Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 40

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 Hlýt ao minnsta kostiaðvera efni- legur segir Illugi Jökulsson, sem segist lengi hafa reynt að leyna því fyrir sjálfum sér og öðrum að hann væri verðandi rit- höfundur. ,,Ég hlýt aö minnsta kosti ad vera efnilegur, en ég œtla ekki aö lýsa því yfir ad þessi bók sé tímamótaverk og þad hefur enginn ennþá beöiö um aö fá aö gera kvikmynd eftir sögunni." Þaö er fllugi Jökuls- son rithöfundur sem hefur oröiö. Hanner svo hógvœr og lítil- látur aö erfitt reynist aö draga upp úr honum nokkuö krass- andi; ööruvísi mönnum áöur brá, segja sjálfsagt einhverjir. Hann segist fá svo mörg tœki- færi til aö láta Ijós sitt skína. i ,,Éger ekki íþessum útvarps- þáttum uö reyna aö segja mönnum hvernig þeir eigi aö Itaga sér, heldur hvernig þeir eigi ekki aö aö haga sér, þaö er svo auövelt. Aftur á móti er mjög erfitt aö segja mönnurn hvernig þeir eigi aö haga sér, enda reyni ég þaö ekki." Þaö er ekki aö ástæöu- lausu sem hann fœr aö hufa frjálsar hendur í útvarpinu þar sem hann hefur flutt landsmörmum hugleiöingar sínar undanfarin misseri. Hann kemur jafnan á óvart í pistlum sínum, hefur hæfi- leikann til aö sjá menn og málefni frú annarri hliö en gengur og gerist, og er auk þess oftar en ekki skemmti- legur, nokkuö sem menning- arpostulunum þykir svo áfínt nú til dags. Þrátt fyrir ungan aldur á liann aö baki langan feril sem blaöa- og útvurpsmaöur. Hann þótti strax sem blaöu- maöur óvenjuliötœkur penni og haföi ýmislegt aö segja; hann ritstýröi menningarsíö- um dagblaöa, brá sér í hlut- verk bókmenntagagnrýn- andans og var sjaldnast langt undan þegar eitthvaö mark- vert var aö gerast í hinu svo- kallaöa menningarlífi. Hann hefur tekiö saman bœkur um sagnfrœöileg efni, kýs aö kalla þaö blaöamannabœk- ur, óg skrifaö barnasögu, og er þá kannski bara fátt eitt taliö. Að minnsta kosti einhverjir hafa beðið, fullir eftirvænt- ingar, eftir því að hann sendi frá sér skáldskap fyrir full- orðna og nú er hún komin: skáldsagan „Fógetavald", „nútímasaga um ástir og ör- lög“, segir höfundurinn bros- andi. En er skáldsagan Fógeta- vald búin að vera lengi í smíð- um? „Nei, bara siðasta árið eða svo. Að vísu skrifaði ég í mikl- um fljótheitum drög að fyrstu blaðsíðunum fyrir einum tíu árum, en það voru bara þrjár fjórar síður. Ég rakst á þessi slitur fyrir um ári og fann þar einhvern tón sem gerði það að verkum að ég byrjaði á þessu aftur." Þar sem þú byrjaðir að fást við þetta fyrir tíu árum er þetta þá efni sem hefur stöð- ugt sótt á þig? „Nei, nei, þessi bók er ekki skrifuð út frá neinu sérstöku viðfangsefni. Ég byrjaði bara að skrifa, svo fæddist hún um leið og ég skrifaði. I upphafi hafði ég ekki hugmynd um hvernig þetta mundi þróast og hvað ætti að gerast í sög- unni. Ég leiddi ekkert hug- ann að þessu efni í þessi tíu ár. Þegar ég byrjaði að skrifa fór verkið aö fæðast smátt og smátt, ég var með þetta í hug- anum flestum stundum og smám saman fóru að fæðast aðstæður og drög að sögu- þræði. En aðallega varð þetta til svona spontant, að minnsta kosti bestu kaflarn- ir.“ NÓG KOMIÐ AF UPPVAXTARSÖGUM Um hvað fjallar sagan í grófum dráttum? „Sagan fjallar um ókunn- ugan mann sem kemur í lítið þorp og enginn veit hvað þessi maður er að vilja þarna. Þetta gerist á stað þar sem lít- iö er viö að vera og allt ástand svona heldur nöturlegt og fólki þykir einkennilegt að þarna skuli allt i einu vera kominn maður sem enginn veit hvaöa erindi á. Sögu- maðurinn, sem er fógetinn á staðnum, fer að grafast fyrir um hvað sé á seyöi og kemst smátt og smátt aö því hvað maðurinn er aö vilja. Nú í leiðinni segir hann alls konar sögur sem koma málinu mis- jafnlega mikiö viö.“ Því hefur verið haldið fram að þú sért þarna að skrifa um tiltekna persónu og atburði, sem átt hafa sér stað í veru- leikanum, er eitthvað hæft i því? „Nei í rauninni ekki, það má vera að menn geti kann- ast við einhver smáatriði i persónulýsingum sem maður hefur hirt upp hér og þar. En það er alveg af og frá að ég sé að skrifa um einhvern tiltek- inn einstakling. Það kom mér reyndar á óvart hvað ég þurfti lítið á slíkum veruleika- fyrirmyndum að halda. Ég hélt fyrirfram að ég mundi sí- fellt þurfa að vera að lýsa ein- hverjum sem ég þekkti til, en það varð miklu minna en ég hafði búist við." Illugi segir að þessi sögulýs- ing hljómi ekki ókunnuglega. Ókunnur, dularfullur maður kemur í hrörlega afkjálka- byggð og einkennilegir hlutir fara að gerast. „Jú vissulega er þetta orðið þrautpínt söguefni, en það má lengi finna nýja fleti til að skrifa um." Nú hafa jafnaldrar þínir verið einstaklega duglegir við að skrifa um uppvaxtarár sín í Reykjavík. Hvað ert þú, borgarbarniö, þá aö reyna með því að skrifa um lífið í litlu þorpi úti á landi? „Ætli sé ekki komið meira en nóg af þessum uppvaxtar- sögum af mölinni, það sýnist mér nú eiginlega. Margar þessara uppvaxtarsagna eru ágætisbækur, en ég fann bara ekki hjá mér neina þörf til að skrifa slíka sögu. Mér finnst að minnsta kosti ennþá ástæðulaust að skrifa endur- minningar mínar." FREKAR UPPELDI EN MEÐFÆDDIR HÆFILEIKAR Eftir að hafa haft að at- vinnu að skrifa í mörg ár er þá ekki skemmtileg tilbreyt- ing að skrifa skáldsögu? „Jú, þetta var óskaplega skemmtilegt og skemmti- legra en allt annað sem ég hef fengist við. Þegar manni finnst maður vera að gera eitthvað sem smávitglóra er í, þá er það vissulega skemmti- legt." Ymsir hafa hent að því gaman að það sé að verða með rithöfundastéttina hér á landi eins og svo margar aðr- ar stéttir, að störfin gangi í ættir og erfitt sé að komast að — eigi menn ekki skyld- menni eða forfeður í grein- inni. Þeir listamenn sem feta í slóð feðranna eða mæðr- anna hljóta stöðugt að búa viö það ástand að verk þeirra séu borin saman við verk for- eldranna. Er það ekkert þreytandi tilfinning? „Ég hef nú engar sérstakar áhyggjur af því. Mér finnst ég í gegnum tíðina hafa unnið fyrir því að vera metinn á eig- in forsendum. Ég ætla þó ekkert að draga úr þeim áhrifum sem foreldrar mínir hafa haft á t.d. atvinnuval mitt og svo framvegis. Mér fannst mjög ungum ekkert eðlilegra en að ég yrði blaða- maður og færi að skrifa." Svo við höldum okkur við rithöfundana er þetta þá bara tilviljun að svo margir af yngstu rithöfundum þjóðar- innar eiga foreldra sem einn- ig voru rithöfundar? „Eg held að skriftaráráttan geti alveg eins lagst í ættir og t.d. trésmíði. Ég veit svo sem ekki hvort það liggur í ein- hverjum hæfileikum eða í uppeldinu að maður lítur á það sem eðlilegan hlut að fást við eitthvað af þessu tagi. Ég hef ekki velt því mikið fyrir mér, heldur alltaf fundist það eðlilegasti hlutur í heimi að skrifa eitthvað. Ég hef ekki farið út í að skrifa til þess að apa eftir neinum eða til að reyna að slá einhvern út. Annars hallast ég frekar að þvi að þetta liggi í uppeldinu fremur en meðfæddum hæfi- leikum." EIN ÓFULLKOMIN SETNING í ÍSLANDSKLUKKUNNI Á árum áður fékkst Illugi nokkuð við bókmenntagagn- rýni og lét þá ýmislegt flakka sem menn voru misjafnlega sáttir við. Hvernig finnst hon- um skáldsagnahöfundar í dag standa sig, eru ungir höf- undar að skrifa framsæknar og góðar sögur? „Ekkert óskaplega, en það koma alltaf út fáeinar góðar skáldsögur á hverju ári. Ég held að það sé ekki hægt að gera kröfu um meira. Við er- um ekki það fjölmenn þjóð að við getum gert ráð fyrir að hér séu óteljandi stórkostleg- ir skáldsagnahöfundar. Þeir duga mér alveg þessir fáu sem gera góða hluti. Svo get- ur maður bara alltaf lesið Halldór Laxness ef manni leiðist." En hvað er það sem rekur llluga til að skrifa? Er það kannski heimsfrelsunarárátt- an sem svo margir listamenn eru ofurseldir? „Nei, Guð forði mér frá þvi að sú árátta reki mig áfram, enda á ég ekki von á að kom- ast í þá aðstöðu. Ég held ekki að þaö sé neitt sérstakt sem rekur mig áfram til að skrifa, enda hneigist ég til að svara fáu þegar menn spyrja um bókmenntirnar með stórum staf, svo ekki sé taiað um list- ina með enn stærri staf. í mín- um huga eru þeir sem kallast geta alvörulistamenn ákaf- lega fáir í öllum listgreinum og ég ætla ekki að kalla sjálf- an mig listamann i bili, og veit ekki hvort ég geri það nokkurn tímann. Eg ætla bara að reyna að halda áfram að skrifa mínar sögur, og þá fyrst og fremst af því ég hef gaman af því sjálfur. Það er ekkert utanaðkomandi sem rekur mig áfram." Illugi segist ekki hafa áhyggjur af því að skáldsagan sé að líða undir lok vegna til- komu alls annars les- og af- þreyingarefnis. „Ég held að eitthvað verði að breytast í eðli manneskj- unnar ef skáldsagan stendur ekki af sér öll veður. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir að liggja uppi í rúmi með góða bók. í hverju galdur skáldsögunnar og annarra bókmennta liggur er það lík- lega fyrst og fremst að sá sem les verður að taka þátt í því sem er að gerast, miklu meira en þegar maður situr fyrir framan sjónvarp þar sem allt hefur verið matreitt ofan í mann. Auk þess má segja að hluti af því sem gerir mann- eskjuna að manneskju sé ein- hvers konar málvitund og það er alltaf gaman að lesa góðar setningar. Ég get nefnt það til gamans að einu sinni las ég Islandsklukkuna sér- staklega með tilliti til þess að reyna að finna beinlínis, þótt skömm sé frá að segja, mis- heppnaða setningu. Eg fann eina sem kannski má telja ófullkomna." Ertu farinn að fást við nýja skáldsögu? „Nei, ekkert sérstaklega. En ég sé nú fram á að halda áfram á þessari braut á næst- unni. Þetta hefur alltaf staðið til þótt ég hafi lengi reynt að komast hjá því. Vissulega gæti orðið skemmtilegt að skrifa leikrit. en ég hef alltaf, frá því ég man eftir mér, litið á mig sem verðandi skáld- sagnahöfund fyrst og fremst þó að ég hafi reynt að halda því leyndu fyrir sjálfum mér og öðrum. Og ég ætla að halda áfram að líta á mig sem verðandi skáldsagnahöfund." Björn E Hafberg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.