Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórnarfuíltrúi Sigurjón M. Egilsson Augiýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson. Drcifingarstjóri Steindór Karvelsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skiptlborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi. Verð í lausasölu 190 kr. eintakið. Kylfa látin ráða kasti í PRESSUNNI í dag er meðal annars fjallað um hvernig veiðikvóti rekst í bókhaldi útgerðarfyrirtækja. Samkvæmt lögum er kvótinn eign þjóðarinnar. í reynd eru það hins veg- ar útgerðarmenn sem eiga hann og ráðstafa, en vegna þessa ákvæðis í lögum hefur ekki veriö hægt að setja ákveðnar reglur um meðferð kvótans í reikningum útgerðarfyrirtækjanna. Þeim er því nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þau fara meö hann. Og það skyldi engan undra að þau gera það með eigin hag að leiðarljósi. Niður- staðan er síðan sú, að í raun borgar ríkissjóður stóran hlut af kvótanum sem fyrirtækin kaupa. Eins og mörg önnur stórmál hjá þjóðinni hangir kvótinn í lausu lofti. í stað þess að unnið sé að sátt um mál- ið er kylfa látin ráða kasti. Þannig hafa gjaldþrota sjóðir ríkisins verið látnir hengslast áfram án þess að á málum þeirrasé tekið. Sama má segja um lífeyrissjóðina, landbúnaðinn og mörg önnur stórmál. Það er fyrir löngu kominn tími til að stjórnvöld móti afstöðu í sjávarút- vegsmálum og hætti vangaveltum um uppstokkun á kerfinu. Þess í stað eiga þau að sætta sig við að núver- andi kerfi er komið til að vera og móta um það nothæfar reglur. FJOLMIÐLAR Eru karfarnir íslenskir rikisborgarar? Stundum verða mál þeim mun óskiljanlegri sem meira er fjallað um þau í fjölmiðl- um. Eitt þessara mála hefur verið í fréttum undanfarnar vikur og fjallar um 3.000 tonn af karfa eða 3.000 tonn af langhala. Eg stend í þeirri trú að þessi samningur við Evrópubanda- lagið snúist um skipti á afla- heimildum. í sjálfu sér getur ekkert verið á móti þeim. Ef við getum veitt loðnu eða einhvern annan fisk sem aðr- ar þjóðir eiga á ódýran hátt og boðið þeim að veiða karfa í staðinn þá er ekkert að því. Þetta er í raun einfalt reikn- ingsdæmi. Ef hagur okkar af loðnuveiðunum er jafnmikill eða meiri en af karfaveiðun- um sleppum við vel frá mál- inu. Það er meira að segja mögulegt að við græðum á því. Þrátt fyrir endalausar frétt- ir af þessu máli hafa þeir fjöl- miðlar sem sinna daglegum fréttum ekki reynt að setja málið svona upp. Þeir hafa þess í stað keyrt á einhvers konar þjóðernisrembingi. Stundum fær maður á tilfinn- inguna undir fréttalestrinum að þessir andskotans karfar séu íslenskir ríkisborgarar. Þetta mál er ekki eina dæmið um að fjölmiðlar pakki fréttum sínum þannig inn að neytandanum sé ómögulegt að mynda sér nokkra skoðun á málinu sem fjallað er um. Þannig var hvalamálið rekið, þannig er fjallað um eign útlendinga í fiskvinnslufyrirtækjum, þannig var skrifað um út- flutning á ferskum fiski og þannig var löngum fjallað um innflutning á landbúnaðar- vörum. Kannski er ekkert að því að fjölmiðlar líti á mál út frá ákveðnu sjónarhorni. Að þeir leggi málin ekki fram af mar-' flötu hlutleysi. En það á að gera þannig að upplýsingar málsins fylgi með, þannig að neytandinn geti litið framhjá umbúðunum og mótað sér skoðun sjálfur. Gunnar Smári Egilsson „Stundum óskaði ég þess að Svavar vseri bensínsölumað- ur og ég i afgreiðslunni. Þó hefði þetta kannski allt ver- ið miklu auðveldara." Spámaðurinn „Eg get ekki svarað því í dag hvað ég geri á morgun." Albert Guömundsson sendiherra Huldufólkið í Framsókn „Þetta er kannski of mikið fylgi tii að hægt sé að trúa því.“ Steingrímur Hermannsson * • ^ntT^ IMI Konnnglegur húrnor „Eg skemmti mér konungiega vegna þess að þetta er húmor. Menn geta grett sig ef þeir vilja en það sem tríóið flutti var bæði bráðsmellið og fyndið." Jón Baldvin Hannibalsson GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR SAMBÝLISKONA Það væri nær að tala um HM í bjartsýni „Við höldum okkar striki í þessu máli. Við ætlum að halda HM í handknattleik eins og til hefur staðið.“ Jón Hjaltali’n Magnusson formaður HSI Stökkbreyttur kennari „Karate er að læra að lemja fólk með stæl en maður gerir það auðvitað ekki í raunveruleikanum.“ Gérard Chinotti alþingismaður utanríkisráðherra framhaldsskólakennari Vændi og refsing Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum um kynferðisbrot. Því miður hafa fjölmiðlar lítið sem ekkert fjallað um það í heild. En hafa blásið upp eitt atvik. í umræðum í þinginu kvaðst Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir því andvíg að refsa vændiskonum. Það væri óréttlátt. Enginn stund- aði vændi nema í neyð af völdum eiturlyfjaneyslu eða annarrar félagslegrar ógæfu. Þessi orð hafa verið ótrú- lega misskilin og út úr þeim snúið á alla vegu. Hafa menn jafnvel ásakað Kvennalistann fyrir að telja vændi ákjósan- legan atvinnuveg. Staðhæfing Ingibjargar er að vísu umdeilanleg. Nýleg íslensk rannsókn á vændi bendir einmitt til þess að hér sé algengast svo kallað hót- elavændi. Efnaðir kaupsýslu- menn kaupi sér lagskonur meðan þeir doka við í erind- um sínum. Þær konur virðast því vera menntaðar og kunna erlend tungumál. Þær standa að minnsta kosti ekki í lægstu þrepum þjóðfélagsins. En dópistar geta þær verið. Hitt er þó óumdeilanlegt, og skiptir meira máli, að í framkvæmd mundu þessi lög fyrst og fremst bitna á stúlk- um, sem lifa í mikilli neyð á götunum, meira og minna sjúkar af völdum vímuefna. Þær eru varnarlausastar og mestir smælingjar. Og þótt sumir segi að viðurlögin séu fyrst og fremst til varnaðar yrði þó dæmt eftir þeim þeg- ar til kastanna kæmi. Álit Kvennalistans er því eðlileg tilfinning fyrir rang- læti. Það kemur því á óvart að þeim finnst aftur á móti ekkert athugavert við það að refsa þeim sem kaupa vændi. Ekki siður getur það þó leitt til ranglætis. Þaö er al- kunnugt að fyrsta kynlífs- reynsla ungra manna í út- löndum er stundum með vændiskonum. Þeir hugsa með sér, ef ungur og graður maður hugsar þá nokkuð á þeim tímamótum, að þetta sé í boði og því ekki á þeirra ábyrgð. Og það væri annað en gaman að lenda í tukthúsi fyrir fyrsta sinnið. Sumir við- kvæmir strákar biðu þess ekki bætur. Auk þess er fjöldi fólks, af báðum kynjum, sem vegna innri hamla á mjög erfitt með að nálgast hitt kyn- ið. Sú staðreynd er reyndar eitt af mestu tabúum í þjóðfé- laginu og aldrei rædd opin- berlega. En þetta fólk hefur kynhvöt eins og við öll. Það getur líka verið sérlega við- kvæmt og brothætt. Og í ein- manaleika sínum og einangr- un gæti sumt af því freistast til að kaupa sér vændi. Að verða svo dæmt fyrir vikið gæti hreinlega riðið sumum að fullu. Síst er á þjáningar þeirra bætandi. Með mikilli virðingu fyrir skoðunum Kvennalistans í þessu máli er skilningur hans á þessum punkti fulleinhliða. Kynferð- ishegðun okkar er mjög flók- Hertoginn af Islandsmiðum Fiskverkendur af Suður- nesjum komu á fund Stein- gríms Hermannssonar í for- sætisráðherratíð hans og lýstu fyrir honum hvert sjáv- arútvegurinn í kjördæminu væri að fara. Þeir sögðu hann stefna lóðrétt til andskotans. Eftir að hafa hlustað á fisk- verkendurna um tíma leit Steingrímur á þá og sagði: „Hafið þið talað við hann Kristján?" Það er erfitt að meta hver er vitleysingurinn í þessari sögu. Kannski var það forsæt- isráðherrann og þingmaður- inn úr Reykjaneskjördæmi, sem lét sig áhyggjur fisk- vinnslukarlanna litlu skipta og sendi málið frá sér. En kannski voru það fiskvinnslu- mennirnir sem áttu að vita að það skipti í raun engu máli hvað Steingrímur sagði eða vildi. Þegar allt kemur til alls er það Kristján Ragnarsson sem ræður öllu í íslenskum sjávarútvegi. Það hafa fáir þorað að and- mæla Kristjáni. Að minnsta kosti enginn sjávarútvegsráð- herra. Sá sem reyndi það gæti allt eins pakkað saman og ið fyrirbæri og lýtur m.a. ýmsum torskildum dulvituð- um þáttum. í reynd er því mjög erfitt að fella hana að hefðbundnum viðmiðunum æskilegrar breytni og röklegs siðferðis. Vændi er síður en svo eingöngu það að karl- menn séu að níðast á konum. En það gæti maður einna helst haldið á stundum við málflutning ýmissa róttækra jafnréttiskvenna. Refsing fyrir vændi býður sem sagt ranglæti heim. Bæði fyrir þá sem selja og kaupa. Ef vændi á hins vegar að vera refsivert hvað sem tautar og raular verður rang- lætið að ganga jafnt yfir alla. Þá kemur ekki annað til mála en að refsingin bitni jafnt á kaupendum sem selj- endum. kysst ráðuneytisstjórann bless. Þann kost hefur enginn tekið enn og því hefur Krist- ján haft þá Þorstein, Halldór, Steingrím og alla hina í vas- anum. Sá eini sem hefur andmælt Kristjáni nýverið er Jón Sig- urðsson í Járnblendinu. Hann sagði að Kristján hefði aldrei rekið neitt nema kon- tórinn hjá LÍÚ. Jón skildi því ekki hvað Kristján var að vilja upp á dekk til að hafa skoðanir á því hvernig Járn- blendiverksmiðjan væri rek- in. Kannski er ástæðan fyrir því hversu fáir stugga við Kristjáni sú að hann kæfir alla andstöðu í fæðingu. Þannig réðst hann á Friðrik greyið Sophusson um daginn og sagðist hlessa á þvi að maður með slíkar skoðanir á sjávarútvegsmálum gæti komist í stól fjármálaráð- herra. Reyndar hefur enginn skil- ið almennilega hvað Friðrik vill í sjávarútvegsmálum. Hann slær svona í og úr. Frið- rik er meira að segja nógu tví- stígandi í þessum málum til að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti ályktun sem var nokkurs konar upp- suða á vangaveltum Friðriks um sjávarútveginn. En hjá Kristjáni gildir að sá sem ekki er með honum er á móti honum. Það var nóg fyr- ir hann að ekki var hægt að lesa halleljúa-hróp um LIÚ og Kristján út úr tali Friðriks. Það er út frá þessum skýru línum sem Kristján hefur haldið kontórnum hjá LÍÚ saman. Og það þarf skýrar línur til þess. Innan LÍÚ eru ótrúlegar ólíkir hagsmunir, sem í raun eiga ekkert erindi í sömu samtökin. Þar eru fisk- verkendur sem eiga báta en kaupa jafnframt fisk af öðr- um innan um útgeröarmenn sem selja aflann hæstbjóð- anda. Þessu hefur Kristjáni tekist að halda saman. Þótt deila megi um tilganginn er þetta ábyggilega meira verk en reka eina járnblendiverk- smiðju. Sigurður Þór Guðjónsson ÁS \ \ o o RíUFflP.Hc.'FfJ fWMWPJ KVt' epru KftpFíM pEyttrÁVi'fd M5P Km 'A é& AP A/eei slafFUR HA-HA-HA ^\Cf> SKALLA HA-HA ViÐ HELDUn AD ÞÚ. V/ERÍR. FAo/frí HTÁ SKRrMSLÍNiÁ \ BLÁA /-ÓKfÍMlAÍ MíKíD BNri\ AMlJARS UNffrLEG-UR VARSTU (Mt>LiTS- LyFTíN&Uj^tiVAt?/1 s^VjSLÍ ítLÁftlírfM m þÝSKU £>ÍSSWKSMEMNiP.Nl ^ SEM RUNMU SAtfAM í EíTT t\EP OLLUfÁ GERLUNWn ÞAR. O& STTÓRNA NU ÖLUk XStANPi JT

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.