Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 38

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 12. DESEMBER 1991 Jólastemmning í stórmarkaði Ég er ekki sérlega snokinn fyrir stórmörkuðum. Finnst ólíkt þægilegra að versla við hann Jón á horninu hvað varðar daglegar nauðsynjar. Engu að síður stakk ég mér inn í stórmarkað um síðustu helgi þótt mig vantaði ekki annað en pylsupakka, brauð og mjólk. Datt í hug að ég kæmist í einhverja hugljúfa stemmningu með því að fara á stað þar sem fjölskyldur væru að kaupa inn í friðsemd aðventunnar. Eftir að hafa gripið körfu undir þetta smáræði skimaði ég eftir pylsulagernum. í sömu mund birtist skyndi- lega fönguleg stúlka fyrir framan mig og bauð að bragða hangikjöt af bakka sem hún hélt á. Þetta voru agnarsmáir bitar en bragð- góðir og ég hjó tannstönglin- um hvað eftir annað í kjötflís- arnar og tuggði í gríð og erg. Datt í hug að ég gæti kannski sparað mér pylsukaupin en brosið á stúlkunni dróst stöð- ugt meira saman eftir því sem ég hjó oftar með stönglinum. Loks kippti hún bakkanum undan og sneri frá. greiðslukassana er þar þröng á þingi og ég stilli mér upp í röðina. Allir eru með þung- hlaðna vagna og ég hugsa til þess með hryllingi ef ég hefði bara verið með körfu með pylsupakka. Sennilega hefði það þótt svo grunsamlegt að ég hefði verið færður á bak við og leitað á mér. Það ríkir mikil spenna í bið- röðinni. Hastað hranalega á grenjandi krakka og þeim hótað hinu versta þegar heim er komið. Hjónum í næstu röð lendir saman vegna þess að maðurinn man ekki hvort hann keypti smjör eða ekki. Fyrir aftan mig heyri ég kall segja með niðurbældri heift að hann muni ekki halda vísakortinu lengi úr þessu og sennilega þurfi þau að selja ofan af sér. Konurödd segir að það sé alltaf sama sagan með hann. Ekki megi kaupa brýn- ustu nauðsynjar án þess að hann byrji að rífast og það séu nú ekki jól nema einu sinni á ári. KOMIÐ AÐ UPPGJÖRINU Þegar ég heyrði þetta með smjörið leist mér ekkí á blik- una. Ég hafði örugglega gleymt smjörinu. Stilli vagn- inum upp við bakið á hjónun- um fyrir framan mig og ryðst í átt að smjörhillunum. Næ með herkjum í nokkur stykki en man þá ekki hvort ég hafi keypt egg eða ekki. Tek nokkra pakka til öryggis og er að snúa mér við með þetta í fanginu þegar efsti eggja- bakkinn er beinlínis sleginn úr höndum mér. Þegar ég reyni að ná jafnvægi stíg ég á bakkann og heyri þegar egg- in brotna. Ég skeyti því engu frekar en aðrir og hraða mér ALLIR MEÐ VAGNA Það var svolítið erfitt að komast að pylsunum því mik- il mannmergð var þarna í markaðinum og flestir með stóra vagna. Fjölskyldufeður þokuðu vögnunum áfram en konan og börnin voru káf- andi upp um hillur og niður í kistur og báru síðan aðföngin í vagnana. Svo voru nokkrir einir á ferð eins og ég en samt voru þeir líka með vagna. Ég var sá eini með körfu. Sumir vagnar voru komnir með botnfylli en í öðrum var svo- lítið meira og samt var ég ekki kominn nema rétt inn fyrir anddyrið í þessu gím- aldi. Nú tókst mér að komast að pylsunum en var nokkra stund að bogra þar í leit að litlum pakka. Það bætti held- ur ekki úr skák að fyrir ofan pylsukistuna voru rekkar með áleggi sem fólk var að teygja sig eftir og ýtti við mér um leið. Loks fann ég hæfi- lega lítinn pakka og rétti mig snöggt upp. Rek þá höfuðið hastarlega í eitthvað og heyri hálfkæft óp. Við hlið mér stendur miðaldra beina- sleggja og nuggar hökuna með sársaukasvip um leið og hún horfir heiftarlega á mig. Ég muldra afsökunarorð en hugsa með mér að kelling- unni hefði verið nær að vera ekki að troðast þetta. Á HLANDGULUM KASMÍRFRAKKA Um leið og ég tróðst með- fram vögnunum með körf- una mína heyrði ég kallað að fólki gæfist kostur á að smakka ís og rann á hljóðið. Við borðkríli stóð kona og skammtaði ís í litlar dollur. Þrátt fyrir þrengsli tókst mér að krækja í eina og var í þann veginn að skella í mig kúf- fullri skeið þegar krakki ryðst að borðinu og rekur sig harkalega í mig með þeim af- leiðingum að dollan flýgur úr greip minni. Þegar ég lít til hliðar stendur þar velþekktur lögmaður í kasmírfrakka, hlandgulum að lit. Frakka- boðungarnir voru útataðir í ísslettum. í einhverju fáti fer ég að reyna að strjúka sletturnar af en pelsklædd kona við hlið þess hlandgula gellur við: Vertu ekki að káfa á frakkan- um maður. Hvað á þetta eig- inlega að þýða? Lögmaðurinn brosti hins vegar vandræðalega og kink- aði til mín kolli um leið og ég bakkaði út úr þvögunni og steig þá á tærnar á barni sem þegar fór að hrína hástöfum. Ég skeytti því engu en braut mér leið á auðan sjó. Ég studdi mig um stund við vörurekka til að jafna mig eft- ir þessi áföll og svipaðist um. Fólk silaðist um með vagn- ana. Kunningjar hittust og tóku tal samím og stöðvuðu þar með alla umferð. Sumir urðu óþolinmóðir við þessa töf, enda langur vegur og margir rekkar eftir áður en hringakstri um markaðinn lyki. Nú uppgötva ég að rekk- inn sem ég stend við er fullur af allskyns kökum og tertum. Ákveð að slá til og fá mér eina glassúrtertu upp á gamla móðinn sem ég læt í körfuna. Um leið hjálpa ég lítilli telpu að ná í súkkulaðitertu sem er þarna í efstu hiliunni og hún leggur hana hreykin í vagn móður sinnar. Sú bregst hins vegar hin versta við. Tekur í öxl barnsins og gargar á það að skila tertunni strax. Ég tek við tertunni frá kjökrandi telpunni og læt hana í körf- una mína. Það getur komið sér vel að eiga tertubita. KJÖT OG MEIRA KJÖT Næst ber mig að geysistóru kjötborði og ákveð að for- vitnast um hvað fólk ætli sér að hafa í jólamatinn. Ég heyri að ungt par er að bollaleggja innkaupin: — Við förum í mat til mömmu þinnar á aðfanga- dag, en svo koma þau til okk- ar á jóladag, segir konan hugsandi. Maðurinn kinkar kolli og tekur upp stærðarinnar kjöt- stykki sem hann vegur í hendi sér. — Nei, ekki hangikjöt. Kaupum frekar svín eða naut því mamma þín er alltaf með hangikjöt á aðfangadag. Og svo þurfum við að eiga eitt- hvað á annan þegar Erla syst- ir og þau koma til okkar, segir konan. — Ja, það er ekki lítið sem þarf að kaupa. Þetta fólk þitt étur ekkert smávegis eins og þú veist, segir maðurinn gremjulega. Aðrir eru ekkert að velta vöngum yfir hlutunum held- ur grípa hvert kjötflykkið á fætur öðru og skella í vagna. Maður sem ég kannast við beinlínis hleður vagn sinn kjöti og ég get ekki stillt mig og spyr hvort hann ætli að efna til stórveislu. — Ekki er það nú ætlunin. En enginn veit hvar hann dansar um næstu jól og víst er að ekki lækkar verðið á kjötinu. Svo má búast við að áramót fylgi í kjölfar jóla og þá þarf líka að éta, segir hann ábúðarmikill og andar fram- an í mig koníakslykt. Teygir sig upp í hillu og tekur hand- fylli af bréfum með reyktum laxi. Það fara að renna á mig tvær grímur. Auðvitað verð- ur ekki hjá því komist að éta eitthvað um jólin. Kannski best að nota ferðina fyrst maður er hér á annað borð. En ekki tekur körfuræfillinn mikið og ég svipast um eftir tómum vagni. Sé engan tóm- an en hins vegar er þarna einn lítt hlaðinn og mannlaus þessa stundina. Hraðar en auga á festi hreinsa ég upp úr vagninum yfir í þann næsta án þess að nokkur taki eftir og hvolfi tertunum og pylsun- um í vagninn. Þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því að þetta var hið örlagaríka augnablik í þessari verslunar- ferð sem hefði betur aldrei verið farin. NÚ FÓR ÉG AÐ KAUPA Um leið og ég er orðinn vagnstjóri finn ég hvernig ég eflist allur til stórverka. Þríf hangilæri, hrygg, rúllu af úr- beinuðu og London lamb, svo eitthvað sé nefnt, og set í vagninn. Nokkur bréf af tað- reyktum laxi, skinku, kæfu, beikpn og krukku með kav- íar. Ég er kominn í takt við kaupmennsku annarra kúnna. Varningur af öllu tagi hleðst upp í vagninum. Eg sæki kjúklinga og ég næ mér í saltkjöt, súpur og niður- soðna ávexti. Klósettpappír og fimm kílóa kalkún. Hveiti, sykur og salt. Rækjur, humar og hörpufisk. Kínverska sveppi og danskan makríl. Konfekt og kornfleks auk alls annars. Nú er ég kominn að mjólk- urvörunum og hlæ háðslega þegar gömul kona seilist eftir pela af rjóma. Spyr hvað hún haldi að einn peli dugi og tekst að tylla fjórum lítrum af rjóma efst á yfirhlaðinn vagn- inn. Ég sé að þetta hefur sín áhrif á nærstadda því ég heyri konu skipa manni sín- um að ná í meiri rjóma áður en hann klárist. Þegar ég nálgast af- Sæmundur Guðvinsson aftur í röðina. Það stendur heima að þeg- ar þangað er komið eru hjón- in sem höfðu verið fyrir aftan rnig að ýta mínum vagni frá. Ég sé að þau eru raunar með tvo drekkhlaðna vagna með birgðum sem dygðu til að framfleyta hundrað manns í Eþíópíu í hálft ár. Það er ekki að spyrja að græðginni hugsa ég með mér um leið og ég næ að troða mér og mínum vagni fram fyrir birgðalest þeirra hjóna og er þar með kominn að kassanum. Meðan kassinn stimplar og klingir raða ég í poka og tekst að koma þessu fyrir í ellefu pokum. Stúlkan rífur strimil- inn af og tilkynnir: Þetta eru fjörutíu og sex þúsund fimm- hundruð og tvær. Um leið og ég heyrði töluna var sem ég vaknaði upp við illan draum. Þreifaði í vasann og dró upp sex hundruð krón- ur sem áttu að nægja fyrir pylsunum, brauðinu og mjólkinni. Kallinn fyrir aftan mig var þegar farinn að af- hlaða vagna sína. Stúlkan beið með opna peningaskúff- una. Biðröðin starði á mig meðan ég sló mig utan og fór í alla vasa. Kassastúlkan end- urtók upphæðina og ég sá að fólk var farið að glotta illgirn- islega. Hér þurfti skjót við- brögð. — Heyrðu, ég kem aftur eftir mínútu. Ég hef gleymt gullkortinu úti í bíl, segi ég eins og ekkert sé og hraða mér út. Læt mig hverfa út í myrkrið eins og glæpamaður á flótta. Það skal verða bið á næstu stórmarkaðsferð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.