Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 32

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 ækur & 'akkelsi Hermann Bridde er bakara meistari hjá bakaríi Briddes. Hermann Bridde Álfakóngurinn „Ég hef í huga Ijóð sem ég hef haldið upp á alla tíð. Það er Der Erlköning, Álfakóng- urinn, eftir Goethe. Faðir minn var Þjóðverji og hann fór með þetta kvæði fyrir mig.“ Við birtum brot úr þýðingu Helga Hálfdanarsonar á kvæðinu. Hver þeysir í stormi um rökkvaða rein? Þar ríður faðir með lítinn svein. Með barnið í faðmi hann fákinn knýr; hans fang er traust og hans barmur lilýr. Hvað óttastu, sonur? Hvað sækir að þér? — O, sérðu hvar álfakóngurinn fer með kórónu og skikkjuklæddur hjá! — Æ, kæra barn, þetta er þokan grá. Og friðlaus geigur föðurinn sló, liann faðmar barnið og knýr sinn jó - og nær til bæja bleikur og fár; við barm hans er sveinninn kaldur nár. Bragi Ólafsson er Ijóðskáld. Hann er nýbúinn að gefa út Ijóðabókina Ansjósur. Bragi Ólafsson Kommakökur „Þetta er uppskrift sem vin- kona mín Þóra fann í Þjóðvilj- anum fyrir mörgum mörgum árum. Og í fyrsta skipti sem ég smakkaði þær spurði ég hvað þær hétu, en þær höfðu ekkert nafn heldur höfðu bara fundist í eldgömlu tölu- blaði af Þjóðviljanum. Og þar eð smákökur verða að heita eitthvað hlutu þessar nafnið kommakökur." 200 g smjörlíki 175 g sykur (2'A dl) 3 egg 3 tsk. vanilludropar 375 g hveiti 1. tsk. matarsódi 1. tsk. salt 125 g súkkulaði (suðu- eða mjólkursúkkulaði) Súkkulaðið er brytjað niður í litla bita, svo er allt efnið hrært saman í hrærivél og búnar til úr því litlar skífur sem síðan eru bakaðar líkt og aðrar smákökur. Er kynlíf „Kinlíf er leðinlegt", stóð lengi skrifað með feitum túss- penna á einn útvegg Vestur- bæjarsundlaugarinnar og stendur kannski enn. Ætli verði ekki að teljast líklegt að bak við þessa staðhæfingu búi mikil og sjálfsagt rauna- leg saga um kvenmanns- eða karlmannsleysi, misheppnuð ástaratlot og hvílubrögð sem voru engum til ánægju. En hvað er þá til ráða? Meira kynlíf? Skírlífi? Þerap- ía? Ennþá meira kynlíf? Eða geta bækur kannski gert kyn- lífið betra? Sú virðist vera staðföst trú bókaútgefenda um víðar álfur sem þetta árið fylla bókabúðir með mynd- skreyttum og litprentuðum ritverkum um alla anga kyn- lífsins; þá einföldustu og nauðavenjulegustu milli konu og karls, en líka þá sem oft eru taldir óímunnberan- legir; hópsex, hómósexúal- isma, hórdóm og hýðingar. íslenskir útgefendur eru með á nótunum eins og endranær og ef einhver er leiðinlegt? dóm og munngælur. Sami doktorinn, Andrew Stanway, er svo líka á ferðinni hjá öðrum útgefanda, Skjald- borg. Unaösdraumar og rmyndanir kynlífsins heitir sú bók og er kannski eins og fjöl- brautaskóli kynlífsins miðað við þann gagnfræðaskóla sem fyrrnefnda ritið er. Un- aðsdraumarnir eru af ýmsum toga og margir mundu lík- lega telja þá bæði háskalega og blöskranlega ef þeir stæl- ust út úr leyndustu hugar- fylgsnum og yrðu að veru- leika. Kannski er það heldur ekki ætlunin í þessari bók sem fjallar um ímyndanir, en ekki athafnir. En það breytir því ekki að hér erum við komin út að ystu mörkum þess sem telst vera eðlileg og góð hegðun í samfélagi; þótt sumir gefi sig á vald ímynd- unum er varla alvanalegt að stunda þvaglátaleiki, þarm- serðingar, kynsvall, samfarir viðókunnuga, húðstrýkingar og kynmök við sakleysingja eða dýr. Leysa kynlífsbækur vandann? svo djarfur að vilja stinga kynlífsbók í jólapakka getur hann valið milli tveggja önd- vegisrita. Forlagið gefur út bókina Ástaratlot — unadur kynlífsins í máli og myndum eftir doktor Andrew Stan- way. Þar er byggt á þeirri fuli- yrðingu að kynlífið, það sé sjálfur kjarni lífsins, og fjallað um ýmis grundvallaratriði eins og samfarastellingar, g-blettinn, getuleysi, mey- Geimverur á ókunnum vegi spáfrœöi Nostradamusar Nostradamus sat með trjá- kvist í hendi, skrítinn hatt á höfði og við hlið hans stóð á þrífót skál með vatni sem gár- aðist þegar honum birtust geigvænlegar sýnir um fram- tíð mannkyns. Síðan læsti hann sýnirnar í torræða brag- arhætti ogjór með lykilinn í gröfina. Ótal dulfræðingar hafa síðan glímt við að smíða nýjan lykil, en árangurinn ekki orðið trúverðugur, frem- ur en spár af þessu tagi yfir- leitt. Nú hefur einn dulfræðing- urinn enn, V.J. Hewitt að nafni, búið til flókið kerfi úr stafaröðum, talnabunum og tímatöflum sem hann telur að fari langleiðina með að ráða Nostradamus ofan í kjölinn. Og það ber vel í veiði, því He- witt les einmitt úrspádómun- um að þeir verði ekki ráðnir fyrr en undir lok 20. aldarinn- ar eða það stendur að minnsta kosti í bókinni sem Forlagið gefur út. Af kerfinu má vera ljóst að spásagnir Nostradamusar eru svo nákvæmar að litlu skeik- ar. Hann sagði fyrir um örlög þriggja síðustu Rómarpáfa, hjónaband Karls og Díönu, valdatöku Gorbatsjofs, slysið í Tsjernobyl og eyðimerkur- stríðið gegn Saddam Hus- sein. Og varla þarf að geta þess að í skræðum Nostradamusar eru þeir nafngreidir Napóle- on, Hitler og Franco og útlist- aðar þær hörmungar sem þeir leiddu yfir þjóðir sínar og heiminn. En þetta er víst allt komið fram. Meiru varðar hvað Nostradamus segir um næstu ár og áratugi; ætli við römb- um á barmi ragnaraka eða er paradísarheimt á næsta leiti? Nei, Nostradamusartúlkend- ur sjá engin slík tímamót framundan, heldur mun sag- an sniglast áfram sem fyrr, full af ófriði, ofbeldi og of- stæki, en líka gleðilegum uppgötvunum sem gera mannlífið betra og fegurra. Tökum dæmi úr spáfræðum þeirra Nostradamusar og He- witts um næsta áratug: — 1991—95: Drukkinn Kalifornía nötrar í jarðskjálfta, Hollywood hverfur... skríll leggur undir sig götur Parísarborgar. — 1992—98: Hljóðbylgjur eyða krabba- meini, læknisfræðin snýr við áhrifum öldrunar. — 8. maí 1993: Feiknarlegir jarðskjálft- ar í Kaliforníu, borgin San Di- ego hverfur í hafið, kvik- myndaverin í Hollywood hrynja og eru úr sögunni, fólksflótti, sjúkdómar, dauði. 1993—96: Efnahagshrun í Japan. — 1994: Nelson Man- dela verður forseti Suður-Afr- íku. — 1995—98: Tyrkland fer í stríð við Grikkland. — 1995—98: ísrael yfirbugað af nágrönnum sínum, endalok Ísraelsríkis. — 1998: Geim- verur ljósmyndaðar, haltr- andi um á óþekktum vegi á jörðinni. — 1991: Spádóms- gáfa verður viðurkenndur hæfileiki í augum mannkyns. Þýðingar Fyrir einhverjum árum höfðu menn þungar áhyggjur af þýðingum, það var tímabil að hérumbil ekkert var þýtt af viti á íslensku. Þessi um- ræða hefur að mestu leyti þagnað, núorðið er talsvert þýtt á íslensku og sumt af verulegu viti. Kannski er ástæðan sú að mörlandinn er orðinn eitthvað opnari fyrir umheiminum og áhugasam- ari um hann; ungt fólk sem hefur hlotið mikla menntun í framandi tungumálum á nátt- úrlega þátt í þessari gróandi, en líka sjóðir sem hafa verið settir upp til að styrkja útgáfu þýðinga. Hins vegar hefur það ekkert breyst að laun þýðenda eru fyrir neðan allar hellur. Nokkrar þýðingar koma út nú fyrir jólin sem hjóta að teljast í frásögur fær- andi: Nefnum fyrst hana Ingi- björgu Haraldsdóttur sem hlýtur að vera komin með all- nokkra punkta í fálkaorðu- skalann fyrir þýðingar á önd- vegisbókmenntum rússnesk- um, hún lýkur við að þýða Karamazou-brœöurna eftir Dostojevskí (og eru þá Djöfl- arnir einir óþýddir af stærri verkum hans). Thor Vil- hjálmsson hefur líka löngu sannað hversu snjall þýðandi hann er og íslenskar Áustur- lenskar sögur eftir Margue- rite Yourcenar, dáða franska skáldkonu af kynslóð nýja rómansins. Kristinn R. Ólafs- son, sérlegur fulltrúi íslands í Madrid, þýðir Býkúpuna, frægustu skáldsögu einkavin- ar síns, Nóbelsverðlaunahaf- ans Camilo José Cela. Hjört- ur Pálsson linnir ekki látum og hefur nú snarað enn einni bókinni eftir annan Nóbels- verðlaunahafa, gyðinginn Isaac Bashevis Singer sem andaðist fyrr á þessu ári, sú heitir Gallagripur. Úlfur „... reis hann á fætur, þessi harðbrjósta maður, og tók stór og mikil skæri og klippti báða vængina af Dísu litlu, hvorn á eftir öðrum." Kannski leið höfundinum illa ... „Þessi bók eyðilagði bernsku mína,“ segir fólk stundum í hálfkæringi og á þá líkast til við eitthvert rit- verk sem kveikti í barns- hjarta grun um hættulega og ókunna heima þar sem allt er öfugsnúið; börn fá ekki að borða, börn eru látin þræla, börn fá ekki að vera hjá for- eldrum sínum. Kynslóðir íslendinga hafa alist upp við sögurnar af Dísu Ijósálfi, Alfinni álfakóngi og dvergnum Raudgrana; þær voru lengi órjúfanlegur hluti af menningarheimi íslenskra barna. Bækurnar komu fyrst út á árunum 1928—1930 og svo aftur nokkrum sinnum, en hafa verið nánast ófáan- legar um langt skeið. Höfund- ur þessara lífseigu bóka var hollenskur listamaður og rit- höfundur, G.T. Rotman að nafni, og segir ekki meira af honum nema hvað hann var óneitanlega afbragðsteiknari og hugmyndaflugið slíkt að maður trúir varla öðru en Rotman hafi hlotið að líða illa á stundum. Nú hefur Forlagið tekið sig til og endurútgefið þessar þrjár öndvegisbækur og hvorki hafa myndirnar né textinn breyst á þeim sextíu árum sem eru liðin síðan þær komu fyrst út. Það er enginn vafi; hér eru augnablik sem hafa greypst inn í vitund allra þeirra barna sem bækurnar lásu og tolla þar enn þótt barnslundin sé ekki nema óljós endurminn- ing: Skógarhöggsmaðurinn klippir vængina af Dísu ljós- álfi. Trítill litli verður viðskila við Alfinn álfakóng, föður sinn. Galdranornin lokkar til sín hana Huldu litlu, systur Hans, og brögðótti dvergur- inn Rauðgrani gerir grín að öllu saman. Eða allar furðuskepnurnar og. kvikindin, pínulítil eða risastór, grimmlynd eða góð, í þessum furðuheimi þar sem öll stærðarhlutföll eru úr lagi færð og allt einhvern veginn öðruvísi en það lítur út fyrir að vera: Vatnabúar, risagedd- ur, kanínur í dúkkuleik, góð- hjartaðir storkar, andstyggi- legar moldvörpur, froskar sem dansa í hring, mýs sem draga vagna, og allir og allt með mannamál.. . Þegar öllu er á botninn hvolft; kannski eyðilögðu þessar bækur ekki bernsku neins. Þær vöktu ákveðinn beyg, komu blóðinu á hreyf- ingu, en enduðu vel eins og öll ævintýri. Hafa bókarýn- endur ekki talað um „kaþars- is“ allt frá dögum Aristóteles- ar, bókmenntaverk sem veki ógn, skelfingu og harm, en sé um leið eins konar þvottaefni fyrir sálina. Kannski er það einmitt málið. Hjörvar þýðir Leyndardóma, einhverja skrítnustu og skemmtilegustu bók meist- ara Hamsuns, og fást nú flest- ar bækur hans á íslensku. Þegar myrkur sagnaheimur Franz Kafka er annars vegar höfum við íslendingar hins vegar lengstum staðið á gati. Það stendu/ þó til bóta því feðgarnir Ástrádur Eysteins- son og Eysteinn Þorvaldsson hafa tekið að sér að vera full- trúar hins kafkaíska anda á Islandi og hafa nú snarað smásögunni 1 refsinýlendunni og rúmlega fjörutíu öðrum sögum. Fleira? Jú, Árni Berg- mann þýðir úr rússnesku sög- una Svarta meinid eftir Ninu Berberovu og Árni Sigurjóns- son úr ítölsku bókina Riddar- inn sem var ekki til eftir Italo Calvino, höfund sem þykir hafa smíðað sér einstæðan furðuheim. Og loks: John Le Carré; frábæru njósnabæk- urnar hans hafa verið þýddar á flest heimsins tungumál (og nú líka á mál fyrrum komm- únistaríkja), en varla á ís- lensku svo heitið geti. Ólafur B. Gudnason bætir úr því og þýðir Rásslandsdeildina, sem einmitt var kvikmynd í Bíó- borginni fyrir stuttu . . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.