Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 7 VELDI mm ABHRUNI KOMM Allt bendir til að Svavar Egilsson í Ferðamiðstöðinni Veröld neyðist til að stöðva rekstur fyrirtækisins innan skamms nái hann ekki að fá nýja eignaraðila að fyrirtækinu. Andri Már Ingólfsson framkvæmdastjóri gerði Svavari tilboð í fyrirtækið upp á 40 milljónir króna. Því var hafnað og það varð til þess að Andri Már gekk út. Hann segist ekki sjá að hann muni starfa meira hjá Veröld. Svavar Egilsson, eigandi Veraldar. Mjög kreppir að Svavari og fyrirtækjum hans. Framtíð Veraldrar hangir á bláþræði og óvíst er hvort honum takist að bjarga fyrirtækinu frá stöðvun. Svavar er einnig kominn á fremsta hlunn með að tapa fleiri eignum. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamiðstöðvarinn- ar Veraldar, hefur látið af störfum. Andri Már hætti þar sem fjárhags- staða Veraldar er erfið og allt bendir til þess að SvavariEgilssyni, aðaleig- anda fyrirtækisins, takist ekki að bjarga því frá stöðvun. Áður en Andri Már hætti gerði hann Svavari tilboð um kaup á Veröld fyrir 40 milljónir króna. Svavar hafnaði til- boði Andra Más og það varð til þess að framkvæmdastjóri hætti störf- um. Allt bendir til þess að rekstur Ver- aldar stöðvist næstu daga, nema takist að fá inn nýja hluthafa. Þetta staðfestir Svavar Egilsson. Svavar á í erfiðleikum víðar. Hann á Hótel Höfða við Skipholt í Reykjavík. Hót- elið er nú í uppboðsmeðferð. Sama er að segja um einbýlishús Svavars. Þá hefur hann tapað talsverðum peningum á ýmsum viðskiptum, svo sem kaupum á hlutabréfum í Arnarflugi, íslenska myndverinu og fleiri viðskiptum. VERÖLD Á LEIÐ í GJALDÞROT Eins og segir hér að ofan virðist fátt geta komið í veg fyrir verulegar breytingar á rekstri Veraldar. Svavar sagði í samtali við PRESSUNA að vissulega ætti hann í erfiðleikum en teldi að sér tækist að fá inn nýja hlutahafa og bjarga fyrirtækinu þar með. I tilboðinu sem Andri Már og fleiri gerðu var gert ráð fyrir stofnun nýs félags sem keypti reksturinn af Svavari. í tilboðinu var gert ráð fyrir að Svavar hætti öllum afskiptum af fyrirtækinu. „Hann tók þessu tilboði ekki. Það átti að stofna nýtt fyrirtæki, með nýjum mönnum með sterka eigin- fjárstöðu. Þetta var háð því að hann hætti öllum afskiptum og þetta er forsenda þess að ég verði áfram hjá fyrirtækinu," sagði Andri Már Ing- ólfsson. „Það sem var lagt á borðið um síð- ustu helgi var tilboð, þar sem sterk fyrirtæki voru með, og það var skil- yrt að við tækju nýir eigendur og ný stjórn. Það hefur gengið vel að selja, til dæmis er metsala á Kanaríeyjar í vetur. Þessi pakki lá á borðinu og nýtt hlutafé upp á 40 milljónir,“ sagði Andri Már Ingólfsson. Hann sagðist ætla að hugsa um hvað hann tæki sér fyrir hendur en til að byrja með sagðist hann ætla að taka sér frí. „Hann hefur að minnsta kosti ekki tilkynnt mér það,“ sagði Svavar þegar hann var spurður hvort Andri Már væri hættur. „Við áttum hjá þeim um sex hundruð þúsund krónur. Við vorum búnir að reyna að fá það greitt og náðum því út með herkjum. Þeir greiddu okkar þetta með farseðl- um,“ sagði Tryggvi Arnason hjá Jöklaferðum á Höfn í Hornafirði. „Þetta er bara bókhaldsatriði," sagði Svavar þegar hann var spurð- ur um þessar greiðslur. Það eru fleiri aðilar á Höfn sem eru í vandræðum með innheimtur á Veröld. „Við eigum hjá þeim útistandandi skuldir og höfum ekkert fengið upp- gert á þessu ári, en þetta eru ekki stórar upphæðir," sagði Árni Stef- ánsson, hótelstjóri á Hótel Höfn. Hann bætti við að hann hefði mikið reynt til að fá þessa skuld greidda en ekki tekist. MARGIR EIGA Á HÆTTU AÐ TAPA „Það hlaut að koma að þessu. Það getur enginn rekið ferðaskrifstofu án þess að fyrirtækið eigi einhverja peninga. Það tapa flest fyrirtæki í þessum rekstri og Veröld er örugg- lega ekki undanskilin,“ sagði for- stjóri einnar ferðaskrifstofunnar. Vegna vandræðanna sem Veröld á í hefur verið gripið til þess ráðs að greiða nokkrum kröfuhöfum með farseðlum fram í tímann. V i . SKILDINGANES 62 er einbýlishús Svavars. Það er í uppboðsmeð- ferð. HÓTEL HÖFÐI SKIPHOLTI 27. Það er einnig í uppboðsmeð- ferð. DUGGUVOGUFt 12. Svavar er þinglýstur eigandi annarrar og þriðju hæðar. Á eigninni hvíla miklar skuldir. GULLSPORT VIÐ STÓRHÖFÐA 15. Svavar á hluta eignarinnar, en á henni hvíla miklar skuldir. Ofantaldir menn eru aðeins hluti af þeim sem eiga í einkennilegum viðskiptum við Veröld þessa dag- ana. Fullyrt er við PRESSUNA að vanskil Veraldar erlendis séu einnig umtalsverð. TRYGGINGARNAR DUGA EKKI Öllum ferðaskrifstofum er skylt að vera með tryggingar til að koma farþegum heim stöðvist rekstur við- komandi ferðaskrifstofu. Trygging- arnar ná hins vegar ekki til þeirra viðskiptavina sem greitt hafa inn á ferðir sem þeir eiga eftir að fara. Veröld hefur verið að selja í Kan- aríeyjaferðir sem hefjast skömmu fyrir jól. Búið er að greiða inn á þessar ferðir. Ef Veröld kemst í þrot gætu þeir sem keypt hafa ferðir til Kanaríeyja átt á haettu að tapa því sem þeir hafa greitt. Andri Már sagðist ekki telja mikla hættu á að svo illa færi. Hann sagði Veröld eiga möguleika á að selja þessar ferðir yfir til annarrar ferða- skrifstofu. SVAVAR EKKI BÚINN AÐ GEFAST UPP „Þeir sem eru að hugsa um að koma inn vilja ekki láta fréttast hverjir þeir eru fyrr en allt er klapp- að og klárt. Ég á von á að það skýr- ist í þessari viku. Það eiga fleiri í erf- iðleikum og það eru daglega fréttir af fyrirtækjum sem eru í vandræð- um," sagði Svavar Egilsson. Andri Már Ingólfsson sagðist vera búinn að kalla eftir aðgerðum, en þar sem ekkert raunhæft hefði gerst hefði hann leitað eftir hluthöfum og þegar tilboði þeirra var hafnað hefði hann ákveðið að hætta, þar sem forsendur áframhaldandi starfs væru brostnar. SVAVAR HEFUR TAPAÐ VÍÐA Svavar Egilsson hefur gert víð- reist í íslensku viðskiptalífi undan- farin ár. Hann hóf störf sem sölu- maður hjá Jöfri, sem þá hét Tékk- neska bifreiðaumboðið, og síðar gerðist hann hluthafi þar. Svavar seldi hlut sinn í fyrirtækinu og hélt til náms í hagfræði í Kantaraborg. Meðan Svavar var í námi geymdi hann fé sitt í fasteignunum Þing- holtsstræti 1 og Laugavegi 17 í Reykjavík. Þegar heim kom byrjaði hann á að kaupa Naustið. Næst keypti hann íslenska myndverið. Hann seldi þessi fyrirtæki fljótlega aftur. Það var JL-Völundur sem keypti Naustið en þar sem ekki tókst að aflétta veði, sem Svavar hafði lánað Stöð 2, gengu kaupin til baka. Svavar fann aðra kaupendur að Naustinu. Meðal kaupendanna voru Helgi Rúnar Magnússon lögfræðingurj Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Sig- uröur Örn Sigurdsson og Sigurdur Gardarsson, báðir kenndir við Hag- skipti. Á meðan á öllu þessu stóð keypti Svavar Hótel Höfða við Skipholt og gerði tilboð í Nýjabæ á Seltjarnar- nesi, sem Sláturfélag Suðurlands átti. Af þeim kaupum varð ekki. Svavar gerði einnig tilboð í Arnar- flugsþotuna (þjóðarþotuna), en því var ekki tekið. Þá gerði Svavar Ómari Kristjánssyni í Þýsk-íslenska tilboð í Útsýn og ásama tíma keypti hann Ferðamiðstöðina Veröld. Ómar tók ekki tilboði Svavars. Eftir þetta keypti Svavar Ferðaskrifstof- una Polaris af Páli G. Jónssyni. Skömmu síðar gerði hann tilboð í meirihlutaeign í Arnarflugi. Hann bauðst til að greiða 200 milljónir króna inn í Arnarflug. Hann lét 50 milljónir strax í allskyns pappírum, sem seinna reyndust verðlitlir. Ekk- ert varð af frekari kaupum á hluta- bréfum í Arnarflugi. Fæst þessara viðskipta hafa gefið nokkuð af sér. Eina fyrirtækið sem hugsanlega getur skilað arði er Veröld, en það fyrirtæki getur ekki haldið hinu öllu gangandi og er á leið í þrot. Nú er Svavar skráður eigandi nokkurra fasteigna í Reykjavík, sem allar eru mikið veðsettar. Sigurjón Magnús Egilsson ásamt Haraldi Jónssyni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.