Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 LANDIÐ FÝKUR ... Ríó tríó leggur sitt af mörk- um til ad halda í landiö med þuí ad gefa út ,,Lartdid fýkur burt". Landgrœdslan fœr úgóöann. EGILL TIFAR ... Egill Olafsson med stna fyrstu sólóútgáfu, Tifa Tifa. Margir þekktir listamenn adstoda. YFIR HÆÐINA... Rúnar Þór med eigin lög sem hann flytur með sinni rámu rödd. BACH... Edda Erlendsdóttir píanó- leikari leikur sónötur, fant- asíur og rondó eftir C.RE. Bach. JÖRÐ... Geiri Sœm fylgir eftir uin- sœldum Sterans med útgáf- unni ,,Jörd“. BLÁR MÁNI... Sléttuúlfarnir láta gamminn geysa „Undir bláum mána". Þrettán ýlfrandi lög. JÓLABOÐ... Dengsi lœtur sig ekki muna um ad snara fram „ Jóla- balli“ meö félögum sínum. EINS OG ÞÁ ... Savannatríóid er komið fram á sjónuarsviðið eftir hlé í aldarfjórðung og er al- veg „Eins og þá“. Þar sem ekkert upplags- eftirlit er með plötuútgáfu hérlendis er erfitt að segja til um með fullri vissu hvaða íslenskar plötur hafa selst mest í gegnum tíðina. Eftirtalinn listi er byggður á samtölum við nokkra út- gefendur og Rokksögu Gests Guðmundssonar, en þó ber að taka hann með fyrirvara. Mest seldu plöturnar á þessum lista komu út fyrir um eða yfir 20 árum og af þeim seljast enn hátt í eitt þúsund eintök á ári. I. —2. Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubærinn. Ýmsir leikarar. 40.000 ein- tök. 3. Vísnaplatan. Gunnar Þórðarson, Tómas Tómasson og Björgvin Hall- dórsson. 20.000. 4. Hönd i hönd. Systkinin frá Bolungarvík. 20.000. . 5. Dögun. Bubbi Morthens. 19.100. 6. íslensk alþýðulög. Ýmsir söngvarar. 19.000. 7. Út um græna grundu. Gunnar Þórðarson, Tómas Tómasson og Björgvin Hall- dórsson. 15.000. 8. í fylgd með fullorðnum. Bjartmar Guðlaugsson. 14.000. 9. Nóttin langa. Bubbi Morthens. 13.500. 10. Gamlar, góðar lummur. Lummurnar. 13.000. II. Ljúfa líf. Þú og ég, Jóhann Helgason og Helga Möller. 13.000. 12. Hvar er draumurinn? Sálin hans Jóns míns. 12.500. fc. Úr öskunni í eldinn. Brunaliðið. 12.000. UM EÐA YFIR 10 ÞÚSUND EINTÖK Meðal hljómplatna sem hafa selst í um eða yfir 10 þúsund eintökum hver: 12 íslensk bitlalög. Bítlavinafélagið. Kona. Bubbi Morthens. Dúmbó og Steini. Stuð, Stuð, Stuð. Hljómar. Brottför kl. 8. Mannakorn. Uppteknir. Pelikan. Á þjóðlegum nótum. Ríó tríó. Ekki vill það batna. Ríó tríó. Með allt á hreinu. Stuðmenn. Sumar á Sýrlandi. Stuðmenn. Sykurmolarnir hafa selt plötur á alþjóðamarkaöi í miklu stærra upplagi en nokkur önnur íslensk hljómsveit. OVINAFAGNAÐUR • • METSOLULISTA Örugg leiö til að afla sér óvinsœlda er aö útbúa lista yfir vinsœlustu og mest seldu íslensku hljómplöturnar fyrr og síöar og birta hann. Tölur um mest seldu plöt- urnar á hverjum tíma hafa jafnan verið umdeildar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Utgefendur hafa oft farið í hár saman vegna þess arna, svo ekki sé minnst á tónlistar- menn, sem stundum telja töl- ur um sölu keppinautanna haugalygi frá upphafi til enda. Asakanir um óeðlileg vinnubrögð við samantekt á listum yfir vinsælustu lögin eða mest seldu útgáfurnar hafa verið háværar frá þeim sem telja sig hafa borið skarð- an hlut frá borði við slíka samantekt. Hvað sem líður deilum um hvaða plötur seljast best hafa menn einatt verið að klambra saman listum yfir vinsælustu lögin og plöturn- ar. í Poppbókinni eftir Jens Kr. Guðmundsson, sem út kom árið 1983, er birtur listi yfir bestu íslensku popp- og rokkplötur allra tíma. Listinn er byggður á áliti 25 „popp- áhuga- og kunnáttumanna", en tekið fram að birting hans sé til gamans gerð. Þarna eru Megas og Spil- verk þjóðanna í efsta sæti „Á bleikum náttkjólum" og „ís- bjarnarblús" Bubba í öðru sæti. Næst eru síðan Stuð- menn með „Sumar á Sýr- landi“ og í fjórða sæti Trú- brotsplatan „Lifun“... Þar næst eru það „Fingraför" Bubba og „Plágan" með sama. Þannig er Bubbi með þrjár af sex bestu plötunum á þessum lista, sem segir sína sögu. MEST SELDU ÍSLENSKU PLÖTURNAR ERLENDIS Samkvæmt Rokksögu Gests Guðmundssonar eru eftirtaldar plötur með ís- lenskum flytjendum þær sem mest hafa selst, en sölutölur munu ónákvæm- ar: 1. Life's too good. Sykurmolarnir. 1.000.000. 2. Illur arfur — Here today tomorrow next week. Sykurmolarnir. 600.000. 3. Surprise, surprise. Mezzoforte. 500.000. 4. Rising. Mezzoforte. 150.000. MARGT SEM HEFUR AHRIF A SÖLUNA Elestum ber saman um aö ' þótt lagasmiöum og flytjend- um takist að koma saman góöu lagi eöa lögum og gefa út á plötu sé bara hálfur sigur unninn. Til aö festa plötuna í sessi eöa ákveöin lög afhenni og tryggja góöa sölu þurfi ýmislegt fleira aö koma til. Útgefandinn þarf aö standa vel aö auglýsinga- og kynn- ingarmálum, platan þarf aö fá spilun á útvarpsstöövun- um og œskilegt aö fylgja út- gáfunni eftir meö hljómleik- um. Textinn skiptir líka máli í vinsœldum laga. Magnús Ei- ríksson sagöi á sínum tíma aö viðlagiö „Ég er á leiðinni — alltaf á leiöinni“ heföi haft mjög mikil áhrif á vinsældir lagsins og þetta lag muni hafa selt plötu Brunaliösins1 fyrst og fremst. Þá má benda á að ýmsir textar sem Bubbi hefursamið viö eigin löghafa átt drjúgan þátt í vinsœldum laganna. Enda ernú almennt meira lagt upp úr textagerö en áöur tíökaöist. Það gefur augaleið að þeir sem gefa sjálfir út plötur sínar hafa í fæstum tilvikum efni á að verja miklu fé til beinna auglýsinga og eiga því oft erf- itt með að vekja athygli á út- gáfunni. Auk þess er þessu efni oft tekið með nokkurri tortryggni þar sem það hefur ekki hlotið náð fyrir augum stóru útgáfufyrirtækjanna. Þessar útgáfur eru því sjaldn- ast á métsölulistum. Stóru nöfnin í poppheimin- um berjast jafnan hart á jóla- markaðinum þegar mest er gefið út. Þá hleypur mönnum stundum kapp í kinn og brig- slyrði ganga á víxl um upp- lognar sölutölur helstu keppi- nauta eða útgefenda þeirra. Umsjónarmenn tónlistar- þátta útvarpsstöðvanna liggja undir ásökunum um að spila sum lög oftar en önnur og annarlegar hvatir taldar liggja þar að baki. En það fer ekki milli mála að sumar út- gáfur seljast betur en aðrar og þótt seint verði hægt að setja saman skotheldan lista yfir söluhæstu tónlistarútgáf- urnar er sífellt verið að spá í þau spil.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.