Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 47

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 47 verði látið í friði með far- angurinn sinn hvaða helvítis máli skiptir þótt það komi með einu leikfanginu minna eða meira líf eltiSl <M4> Draumasveitin leika lög af nýrri skífu Egils á Púlsinum í kvöld. Með Agli koma fram Björgvin Gíslason, Þorsteinn Magnússon, báðir á gítar, Berglind Björk söngkona, Har- aldur Þorsteinsson bassaleik- ari og Ásgeir Óskarsson trommari. Á föstudags- og laugardags- kvöldiö verður tónlistarvið- burður á Púlsinum því þá kem- ur fram bandaríski básúnu- leikarinn Frank Lacy með hljórfisveit Tómasar R. Einars- sonar djasssnillings. Með þeim verða Einar Valur Sche- vingi og Sigurður Flosason. Eft- ir djassleikinn stíga á sviðið Vinir Dóra með Andreu Gylfa- dóttur og Pétri Tyrfingssyni Tregasveitarforingja. Það er ekki ólíklegt að Lacy verði einnig á sviðinu með þeim, því hann er frægur blúsmeistari líka kallinn. Við mæLuivi MEÖ Að elnhver taki að sér að Jakobs Magnússonar hún vekur miklu meiri athygli hér heima en úti i Bretlandi. Það yrði húsfyllir öll kvöld. Að einhver framleiði faraíma með innbyggðri rakvél það væri þægilegt að geta rak- að sig um leið og maður tekur fyrsta simtalið á morgnana Að umræðum í þingfiokki sjálfstæðismanna verði útvarpað það er auðséð að rifrildið i þingsalnum er aðeins fölt end- urvarp Pétur Gunnarsson. Þessi fyrrum Michael Jackson íslenskra bók- mennta er löngu horfinn i skuggann fyrir allt annars kon- ar liði; Ólafi Jóhanni, Vigdísi Gríms og þeim sem passa upp á imyndina og hlýða útgefand- anum. Pétur, sem áður heillaði alþjóð með bókum og kátri sjónvarpsframkomu, er nú orð- inn að einhverjum manni í Álf- heimum sem sópar gólf og gef- ur út vinnubækurnar sínar. Það er helst að Sigurður A. Magn- ússon sé hallærislegri rithöf- undur en Pétur. En hann (þ.e.a.s. Pétur en ekki Sigurður) getur huggað sig við að hann er enn betri rithöfundur en þessi með finu ímyndina. Á sunnudaginn verður í Listasafni Islands dag- j skrá með Ijóðaþýðingum Arna ibsen og sverris j hólmarssonar á verkum EZRA POUND, WILLIAM CARL- OS WILLIAMS Og T.S. ELIOT. Dagskráin ber heitið „Á rauðum hjólbörum um eyðilandið" og er unnin í samvinnu Listasafnsins, Menningarstofnunar Bandaríkjanna og Rokk- I skóga. Lesarar verða við- AR EGGERTSSON, ÁRNIIBSEN | Og ARNÓR BENÓNÝSSON Og REYNIR JÓNASSON leikur á hljóðfæri. Menningarvaka Hress- ingarskálans heldur I áfram. í kvöld koma fram fjögur skáld og lesa úr nýjum bókum sínum. Það eru þau súsanna svavars- | dóttir og les úr „í miðj- um draumi", illugi jók- ulsson les úr „Fógeta- valdinu", steinunn sig- urðardóttir úr „Kúaskít ] og norðurljósum" og vig- DlS GRiMSDÓTTIR les Úr | „Lendum elskhugans". SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR sendir frá sér tvær bækur um þessi jól, viðtalsbók- ina „Gúmmíendur synda | ekki" og fyrstu skáldsög- una, „í miðjum draumi", sem segir frá keflvískri stórfjölskyldu sem er með nefið ofan í hvers | manns koppi. Líf fjöl- skyldunnar tekur óvænt j aðra stefnu þegar einn J fjölskyldumeðlimanna, hanna, er lögð inn á spít- j ala eftir þungt höfuð- | högg. Að fólk sem kemur til lands- Gamlar drossíur. Sjáið bara hvað krakkarnir segja. Drauma- billinn er Volvo Amazon (Valdi- mar Flygenring á einn) eða am- erískir drekar frá sjöunda ára- tugnum eða upphafi þess átt- unda. Bilatískan fylgir náttúr- lega annarri tisku og hún er farin aftur á Bítlatimann. Ástæðan mun vera sú að plötu- útgefendur eru að gefa út allar gömlu plöturnar á geisladisk- um. Gömul föt og tíðarandi fljóta siðan með þegar gömlu lögin ganga í endurnýjun líf- daga. Og ástæðan fyrir erfið- leikum í bandariskum bílaiðn- aði er sú, að bílaframleiðendur geta ekki endurútgefið gamla bíla. Ekki einu sinni á diskum. / • UTI Satt og logið ÖNNCIR ÍSLfiNDSFÖR FRfiNK LfiCY Bandaríski básúnuleikar- inn Frank Lacy er vœntan- legur hingað til lands í annað sinn nú um helgina. Hann leikur með hljómsveit Tóm- asar R. Einarssonar á fern- um tónleikum. Þrennum á Púlsinum á föstudags-, laug- ardags- og þriðjudagskvöld og á Hótel Selfossi á sunnu- dagskvöld. Lacy var á ferð hér í mars síðastlidnum en þá hljóðrit- aði hann geisladiskinn „ís- landsför" ásamt hljómsveit Tómasar. Á þeim diski eru lög eftir Tómas en hljómsveit hans skipa, auk hans sjálfs, Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson og Einar V. Scheving. íslandsför hefur fengið mjög góða dóma hjá gagn- rýnendum Berlingske Tiden- de og Politiken og í BT sögðu þeir að íslendingar þyrftu ekki að vera að fá erlenda gesti til að spila með sér því þeir gætu svo vel gert þetta sjálfir. Að sögn Tómasar hefur lítið verið gert til að dreifa íslands- för erlendis. Hún hefur ein- göngu verið í sérverslunum í Kaupmannahöfn en nú eftir áramót ætla Tómas og Pétur Kristjánsson útgefandi að setja kraft í dreifingarmálin. „Það verður hiklaust keyrt á það eftir áramótin," segir Tómas. Frank Lacy hefur spilað með ekki ófrægari mönnum en Lester Bowie, Henry Thre- adgill og Art Blakey. Á tón- leikunum hér verða flutt lög eftir Lacy og lög Tómasar. Koma Lacy er hvalreki fyrir unnendur djasstónlistar og þeir ættu ekki að láta þessa tónleika framhjá sér fara. Tónleikarnir á Púlsinum föstudags- og laugardags- kvöld hefjast stundvíslega klukkan hálftíu. NÆTURLIFIÐ Maðurinn með sannleikaröddina fyrir og eftir Flugleiðir. Sem ungur maður kom Bogi til liðs við sjónvarpið og flutti fréttir af kjöri og andláti Jóhannesar Páls II með traustari rödd en heyrst hafði áður t sjónvarpi á íslandi. Síðar hvarf hann til starfa hjá Fluglefðum og þegar hann sneri til baka var hann orðinn grár fyrir vöngum. mæli sitt með því að leigja karaoke. Þetta er í raun dá- samleg della. Svipuð og kántr- íæðið í Borgarvirki. Einskonar unglinga-æði fyrir miðaldra fólk. Og ef einhver heldur að þetta tvennt, kántríið og kara- ókið, sé aðeins bólur þá er það misskilningur. Þær kynslóðir sem lifðu æðin á sínum yngri árum munu halda áfram að leita þeirra eftir því sem þær eldast. Þetta var rokkkynslóð- in, síðan kemur '68-kynslóðin og svo pönkkynslóðin. Allar þessar kynslóðir munu vilja ný og ný æði langt fram eftir öllum aldri. POPPIÐ ÍNNÍ „Já já, ég er mjög ánœgður með heildina," sagði Eyjólf- ur Kristjánsson er hann var spurður hvort hann vœri ánœgður með nýju plötuna sína, ,,Satt og logið". Reyndar eru áhöld um hvort rétt sé að tala um plötu, því efnið er að- eins fáanlegt á geisladiski eða kassettu. En hvað með það. Á plötunni (er þetta ekki orðið ákveðið hugtak?) eru tíu lög, níu eru eftir Eyjólf en eitt eftir Finn Torfa Stefáns- son og Reyni Harðarson. Það er gamalt lag Óðmanna sem hér er í nýjum búningi, meðal annars nú með íslenskum texta. Þeir sem spila með Eyjólfi eru helstir Birgir Baldursson, Haraldur Þorsteinsson, Stef- án Hjörleifsson, Þorsteinn Magnússon og Jón Ólafsson. Platan var tekin upp nokkurn veginn „livé' á innan við tvö hundruð tímum. Textar eru eftir Eyjólf, Stef- án Hilmarsson, Aðalstein As- berg Sigurðsson, Jón Ólafs- son og Örn Árnason leikara, en hann syngur einnig með Eyjólfi í einu laganna. „Við gerum létt grín að tónlistinni sem bar hæst þegar Barry White var upp á sitt besta," sagði Eyjólfur. Á laugardaginn kemur verður Eyjólfur í Sjallanum á Akureyri og ætlar að skemmta vélsleðamönnum. Jólahladbord ó vcitingahúsunum fESKUMYNDIN Karaoke-æðið hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum. Þetta svar Japana við Híró- síma-sprengjunni hefur lagt stóran hluta af reykvisku næt- urlifi undir sig og stefnir á árs- hátíðfrnar. Til dæmis hélt Fé- lag kvikmyndagerðarmanna upp á tuttugu og fimm ára af- Nú eru veitingastaðirnir byrjaðir með sitt árlega jóla- hlaðborð og kennir þar ým- issa grasa. Naustið býður upp á jóla- hlaðborð og þar má finna sex síldarrétti, grafinn og reyktan lax, spægipylsu, lunda, svart- fugl, lambalæri, hangikjöt, roast beef, drottningar- skinku, kjötbollur og allskon- ar salöt og brauð og fleira og fleira. Veislan á Naustinu kostar 1.550 krónur í hádeginu en 2.080 krónur á kvöldin. Hótel Loftleiðir er með hlaðborð í Lóninu og þar má finna meðal annars hvít- lauksristaðan smáhumar, síld, lundabringu, svínasteik, lambalæri, hreindýrabuff, kanelkrydduð epli og ótal annað. Verðið á kræsingun- um er 1.450 krónur i hádeg- inu en 2.250 krónur á kvöldin og þá skemmtir Eyjólfur Kristjánsson matargestum. Á Borginni er hlaðborðið á 1.380 krónur í hádeginu en 2.400 krónur á kvöldin. A kvöldin um helgar er boðið upp á lifandi tónlist. Hægt er að velja á milli tveggja heitra rétta. Meðal annars eru þarna svínakótilettur, jólaskinka, London lamb og pottréttur. Af því kalda má nefna hangi- kjöt, laufabrauð, kjúklinga, síld og grafinn silung. Síðan stendur valið á milli tveggja eftirrétta, til dæmis jarðar- berja- og sérrífrómass og ávaxtagrautar. A. Hansen í Hafnarfirði er einnig með hlaðborð. Á því eru, svo eitthvað sé nefnt, hangikjöt, bayonneskinka, svartfugl, grísaflesksteik, margar tegundir af síld, brauð, heitur pottréttur og ýmislegt annað girnilegt. 1.490 krónur í hádeginu og 1.980 krónur á kvöldin er verðið hjá þeim á A. Hansen. Og að sjálfsögðu mega allir borða eins og þeir mögulega geta á öllum þessum stöðum. Hljómsveitin Todmobile held- ur útgáfutónleika í íslensku óperunni í kvöld í tilefni af út- komu nýju plötunnar, Óperu. Todmobile er nýkomin úr þriggja vikna tónleikaferða- lagi um landiö. Síöast þegar sveitin lék í óperunni varö uppselt á augabragði, svo nú er eins gott að hafa hraðan á. Egill Ólafsson og hljómsveitin Björn Leifsson eigandi World Class og Ingólfskaffis Hvað ætlar þú að gera um helgina, Björn? „Það er mjög einfalt. Ég verö í Ingólfskaffi alla helgina, langtfram á nœt- ur, og mun því sofa langt fram á dag bœði á laugar- dag og sunnudag. Ég hefði hins vegar gjarnan viljað komast á rjúpu en það er bara enginn tími. A sunnudagskvöldið fer ég svo í Bolholtið aö halda áfram aö lœra samkvœmisdansana."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.