Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 9 F JL orvitnilegt er að taka tölur í vinsældakönnun DV og umsnúa þeim í fjölda kjósenda. Þannig kem- ur í ljós að í maí sl. töldu um 27 þúsund kjósenda Davíð Oddsson óvinsæl- asta stjórnmála- mann þjóðarinnar, en nú um mánaða- mótin eiga liðlega 60 þúsund kjósendur að vera komn- ir á þessa skoðun. Með öðrum orð- um hefur Davíð að því er virðist of- boðið um 33 þúsund manns og þá líklega allra síðustu daga. Líkast til eru samráðherrar hans fegnastir at- hygli Davíðs, til að mynda Friðrik Sophusson vegna niðurskurðar- mála, Jón Baldvin Hannibalsson vegna EES-mála og Sighvatur Björgvinsson vegna niðurskurðar í heilbrigðis- og tryggingamálum. Ingi Björn Albertsson hefur af vísbendingum könnunarinnar heill- að til fylgilags við sig um 8.500 kjós- endur, en á móti ofboðið tæplega 3 þúsund manns . .. F M. yrirhugað er að halda hér á landi vestnorrænt kvennaþing á næsta ári. Búið er að ráða fram- kvæmdastjóra vegna þingsins. Það var Guðrún Ágústsdóttir, fyrrum aðstoðarmenntamálaráðherra og varaborgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, sem var ráðin til starfans. Það verða konur frá íslandi, Færeyj- um og Grænlandi sem sækja þingið. Ekki er vitað hversu margar þær verða, en það ræðst af styrkjum frá Grænlandi og Færeyjum . . . V v inir Haralds Haraldssonar í Andra kalla hann nú oft sín á milli „Halla á Þjóðviljanum". Haraldur þykir röggsamur og beitir sér af krafti í verkefnum sínum, nú síðast hinu nýja og stóra dagblaði, sem á að koma út á næsta ári. . . P JL ressan fjallar í dag um stöðu Skálholtsskóla. Þess má geta að skólinn var ekki inni í tölum Press- unnar í fyrri viku um heildargreiðslur til kirkjumála. Skóli þessi fellur undir menntamálaráðu- neytið hans Ólafs G. Einarssonar, en þegar þangað var leitað um málefni hans var blaða- manni vísað á kirkjumálaráðuneyt- ið. Þó sitja í nefnd um framtíð Skál- holtsskóla fulltrúar frá mennta- mála- og fjármálaráðuneytum, en enginn frá kirkjumálaráðuneyti. Fulltrúi menntamálaráðherra er hins vegar prestur. Þegar nefndar- menn skila af sér tillögum eiga þær að sendast til Þorsteins Pálssonar kirkjumálaráðherra og Ólafs Skúlasonar biskups ... 90 milUóna króna nróði af strandinu Þegar Steindór GK 101 strandaði við Krísuvíkurbjarg um miðjan febrúar á þessu ári varð mannbjörg, en báturinn náðist ekki út og er ónýtur. Þáverandi eigandi bátsins hafði átt hann í nokkrar vikur þegar hann strandaði. Hann keypti bátinn á 170 milljónir króna, með afla- heimild sem ein og sér kostar um 100 milljónir. Eftir að báturinn eyðilagðist á strandstað greiddi tryggingafélagið, Tryggingamiðstöðin, eigandanum tryggingaverðmæti bátsins, 160 milljónir króna. Tryggingaverðið var sem sagt 10 milljónum lægra en báturinn kostaði með kvóta, en eftir að eigandinn fékk bátinn greiddan átti hann kvótann eftir. Hagnaður útgerðarmannsins á þessari stuttu útgerð var því um 90 milljónir króna. Sem sagt; útgerðarmaðurinn hef- ur eftir strandið fullt vald á með hvaða hætti hann ráðstafar kvóta sem kostar um 100 milljónir króna. MT a hefur vakið kátínu hjá mörg- um að Hreggviður Jónsson, fyrr- verandi þingmaður, hefur tilkynnt Ólympíunefnd íslands að hann ætli ekki að vera fararstjóri skíðamanna á leikana í Albertville. Eins og marg- ir muna varð Hreggviður fyrir mörgum kárínum þegar hann gleymdi skíðum landsliðsins þegar leikarnir voru haldnir í Lake Placid fyrir fjórum árum . . . Báturinn Steindór GK strandaði við Krísuvíkurbjarg í febrúar. Eigandi bátsins hagnaðist um 90 milljónir við strandið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.