Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991
SIGURÐUR
Helgason er sannur frum-
herji í sér. Fyrst í fluginu og
svo er hann fyrsti maður
þessarar bókavertíðar til að
kvarta yfir ritdómi um bók
sína. Það er Björn Bjarna-
son sem fær það óþvegið
hjá Sigurði. — Og talandi
um rithöfunda þá hefur
komið í ljós að einn þeirra
skrifar enn á skinn. Það er
enginn annar en Egill Egils-
son eðlisfræðingur sem hef-
ur upplýst að hann skrifi á
handarbakið á sér — ekki
bak við eyrað. Fyrst minnst
er á bækur má auðvitað
geta þess að í Háskólanum
er alltaf verið að rífast, nú
síðast
Kotbrún Bergþórsdóttir sem
tekur Helgu Kress i bakarí-
ið í Tímariti Máls og menn-
ingar út af meðferö Helgu
á Jónasi Hallgrtmssyni. Kol-
brún sýnir svo sannarlega
að enn er líf í umræðunni í
Háskólanum, sem virðist
reyndar allt vera Helgu að
þakka. En úr því að minnst
er á Jónas þá virðist
Jakobi Magnússyni hafa
tekist að blása lífi í eina
efnilegustu deilu seinni ára.
Búkurinn á Didda fiölu
leikur þar stærsta hlutverk-
ið. — Og nú líkir Siglaugur
Brynleifsson framferði Jak-
obs við fræga ferðasögu
Dithmars Blefken frá 1607.
Henni var svarað skjótt
(fimm árum seinna!) af
Arngrími Jónssyni lœrda.
Nú er bara spurningin; ef
Jakob er Blefken, hver er
þá Arngrímur?
Áðurnefndur Björn Bjarna-
son er á fleiri vígstöðvum
því
Þór Jónsson fréttamaður er
að flytja okkur annan kafl-
ann í deilu þeirra félaga
um það hvar kjarnorku-
sprengjurnar séu. Vonandi
að þeir tveir séu ekki með
þær! En skemmtilegustu
rithundarnir eru auðvitað
bókmenntagagnrýnendur
DV, þeir Árni Blandon og
Örn Olafsson. Óskandi að
þeir fari aftur að skrifast á.
,,Tapkaup" fyrirtækja skerða tekjur ríkissjóðs:
Lýður A. Friðjónsson t Vífilfellii hf. Fyrir skattabreytingu keypti Kók pappírsfyrirtæki um tap
Nútímans og Gamla Álafoss. Síðarnefnda fyrirtækið keypti Vífilfell af Framkvæmdasjóði hjá Þórði
bróður Lýðs.
Jón Guðmundsson í BYKO í
Kópavogi. Hann keypti
Fljótalax síðla árs 1989.
Werner Rasmusson í Pharm-
aco/Ðelta. Hefur keypt ís-
lensk matvæli, Klakk og Ás-
garð og fleiri fyrirtæki.
FYRIRTÆKIN GÆTIIGRÆTT
20 MILLJANM Á OLLU TAPINU
Þrátt fyrir hert lagaákvæði 1988 leiddu alls 80 sameiningar fyrirtækja á síðasta ári
til skattataps ríkissjóðs upp á hundruð milljóna. Kaupendur tapsins virðast ávallt
finna löglegar krókaleiðir framhjá þeim reglum sem stjórnvöld setja til að stemma
stigu við þessu tapi.
Ríkissjóður gæti orðið af
allt að 27 milljarða króna
skatttekjum á næstu árum ef
fyrirtæki taka upp á því að
„kaupa tap“ annarra fyrir-
tækja landsins. Talið er að um
60 milljarðar króna liggi sem
uppsafnað tap fyrirtækja.
Samkvæmt ,,gengi“ tap-
kaupa er tap falt fyrir 10 til 12
prósent af nafnvirði. Ofan-
greint heildartap gæti því
skipt um eigendur og 6 til 7
milljarðar verið reiddir fram
sem greiðsla. Þessi viðskipti
hefðu í för með sér lækkun
skatta upp á 27 milljarða og
hreinn gróði þá 20 til 21 millj-
arður fyrir tapkaupafyrirtæk-
in.
Fjármálaráðuneytið hefur
fengið í hendurnar tölulegt
yfirlit frá embætti Ríkisskatt-
stjóra yfir sameiningar fyrir-
tækja á síðasta ári, þar sem
um „tapkaup" hefur verið að
ræða. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR leiddu 80
sameiningar til lækkunar á
tekjuskatti upp á hundruð
milljóna króna. Ríkisstjórnin
íhugar nú að þrengja enn
þessa skattaglufu og mun
Ríkisskattstjóri taka samein-
ingar síðasta árs til sérstakrar
skoðunar, til að kanna hvort
ákvæðum laga hafi verið
fylgt — og fylgjast grannt
með framkvæmdinni í kjöl-
farið.
Tekjuskattar fyrirtækja eru
samkvæmt fjárlagafrum-
varpi fyrir næsta ár áætlaðir
aðeins 3,2 milljarðar króna.
Það þýðir að ef 60 milljarð-
arnir yrðu keyptir upp á
skömmum tíma yrði ríkis-
sjóður af tekjuskatti fyrir-
tækja í allt að 10 árum.
í nýlegu dæmi var gert ráð
fyrir því að Samherji keypti
uppsafnað eins milljarðs
króna tap af Meitlinum fyrir
100 milljónir króna; Tekju-
skattsgreiðslur Samherja
mundu við það lækka um
450 milljónir — verða engar
um þó nokkur ár — og fyrir-
tækið græða 350 milljónir.
Við fyrrnefndar 80 samein-
ingar þyrfti aðeins 12 til 13
milljóna króna tap að meðal-
tali til að skattgreiðslurnar
lækkuðu um 450 til 500 millj-
ónir króna í heild.
EINI TILGANGURINN AÐ
KOMAST HJÁ SKÖTTUM
Fyrir nokkrum árum þótti
stjórn- og skattyfirvöldum
stefna í óefni vegna tapkaupa
fyrirtækja. Fyrirtæki í alls-
endis ólíkum atvinnugrein-
um voru að sameinast, aug-
ijóslega af allt öðrum hvötum
en hagræðingarsjónarmið-
um. Brögð voru að því að fé-
lög, sem í raun voru hætt
starfsemi, væru keypt af fyr-
irtækjum í fullum rekstri, þar
sem eftir stóð í fyrra félaginu
ójafnað tap frá því er það var
í rekstri. Þau hefðu þá að
öðru leyti verið skuld- og
eignalaus.
Þetta ójafnaða tap nýttu
kaupendur sér til lækkunar á
skattskyldum tekjum og þótti
mönnum nóg um þegar fyrir-
tæki í alls óskyldum atvinnu-
greinum nýttu sér þessa
skattaglufu. Fræg dæmi voru
tíunduð í umræðum manna á
meðal, svo sem þegar blaðið
NT (Farg hf.) og Gamli Álafoss
hf. sameinuðust Vífilfelli
(Kók).
Lögum um tekju- og eigna-
skatt var breytt 1988 og í at-
hugasemdum með viðkom-
andi frumvarpi sagði: „Þar
sem telja verður að kaup af
því tagi sem að framan er lýst
hafi í raun engan tilgang ann-
an en þann að komast hjá
greiðslu tekjuskatts er ...
lagt til að eftirstöðvar rekstr-
artapa frá fyrri árum hjá því
félagi sem slitið var flytjist
ekki til þess félags sem við
tekur, nema það hafi með
höndum sams konar rekstur
eða starfsemi og félagið
stundaði sem slitið var. Einn-
ig felst í greininni að eftir-
stöðvar rekstrartaps þess fé-
lags sem slitið var flytjast
ekki til þess félags sem við
tekur hafi það félag sem slitið
var hætt starfsemi sinni fyrir
slitin og átt óverulegar eign-
ir.“
ÞEGAR KÓK KEYPTI NT
OG GAMLA ÁLAFOSS
Endurgjald var bundið við
afhendingu hlutabréfa og að
eftirstöðvar rekstrartaps
skyldu ekki flytjast, nema fé-
lagið sem við tæki stundaði
skyldan rekstur eða héldi að
mestu áfram svipuðum
rekstri og það félag sem slitið
var. Sömu hömlur voru settar
ef hið slitna félag átti áður
óverulegar eignir og hafði
engan rekstur.
Breytingin hefur ekki dreg-
ið verulega úr „tapkaupi",
enn eru fyrirtæki að samein-
ast. Talið er að í mörgum til-
vikum sé farið framhjá at-
vinnugreinaskilyrðinu á
þann hátt, að tilkynnt er um
breytingu á tilgangi félags áð-
ur en það er sameinað öðru
félagi, eftir að eignir og
skuldir hafa verið hreinsaðar
burt en tapið skilið eftir. Þá
eru uppi grunsemdir um að
farið sé framhjá lagaákvæð-
um, þar sem segir að við sam-
einingu megi eigendur þess
félags sem slíta á aðeins fá
hlutabréf í yfirtökufélaginu
sem greiðslu. Eru þá hluta-
bréf afhent, en keypt til baka
jafnharðan.
Sem fyrr segir tóku laga-
ákvæðin gildi í ársbyrjun
1989. Vifilfell keypti fyrir þau
áramót nokkur fallít fyrirtæki
og vöktu kaupin á Gamla Ála-
fossi hf. mesta athygli, en
einnig er fyrirtækið keypti
„Farg hf“„ pappírsfyrirtæki
sem stofnað var upp úr and-
láti Nútímans. Og Vífilfell
keypti Akra hf.
I tilfelli Gamla Álafoss hf.
vakti ekki síst athygli að sölu-
maðurinn var Þórður Frið-
jónsson hjá Framkvæmda-
sjóði og kaupandinn bróðir
hans hjá Kók, Lýður Friðjóns-
son.
HVAÐ EIGA
FLJÓTALAX OG BYKO
SAMEIGINLEGT?
Rétt fyrir áramótin nýttu
mörg önnur fyrirtæki sér
þann möguleika að kaupa
tapfyrirtæki í óskyldum
rekstri, áður en það yrði of
seint.
Ægir hf. á Grenivík var
sameinaður Holrœsahreins-
uninni í Reykjavík undir
nafni þess síðarnefnda, Pól-
arskip á Hvammstanga var
sameinað Rafhönnun í
Reykjavík, Gylfaútgerdin á
Patreksfirði var sameinuð
Svölunni á Höfn, Hornafirði,
Klakkurhf. sameinaðist lyfja-
fyrirtækinu Pharmaco, ís-
brek hf var sameinað Vatns-
rúmum hf. og þannig mætti
lengi telja.
Skoðum nokkur dæmi af
sameiningum eftir lagabreyt-
inguna frá 1988: Hugtak hf.
sameinaðist Tœknivali hf„
Tölvuvörur hf. sameinuðust
Tœknivali hf., Útgerdarfélag
N-Þingeyinga sameinaðist
Hradfrystistöd Þórshafnar,
Þrthyrningur hf. (Þykkvabæ)
sameinaðist Höfn hf. (Sel-
fossi), Hvaleyri hf. (Hafnar-
firði) sameinaðist Samherja
hf. (Akureyri), Nordurstjarn-
an hf. sameinaðist íslenskum
matvœlum hf., íslensk mat-
vceli hf. sameinuðust Pharm-
aco hf, Hradfrystihús Kefla-
víkur hf. sameinaðist Útgerd-
arfélagiAkureyringa hf., Kort
hf. sameinuðust Andra hf,
Samkort hf. sameinuðust
Kreditkortum hf, Ásgardur
hf. sameinaðist Delta hf.,
NT-umbodid (Akureyri) sam-
einaðist Sudurgardi hf. (Sel-
fossi), Keflavík hf. (Keflavík)
sameinaðist Midnesi hf.
(Sandgerði), Rósa hf.
(Hvammstanga) sameinaðist
Hradfrystihúsi Fúskrúds-
fjaröar, Veltir hf. sameinaðist
Brimborg hf., Bladaprent hf.
sameinaðist Prentsmidjunni
Odda hf., Hafnarbakki hf.
(Bakkafirði) sameinaðist
Hafnarbakka hf. (Hafnar-
firði), Fljótalax hf. (Skaga-
firði) sameinaðist BYKO hf.
(Kópavogi).
RÍKIÐ: LÁTUM ÞAU
BÍÐA í ÞRJÚ ÁR
í nokkrum ofangreindra
dæma er erfitt að koma auga
á mögulega hagræðingu við
sameiningu, t.d. þar sem
ærnar vegalengdir eru á milli
fyrirtækjanna (Rósa, Hval-
eyri, Flafnarbakki, Hrað-
frystihús Keflavíkur, NT-um-
boðið). f tilfelli Fljótalax og
BYKO, þar sem sameining
var tilkynnt í nóvember
1989, er um alls óskyldan
rekstur að ræða, líkt og hjá
NT og Vífilfelli. Þá er spurn-
ing hvort matvælafyrirtækið
íslensk matvæii geti talist í
sams konar rekstri og lyfja-
fyrirtækið Pharmaco.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR íhugar ríkis-
stjórnin að breyta lögum um
tekju- og eignaskatt þannig
að á næsta ári verði ákvæðin
um skattalegt hagræði af
sameiningu fyrirtækja enn
hert. Meðal annars er rætt
um að herða á ákvæðinu um
skyldan rekstur sameinaðra
fyrirtækja og að hlutabréf,
sem látin eru af hendi til eig-
enda þess fyrirtækis sem slit-
ið er, verði ákveðinn lág-
markstíma í þeirra höndum
— með öðrum orðum að þau
megi ekki selja strax daginn
eftir og vera þannig mála-
myndagerningur. Mest gæti
þó munað um þá breytingu
að hér eftir verði að reka fyr-
irtæki, sem fyrirhugað er að
sameina, hvort í sínu lagi í
þrjú ár. Við þetta mundu
„jólainnkaup" fyrirtækja á
taprekstri minnka til muna,
en hins vegar yrðu „fram-
sýn“ tapkaup áfram við lýði.
Friðrik Þór Guðmundsson