Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 25 ækur & ’akkelsi Oskabækur Ungpólitíkus, óperusöngkona, verkalýðsforingi, kvikmyndagerðarmaður, leikkona, alþingismaður, ráðherrafrú, fréttamaður, sykurmoli, blaðakona, fyrrverandi ráðherra, dægurtónlistarmaður, prest- ur. Hvað vilja þau lesa yfir jólin? Sigþór Sigurjónsson er bak- arameistari hjá Bakarameist- aranum í Suðurveri. Sigþór Sigurjónsson Óhræsið „Óhræsið eftir Jónas Hall- grímsson. Passar það ekki vel núna þegar herðir að hjá rjúpunni? Annars gæti ég líka nefnt Stjána bláa.“ Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamra hjalla, hvít með loðnar tær, brýst í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa. Mædd á manna besta miskunn loks hún flaug, inn um gluggann gesta guðs i nafni smaug. Uti garmar geltu gólið hrein í valnum. Kastar hún sér í keltu konunnar i dalnum. Gæðakonan góða grípur fegin við dýri dauðamóða — dregur háls úr lið. Plokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir: „Happ þeim hlýtur!" — og horaða rjúpu étur. Árni Ibsen er Ijóðskáld. í fyrra gaf hann út bókina Vort skarða líf. Árni Ibsen Gúmmilaðiterta „Þessi einfalda sælgætis- terta gengur undir ýmsum nöfnum þar sem ég þekki til, sumum dónalegum. Betri borgarar kalla þetta sjálfsagt marensköku, en það er allt of flatneskjulegt nafn á jafnmik- ið sælgæti. Það ætti ekki að vefjast fyrir tannlausum að hesthúsa nokkrar sneiðar af þessu því ekkert bráðnar eins ljúflega á ljóðatungunni. Uppskriftin:" 4 eggjahvítur 150 g sykur 50 g púðursykur Petta er látið saman í skál og stífþeytt. Þetta var efnið, en síðan kemur rímið: Það eru tekin 100 g af súkkulaði og '/2 pakki af döðlum og allt brytjað i smátt. Þessi rímaði mulningur er þvi næst látinn út í og hrært saman við. Þá er það byggingin: Þá er smjörpappír látinn í tvö grunn form og öllu gumsinu hellt þar í. Þetta er svo bakað við 150 gráða hita (celsius) í 30 mínútpr. Loks er 1 peli af rjóma þeyttur og látinn milli laganna tveggja. Rjóminn er bókbandið. DAVÍÐ STEFÁNSSON formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna „Ég hef frétt að það sé að koma út ritgerðasafn eftir Matthías Johannessen. Ég hef alltaf haldið úpp á Matthí- as. Eins er annar ritstjóri, EU- ert Schram, að senda frá sér safn með greinum — og ég held líka sögum. Mér líst vel á i þessar bækur; þetta eru áhugaverðir menn og skrifa um áhugaverð efni.“ GUÐRÚN HELGADÓTTIR alþingismaður „Við þrælarnir í stóra hús- inu við Austurvöll höfum víst lítið labbað í bókabúðir enn- þá. Þó er ég búin að lesa eina bók, eftir Illuga Jökulsson, það er hið snotrasta verk. Eigulegar þykja mér bækur um Jónas frá Hriflu og Krist- ján Eldjárn, og það er alltaf forvitnilegt að sjá hvað Vig- dís, Steinunn og Guðbergur láta frá sér. Annars sýnist mér menn uppteknari af því að búa til bækur en að skrifa bækur og þá sakar varla að níða skóinn af náunganum í leiðinni — ég hef ekki mikinn áhuga á svoleiðis." BRYNDÍS SCHRAM ráöherrafrú „Tveir höfundar sem ég hef mikið dálæti á eru að gefa út skáldsögur: Steinar Sigur- jónsson sendir loksins frá sér bók eftir mörg ár — ég held reyndar að ég eigi allar bæk- urnar hans — og líka Guð- bergur Bergsson. Ég sé að Dimmalimm er að koma út aftur, ef ég gef barni bók verður það örugglega hún. Önnur endurútgáfa er Rubayiat, ábyggilega mjög falleg bók sem væri dásam- legt að eiga. Gamall sam- kennari minn, Guðjón Frið- riksson, skrifar Sögu Reykja- víkur og ævisögu Jónasar frá Hriflu; það eru bækur sem maður verður að eignast. Æviminningarnar setja mig hins vegar í vandræði, þar eru heilir fimm vinir mínir á ferðinni: Heiðar Jónsson, Árni Tryggva, Jónas Jónas- son, Laddi og Ómar. Ég get varla farið að gera upp á milli þeirra. Ég efast hins vegar ekki um Ellert bróður minn. Bókina hans vil ég fá.“ GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON formaður Dagsbrúnar „Mér hefur alltaf verið ákaflega hlýtt til Árna Tryggvasonar og hef í hyggju að lesa bókina um hann. Áð vísu er auðvelt að fara illa með gott efni, en trúi ekki að Ingólfur Margeirsson geri það. Kristján Eldjárn hef ég líka í huga og kannski bókina um Jónas frá Hriflu. Ég er þó ekki viss um að ég þori að lesa þá bók. Það þarf mikinn skilning og djúpa þekkingu til að skrifa af viti um mann eins og Jónas.“ SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR söngkona „Þær eru ansi margar. Ég get nefnt Ijóðabókina hennar Vigdísar, mig langar svolítið í hana, bókina hans Illuga Jök- ulssonar og nýju skáldsöguna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ég vona að ég fái tækifæri til að lesa þessar bækur. Hins vegar sé ég ekki að nein af þessum ævisögum og endur- minningabókum heilli mig — að minnsta kosti ekki þessi jólin.“ VALGEIR GUÐJÓNSSON tónlistarmaður „Þær eru nokkrar bækurn- ar sem mig langar að lesa, kannski fyrst og fremst bókin um Jónas frá Hriflu. Hvers vegna þá? Jú, hann var óvenjulegur maður sem hafði mikil áhrif á samtíma sinn og líka á samtíma okkar — eðli- lega langar mann að vita meira um slíka menn. Svo fljúga í gegnum hausinn á mér titlar á bókum þeirra Þórarins Eldjárns, Péturs Gunnarssonar, Ólafs Jóhanns og Guðmundar Andra Thors- sonar. Og ekki vil ég gleyma Matthíasi Johannessen, hann er öndvegisskáld. Ég vona bara að þetta komi ekki niður á plötusölunni, heldurðu það nokkuð?" EINAR ÖRN BENEDIKTSSON sykurmoli „Eða fá gefins. Til að lesa. Ég man ekki eitthvað um ský- in eftir Sjón. Ég hef alltaf lesið hans bækur, ekki ennþá bú- inn að fá leið á því. Ég ætla að lesa aftur Ansjósurnar eftir Braga Ólafsson, af því það er góð bók, þó ég þekki hann vel. Svo langar mig í Ástarat- lot. Já, kynlífsbókina frá For- laginu. Af því það er fasíner- andi bók. Én það er ein bók sem mig langar ekki að lesa — á ég að segja þér hvaða bók það er — bókin eftir hann Ólaf Jóhann Ólafsson. Absolútt ekki.“ HILMAR ODDSSON kvikmyndagerðarmaöur „Það er eitt og annað sem ég ætla að lesa. Eftir samstarf við Matthías Johannessen, ljóðabók eftir hann. Líka ljóð- in hennar Vigdísar Gríms, ég vil fylgjast með því sem hún gerir. Ég reyni örugglega að ná í bókina hans Guðbergs, og ég er forvitinn um bókina Illuga Jökulssonar. Annars sýnist mér fáar stórkanónur vera á ferðinni með skáld- verk; fyrst svo er ekki hlýtur maður að láta ritgerðasafn eftir Thor duga. Nú þegar seinna bindið af Kar- amazov-bræðrunum er að koma út hlýt ég að reyna að lesa það fyrra og vonandi það seinna líka. Bókina um Érró mundi ég líta í ef hún lægi fyr- ir framan mig.“ HELGI MÁR ARTHÚRSSON fréttamaður „Helst hefði ég viljað skella mér á Shakespeare eins og hann leggur sig. Punktur og basta. Hún stendur hér uppi í hillu á fréttastofunni og freist- ar mín. Svo geri ég fastlega ráð fyrir því að bókin hans Ólafs E. Friðrikssonar um Gísla Sigurðsson lækni og gísl sé vönduð og upplýsandi. Þeir sem fást við stuttaraleg- ar fréttir af stóratburðum komast varla hjá því að kíkja á það sem hann hefur að segja í bók. Annars vildi ég að kæmi meira út af bókum eins og Með hug og orði, sem var greinaog ritgerðasafn Vil- mundar Jónssonar landlækn- is. En það þýðir víst varla að biðja um slíkt — þeir eru fáir eftir sem skrifa svoleiðis." HALLDÓR ÁSGRÍMSSON alþingismaður „Ég ætla að byrja á því að lesa um vin minn Vilhjálm Hjálmarsson, það er mér bæði ljúft og skylt. Svo tók ég eftir bók um annan fram- sóknarmann, Jónas frá Hriflu; það var orðið tíma- bært að skrifa ítarlega ævi- sögu hans og það sem ég hef heyrt um bókina lofar góðu. Ég hef líka áhuga á að lesa skáldsöguna eftir Ólaf Jó- hann Ölafsson, en annars verð ég að játa að ég er ekki mikið farinn að hugsa fyrir bóklestri. Samtalsbækurnar eru náttúrlega þó nokkrar og það er misjafnt hvað þær hafa vakið mikinn áhuga hjá mér. Þó finnst mér eins og úr- valið sé ívið vandaðra en undanfarin ár.“ STEINAR BERG ÍSLEIFSSON hljómplötuútgefandi „Eitthvað er það sem mig langar að lesa, held ég. Til dæmis kolkrabbabókin hans Örnólfs Árnasonar. Ég vona að hún geti varpað ljósi á samliggjandi hagsmuna- tengsl sem eru víða í þessu þjóðfélagi. Þótt bókin eftir Jón Óttar Ragnarsson sé skáldsaga er hún líka í snert- ingu við þennan veruleika, sem vissulega er til. Ég er hins vegar ekki ennþá farinn að venja mig á að lesa ævi- sögur og á ekki von á að það breytist, jafnvel þótt mér sýn- ist þær bækur um margt at- hyglisverðari en í fyrra. Nei, nei, ég er ekkert hræddur við að mæla með bókum þótt ég gefi út plötur; ég held að fólk hljóti að geta gengið og tugg- ið í einu, hlustað á góða tón- list og lesið góðar bækur. Bókin er og verður einn meg- inþáttur í skemmtana-, menningar- og lífsmynstri fólks, rétt eins og tónlistin." EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR leikkona „Má ég ekki nefna bók sem ég er reyndar búin að lesa. Gúmmíendur synda ekki heitir sú bók og er í einu orði sagt lífsreynsla sem allir verða að lesa. Svo ætla ég að eiga til góða um jólin bókina um Árna Tryggvason og bók- ina um bann Ladda vin minn." AGNES BRAGADÓTTIR blaðamaður „Ég er spennt fyrir bókinni Óðfluga eftir Þórarin Eldjárn — handa börnunum mínum. Hvað úr hinni súpunni? Bók- ina um Erró eftir Aðalstein Ingólfsson líst mér vel á, ég held hún verði spennandi lesning. Á mínu sviði sýnist mér hins vegar afskaplega fátt koma út. Kannski, þegar ég hef tíma til, verð ég mér úti um og les ævisögu Krist- jáns Eldjárns eftir Gylfa Grön- dal. Það er þó ekki bók sem ég fer að hlaupa af stað til að ná í. Og kannski líka baráttu- sögu Borisar Jeltsín. Annars finnst mér ég eiga samúð skilda, ég hef nefnilega svo lítinn tíma til að lesa.“ SÉRA HANNA MARÍA PÉTURSDÓTTIR þjóögarðsvörður „Ég á mér nokkrar draumabækur. Sú fyrsta er dálítið óvenjuleg. Það er sjálf Grágás, í nýrri útgáfu með nú- tímastafsetningu og aðgengi- leg til lestrar. Þannig verður manni kleift að komast með góðu móti inn í fornan og heillandi heim. Mig langar líka að lesa ævisöguna henn- ar Sigurveigar Guðmunds- dóttur, kennara í Hafnarfirði, og bókina hans Ólafs Jó- hanns, Fyrirgefningu synd- anna. Svo verð ég alltaf upp- veðruð þegar konur eru að gefa út ljóðabækur; ég sé að bæði Steinunn Sigurðardóttir og Vigdís Grímsdóttir eru með nýjar ljóðabækur."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.