Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRCS5AN 12. DESEMBER 1991
13
4 MILLJONA
Fari skattyfirvöld að vilja fjármálaráðherra mun
ný reglugerð um ráðherrabíla leiða til þess að
5,5 milljóna króna skattaskuld núverandi og fyrr-
verandi ráðherra lækki niður í 1 til 1,5 milljónir.
HVERSU MIKIÐ LÆKKAR HLUNNINDASKATTUR RÁÐHERRANNA?
Ráðherrar______________________________________________ Fyrir Eftir
Halldór Ásgrímsson................................. 1.120.000 122.500
Jón Sigurðsson..................................... 1.055.000 160.400
Jón Baldvin Hannibalsson............................. 430.000 160.400
Steingrímur J. Sigfússon............................. 410.000 122.500
Júlíus Sólnes........................................ 370.000 82.500
Óli Þ. Guðbjartsson.................................. 370.000 82.500
Þorsteinn Pálsson................................... 345.000 37.900
Guðmundur Bjarnason................................. 330.000 122.500
Svavar Gestsson..................................... 295.000 122.500
Davíð Oddsson....................................... 185.000 37.900
Steingrímur Hermannsson............................. 180.000 66.500
Ólafur G. Einarsson................................. 150.000 37.900
Friðrik Sophusson................................... 145.000 37.900
Halldór Blöndal..................................... 125.000 37.900
ALLS .............................................. 5.510.000 1.231300
ALLS LÆKKUN....................................... 4.27a200___________
Skýringar: í fyrri dálkier útreikningur blaðsins samkvæmt túlkun Rikisskattstjóra og fariö eftir bifreiöaskrá
embættisins. ísíöaridálknum er miöað viö 8.400 km einkaafnot á ári tilað finnaáætlaöa mánaðarlega stað-
greiðslu.
Fari skattyfirvöld að vilja fjár-
málaráðherra munu ráðherrar
greiða mun minni skatt af bifreiða-
hlunnindum en Ríkisskattstjóri hef-
ur úrskurðað. Samkvæmt túlkun
Ríkisskattstjóra og útreikningum
PRESSUNNAR skulda ráðherrar síð-
ustu ríkisstjórnar um 4,2 milljónir
króna vegna hlunninda af ótak-
markaðri notkun ráðherrabifreiða
og ráðherrar núverandi ríkisstjórn-
ar 1,3 milljónir til viðbótar fyrir
þetta ár.
Líklegt er að ofangreindar 5,5
milljónir lækki um 4 til 4,5 milljónir
og verði því 1 til 1,5 milljónir — fari
skattyfirvöld að vilja Fridriks Sop-
hussonar fjármálaráðherra. Lækk-
unin yrði mest til þeirra sem notað
hafa dýrustu bifreiðirnar. Halldór
Ásgrímsson skuldar samkvæmt
túlkun Ríkisskattstjóra um 1,1 millj-
ón en það lækkar niður í um 120
þúsund samkvæmt vilja fjármála-
ráðherra eða um 90 prósent. Jón
Sigurdsson mundi samkvæmt þessu
lækka úr liðlega milljón niður í 160
þúsund eða um 85 prósent.
í tíð síðustu ríkisstjórnar var leitað
til Ríkisskattstjóra um með hvaða
hætti skyldi meta bifreiðahlunnindi
ráðherra til skatts. Hann komst að
þeirri niðurstöðu að ráðherrarnir
hefðu ótakmörkuð afnot af bifreið-
unum og ættu að greiða skatt sem
samsvarar 20 prósentum af and-
virði nýrrar bifreiðar eða 15 prósent
af bifreið tveggja ára eða eldri.
Um þetta varð ágreiningur. Nú
hefur fjármálaráðuneytið gefið út
nýja reglugerð sem kveður á um að
Jón Sigurðsson iönaðar- og við-
skiptaráðherra ektr um á Range Ro-
ver Vogue. Skuldar yfir 1 milljón en
lækkar niður i nálægt 160 þúsund.
afnot ráðherra teljist takmörkuð.
Fjármálaráðherra hefur um leið lýst
því yfir opinberlega að það sé vilji
hans að skattyfirvöld hafi hliðsjón af
þessari reglugerð þegar hlunnindin
verða metin til skatts, bæði hjá nú-
verandi ráðherrum og ráðherrum
síðustu ríkisstjórnar. Þetta þýðir að
hér eftir verði einkaafnot ráðherr-
anna skráð sérstaklega og skattyfir-
valda að meta einkaafnot fyrri ráð-
herra út frá fordæmum. Þetta þýðir
um leið að tekjur ráðherra af þess-
um hlunnindum verða mældar út
frá 16 krónum á hvern ekinn kíló-
metra, samkvæmt reglum Ríkis-
skattstjóra.
Þorsteinn Pálsson dómsmála- og
sjávarútvegsráðherra. Tók við Benz-
inum dýra af Halldóri. Lækkar úr 345
þúsundum i 38 þúsund.
„REGLUGERÐIN GILDI UM
FYRRVERANDI RÁÐHERRA“
Indridi H. Þorlúksson, deildar-
stjóri í fjármálaráðuneyti, segir að
breytingarnar feli í sér annars vegar
nákvæmari útfærslu ákvæða um af-
not ráðherra af ríkisbifreiðum, hins
vegar er kveðið á um að það sé Inn-
kaupastofnun ríkisins sem kaupi bif-
reiðir til afnota fyrir ráðherra, ekki
ráðherrarnir sjálfir.
„Þarna myndast grundvöllur til
að leggja skattalegt mat á hlunnindi
af einkaafnotum á ríkisbifreiðum,
en það hefur verið álitamál hvernig
túlka beri núverandi reglugerð í því
sambandi. Ótvírætt er nú að ráð-
herrar hafi bifreiðina til afnota
vegna embættisins og að þeim beri
að greiða skatt af einkaafnotum
þeirra."
Ráðherrar eiga að gera grein fyrir
öllum akstri, segir Indriði. Um hvort
reglugerðin segi til um fyrri ágrein-
ingsmál sagði Indriði svo ekki vera.
„Skattalegur úrskurður er þar í
höndum skattyfirvalda. Við teljum
að með þessari breytingu hafi
ákveðinni hindrun verið rutt úr
vegi, en það er Ríkisskattstjóra að
draga af þessu ályktanir. Mér sýnist
hins vegar, að þótt reglugerðin sé
ekki afturvirk ætti leiðin í málinu að
vera sú að túlka fyrri ágreiningsmál
í anda hinnar nýju reglugerðar. Það
teldi ég vera eðlilegan gang máls-
ins,“ segir Indriði og hið sama hefur
fjármálaráðherra sagt í fjölmiðlum.
Gardar Valdimarsson ríkisskatt-
stjóri sagðist ekki hafa séð hina nýju
reglugerð og gæti því ekki tjáð sig
um þær breytingar sem henni
fylgja.
„Það hefur veriðuppi ágreiningur
um túlkun á þeirri reglugerð sem
segir til um notkun ráðherra og ann-
arra opinberra starfsmanna á ríkis-
bifreiðum. í gildandi reglugerð eru
opinberum starfsmönnum bönnuð
einkaafnot af opinberum bifreiðum,
en ráðherrar undanþegnir því
banni. Við höfum túlkað þetta svo
að ráðherrum sé því leyfilegt að
nota bifreiðirnar að vild, þ.e.a.s.
ótakmarkað. Þettaþýðirsamkvæmt
túlkun okkar að ráðherrar skuli
greiða skatt af þessari ótakmörkuðu
notkun. Um þetta hefur verið
ágreiningur, sem ég hef ekki og
mun ekki tjá mig um.“
Garðar sagði að skattgreiðslur í
samræmi við ákvæði um takmörk-
uð afnot væru yfirleitt lægri en fyrir
ótakmörkuð afnot, en það færi auð-
vitað eftir fjölda ferða og fjarlægð-
um. „Við munum skoða hina nýju
reglugerð vandlega þegar við fáum
hana og skoða málið í ljósi yfirlýs-
inga fjármálaráðherra um að hún
gildi um fyrri tíð. Við tökum síðan
ákvarðanir í framhaldi af því," sagði
Garðar.
ÚR 20 ÞÚSUNDUM f
4 ÞÚSUND Á MÁNUÐI
Ágreiningurinn milli ríkisskatt-
stjóra og fjármálaráðuneytis kom
upp í ársbyrjun 1989 með gildistöku
hertra ákvæða um greiðslu af bif-
reiðahlunnindum. Á meðfylgjandi
listum má sjá hver munurinn yrði á
hlunnindagreiðslum ráðherra fyrri
og núverandi ríkisstjórna miðað við
túlkun Ríkisskattstjóra annars vegar
og vilja fjármálaráðherra hins veg-
ar. í síðarnefnda tilvikinu hefur ver-
ið sett upp dæmi, þar sem einkaaf-
not ráðherra eru áætluð 700 kíló-
metrar á mánuði (8.400 kílómetrar
á ári). Er þá gengið út frá því að akst-
ur ráðherra til og frá vinnu sé að
meðaltali 400 kílómetrar á mánuði
og annar akstur 300 kílómetrar.
í fyrra tilvikinu er staðgreiðslan af
hlunnindunum um 20 þúsund að
meðaltali á mánuði en í því seinna
ekki nema um 4.400 krónur á mán-
uði. Þetta þýðir að meint skatta-
skuld Halldórs Ásgrímssonar frá
ársbyrjun 1989 til miðs apríl 1991
lækkar úr 1,1 milljón króna niður í
122 þúsund krónur. Skuld Jóns Sig-
urðssonar lækkar úr rúmri milljón í
160 þúsund. Skuld Jóns Baldvins
Hannibalssonar lækkar úr 430 þús-
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra. Hann ók um á
langdýrasta bílnum, Mercedes Benz
500 SEL. Ríkisskattstjóri túlkar
hlunnindin upp á 1,1 milljónar króna
skatt vegna 27,5 mánaða tímabils.
Þaö lækkar niður í u.þ.b. 122 þúsund
fari skattyfirvöld að vilja fjármálaráð-
herra.
undum í 160 þúsund og þannig má
lengi telja.
Upphæðirnar hjá Steingrími Her-
mannssyni eru þetta lágar vegna
þess að þegar ágreiningurinn var
kominn upp söðlaði hann yfir á eig-
in bíl og fékk greiðslur fyrir afnot af
honum — sem hann hefur væntan-
lega gefið upp til skatts. Jóhanna
Sigurdardóttir og Ólafur Ragnar
Grímsson skáru sig úr í síðustu ríkis-
stjórn, með því að þau notuðu eigin
bifreið og þágu ekki greiðslur fyrir.
í núverandi ríkisstjórn nota eigin
bifreiðir Jóhanna, Sighvatur Björg-
vinsson og Eidur Gudnason.
GÆTI EKIÐ 30.000 KM EN
SAMT BORGAÐ MINNA
Rétt er að hafa í huga að Ríkis-
skattstjóri gefur út bifreiðaskrá þar
sem kostnaðarverð er tíundað. Fyrir
bifreið sem tekin er í notkun 1989
og út þetta ár er farið eftir verðskrá
frá síðustu áramótum og ættu ráð-
herrarnir að greiða samkvæmt túlk-
un Ríkisskattstjóra af því verði. Ráð-
herrarnir Davíö Oddsson, Friðrik
Sophusson og Ólafur G. Einarsson
hafa allir nýverið keypt bifreiðir,
sem kostuðu frá 2,6 upp í 3,3 millj-
ónir, en hefðu verið skattlagðir sam-
kvæmt eldra verði og í dæmunum
hér er gengið út frá eldra verði.
Unnt er að líta á skattalækkun
ráðherranna út frá öðru sjónar-
horni. Núverandi ráðherrar ættu að
greiða um 22.500 krónur að meðal-
tali á mánuði fyrirbifreiðahlunnind-
in, samkvæmt túlkun Ríkisskatt-
stjóra. Samkvæmt nýju reglunum
og 16 króna gjaldinu geta þeir ekið
upp að 1.400 kílómetrum á mánuði
í einkaerindum á ráðherrabílunum,
en samt greitt lægri skatt. Þetta
samsvarar um 17 þúsund kílómetr-
um á ári. Hjá Þorsteini Púlssyni, sem
ekur um á dýrasta bílnum og ætti að
borga um 40.600 á mánuði, er vega-
lengdin 2.530 kílómetrar á mánuði
eða yfir 30 þúsund kílómetrar á ári.
Friðrik Þór Guðmundsson