Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 MINNINGAR ... Valinkunnir söngvarar rifja upp vinsœl dœgurlög sídari ára. K.K. Kristján Kristjánsson blúsari med ,,Lucky One" og Ellen systir syngur rried honum dúett í einu lagi. LANDSLAGIÐ ... Öll tíu bestu lögin sem valin voru í keppninu Landslagid sem lauk um sídustu helgi. BARNAJÓLEDDU... Edda Heiðrán Backman með Barnajól. Yfir 20 jóla- lög. ROCKY HORROR ... Leikfélag MH sýndi Rocky Horror og nú eru lögin komin út. LÍF OG LÍF ... „Tvö líí' Stjórnarinnar með öllum helstu smellunúm. ÍSLANDSFÖR ... Tómas R. Einarsson fer á kostum í djassinum eins og fyrri daginn. ÁLFAR OG DRAUMUR ... Endurútgáfur á lögum Magnúsar Pórs Sigmunds- sonar. Jónatan Garöarsson útgáfustjóri MEIRI ÚTGÁFA EN í FYRRA „Petta er orðið svo að að- eins hluti af efninu kemur út á plötum. Allar endurútgáfur Jónatan Garðars- son: Mestur hluti útgáfutitla selst ekki fyrir kostnaði. eru bara á geisladiskum og kassettum. Nýju útgáfurnar koma flestar á plötum líka, en hlutfall plötusölunnar er komið niður fyrir 20%, en var‘50 til 60% i fyrra. Petta er ör- 'iri þróun en við höfðumáœtlað og ég held að plötusalan geti farið allt niður í 10% þegar nœr dregur jólum," sagði Jónatan Garðarsson, útgáfustjóri Steina hf, um þœr eytingar sem hafa iið á tón/istar- útgáfu. I samræmi við þetta er éig- inlega orðið úrelt að tala um plötuútgáfu þar sem útgáfa og sala á hinum hefðbundnu hljómplötum hefur snar- minnkað með tilkomu geisla- diskanna. En hvaða orð kem- ur þá í staðinn fyrir plötur? „Við erum farnir að nota leynt og ljóst orð sem ég held að eigi eftir að festa sig í sessi en það er orðið hljómföng, samanber leikföng og rit- föng. Það eru alltaf að koma ný form af hljómútgáfu á markaðinn til dæmis DCC, Digital Compact Cassette, sem kemur á markað í Bandaríkjunum á næsta ári. Þær kassettur sem hafa verið á markaðnum hafa verið hliðrænar eins og plöturnar en diskurinn hins vegar staf- rænn og þessi nýja kassetta verður einnig stafræn. Hún er eins í laginu og gömlu kassetturnar en þó er ekki hægt að nota hana í gömlu kassettutækin. Á nýju tækin verður hins vegar hægt að spila bæði hliðrænar og staf- rænar kassettur," sagði Jónat- an. MEIRI ÚTGÁFA í FYRRA í fyrra er talið að út hafi komið milli 70 og 80 titlar á plötum, diskum og kassettum. Jónatan telur að útgáfan verði meiri á þessu ári. „Mér sýnist allt stefna í að útgáfur verði vel yfir eitt hundrað á þessu ári hjá út- gáfufyrirtækjunum og svo eru ýmsir einstaklingar sem eru einnig að gefa út.“ — Hvað þarf salan að vera til að útgáfa standi undir kostnaði? „Það er mjög misjafnt eða frá 1.500 eintökum og upp í fimm til sex þúsund. Meðal- talið er þrjú til þrjú þúsund og fimm hundruð eintök. En það eru mjög margar útgáfur sem ekki ná því að seljast fyrir kostnaði. Sennilega eru það ekki nema 10—20 sem ná sölu yfir kostnaði og gegnum árin hafa um 10 til 12 titlar selst í yfir fimm þúsund ein- tökum." — Er mikið framboð á efni til útgáfu? „Já, það er mjög mikið en þó finnst mér eitthvað hafa dregið úr því á þessu ári. Framboðið hefur verið meira en eftirspurn og sumir þeirra sem ekki fá útgáfu hjá þess- um stærri fyrirtækjum fara út í það að gefa út á eigin spýtur en koma nánast undantekn- ingarlaust út með tapi. Þetta er það dýr framleiðsla." — Hvað með tónlistar- myndbönd? Seljast þau vel? „Það er mjög lítill markað- ur fyrir þau hér á landi og það hefur komið nokkuð á óvart, því víða út í heimi seljast þau vel. Einu myndböndin sem hafa selst hér eitthvað að ráði eru þessi tvö sem Michael Jackson hefur gert. Önnur myndbönd hafa aðeins selst í örfáum eintökum." Tónlistardeild Ríkisútvarpsins KOSTNAÐUR YFIR 100 MILLJÓNIR Á ÁRI skýrslan kom út ekki alls fyrir löngu og er hún um rekstur stofnunarinnar árið 1988. Með sama hraða við árs- skýrslugerðina má því búast við að skýrsla yfir rekstur yf- irstandandi árs komi út ein- hvern tíma á árinu 1994. En við leituðum eftir upplýsing- um um áætlaðar greiðslur Ríkisútvarpsins til höfunda tónlistar sem flutt er á þessu ári. „Það er talsverð upphæð sem Ríkisútvarpið greiðir í höfundarlaun vegna tónlist- arflutnings. Þetta munu vera um þrjátiu milljónir króna á ári." sagði Hörður Vilhjálms- artíma en tónlist 41,66%. Heildartími tónlistar var 2.720 klukkustundir sem jafngildir 113 sólarhringum. Þegar litið er á efnisflokka á Rás 2 fyrir sama ár kemur í Ijós að tónlistarþættir fylltu rúm 66% af efni Rásar 2 og var sungið og spilað í 5.814 klukkustundir, en það nægði til að fylla dagskrána með tónlist í 242 sólarhringa. Þegar tónlistarflutningur á báðum rásum Ríkisútvarps- ins árið 1988 er lagður saman í klukkustundum er Ijóst að hann nægði til að halda uppi músík í 355 sólarhringa linnulaust. Vantar þá lítið á að landsmenn geti haft tón- list í eyrunum allan solar- hringinn allt árið bara frá Rik- isútvarpinu, en síðan bætast auðvitað einkastöðvarnar við. þar sem tónlistarflutning- ur situi í öndvegi. Tónlist er dýrasti dagskrárliöur Ríkis- útvarpsins. Af einstökum deildum Út- varpsins er tónlistardeildin sú dýrasta þegar litið er á kostn- að við dagskrárgerð. Ætla má að rekstrargjöld tónlistar- deihlar á þessu áriséu vel 100 milljónir króna, en næst kem- ur rekstur fréttastofu með rúmar SO milljónir. Tölurnar eru miðaðar viö kostnað viö þessar deildir ár- ið 1988 og reiknaðar upp á verðlag dagsins í dag. Hins vegar hefur hlutur íslenskrar tónlistar aukist verulega í dagskránni frá 1988 og má því reikna með að greiöslur fyrir tónlistarflutning hafi hækkað i hlutfalli við það. Ríkisútvarpið fer sér ákaflega hægt í að gefa út ársskýrslur um reksturinn. Nýjasta son, fjármálastjóri Ríkisút- varpsins. Hann sagði að hér væri um að ræða STEF-gjöld og gjöld til Tónskáldasjóðs Ríkisút- varpsins sem rynnu til tón- skálda og svo SFH-gjald svo- kallað, en það rennur til Sam- bands flytjenda og hljóm- plötuútgefenda. Hörður sagði að mikið skýrsluhald væri samfara þessari gjald- færslu og væri það nánast fullt starf fyrir einn mann. SPILAÐ OG SUNGIÐ í 355 SÓLARHRINGA Árið 1988 var útvarpað samtals í rúmar 6.530 klukkustundir á Rás 1, eða tæplega 18 klukkustundir á dag að meðaltali. Talmál tók þá upp 58,34% af

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.