Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 31

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 31 ÞAÐ BESTA OG ÞAÐ VERSTA í ÍSLENSKRI DÆGURTÓNLIST Nú er sá tími ársins þegar mest er gefið út af íslenskri tónlist. En hvað er það besta og versta í íslenskri dægurlagatónlist í gegnum árin? Tíu vel þekktir eintaklingar segja sína skoðun á því. SÁLIN HANS JÓNS ... Nú er sá tími ársins þegar mest er gefiö út af íslenskri tónlist. Og þannig hefur þad ávallt verid; íslenskir tónlist- armenn gefa afurdir sínar út rétt fyrir jólin í von um ad þeirra plata rati í jólapakka landsmanna. fslenskar plötur í gegnum tídina skipta hundruöum ef ekki þúsundum og fleiri en tölu verður á komið hafa ver- ið viðriðnir hljómplötugerð og útgáfu á einn eða annan hátt. En þótt mikið sé gefið út og margir að semja tónlist þá er hún misgóð eins og gefur að skilja. Hvaða lög eru best? Og verst? Hvaða texti er best- ur og hver er verstur? Hvað heitir besta platan? Eða sú versta? Hverjir taka sig best og verst út á sviði? Hver er besta ímyndin í íslenskri dœg- urtónlist? Og að sjálfsögðu hver er sú versta? PRESSAN leitaði til nokk- urra einstaklinga sem allir eiga það sammerkt að hafa fylgst mjög vel með íslenskri tónlist í gegnum tíðina og spurði þá um þetta allt sam- an. MEGAS BESTUR ÍSLENSKRA TEXTASMIÐA Oft hefur maður heyrt því haldið fram að helsti galli ís- lenskra dægurlaga sé texta- gerðin. Og vissulega hafa þeir ekki allir verið til fyrir- myndar og sumir hreint út sagt mjög vondir. Verstu text- arnir eru margir hverjir frá hippatímabilinu, en þá virtist engu máli skipta hvað sagt var í textum. Hljómsveitin Ævintýri var kosin besta hljómsveitin á há- tíð í Laugardalshöll á þessum árum og þá var Björgvin Hall- dórsson söngvari Ævintýris líka kosinn poppstjarna árs- ins. Ómar Ragnarsson samdi texta fyrir Ævintýri sem heit- ir einmitt „Ævintýri". Sjálf- sagt muna margir eftir þess- um texta sem byrjar svona „ma má ég koma inn fyrir". Svo er lallað dulítið og síðan kemur þessi hending meðal annars „í framtíðinni þegar sólin skín þá förum við til tunglsins uppá grín". Þarna er sannarlega dýrt kveðið. Segja má um þessa texta hippatímabilsins að þeir hafi verið börn síns tima og kannski dugðu þeir alveg til síns brúks. En maður getur ekki að því gert að spyrja sjálfan sig af hverju Ævintýr- ismenn voru að fá Ómar til að semja þetta fyrir sig. Ég held þeir hefðu sem best getað komið svona löguðu saman sjálfir. „Orfeus og Evridís" eftir Megas er besti textinn að mati Skúla Helgasonar. Jón- atan Garðarsson tilnefnir „Gasstöðina", sömuleiðis eftir Megas, sem besta textann en Guðmundur Jónsson og Stefán Hilmarsson hafa gert út Sálina hans Jóns míns í rúmlega þrjú ár. Þessi nýja útgáfa ber heiti hljómsveit- arinnar og hefur að geyma léttleikandi dcegurlög. NÝMETI... Fyrsta einherjaplata Karls Örvarssonar sem hefur stofnað hljómsveitina Eld- fuglinn. Nokkrir fcerustu tónlistarmanna landsins eru með á þessari útgáfu ásamt Nick Serrate úr Whitesnake. ÓPERA... Hljómeykið Todmobile er búið að gefa út efni þar sem Andrea syngur eins og eng- ill eða þannig. BESTA LAGIÐ: AMMÆLI MEÐ SYKURMOLUNUM Önnur lög sem nefnd voru oftar en einu sinni eru „Glugginn" og „Þitt fyrsta bros". VERSTA LAGiÐ: ÉG VIL GANGA MINN VEG MEÐ EINARI ÓLAFSSYNl Önnur lög sem nefnd voru oftar en einu sinni voru „Skuldir" „Ég er frjáls", „Nina og Geiri" „Áf litlum neista", „Alpatvist", „Fráskilin að vestan" og „Síðasta sjóferðin". 1. Ammœli 2. Drengirnir í Bankok 3. Rœkju-reggí 4. Party toum 5. Eg veit þú kemur Sykurmolar Megas Utangarðsmenn Ham Trúbrot VERSTU LOG 7. Skýið 2. To be greatful 3. Sólarsamba 4. Alpatvist 5. Heim í Búðardal Björgvin Halldórsson Trúbrot Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar Bítlavinafélagið Lónlí blú bojs Árni sagði sum þessara laga svo slæm að maður yrði glaður og sæll við að hlusta á þau. Hann tók sem dæmi Alpatvist og Sólarsamba, en það lag var reyndar í upphafi á báðum listum Árna. „Það er svo lélegt að það er hrein snilld," sagði Árni. BESTU 7. Litla flugan 2. Þitt fyrsta bros 3. Glugginn 4. Vikivaki 5. Maístjarnan Sigfús Halldórsson Gunnar Þórðarson Flowers Jón Múli Árnason Jón Asgeirsson VERSTU LÖG 7. Eg vil ganga minn veg 2. The blue song 3. Eyjan 4. Sjálfselska og eigingirni 5. Eg syng fyrir vin Einar Ólafsson Jóhann R. Kristjánsson Arni Johnsen Herbert Guömundsson Jón Rafn 7. Ammœli 2. Paradísarfuglinn 3. Rudolph 4. Fljúgðu 5. Betra en nokkuð annað Sykurmolarnir Megas Þeyr Stuðmenn Todmobile VERSTU LÖG 7. Nína og Geiri 2. Af litlum neista 3. ísland er land þitt 4. Skapar fegurðin hamingjuna 5. Alpatvist Brimkló Pálmi Gunnarsson Magnús Þór Sigmundsson Bubbi Morthens Bítlavinafélagið ÉG ER ... Bubbi Morthens ætlaði að taka sér frí frá tónlistinni á þessu ári. Þetta breyttist allt eftir að þeir Rúnar Júl fóru að koma fram saman og gáfu út GCD. „Ég er“ hefur að geyma hljómleikaupp- tökur frá tónleikum á Púls- inum fyrir ári. ÁRNI BLAÐAMAÐUR OG GAGNRÝNANDI BESTU LÖG manna er besti textinn að mati Andreu Jónsdóttur, en hún átti í vandræðum með að taka einhvern einn út sem verstan. SKIPTAR SKOÐANIR UM BESTU OG VERSTU PLÖTUNA En hvaða plata er þá best? JÓNATAN SKULI DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR BESTU LÖG DE LUXE Ný dönsk gaf út Kirsuber síðastliðið sumar og sendir nú frá sér De luxe. STÓRU BÖRNIN ... Nokkrir af þekktustu dœg- urlagasöngvurum þjóðar- innar koma fram á útgáf- unni sem hefur að geyma fjölda þekktra barnasöngva frá ýmsum tímum. „The blue song" eftir Jóhann R. Kristjánsson þann versta. Jón Ólafsson telur Megas einnig bestan og nefnir „Par- adísarfuglinn" en textinn við „Stúlkan mín" eftir Jójó er sá alversti sem hann hefur heyrt. Og Megas virðist bera höfuð og herðar yfir texta- smiði (engin furða að textar hans skuli núna vera að koma út á bók), því Gestur Guð- mundsson útnefnir „Lóu lóu" eftir Megas besta textann og sá versti er eftir Sigurjón Sig- hvatsson kvikmyndafram- leiðanda og heitir „Lífsleiði", en hann flutti Ævintýri á sín- um tíma. Það er kannski til marks um styrk Megasar að enginn nefnir sama lagið, sem hlýtur að þýða að hann sé alhliða skáld. Þótt Megas hafi oftast verið nefndur þá komust aðrir á blað. Þannig nefnir Snorri Már „Styttur bæjarins" með Spilverkinu, en hann vill meina að texti Hallbjörns Hjartarsonar „Hann er vin- sæll og veit af því“ um Stein- grím Hermannsson sé sá al- versti. Árni Matthíasson nefnir tvo, annars vegar „Ammæli" Sykurmolanna og hinsvegar „Raid machine" með Ham. Skýið eftir Vilhjálm Vil- hjálmsson og allir textar Stef- áns Hilmarssonar hljóta þann vafasama heiður að teljast verstir. „íslensk fyndni" Stuð-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.