Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 35

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 35 Lánasjóður Vestur-Norðurlanda Sjófang í Reykjavík. Fyrirtækið fékk lán til kaupa á vélum og til að fjármagna markaösátak erlendis. ÍSLENDINGARNIR FÁ Lánasjóði Vestur-Norður- landa er ætlað að lána fyrst og fremst til nýsköpunar í at- vinnulífi á íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Eins hefur sjóðurinn það hlutverk að efla samstarf þessara landa. Steinar Jakobsson, forstjóri sjóðsins, segir ekki hafa kom- ið fram margar umsóknir um lán til að vinna að auknu samstarfi milli þessara landa. Sjóðurinn er ekki stór en um fimmtungur allra um- sókna er afgreiddur á þann veg að umsækjendur fá lán úr sjóðnum, sem þýðir að átta af hverjum tíu umsækjendum er hafnaö. Þegar skoðað er hverjir fá lán úr sjóðnum kemur fram að ísiendingar eru í miklum meirihluta og forstjórinn segir að það end- urspegli hlutfall umsókna, þar sem íslendingar sæki langmest allra í sjóðinn. Meðal fyrirtækja sem hafa fengið lánað er Silfurstjarn- an. Það fyrirtæki hefur verið í fréttum PRESSUNNAR vegna lána og styrkja frá Byggðastofnun, sem reyndar á talsverðan hlut í fyrirtæk- inu. VIÐ FÁUM MEST íslensk fyrirtæki hafa feng- ið 75 prósent af öllu því fjár- magni sem Lánasjóður Vest- ur-Norðurlanda hefur lánað, eða um 140 miiljónir króna af 185 milljónum. Til Grænlands hafa verið lánaðar um 28 milljónir króna og innan við 17 millj- ónir króna til Færeyja. Eitt fyrirtæki á Grænlandi hefur fengið þessar 28 milljónir króna, Hótel Amassalik a/s. Lánið er veitt til stækkunar og endurbóta á hótelinu. Tvö færeysk fyrirtæki hafa fengið lán. Annað hefur með höndum iðnaðarþvott fyrir hótel og skip og hitt fyrirtæk- ið framleiðir einangraða glugga. ÞETTA HAFA ÍSLENSK FYRIRTÆKI FENGIÐ Lán til íslensku fyrirtækj- anna eru þessi: Lán til Kompass-útgáfunn- ar hf. í Reykjavík. Lánið var veitt sjóði sem var með ábyrgð til handa útgáfufyrir- tækinu, sem er gjaldþrota. Lánið var um tæpar 20 millj- ónir króna. Sjófang hf. í Reykjavík fékk um 8,5 milljónir króna til tíu ára. Lánið var veitt til kaupa á vélum og til að fjármagna markaðsátak í sambandi við framleiðslu á fullunnum fisk- afurðum sem geta farið beint til sölufyrirtækja erlendis. Klaki sf. í Kópavogi fékk um 18,5 milljónir til tíu ára. Lánið er til byggingar verk- smiðjuhúss, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í búnaði til vinnslu og varðveislu afla um borð í fiskiskipum. Silfurstjarnan hf. í Öxar- firði fékk um 12,5 milljónir til tíu ára. Lánið er veitt til að ljúka við byggingu nýrrar lax- og silungseldisstöðvar. Frostmar hf. í Reykjavík fékk um 14,2 milljónir til fimmtán ára. Lánið er veitt til kaupa á verksmiðjuhúsi. Hótel Norðurland hf. á Ak- ureyri fékk um 10,1 milljón króna til tíu ára. Lánið er veitt til að standa straum af kostn- aði við endurbætur á hóteli. Gufunes hf. í Reykjavík fékk um 3,7 milljónir til tíu ára. Lánið er veitt til að full- gera lax- og silungseldisstöð. Stekkur hf. á Suðureyri fékk um 19,8 milljónir til tíu ára. Lánið er til kaupa á nýju fiskiskipi sem er sérstaklega hentugt til línuveiða. Gluggasmiðjan hf. í Reykja- vík fékk um 18,5 milljónir til fimmtán ára. Það er veitt til að fullgera og markaðssetja nýja deild fyrir iðnaðarhurð- ir. Timbur og stál hf. í Kópa- vogi fékk um 9,6 milljónir til átta ára. Lánið er veitt til þró- unar á betra steypustyrktar- járni og kaupa á nýjum vél- um. Barri hf. á Egilsstöðum fékk um fimm milljónir króna til tíu ára. Lánið er til að tryggja rekstur og þróun gróðrarstöðvar. HEFUR VEITT EINN STYRK Lánasjóður Vestur-Norður- landa hefur veitt einn styrk. Hann fékk íslenska fyrirtæk- ið Pharma hf. í Kópavogi. Styrkurinn var þrjár milljónir króna og veittur til að greiða erlenda sérfræðiþjónustu vegna uppsetningar á lyfja- framleiðslu, eins og segir í gögnum Lánasjóðs Vest- ur-Norðurlanda. Eins og áður sagði er styrk- urinn sá fyrsti sem sjóðurinn veitir. STEKKUR SKILAÐI BÁTNUM Eitt þeirra íslensku fyrir- tækja sem fengið hafa fyrir- greiðslu úr Lánasjóði Vest- ur-Norðurlanda er Stekkur hf. á Suðureyri. Eins og kom fram hér að ofan var lánið veitt til kaupa á bát sem þótti henta sérstaklega vel til línu- veiða. Stekkur festi kaup á bátn- um Faxafelli frá Faxi hf. í Vog- um á Vatnsleysuströnd. Sam- kvæmt því sem fram- kvæmdastjóri Stakks segir lofaði seljandi að báturinn fengi 240 til 250 tonna þorsk- ígildiskvóta. Það reyndist ekki rétt. Kvótinn varð að- eins um 50 tonn. Þegar það varð ljóst var kaupunum rift og bátnum skilað. Hann er því ekki leng- ur gerður út frá Suðureyri, en lánið var veitt til að efla at- vinnutækifæri þar. Stekkur hf. og Fax hf. eiga enn í deilum vegna þessara bátaviðskipta og ekki er vitað á þessari stundu hver enda- lokin verða eða hvað verður um lánið; hvort það verður greitt til baka eða kemur til með að fylgja bátnum áfram. Forráðamenn fyrirtækjanna talast ekki við öðru vísi en fyrir milligöngu lögmanna. „Lánið til þeirra er um tutt- ugu milljónir og það var um fimmtíu prósent af verði báts- ins,“ sagði Steinar Jakobsson. „Það er lögfræðilegt álit hvað verður um lánið. Það er alltaf tekið fram á skuldabréfunum til hvers það er. Fræðilega er lánið gjaldfallið í tilfelli eins og þessu, en við gefum mönnum tækifæri til að koma hlutunum í lag. Þeir fá að greiða af því á meðan. Við gefum samt ekkert eftir. Það er lítið gaman að því að setja menn á hausinn. Veðið er til staðar og við bíðum eitthvað enn til að sjá hvað úr verður," sagði Steinar. Hann sagði einnig að ekki yrði hægt að selja bátinn, þ.e.a.s. ef lánið á að fyigja, nema stjórn sjóðsins sam- þykkti kaupandann. Sjóður- inn hefði því samþykkt að veita Faxi hf. möguleika á að selja bátinn aðilum sem stjórn sjóðsins samþykkti. Ef það tækist ekki yrði að gera lánið upp. Stekkur átti í talsverðum erfiðleikum og Faxafell var á sínum tíma innsiglað vegna vangoldinna gjalda til sýslu- manns. Eftir að samskipti kaupenda og seljenda fóru í hart var báturinn í höfninni á Fæstir umsækj- endanna hafa kannað hvort mögulegt er að selja vöruna sem þeir hyggjast fram- leiða. Um tutt- ugu prósent um- sækjenda fá lán. Suðureyri í nærri hálft ár. Báturinn er nú leigður og gerður út frá Höfn í Horna- firði. HÖFUM EKKI FUNDIÐ SAMVINNUVERKEFNI „Það held ég ekki,“ sagði Steinar Jakobsson þegar hann var spurður hvort við- skiptavinir sjóðsins hefðu fengið afsvar annars staðar áður en þeir leituðu til sjóðs- ins. En hefur sjóönum tekist hlutuerk sitt, þ.e.a.s. ad lána tii þróunarstarfs og efla sam- starf milli landanna? „Það er mjög erfitt að finna samvinnuverkefni, þau hafa ekki fundist ennþá. Mér þykir þetta allt hafa verið þróunar- verkefni, að minnsta kosti í upphafi. Það hefur breyst að- eins með tímanum." Gerir sjóðurinn strangar kröfur um veö? „Já, og eins erum við taldir grimmir innheimtumenn. Hlutirnir verða að vera þann- ig í þróuðu samfélagi. Það er fullt af sjóðum á íslandi. Við verðum að lifa í markaðs- þjóðfélagi og Við höfum þurft að auglýsa. Það hafa komið margar umsóknir inn sem hafa ekki komist lengra. Á Is- landi hafa veðin verið aðal- vandamálið og eins vegna þess að ekkert var búið að gera í sambandi við markaðs- málin. Menn vissu ekki hvert þeir ætluðu að selja fram- leiðslu sína. Það hafa ótrú- lega margir strandað á því. Við leggjum mikla vinnu í að meta þessi mál. Við þá vinnu kemur þetta í ljós.“ Um tuttugu prósent um- sóknanna eru afgreidd frá sjóðnum í formi lána. Sigurjón Magnús Egilsson smaa letrið Þá hefur loksins verið gefin út heil bók um veislurnar hans Halldórs H. Jónssonar á Ægi- siðunni. Halldór er ekki bara stjórnarformaður islands held- ur tvimælalaust glæsilegasti gestgjafi landsins. Og þó. Kannski þykir bara mikil upp- hefð að vera boðið í veislurnar. Svo mikil að gestirnir eru fullir þakklætis og hlæja að öllu sem Halldór segir eða kinka kolli i viðurkenningarskyni yfir skarpleikanum. Og þykir mat- urinn ævintýralega góður. En bókin erum veislurnar og aðeins um kolkrabbann. Hún er eftir Örnólf Árnason. Hann hef- ur aldrei verið hluti af þessum kolkrabba og meira að segja átt erfitt með að halda sér inni i menningarmafiunni. Örnólfur dregur upp einhvern Nóra sem vellur útúrsér samsæriskenn- ingum og djúpstæðum plott- um úr undirheimum íslensks viðskiptalifs. Með þessari að- ferð getur Örnólfur sagt ýmis- legt sem hann mundi aldrei vilja standa við undir nafni. Og lesandinn færá tilfinninguna að Nóri sé Úlfar Þormóðsson i Gallerí Borg. Úlfar skrifaði manna fyrstur um fjölskyldurnar fjórtán i Þjóðviljann um 1970. Þá var hann að fjalla um eigendur Sameinaðra verktaka. Síðan hafa þessar fjölskyldur breytt um eðli og eru farnar að tákna samþjöppun auðs og valda, — meira að segja í Reykjavikur- bréfunum hans Styrmis. Sam- kvæmt bókinni hans Örnólfs má reyndar ætla að þessar fjöl- skyldur séu orðnar að einum manni, — Herði Sigurgests- syni, forstjóra Eimskips. Fjölskyldurnar koma reyndar við sögu iannarri bók lika. Bók- in hans Jóns Óttars Ragnars- sonar heitir Fimmtánda fjöl- skyldan. Hún fjallar hins vegar ekki um fiölskyldurnar heldur um Jón Óttar sjálfan, eins og fyrri bækur hans. Svipaða sögu má segja af Is- landskynningu Jakobs Magn- ússonar. Hún fjallar um hann sjálfan en aöeins lítillega um Island. Og þótt hún hafi kannski ekki vakið mikla athygli í Bret- landi þá hefur hún tryllt is- lensku þjóðina. Hún hefur jafn- vel skyggt á farsann i Alþingis- húsinu og 3.000 tonnin afkarf- anum. TVIFARAKEPPNI PRESSUNNAR — 23. HLUTI Tvifarar vikunnar eru báðir lögfræðingar og báðir hafa haft afskipti af pólitik. Ogbáð- ir hafa gegnt meiri ábyrgðar- stöðum en þeir gegna i dag. Þorsteinn Pálsson er fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Rafnar er fyrrver- andi borgarfulltrúi. Þau eru bæði sjálfstæðismenn. Og þau eru bæði með gleraugu, smámynnt og með nett nef. Andlitsfallið er það sama. Og annað eiga þau sameiginlegt. Þau búa bæði í Brúnalandi 3.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.