Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 RIKIÐ AFSKRIFAR 56 MILLJÓNIR HJÁ ÍSÞÚRI í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjárhagsstöðu Ríkis- ábyrgðasjóðs kemur fram endanlegt tap vegna Tryggingasjóðs fiskeldislána. Sjóðurinn var stofnaður með lögum 1989 og var ætlað að ábyrgjast með einfaldri ábyrgð viðbótarafurðalán banka og annarra lánastofnana þannig að lán þessara aðila gætu numið allt að 75% af verðmæti birgða. Mikil umræða varð um þetta mál á Alþingi á sínum tíma en helsti baráttumaður fyrir frumvarpinu var Gudmundur G. Þór- arinsson, þáverandi alþingismaður. Guðmundur gegndi þá for- mennsku hjá Landssambandi fiskeldis- og hafbeitarstöðva og var þar að auki einn af aðaieigendum ísþórs hf. í Ölfusi. Það kemur nú í ljós að ríkissjóður verður að afskrifa lán upp á 55,6 milljónir króna sem ísþór fékk. Ekkert fyrirtæki fékk svo mikið út úr Tryggingasjóðnum. Ríkisendurskoðun telur að afskrifa verði kröfur vegna þeirra stöðva sem eru gjaldþrota og þar sem lán Tryggingasjóðs voru vanalega á öðrum veðrétti reynist ekkert koma á móti. Leggur Ríkisendurskoðun til að afskrifaðar verði kröfur og ábyrgðir upp á 293 milljónir króna vegna þessa liðar. SLEGISTIIM GRODANN AF STRANDI STtlNDÓRS Fyrir héraðsdómi Arnessýslu er nú rekið sérstakt mál og var málflutningur í því í gær. Málið snýst um eignarhald á strönd- uðum báti, Steindóri GK 101, sem fórst við Krísuvíkurbjarg í febrúar síðastliðnum. Manhbjörg varð en báturinn náðist ekki út og er ónýtur. Eigandi bátsins, Njáll hf., hafði þá nýverið fest kaup á honum og var kaupverðið 170 milljónir króna. Kvóti bátsins var einn og sér metinn á 100 milljónir. Kvótinn hefur síðan verið nýttur af Unu í Garði, sem er skip í eigu sama útgerðaraðila. Byggist það á lagaákvæðum sem heimila yfirfærslu á kvóta sokkins báts í næstu 12 mánuði. Riftunarmálið virðist að nokkru höfðað vegna þeirrar þró- unar sem málið hefur tekið eftir strandið. Tryggingafyrirtæki bátsins, Tryggingamiðstöðin, greiddi Njáli hf. út 163,2 milljónir króna og barst sú greiðsla 22. apríl. Þar sem eigandinn hélt eft- ir kvótanum má segja að hann hafi í raun hagnast um sem svar- ar 93,2 milljónum króna á strandinu. Riftunarkrafan byggist á því að eigandinn hafi vanefnt kaup- samning og er því haldið fram að riftunin hafi komið fram munnlega fyrir strandið. DÆMDUR FYRIR UNDAN- SKOT Á STAÐGREIÐSLU Sakadómur Reykjavikur hefur dæmt Egil Gudna Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarformann fyrirtækisins Skelvers hf. í Garði, í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir undanskot staðgreiðsluskatta. Einnig þarf hann að greiða 500.000 krónur í sekt. Málavextir eru þeir að Skelver hélt eftir rúmum 683.000 krónum sem voru innheimtar af starfsmönn- um í skatta. Þetta átti sér stað frá maí til október 1988, en fyrir- tækið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 1989. í júlí síðastliðn- um höfðaði síðan ríkissaksóknari mál út af þessum undanskot- um. Mál þetta vekur athygli á öðrum slíkum og hlýtur að teljast fordæmisgefandi. Má í því sambandi benda á frétt i PRESS- UNNI í sumar þegar greint var frá því að fjármálaráðuneytið hefði samið í nauðarsamningum um að fella niður undanskot á staðgreiðslu starfsmanna Hraðfrystihúss Stokkseyrar. Sú skuld var vegna áranna 1989 og 1990 og var mun hærri en í tilviki Skelvers. Höfuðstóll staðgreiðsluskuldar HS nam 25 milljónum króna, en með áföllnum kostnaði var hún komin í 40 til 45 milljónir. Heildarkrafa ríkisins nam 55 milljónum króna. í nauðarsamningnum fólst að ríkið sætti sig við fjórð- ung af skuldinni. Tekið var þó fram að refsiþáttur málsins væri þessum samningum óviðkomandi. Fjörugt fasteignakaupaár hjá ríkissjóði Útvegsbankahúsið í Austurstræti. Kostaði 199 milljónir og nú er unnið að því að breyta því í dómhús fyrir 120 milljónir. EIGNAKAUPIN ÞREFAIT MEIRIEN HEIMILT UAR Það sem af er árinu hefur ríkissjóður keypt því sem næst eina fasteign á viku. Til þess voru lögfestar heimildir upp á 300 milljónir en nú er sú tala komin í 1.142 milljónir og hækkar væntanlega enn frekar. Ríkið hefur því keypt fasteignir fyrir þrefalt hærri upphæð en heimilt var. Samkvæmt venju á kosn- ingaári verða fasteignakaup ríkissjóðs mun meiri í ár en heimildir stóðu til. í fjárlaga- frumvarpinu var gert ráð fyr- ir 300 milljónum króna til fasteignakaupa en í nóvemb- erlok var búið að kaupa fast- eignir fyrir 1.142 milljónir eða nærri þrefalda þá upp- hæð sem heimildir stóðu til. Af kaupverðinu koma 649 milljónir króna til greiðslu á þessu ári en eignir að verð- mæti 352,5 milljónir ganga upp í kaupin. Það er reyndar deilt um hvort salan eigi að ganga upp í eignakaupin, því hér er í raun um tvo óskylda liði að ræða. í fjáraukalaga- frumvarpi var farið fram á 105 milljónir vegna notkunar á 6. grein fjárlaga. Fjárveit- inganefnd Alþingis þótti þetta hins vegar allt of lág upphæð til að koma til móts viö aukin útgjöld vegna fast- eignakaupa. Lagði því fjár- veitinganefnd til að upphæð- in yrði hækkuð um 700 millj- ónir. Er þá ekki tekið tillit til þess að með mörgum þessara kaupa er í raun stofnað til enn stærri fjárskuldbindinga í framtiðinni. SS-HÚSIÐ VERÐUR LÁTIÐ ÓHREYFT Tvenn fasteignakaup vega einna þyngst í þessum fram- úrakstri fjárlaganna. Það eru kaupin á húsi Sláturfélags Suðurlands við Laugarnes- veg 91, hús sem kostaði 430 milljónir, og kaupin á Útvegs- bankahúsinu í Austurstræti 19, sem kostaði 199 milljónir. Eins og kunnugt er er ætl- unin að nýta SS-húsið fyrir listaháskóla í framtíðinni, en þar sem húsið er tæplega fok- helt („eins og stór frystiskáp- ur" er einkunn kunnugra) er talið að þurfi aðra eins upp- hæð til að koma því í notkun. Fagmenn hafa reyndar áætl- að að það kosti ekki undir milljarði að gera það að því húsi sem stefnt var að með kaupunum. Þrátt fyrir að kaupin sjálf hafi verið knúin í gegn með nokkrum hraða er augljóst að lítið sem ekkert verður unnið í húsinu á næsta ári. Aðeins eru teknar 10 milljónir í „hönnun" á húsinu í fjárlögum fyrir 1992. Viðskiptin með húsið hafa orðið tilefni athugasemda frá fjárveitinganefnd. Fyrir húsið voru greiddar 50 milljónir út í peningum, 80 milljónir á skuldabréfi og 300 milljónir i öðrum eignum sem sláturfé- lagsmönnum hefur gengið vel að selja. Um þetta segir fjárveitinganefnd: „.. . þó að engar peningagreiðslur hafi átt sér stað er kaupverð eign- arinnar gjaldfært á móti. Þannig er misræmi á milli færslna á tekna- og gjaldaliði sem sýnir betri afkomu ríkis- sjóðs en raun er á." 120 MILUÓNIR í AÐ INNRÉTTA DÓMHÚSIÐ Ríkissjóður hafði forkaups- rétt að Útvegsbankahúsinu við Austurstræti og keypti það undir dómhús. Nú er unnið hörðum höndum við að innrétta húsið og ætlunin að taka það í notkun á miðju næsta ári. 120 milljónir eiga að fara í innréttingarnar en ekki er ljóst hve mikið af þeirri upphæð gjaldfellur á árinu. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR eru reyndar áhöld um hvort þessar 120 milljónir duga til að gera hús- ið að dómhúsi. Dómsvaldið á reyndar einnig þriðja hæsta liðinn á eignakaupalistanum þetta ár- ið, sem er kaup á húsi Sölufé- lags garðyrkjumanna við Skógarhlíð 6. Húsið kostar 72.5 milljónir og liggur ekki enn fyrir hve mikið kostar að breyta því. Og talandi um dómstóla má kannski geta þess að um- deilt hús á ísafirði i eigu Gests Halldórssonar var að lokum keypt fyrir héraðsdómara á 11.5 milljónir króna. Áður höfðu læknir og vegagerðar- maður hafnað húsinu. Á ísa- firði var einnig keypt flug- skýli af Flugfélaginu Erni hf. Kostaði skýlið 45 milljónir og var kaupsamningur undirrit- aður 19. febrúar. PRESTURINN í ÞORLÁKSHÖFN FÆR 300 FERMETRA BÚSTAÐ Af einstökum íbúðarkaup- um má tína til athyglisverð kaup á 290 fermetra einbýlis- húsi í Þorlákshöfn, sem var keypt sem prestsbústaður. Eftir því sem komist verður næst voru nokkrar efasemdir um kaupin vegna stærðar hússins, en gert er ráð fyrir að presturinn hafi skrifstofu þar. Þar sem húsið stendur nálægt kirkjunni var ákveðið að festa kaup á því. Húsið var verðlagt á 16 milljónir en rík- issjóður fékk það á 12 milljón- ir og var það afhent 20. júní. Einn annar prestsbústaður hefur verið keyptur og var það á Tálknafirði. Þar var keypt 233 fermetra hús á 7 milljónir króna. Nokkur fasteignakaup eru tilkomin vegna Skógræktar ríkisins. Sem kunnugt er flutti hún höfuðstöðvar sínar á Eg- ilsstaði og var þar keypt 360 fermetra skrifstofuhúsnæði í Miðvangi 2—4. Kostaði húsið 20,8 milljónir króna. Þar sem Skógræktin leigði húsnæði í Reykjavík er ekki um að ræða eignasölu á móti. Þá var jörðin Tunga í Fljóts- hlíð keypt á 9,1 milljón króna og nýlega var keypt 330 fer- metra hús á Gagnheiði 25—27 á Selfossi. Það var keypt af skiptaráðanda á 8,4 milljónir króna. Ekki er séð fyrir endann á kaupum þessa árs. Fjármála- ráðuneytið hefur til af- greiðslu erindi ýmissa ráðu- neyta um eignakaup. Hundr- uð milljóna kostar að upp- fylla þau erindi. Má nefna sem dæmi óafgreitt erindi vegna réttargeðdeildarinnar sem átti að vera á Sogni. Sigurður Már Jónsson Listaháskóli framtíðarinnar. Kostaði 430 milljónir en 10 milljónir eru teknar frá vegna hússins á næsta ári.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.