Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 36

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 • er með ólíkindum — Þótt Guömundur H. Garöarsson sé hættur þingmennsku hefur hann nóg að gera. Hann er e.k. blaðafulltrúi hjá Söiumið- stöð hraðfrystihúsanna, er launaður starfsmaður Lifeyrissjóðs verslunar- manna og formaður stjórnar, hann er formað- ur stjórnar Fjárfestingar- félags íslands (sem rekur Frjálsa lífeyrissjóðinn í samkeppni við LV), hann situr í stjórn íslandsbanka og í stjórn Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans. O.s.frv. — Ný vísbending um failandi gengi landbúnað- arins. Skógræktarféiag Reykjavikur hyggst breyta gamalli hlöðu við Elliðavatn í „fræðslu- stofu". Ekki fylgir sögunni hverjir skuli njóta fræðsl- unnar .. . — Hvalavinurinn og bóndaskelfirinn er að sækja um að fá að hækka þakið á eign sinni á Grettisgötu og byggja sól- stofu við húsið. Umsókn hans var frestað í bygg- ingarnefnd vegna þess að framkvæmdin „samræm- ist ekki reglugerð um fjarlægðir". .. — Torg það sem ein- hvern tímann á að mynd- ast þar sem Hallærisplan og Steindórsplan eru núna átti í fyrstu að heita Borgartorg. Borgarskipu- lag gerði síðar tillögu um að það skyldi heita Aðal- torg, en nýverið var sam- þykkt tillaga Gunnars Sig- urössonar byggingarfull- trúa um að torgið héti Ingólfstorg og vísað til þess að Ingólfur Arnar- son hefði labbað þarna um á leið sinni til sjáv- ar . . . Græðið fyrir jólin BLÁSIÐ Á LÖGGUNA í desember ætlar löggan að nota hina nýju öndunarmæla sína í gríð og erg. Hún ætlar meira að segja að verðlauna þá sem reynast í lagi með 2.500 króna úttektargjöf á bensíni. Þetta er kjörin leið fyrir út- sjónarsama til að græða fullt af bensíni: Menn eiga að setj- ast inn í bílinn sinn og þegar þeir sjá lögguna nálgast er einfalt mál að keyra um að hætti stórsvigsmanna, opna gluggann og syngja jólalög hástöfum, láta stöðva sig og öndunarmæla. Fá síðan 2.500 kall og undirbúa næstu aðgerð. Denni og Njáll SKEGGLAUSIR OG FORVITRI Nýlega voru utandagskrár- umræður, sem oftar, á þingi og sté Össur Skarphéðinsson krati í pontu og gerði um- mæli Steingríms Hermanns- sonar að umræðuefni. Hann sagði að Steingrími væri farið „eins og Njáli hin- um forna að hann er forvitri. Sá er hins vegar munurinn á Njáli og Steingrími að Njáll sagði öðrum drauma sína og það sem hann vissi gerast í framtíðinni, en Steingrímur segir hins vegar engum frá því“. „Hann var skegglaus líka,“ gall þá í Steingrími J. Sigfús- syni. Þegar fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var til umræðu var Svavar Gestsson að hella úr skálum reiði sinnar vegna hugmynda um einkavæð- ingu. „Verður staða deildar- stjóra einkavæðingardeildar auglýst? Verður frjáls sam- keppni um stöðuna? Hvaða hæfileikum verða menn að vera gæddir? Hvaða próf- gráðu verða menn að hafa til að stjórna einkavæðingar- deildinni?" „Bílpróf," kallaði þá ein- hver þingmanna fram í. BESTU LÁN BYGGÐASJÓÐS ANNO DOMINI 1980 Nú hefst framhaldsfrásögn á þessum vettvangi, sem við getum kallað bestu lán Byggðasjóðs. Við hefjum yfir- reiðina á því herrans ári 1980, þegar ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen heitins var komin til valda og Sverrir Hermannsson og Tómas Árnason voru „kommissar- ar“ í Framkvæmdastofnun. Lán ársins þetta ár voru reyndar styrkir (gjafir) til alls 239 bænda „til fóðurkaupa vegna óvenjulegra harðinda og ills árferðis 1979“. Samtals voru bændurnir styrktir um 700 þúsund krónur, sem sam- svarar tæpum 14 milljónum í dag. Sólnes hf. á Akureyri fékk tæplega 1 milljónar króna ián að núvirði „til breytinga á húsi og kaupa á búnaði fyrir listaverkamarkað og fleira" og Seyðisfjarðarkaupstaður fékk tæplega 600 þúsund króna lán „til kaupa á bók- haldstölvu". Já, þær voru dýr- ar tölvurnar í gamla daga. Loks má nefna að Jón R. Sveinsson á Höfn í Hornafirði fékk 2,4 milljónir að láni „til byggingar apóteks". FINGRAFIMIR FÉSÝSLU- FORINGJAR Við birtum hér til fróðleiks og skemmtunar sýnishorn af því hvernig nokkrir banka- stjórar skrifa nöfn sín. Það er auðvitað ekki hægt að segja mikið til um persónuleika þeirra út frá undirskriftinni (hver sé t.d. vænlegastur til lánveitinga) en ýmislegt vek- ur athygli. Sjáið t.d. hversu Tryggvi Pálsson er plássfrekur þrátt fyrir tiltölulega stutt nafn. T- ið hjá honum er meistaralega nýmóðins, ekki satt? T-ið hjá Tómasi Árnasyni er líka sér- stætt og mikilúðlegt og V-in hjá Vali Valssyni einstök. í fjórðu línu er að finna nafn Björgvins Vilmundarsonar og þar er V-ið óskiljanlegt sem siíkt. Og ekki er annað að sjá en eftirnafnið hjá Sverri í þriðju línu sé „Himmmy"! á alnæmissmiti KYNLÍF Líkur Likt og aðrir smitsjúk- dómar berast kynsjúkdóm- ar manna á milli við náið samneyti. Vart er hægt að hugsa sér nánari samskipti en nána snertingu tveggja líkama í ástaleik. Þrátt fyrir þessa ofur eðlilegu stað- reynd eru þeir allt of margir sem skammast sín fyrir að fá kynsjúkdóm en ekki fyr- ir að fá til dæmis flensu. Það sama er upp á ten- ingnum þegar litið er til þeirra þátta sem auka líkur á smiti — líkt og með aðra smitsjúkdóma er ýmislegt sem gerir það líklegra að einstaklingur smitist af kynsjúkdómi. í lok síðasta pistils tæpti ég á hvað skipt- ir máli um hvort fólk nær að smitast af kynsjúkdómn- um alnæmi við kynmök: Líkur á að rekkjunauturinn beri alnæmisveiruna, hvað elskendurnir aðhafast í kynmökunum, magn al- næmis-veirunnar í blóði og öðrum líkamsvökvum smitaðs bólfélaga og loks hvort elskendurnir eru smitaðir af öðrum kynsjúk- dómum. Líkurnar á að smitast af alnæmisveirunni aukast í beinu hlutfalli við fjölda þeirra sem viðkomandi hefur samrekkt undanfarin ár. Tíðni og útbreiðslu- mynstur alnæmis er mis- munandi í heiminum. Til dæmis er tiðni smits meðal HlV-jákvæðra einstaklinga (þeirra sem eru smitaðir af alnæmisveirunni) meiri í stórborgum en í strjálbýli. Á stöðum í heiminum þar sem helsta smitleið alnæm- isveirunnar er við kynmök gagnkynhneigðra er tíðni smits hátt hjá vændiskon- um og viðskiptavinum þeirra. Þannig mætti lengi telja um á hvern hátt al- næmissmit birtist í heimin- um. Hins vegar er varhuga- vert að hamra mikið á mis- munandi tíðni og út- breiðslu því það er hætta á að fólk noti slíkar upplýs- ingar til að búa sér til falskt öryggi. Það gæti til dæmis farið að telja sér trú um að ef það bara sleppir því að sofa hjá einstaklingum sem stunda vændi eða stendur einungis í skyndikynnum í íslenskum sjávarplássum en ekki í höfuðborginni þá sé það óhult gagnvart al- næmissmiti! Alnæmissmit getur bor- ist á milli einstaklinga við samfarir hvort sem um er að ræða samfarir í munn, leggöng eða endaþarm. Áverki á slímhúð í leggöng- um eða endaþarmi getur aukið líkur á smiti en rofin slímhúð er samt ekki for- senda þess að smit geti átt sér stað. Flestir eru sam- mála um að mesta hættan sé fólgin í að vera móttak- andi aðilinn í endaþarms- kynmökum þar sem bólfé- laginn er smitaður. Hættan á smiti er líklega meiri við leggangasamfarir en sam- farir í munn. Þegar um kyn- sjúkdóminn lekanda er að ræða eru meiri líkur á að smitaður karl smiti konu en öfugt. Það hefur ekki verið staðfest á vísindalegan hátt en sumir telja að um svipað geti verið að ræða hvað varðar alnæmi. Það er hægt að smitast við munn- mök en það eru ekki til neinar upplýsingar um hvað áhættan er mikil. Það er fræðilegur möguleiki á að blautir kossar og gagn- kvæm fróun séu smitleiðir en áhættan er óveruleg miðað við samfarir án smokks. Talið er að einstaklingar sem bera alnæmisveiruna í sér séu meira smitandi eftir því sem fleiri sjúkdómsein- kenni koma fram eða þegar komið er á lokastig sjúk- dómsins — alnæmi. Sé við- komandi sýktur af ein- hverjum öðrum kynsjúk- dómi en alnæmi eru meiri líkur á að smitast af alnæm- isveirunni. Sár á kynfær- um, til dæmis af völdum herpessýkingar (frunsu) eða sýfilis, virðast auka smitnæmi. Hvað svo? Hvernig getur fólk nýtt sér þessar upplýs- ingar? Kemur þessi tugga um líkur á alnæmissmiti að nokkru gagni? Gerir það bara ekki fólk hrætt og frá- .. hættan á smiti er líklega meiri vid ieg- gangasamfarir en samfarir í munn.“ hverft kynlífi eða stuðlar að því að fólk hugsi að eins gott sé að loka bara augun- um og njóta sín — lifa bara fyrir líðandi stund? Þessu má svara í einni setningu: Það fer allt eftir því hvaða umbúðir fræðslan er sett í eftir að búið er að varpa fram ísköldum staðreynd- um um smitlíkur. Til að þekking sem þessi nýtist verður fólk í fyrsta lagi að telja sig hafa einhvern ávinning af henni. Þegar okkur verður það Ijóst hvað við græðum á að vita um smitleiðir alnæmis er- um við fyrst reiðubúin að skoða málið. Við verðum líka að telja að alnæmi komi okkur við. í því sam- bandi hefur það verulega mikið að segja að sjúk- dómsumræðan fciri ekki í felur. I öðru lagi má ekki heimta það mikla aðgát í kynlífi að fáum detti í hug að hann eða hún geti til- einkað sér þá hegðun. í þriðja lagi verður umhverf- ið — samfélagið eins og það leggur sig — að styðja þá hegðun sem endurspeglar raunverulega eða hugsan- leg aðgát í kynferðismál- um. Þetta vil ég spá í með ykkur í næstu viku: Hver gæti verið ávinningur af al- næmi í sambandi við kyn- lífsuppeldi þjóðarinnar? Spyrjiö Jónu um kyniífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.