Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 49

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 49 MVNDLIST__________________ Verið er að opna jolasýning- arnar hverja af annarri í lista- galleríum borgarinnar. í Ný- höfn verður á laugardag opn- uð sýning á Reykjavíkurmynd- um Jóns Helgasonar biskups frá aldamótunum síðustu. Um er að ræða teikningar, vatns- litamyndir og olíumálverk. Kristinn G. Jóhannsson og Brynhildur sýna í FÍM, Borg- hildur Óskarsdóttir leirskúlp- túra á Kjarvalsstöðum og Þór- arinn Eldjárn er með Ijóðasýn- ingu og Ivar Valgarðsson með innsetningu, einnig á Kjarvals- stöðum. LEIKHÚSIN_________________ Það er himneskt að lifa í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Á föstu- dagskvöld M. Butterfly og Je- lena. Búkolla, Himneskt er að lifa og Jelena á laugardag og Búkolla, M. Butterfly og Jelena á sunnudag. í Borgarleikhúsinu verður Ljón í síðbuxum og Þétting á föstu- dag og laugardag og Þétting á sunnudag. KLASSÍKIN_________________ Sinfóníuhljómsveitin minnist 200 ára fæðingarafmælis Moz- arts í Háskólabíói í kvöld. Á efnisskránni eru Sinfónía nr. 41 og Sálumessan. Einsöngv- arar eru Sólrún Bragadóttir, Elsa Waage, Guðbjörn Guð- björnsson og Viðar Gunnars- son, auk þess sem Langholt- skórinn syngur með. Tonleik- arnir verða endurteknir á laug- ardag í Langholtskirkju. Inga Backman og Ólafur Vignir Al- bertsson verða í óperunni á laugardag með verk eftir Karl O. Runólfsson og fleiri. Mót- ettukórinn heldur aðventu- stund í Hallgrímskirkju á sunnudag. Verk frá 16. og 17. öld eftir Tallis, Batten, Hasler, Isaac og fleiri. 1. The Addams Family 2. City Slickers 3. Regarding Henry 4. The Fisher King 5. All I want for Christmas teiknimyndin Ferðin til Mel- óníu. Jólamynd Stjörnubíós er The Fisher King. Þetta er gamanmynd um tvo mjög ólíka menn sem verða vinir fyrir tiiviljun. Það eru Robin Williams og Jeff Bridges sem fara með aðalhlutverkin. Regnboginn sýnir gaman- myndina City Slickers eða Fjörkálfa um jólin. Þetta er nýjasta mynd Billys Cristal. Hann leikur aðalhlutverkið, framleiðir og leikstýrir. í öðr- um helstu hlutverkum eru Daniel Stern og Bruno Kirby. þeir leika þrjá félaga sem ákveða að taka þátt í naut- griparekstri frá Nýju Mexíkó til Kóloradó. Regnboginn Jólin nálgast og þá tjalda allir til því besta sem þeir eiga og geta bodid upp á. Kvik- myndahúsin eru þar engin undantekning og þar verda margar forvitnilegar myndir sýndar um jólahátídina. Adaltromp Háskólabíós er The Addams Family. Hún fjallar um hina stórfurðulegu Addams-fjölskyldu, sem hef- ur yndi af að hræða fólk. Það eru Anjelica Huston, Raul Julia og Cristopher Lloyd sem leika aðalhlutverkin. Háskólabíó frumsýnir einnig myndina Regarding Henry, sem fjallar um lög- fræðinginn Flenry Turner. Óvæntur atburður setur líf hans úr skorðum. Það er Harrison Ford sem leikur Henry og Annette Bening leikur konu hans. Svo er það fjölskyldumyndin All I want for Christmas. Ekta jólamynd og það er Leslie Nielsen sem leikur aðalhlutverkið, jóla- svein. Önnur barna- og fjöl- skyldumynd er sænska ... fær Hilmar Öm Hilmarsson fxjrir ágætt þakkaravarp þegar hann tók við Felixinum. Það mátti ekki sjá á honurn að hann væri kviðslitinn. QóJzin, MARGIT SANDEMO SKUGGAR í jólabókaflóðinu fljóta einstaka kostagripir. Þetta er ekki einn af þeim. Kosturinn við þessa bók er hins veg- ar sá að hún eykur innsýn í það hvað sjoppubókmenntir eru, — það er nefni- lega eins og sjoppa sé eini rétti staðurinn fyr- ir slíkar bækur. San- demo er reyndar skondin kerling sem virðist í aðalatriðum trúa því sem hún skrifar og notar ís- lendingasögurnar sem heimildir! Hún bunar út úr sér hverjum bókaflokknum á fætur öðrum og stoppar sjálfsagt ekki fyrr en hún verður brennd á báli. Það eru síðan hreinustu galdrar hvað þetta selst. Bókin er 218 bls. og fæst víða. í galdraflokknum fær hún 3 af 10 mögu- legum. sýnir barnamyndina Fugla- stríðið í Lumbruskógi áfram um jólin. Laugarásbíó sýnir Barton Fink með John Turturu og John Goodman. Hún er gerð af Ethan og Joel Coen. Þetta er gamanmynd í hressari kantinum. Laugarásbíó frum- sýnir einnig Prakkarann tvö eða Problem child 2. John Ritter og Michael Oliver leika aðalhlutverkin sem fyrr. Bíóhöllin sýnir grínmynd- ina Switch eftir Blake Ed- wards með Ellen Barkin og Jimmy Smiths t aðalhlutverk- um. Einnig verður þar sýnd gamanmyndin Curly Sue með James Belushi og Kelly Lynch. Bíóborgin býður upp á True Identity með Lenny Henry og Frank Langella, en aðal- myndin verður hin geggjaða grínmynd Hot Shots, sem er í stíl Airplane-myndanna. Þar eru í helstu hlutverkum Charlie Sheen, Jon Cryer og Lloyd Bridges ásamt fleirum. í Sagabíó verður það Dutch, gamanmynd um sam- skipti manns við son kærustu sinnar. í aðalhlutverkum eru Ed O'Neil, Eathan Randall og JoBeth Williams. Þetta er nokkuð girnilegur listi og allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi um jólin. BÍÓIN BÍÓBORGIN: Harley Davidson og Marlboro-maðurinn* Aldr- ei án dóttur minnar, Hvað meö Bob?*** Lífshlaupið** Bl'Ó- HÖLLIN: Doc Hollywood* Blik- ur á lofti** Úlfhundurinn* Fifldjarfur flótti0 Frumskógar- hiti*** HÁSKÓLABlÓ: Tvöfalt líf Veróniku*** Skíðaskólinn0 Hvíti víkingurinn** Otto III* The Commitments*** Ókunn dufl** LAUGARÁSBÍÓ: Freddy er dauður** Hringur- inn*** Brot*** REGNBOGINN: Homo Faber*** Kraftaverk óskast* Ungir harðjaxlar* Of falleg fyrir þig* Án vægðar0 Fuglastríðið** Henry: Nær- mynd af fjöldamorðingja* SÖGUBÍÓ: Thelma og Lou- ise*** Góða löggan** STJÖRNUBÍÓ: Svik og prettir* Banvænir þankar** Tortím- andinn 2*** Börn náttúrunn- ar** VHbÍA, jlú . . . að 10,4 milljóna dollara hunangsiðnaður Bandaríkjanna horfir nú fram á gjaldþrot. Ástæðan: Morðóðar býflugur sem eiga ættir að rekja til Tex- as. . . . að ferð Kristófers Kólum- busar til Vesturheims kostaði ísabellu drottningu tvær millj- ónir maravedis. Það eru rúm- lega 400 þúsund krónur að nú- virði. ... að ein kvikmyndaspóla kostar um 3.000 dollara. Venju- leg bíómynd tekur um sjö spól- ur. Hún kostar því um 21.000 dollara eða 1 milljón og 250 þúsund krónur. ... að það kostar um 120 doll- ara (7.200 krónur íslenskar) að leigja ferðaklósett í New York. Símsvarinn Rafn Jónsson tónlistarmaður „Góðan dag þetta er hjá Rafni Jónssyni og Friðgerði Guð- mundsdóttur. Við erum ekki heima sem stendur en ef þú vilt leggja inn skilaboð skaltu gera það eftir píptóninn. Ef það er eitthvað sem varðar dreifingu eða sölu á hljóm- plötu minn Andartak ertu beðinn að hringja í 687900, 687900 og þar mun verða greitt úr öllum þeim málum sem það mál varðar. Takk fyrir.“ Moulin Rouge hvcið annað? Léttur þægilegur matseðill Pizzur eins og þær eiga að vera RESTAURANT Laugavegi 126, sími 16566 - tekur þér opnum örmum BIOIN THELMA OG LOUISE SÖGUBÍÓI Besta myndin í bænum. Meira aö segja nógu góð fyrirþá sem fara bara einu sinni á ári í bíó. *** FREDDY ER DAUÐUR Freddy is Dead LAUGARÁSBÍÓI Mynd fyrirþá sem hafa séð allar hinar. Menn eiga að klára verkin. Aðrir hafa ekkert erindi á þessa mynd. ** Vinsoelustu myndböndin 1. Christmas Vacation 2. Dansar við úlfa 3. True Colors 4. Kindergarten Cop 5. Problem Child 6. Highlander II 7. Desperate Hours 8. Zandelee 9. Deadly Intentions, Again? 10. Misery

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.