Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 JAKOB Magnússon er nú örugg- lega frægastur íslendinga í útlöndum og hefur tekiö við af Tælandsförunum. Víst má telja að hann sé umdeildastur íslenskra embættismanna um þessar mundir. Utanríkisráðherra, k Jón Baldvin Hannibalsson, skemmtir sér hið besta yfir ■þessú'en það sama verður eWr sagt um það þegar síð- ast varð uppsteytur í þjón- ustunni. Pá endaði Jón á að hrekja Hannes Jónsson sendiherra í burtu sem reyndar er félagi BJARNA EINARSSONAR í Byggðastofnun í and-EES-samtökunum og nú er búið að reka Bjarna og Jónas Hallgrímsson úr stjórn norrænu útkjálka- samtakanna. En talandi um embættismenn er furðual- gengt að þeir efni til ágreinings við pólitíkusana. Nýjasta dæmið er auðvitað þegar Guðmundur Malm- quist, forstjóri Byggðastofn- unar, endaði á því að biðja Davíð Oddsson afsökunar. Garðar Halldórsson, Húsa- meistari ríkisins, hefur sloppið betur, en margir stjórnmálamenn hafa viljað leggja hann niður, þar á meðal Svavar Geslsson og Ólafur P. Þórðarson. Nú, þá lenti ÓLAFUR ÓLAFSSON landlæknir upp á kant við Sighvat Björgvinsson heil- brigðisráðherra í sumar út af Hallgrími Magnússyni kraftaverkalækni og lokun stofu hans. Ólafur þurfti þó ekki að segja af sér eins og aumingja Magnús Thorodd- sen, sem gerðist of skraut- legur. Þá má nefna fleiri lit- skrúðuga þar sem fara Jón Isberg sýslumaður og Sverr- ir Hermqnnsson bankastjóri — fádæma óþægir embætt- ismenn sem hafa komið sér upp lager af öðru vísi skoð- unum. . IIVUl U. ,V/.'VlJ.V(/SSON sem er að láta af embætti gatnamálastjóra, en þá er líklegt að nagladekkin hefj- ist aftur til vegs og virðing- ar í Reykjavík. Tekjur forstjóra og landverkafólks 1980 og 1990 Höröur Sigurgestsson. A sínu fyrsta heila ári sem forstjóri Eimskipafélagsins hafði hann mánaöartekjur upp á tæplega hálfa milljón króna. A síðasta ári var hann kominn upp í rúma milljón á mánuði. Áður var hann 5 verkakvenna maki, en nú hefur hann tekjur á við 13 verkakonur. FOBSTJORAR STÚRFYRIKTfflMA HAHl TVÖFALOAB TBTJUR SÍNAR Á sama tíma og forstjórar hafa hækkað í mánaðartekjum úr 455 þúsund krónum í 765 þúsund hafa heildarlaun verkafólks dregist saman um 10 þúsund krónur Mánaðartekjur forstjóra 16 stórfyrirtækja hafa hækkað að raungildi úr 455 þúsund krónum árið 1980 í 764 þús- und árið 1990 eða um 68 pró- sent. Hækkunin er þó enn meiri hjá einstökum forstjór- um; þannig voru mánaðar- tekjur Hardar Sigurgestsson- ar, forstjóra Eimskipafélags- ins, um 498 þúsund krónur árið 1980 en voru á síðasta ári 1.040 þúsund krónur að núvirði — ríflega ein milljón á mánuði. Á sama tíma og forstjórarn- ir hafa hátt í tvöfaldað mán- aðartekjur sínar að raungildi hafa heildarlaun launafólks í ASÍ, landverkafólks, lækkað. úr tæplega 111 þúsund krón- um í 106 þúsund krónur eða um 4 prósent. Mánaðartekjur verkakvenna hafa lækkað mest hlutfallslega,' úr 91.800 krónum í 81.500 krónur eða um 11 prósent. Árið 1980 voru forstjórar 16 stórfyrirtækja samkvæmt skattskrá með að meðaltali 455.500 krónur á mánuði, en launafólk í ASÍ með 110.700 krónur í heildarlaun á mán- uði, að yfirvinnu meðtalinni. Munurinn þarna á milli var fjórfaldur eða um 310 pró- sent. Árið 1990 voru forstjór- arnir komnir upp í 764.000 á mánuði, en launafólkið í ASÍ niður i 106.500 krónur. Mun- urinn á forstjórunum og launafólkinu hafði aukist upp í að vera rúmlega sjöfaldur eða 617 prósent. HÖRÐUR ORÐINN 13 VERKAKVENNA MAKI Meðaltölin segja þó ekki nema hálfa söguna. Hörður Sigurgestsson var 1980 á fyrsta heila ári sínu sem for- stjóri Eimskipafélagsins og fékk um 498 þúsunda króna tekjur á mánuði. Verkakonur voru þá með 91.800 krónur og var Hörður því með tekjur á við fimm verkakonur og rúmlega það. Á síðasta ári voru mánaðartekjur Harðar 1.040.000 krónur að núvirði, en mánaðartekjur verka- kvenna 81.500 krónur. Hörð- ur var með öðrum orðum orðinn nær 13 verkakvenna maki. Ekki má í þessu sam- bandi gleyma því að Hörður hefur á tímabilinu eignast hlutabréf í Eimskipafélaginu og Flugleiðum sem talin eru 65 milljóna króna virði í dag og sjálfsagt er arður af þess- um bréfum þokkalegur. Þeir eru fleiri en Hörður sem hafa hækkað verulega í tekjum. Það gildir til dæmis um Indrida Pálsson, sem ný- verið lét af störfum sem for- stjóri Skeljungs. Mánaðar- tekjur hans voru 447 þúsund að núvirði 1980, en 910 þús- und í fyrra. Raunhækkunin er því 104 prósent. Vilhjálm- ur Jónsson er einnig nýlega hættur sem forstjóri Olíufé- lagsins. Mánaðartekjur hans 1980 voru 398 þúsund krónur en 804 þúsund í fyrra. Hækk- unin er 102 prósent. Ingi- mundur Sigfússon, forstjóri Heklu, er hins vegar mikill eftirbátur þeirra. Á þessu tímabili hækkuðu mánaðar- tekjur hans úr 413 þúsundum í 600 þúsund eða um ,,að- eins" 45 prósent. GENGI FORSTJÓRA HEFUR HÆKKAÐ UM 309.000 KRÓNUR Samkvæmt skattskrá 1981, þar sem. er að finna skatt- skyldar tekjur 1980, höfðu forstjórar Eimskipafélagsins, Skeljungs, Heklu, Olíufélags- ins, Flugleiða^ SÍS, Sláturfé- lagsins, IBM, Isals, Sjóvár, ís- lenskra aðalverktaka, Trygg- ingamiðstöðvarinnar, Trygg- ingar, Samvinnutrygginga, Is- bjarnarins og O. Johnson & Kaaber — forstjórar alls 16 stórfyrirtækia — að meðaltali 455 þúsund krónur á mánuði. Mánaðartekjur forstjór- anna voru allt frá 212 þúsund- um hjá Thor Thors, forstjóra Aðalverktaka, og 303 þúsund hjá Hannesi O. Johnson, for- stjóra Tryggingar, upp í 876 þúsund hjá Ottó A. Michels- en, forstjóra IBM (og Skrif- stofuvéla), og 725 þúsund hjá Ragnari S. Halldórssyni hjá ÍSAL. PRESSAN hefur til saman- burðar tekjukörfu fyrir 1990, þar sem forstjóra 11 fyrst töldu fyrirtækjanna er að finna, en í stað 5 hinna síðast töldu voru valdir forstjórar Vátryggingafélagsins, Sam- vinnuferða-Landsýnar, Sölu- miðstöðvarinnar, Granda og Byko. Mánaðartekjur for- stjóranna í þessari 16 manna „körfu" voru í fyrra 764 þús- und krónur eða að meðaltali 309 þúsundum króna hærri en 1980. Mánaðartekjurnar innan þessa forstjórahóps voru allt frá 403 þúsundum króna hjá Helga Jóhannssyni hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn og 565 þúsundum hjá Steinþóri Skúlasyni hjá Sláturfélaginu upp í 1.040 þúsund hjá Herði Sigurgestssyni og 1.027 þús- und hjá Gunnari M. Hanssyni hjá IBM. FORSTJÓRARNIR ÍVILNA SUMUM SINNA LÆGRA SETTU Á sama tíma og mánaðar- tekjur forstjóranna 16 hafa hækkað um 68 prósent hafa heildarlaun landverkafólks í ASÍ lækkað að raungildi um 4 prósent. Þróunin á tímabilinu hefur reyndar sveiflast tals- vert, kaupmátturinn hrundi þannig með stjórnvaldsað- gerðum 1983 til 1985, en hafði náð fyrri styrk og rúm- lega það 1987 til 1988. Síðan hafa launin lækkað á ný. En rétt eins og á milli for- stjóra og launafólks hafa inn- byrðis launahlutföll raskast innan ASÍ. Verkakonur og verkakarlar hafa 10 þúsund krónum minna í mánaðar- tekjur en árið 1980 og kaup- mátturinn hefur minnkað um 9 til 11 prósent. Á hinn bóg- inn er nú 9 þúsundum króna meira til skiptanna hjá af- greiðslukörlum og tæplega 8 þúsundum meira hjá skrif- stofukörlum. Um leið hefur launamunur á milli skrifstofukarla og skrifstofukvenna aukist úr því að vera 34 þúsund eða 36 prósent í að vera 47 þúsund eða 52 prósent. Afgreiðslu- karlar höfðu áður 22 þúsund- um króna meira en af- greiðslukonur eða 26 pró- sent, en á síðasta ári var mun- urinn 31 þúsund eða 36 pró- sent. Það er því greinilegt að ekki er nóg með að forstjór- arnir skammti sér nær tvö- föld laun miðað við það sem áður var, heldur hafa laun út- valinna launþega aukist, sér- staklega karla í hvítflibba- störfum, en laun almenns verkafólks hrunið. Fríðrík Þór Guðmundsson MÁNAÐARTEKJUR FORSTJÓRANNA 1980 1990 Mismunur % Forstjóri Eimskips 498.000 1.040.000 542.000 +109,0% Forstjóri Skeljungs 447.000 910.000 463.000 +103,6% Forstjóri Heklu 413.000 601.000 188.000 +45,3% Forstjóri Olíufélagsins 398.000 804.000 406.000 +102,0% Forstjóri Flugleiöa 587.000 753.000 166.000 +28,2% Forstjóri SIS 514.000 1.000.000 486.000 +94,6% Forstjóri SS 421.000 565.000 144.000 +34,2% Forstjóri IBM 876.000 1.027.000 151.000 +17,3% Forstjóri Isals 725.000 846.000 121.000 +16,7% Forstjóri Sjóvár 394.000 763.000 369.000 +93,5% Forstjóri Aðalverktaka 212.000 575.000 363.000 +171,6% „KARFA" 16 FORSTJÓRA 455.000 764.000 309.000 +67,7% ... OG MÁNAÐARLAUN LANDVERKAFÓLKS 1980 1990 Mismunur % Verkakarlar 115.300 105.000 + 10.300 +8,9% Verkakonur 91.800 81.500 + 10.300 +11,2% Iðnaðarmenn 137.700 139.200 + 1.500 +1,1% Afgreiðslukarlar 106.100 115.400 + 9.300 + 8,8% Afgreiðslukonur 84.100 84.700 + 600 +0,7% Skrifstofukarlar 129.200 136.800 + 7.600 +5,9% Skrifstofukonur 95.200 89.700 + 5.500 +5,8% LANDVERKAFÓLK ASÍ 110.700 106.500 + 4.200 +3,8%

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.