnir frá þeim höfðu ekki löggildingu hér. Því var snarlega kippt í lið- inn. En fyrst og fremst finnst mér það dónaskapur gagn- vart iðnaðarmönnum hér að senda hingað menn frá Reykjavík," sagði Ólafur Er- lingsson hjá MBS. Jóhann Steinsson, for- stöðumaður fasteigna ÁTVR, sagði að í þessu umrædda til- viki hefðu menn verið að vinna við útsöluna á Eiðis- Framkvæmdir við nýju vínútsöluna í Austurstræti kosta nokkra tugi millj- óna. Efntvartil lokaðs útboðs þar sem sérvaldir hönnuðir og meistarar sátu í fyrirrúmi. Hönn- unina fékk Pálmar Kristmundsson og trésmíði Eykt hf. torgi og talið hagkvæmast að nota menn og efni sem til staðar voru. „Við vorum ein- faldlega að gera það sem við töldum hagkvæmast. Þetta er undantekningartilvik, því við notum iðulega menn á hverjum stað í framkvæmd- ir.“ í fyrra nam viðhald hjá ÁTVR 70 milljónum króna og í ár nemur kostnaðurinn 80 milljónum. „Stefnan er að bjóða sem mest út og við leit- um helst til aðila sem við höf- um góða reynslu af. Það eru aðalíega fjórir arkitektar sem við leitum til og nokkrir Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR. Ráðherra frysti ríkisframlagið til Skálholtsskóla Slmlhollsshóli ú sum- Iwæml frunwurpi lil fjúrlugu chki ud fú hrónu ú næslu úri. Þud gæli þó hreyst ef sérslöh nefnd um Shúllioltssluö finn- ur ruunhæfur úrhmsnir um frumlíö shóluns, þursem ehhi hefur nerii) liuldið uppi lýö- liúshóluslurfsemi í nohhur úr. Á undanförnum árum liafa runnið að meðaltali 8 milljón- ir króna úr ríkissjóði til Lýð- háskólans í Skálholti, en fyrir |)remur árum var skólanum breytt í námskeiðaskóla — í kjölfar hruns í aðsókn. Frá 1980 hafa 50 milljónir króna að núvirði runnið til skólans á sama tíma og starfsgrund- Skáiholtsstaður. Skálholtsskóli fær ekkert ríkisframlag án markvissra tillagna um framtíðina. völlur hans hefur verið að riðlast og breytast. Núorðið byggist starfsemi skólans á ráðstefnum og styttri námskeiðum, einkum á sviði menningar- og trú- mála. MenningarsamtökSuð- urlands hafa aðsetur í skóla- luísnæðinu og af námskeið- um má nefna svonefnda kyrrðardaga, fermingar- barnanámskeið, námskeið fyrir starfsmenn kirkjunnar og önnur trúaarfræðslunám- skeið. Kyrrðardagarnir eru sérstæðir að því leyti að nem- endur ræðast ekki við. Á síð- asta skólaári voru haldin alls um 100 námskeið sem tæp- lega 4 þúsund manns sóttu. Rektor skólans, sr. Sigurður Árni Þórdarson, hefur sagt upp störfum- og er búið að ráða sr. Krisljún Val Ingólfs- son frá Grenjaðarstað í hans stað. Skálholtsskóli er sjálfseign- arstofnun, en flokkast með héraðsskólum. Aðsókn að héraðsskólum hefur dregist verulega saman með tilkomu fjölbrautaskóla og verk- menntaskóla. Þannig lagðist Héraðsskólinn á Reykjanesi af í haust. Héraðsskólinn í Reykholti hættir næsta vor og Héraðsskólinn á Laugar- vatni hefur verið sameinaður Menntaskólanum á Laugar- vatni. Ingi Björn Albertsson hefur átt í erjum á þingi undanfarið viö Davið Oddsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn þurfti að halda sérstakan fund til aö sætta þa. DEBET „Það er afskaplega gott að vinna með Inga Birni, hann fer ítarlega yfir málefnin og er fljót- ur að átta sig á aðalatriðum málsins. Hann hefur persónutöfra og er skemmtilegur, léttur og gam- ansamur í litlum hóp og það er mjög þægilegt að umgangast hann," segir Hreggviður Jónsson, fyrrverandi alþingismaður. „Hann er fram- sækinn mjög og gengur hart fram í málum sem samviskan býður honum," segir Guðmundur Ágústsson lögmaður. „Hann er góður í víta- spyrnu, góður félagi og fylgir vel eftir þeim verk- efnum sem hann tekur að sér," segir Dýri Guð- mundsson, fyrrverandi fótboltafélagi. „Ingi hefur náð góðum tökum á þessu verkefni sem alþingismaður. Hann er iðinn og hefur mikið keppnisskap. Hann er góður félagi og skemmti- legur í umgengni," segir Ásgeir Hannes Ei- ríksson, fyrrverandi vopnabróðir. „Hann er yndislega metnaðargjarn og það að tapa er ekki til í orðabók hans. Hann er mjög traustur vinur vina sinna og gott að eiga hann að,“ segir Þor- grímur Þráinsson blaðamaður. Ingi Björn Albertsson alþingismaður KREDIT „Þegar hann er búinn að komast að ein- hverri niðurstöðu getur verið erfitt að fá hann til að beygja af með hana,“ segir Hregg- viður Jónsson, fyrrverandi alþingismaður. „Samviska hans fellur oft ekki alveg í kram- ið hjá fólki í sama flokki og skapar því oft erfiðleika í samstarfi,“ segir Guðmundur Ág- ústsson. „Hann gefur sjaldan boltann og syngur illa,“ segir Dýri Guðmundsson. „Skap- ið verður honum stundum fjötur um fót því hann er uppstökkur og getur verið lang- rækinn. Markaskorarinn í honum er enn fyrir hendi og fyrir bragðið þjófstartar hann stundum," segir Ásgeir Hannes Eiríks- son. „Hann er mjög fastur á meiningu sinni en hlustar þó vel á ráðleggingar annarra, þótt hann fari ekki endilega eftir þeim,“ seg- ir Þorgrímur Þráinsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.