Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 39

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 39 Skúli Sigurðsson og Arielle Mabilat: „Margt væri öðruvísi ef við hefðum bæði náð okkur í maka í næstu götu." landið lengst af verið einangrað frá umheiminum vegna staðsetningar sinnar á hnettinum og veðráttu. Það hefur ennþá lítið reynt á innflutning útlendinga til landsins. En í mörgum tilfellum virðist, eins og áður hefur komið fram, sem íslendingar hafi vara á sér gagnvart þeim þegar þeir koma hingað. Erlendir ferðamenn sem koma til íslands, og ferðast til dæmis fót- gangandi með bakpoka um landið, eru af mörgum litnir horn- auga. Minnisstæðir eru austur- rísku ferðamennirnir sem tíndu upp steina vítt og breitt um landið og höfðu með sér úr landi. Þeir voru lagðir í einelti í fjölmiðlum í sumar sem hefur orðið til þess að nú er um- hverfisráðherra að undirbúa lög sem banna útlendingum að stinga á sig steinum. VORU í GALLABUXUM Snemma í síðasta mánuði fór 35 Flosi Ólafsson: „Þá hlógum við ís- lendingarnir" manna hópur frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í jeppaleiðangur up>p á hálendið en lenti í stórhríð svo ekki sá handa skil. Leiðangursfólk lét fyrirberast í hlýjum bílunum þar sem það var komið og var aldrei í neinni hættu, enda drápu bílarnir ekki á sér, og meðferðis hafði fólkið meðal annars þykka samfestinga. Björgunarsveit var send af stað til að aðstoða hópinn við að komast til baka niður í byggð. Einn björgunarsveitarmannanna sem talað var við í fjölmiðlum eftir á gat þess sérstaklega, sem dæmi um heimsku og barnaskap útlend- inganna, að þeir hefðu klæðst galla- buxum í ferðinni, en eins og margir vita þykja þær óheppilegar til úti- veru vegna þess hve mikið vatn þær draga í sig ef þær blotna. í þessu til- viki þótti sérstök ástæða til að geta þess að fólkið klæddist gallabuxum. Hefði þess verið getið ef um íslend- inga hefði verið að ræða? Það er alla jafna mikið um það rætt í fjölmiðlum að útlendingar fari óundirbúnir upp á hálendið, með lé- legan útbúnað, aki þar sem ekki eigi að aka, týnist nær alltaf og sé að lok- um bjargað af heimamönnum. Þó eru íslendingar í meirihluta þeirra sem fara sér að voða á hálendi Is- lands. ÞÁ HLÓGUM VIÐ Einu sinni var hér á lándi erlendur leikstjóri að taka upp myndina „Rauðu skikkjuna" með Flosa Ól- afssyni leikara og fleirum. Eitt atriði myndarinnar var tekið upp í fallegri vík fyrir utan Grindavík, þar sem var falleg fjara og sandur. Sá böggull fylgdi skammrifi að á flóðinu um nóttina fylltist fjaran af þara og þangi og varð alltaf að fá jarðýtu á morgnana til að ýta óþverranum burt og slétta svo á eftir. „Þetta tók allt saman mikinn tíma og kostaði ærna fyrirhöfn og fé,“ segir Flosi. „Það endaði með því að leikstjórinn spurði hvort ekki væri hægt að finna vík þar sem ekki gætti flóðs og fjöru. Þá litum við ís- lendingarnir nú hver á annan með góðlátlegt bros á vör.“ REKNIR í BAÐ Útlendingar eru sagðir sérstakt vandamál íslenskra baðvarða við sundlaugar því þeir þekki ekki sturt- ur og viti ekki til hvers eigi að nota þær. Fílabeinsstrandarmaðurinn sem getið var um í upphafi og var lagður í einelti af íslenskum lög- regluþjónum varð einnig fyrir að- kasti baðvarða í einni af laugum höfuðborgarinnar. „Ég veit ekki hvort þessi vörður hefur slæma sjón eða hvað, að minnsta kosti hljóp hann á eftir Remi lengst út á stétt og skipaði honum að fara inn og baða sig. Remi var rennandi blautur eftir sturtuna og draup af honum vatnið. Það er misskilningur að blökkumenn þrífi sig ekki, þeir eru vandamál í Frakk- landi því þeir nota svo mikið vatn,“ segir gestgjafi Remis, blökkumanns frá Ghana, sem dvaldi hér um tíma síðastliðið sumar. Svipaða sögu hefur Sigurjón Sig- urjónsson að segja. Þegar hann var einu sinni sem oftar í sundlaugun- um kom út úr búningsklefanum blökkumaður og stakk sér til sunds. „Maðurinn synti fleiri ferðir fram og til baka og það var eins og augu allra baðgestanna hefðu límst á honum þegar hann kom út úr klef- anum, því þeir höfðu ekki augun af honum allan tímann. Þetta var svona eins og að fylgjast með fólki sem er að horfa á tennis í slow moti- on.“ HÉR HAFA AÐKOMUMENN VERIÐ Á FERÐ En andstaðan við hið ókunna kemur líka fram gagnvart íslending- um. Þegar afbrot eiga sér stað í ein- hverju bæjarfélaginu á landsbyggð- inni og í ljós kemur að maðurinn er aðkomumaður þá er það undan- tekningarlaust tekið fram af frétta- riturum dagblaðanna. Er það þá lík- ast því að litið sé á þá brotlegu sem útlendinga og hendur látnar standa fram úr ermum. Hér er dæmi úr mýgrútnum, að þessu sinni frá Gylfa Krisljánssyni, fréttaritara DV á Akureyri: „Tveir ungir menn af höfuðborg- arsvæðinu réðust á Akureyring nærri slökkvistöðinni á Akureyri aðfaranótt laugardags og heimtuðu af honum peninga. Heimamaðurinn kvaðst ekki hafa neitt slíkt á sér en því undu hinir illa og réðust á manninn. Þegar hann hafði komist undan þeim og kært at- burðinn til lögreglu var nef hans mjög bólgið, gleraugu brotin og eitt- hvað fleira var úr lagi gengið. Árás- armennirnir voru handteknir skömmu síðar og fengu ókeypis gist- ingu í höfuðstað Norðurlands á kostnað ríkisins." Bolli Valgarðsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.