Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 40

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 Ingólfur Margeirsson Stærsti sigurinn að viðurkenna mistök sín „Ég reyni að skrifa þannig, að lesandanum leiðist ekki, honum sé skemmt, og haldi sig við lesturinn og leggi ekki bókina frá sér" Fyrir áratug skrifaði hann metsölubókina Lífsjátningu — endurminningar Guð- mundu Elíasdóttur söng- konu. Nú tíu árum síðar er Ingólfur Margeirsson kominn með nýja ævisögu á markað- inn sem hefur verið efst á metsölulistum í tvær vikur í röð; Lífróður Árna Tryggva- sonar leikara og trillukarls. En Ingólfur er þekktur fyrir fleira en að vera metsöluhöf- undur, hann á langan og á tíð- um stormasaman iDlaða- mannaferil að baki, þykir frá- bær teiknari og nánir vinir segja að hann sé góður gítar- isti og skemmtilegur í part- íum. Sjálfur segist Ingólfur hafa áhuga á öllu mannlegu og útskýrir velgengni bóka sinna þannig að sér hafi lán- ast að skilja viðmælendur sína, ekki síst út frá eigin lífs- reynslu. Á menntaskólaárunum var Ingólfur í Vesturbæjarklík- unni sem réð lögum og lofum í Menntaskólanum í Reykja: vík á sjöunda áratugnum. I klíkunni voru margir sem þjóðin þekkir í dag: Hrafn Gunnlaugsson, Vilmundur Gylfason heitinn, Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnarsson, Magdalena Schram, Steinunn Sigurðardóttir, Signý Páls- dóttir og fleiri. Hópur þessi var iðinn í menningar- og fé- lagslífi skólans, gaf m.a. út skáldrit og menningarblöð. Þau stofnuðu klúbb sem var svipaður klúbbnum sem marg- ir muna eftir úr myndinni Lost Poets Society, og kölluðu Miðgarð. Krakkarnir hittust einu sinni í viku uppi á lofti í íþöku yfir kertaljósum og lásu úr hugverkum sínum. ,,Það er svolítið sérstakt, að þótt við færum í margskonar nám enduðum við öll í því sem við vorum að gera í menntaskóla — að skrifa og fást við þjóðlífsmál í ein- hverri mynd. Ég hélt til Stokkhólms ásamt Hrafni og hóf nám í leiklistar- og kvik- myndafræði við Stokkhólms- háskóla en endaði síðar í Nor- egi þar sem ég vann sem blaðamaður og teiknari í nokkur ár. Undir niðri lang- aði mig alltaf að skrifa og teikna og blaðamennskan varð ákveðinn farvegur fyrir þá þörf.“ Fljótlega gripu þó bóka- skrif inn í blaðamennskuferil- inn. Fyrsta bók Ingólfs, Lífs- játning, kom út 1981, varð metsölubók og tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs, fyrst íslenskra ævisagna. Bókin þótti óvenjuleg og stinga í stúf við hefðbundnar ævisögur og skapaði að vissu leyti nýja gerð íslenskra ævisagna, sem stundum hafa verið kallaðar játningabækur. Ævisögurnar sem Ingólfur hefur skrifað eru ekki um glæsta sigra afreksfólks eða málsvarnarbækur þar sem viðkomandi notar ævisög- una til að verja sjálfan sig eða atburði sér tengda fyrir landi og þjóð: ,,Ég held að fáir nái þannig markmiðum sínum og ég vil skrifa um fólk sem hefur oröið undir í þjóðfélag- inu en sigraði sjálft sig að lok- um. Að mínu mati er það stærsti sigur einstaklingsins að viðurkenna mistök sín, læra af þeim og sættast við sjálfan sig. Ég hef áhuga á fólki sem hefur tekist ærlega á við sjálft sig, því mér finnst það meiri sigur en sigrar í list- um eða pólitík. Það er þetta hvunndagslega drama sem gerir ævina áhugaverða. Ég vil að lesandinn geti sagt við sjálfan sig þegar hann les bókina: ,,Já, þetta kannast ég við, þetta hef ég upplifað, svona hefur mér lið- ið, í sigrum, í ósigrum ...“ Ég vona, að ég sé að skrifa tíma- lausar bækur. Bækur sem eru ekki bara lesnar ein jól, held- ur lifi til lengri tíma.“ Ingólfur segir, að hann skrifi bækur fyrir venjulegt fólk á máli sem almenningur skilur: „Textinn má ekki þvælast fyrir lestrinum. Ég reyni að forðast skrúð eða til- gerð í texta. Ég vil að sem flestir lesendur sjái sjálfa sig í bókinni að hluta til. Ég vil forðast umfram allt að skrifa fyrir ofan hausinn á fólki eða fyrir neðan það. Ég reyni að skrifa þannig, að lesandanum leiðist ekki, honum sé skemmt, og haldi sig við lest- urinn og leggi ekki bókina frá sér.“ TRAUST OG SKILNINGUR Þeir sem lesa bækur Ingólfs fá heilsteypta mynd af við- mælendum hans, hugrenn- ingum þeirra og tilfinning- um. „Vinna við svona bók bygg- ist mikið upp á trausti og ég ver stundum mörgum vikum í samræður við fólkið til að vera fullviss um að það sé til- búið í þessa vinnu og það mikla álag sem henni fylgir." Árni og Ingólfur eyddu 5 mánuðum saman í Hrísey til að vinna að þessari bók. „Ég hef oft lýst þessari vinnu þannig, að þetta sé eins og sálfræðistarf að hluta til. Stundum þarf að ýfa upp gömul og gróin sár, bitrar og sárar minningar. Það er erfitt að horfast í augu við sjálfan sig og viðurkenna að maður hafi gert alvarleg mistök á ævinni. Til þess að geta skrif- að um þessa hluti þarf maður líka að hafa lent í ýmsu sjálf- ur. Það má segja að sálir okkar Árna og Guðmundu hafi oft snerst. Ég hef líka upplifað sigra og ósigra í lífinu, likt og viðmælendur mínir. Ég hef upplifað sárindi og gert stór mistök í lífi mínu. En ég hef lika gert margt rétt. Ég hef óneitanlega endurmetið margt í mínu eigin lífi eftir að hafa verið með þessum manneskjum og það hefur verið mjög þroskandi fyrir mig að hafa unnið með þess- um vinum mínum." SKÁLDSAGNA- OG BLAÐAMANNASTÍLLINN Ingólfur segir að þörf fyrir mikla efnissöfnun sé arfur frá blaðamennskunni. Hann er líka mjög hrifinn af rithöfund- um sem hafa komið úr blaða- mannastétt, eins og Mark Twain og Ernest Hemingway. Ingólfur notar skáldsagnastíl- inn til að gera viðtalsbók að skemmtilegri lesningu og glæða hana innra lífi. „Skrásetjarinn verður að hafa frelsi og þor til að setja suma hluti í orð þegar við- mælandinn getur það ekki. Ég tek mér þetta frelsi til að skrifa líflegri texta." Stundum kemur textinn úr lífsreynslu skrásetjarans. „Þegar ég skrifaði bókina um Guðmundu Elíasdóttur bjó ég úti í Noregi og hafði óskaplega heimþrá. í einum kafla bókarinnar lýsir Guð- munda heimþrá. Allur innri tónn textans kom úr mínu eigin brjósti, úr minni sáru heimþrá. í öðrum kafla lýsir Guðmunda því er hún elur sitt fyrsta barn. Ég hefði aldr- ei getað skrifað þann texta nema af því ég hafði sjálfur verið viðstaddur fæðingu míns fyrsta barns. Stundum í viðtölum okkar Árna sagði hann að sér hefði sárnað eitthvað í lífinu eða eitthvað gert hann dapran, en hann kom kannski ekki orðum að þessari tilfinningu. Þá gat ég stundum nýtt mér eigin lífsreynslu og sett mig í spor Árna og skrifað þannig tilfinninguna út frá eigin brjósti. Þegar Árni las text- ann yfir sagði hann stundum: „Hverning í fjáranum veistu að mér leið akkúrat svona?“ Skrásetjarinn verður líka að upplifa hluti sem hann hef- ur ekki gert áður til að vera fullfær um að skilja viðmæl- anda sinn til hlítar. Ég gat ekki skrifað um trilluróðra Árna fyrr en ég fór nokkra túra með honum í sumar frá Hrísey. Upplifði sjó- inn sjálfur. Eins varð ég að heimsækja þá staði sem hann lýsti en ég hafði ekki séð áð- ur, eins og t.d. Borgarfjörð eystra. Þá getur lík lífsreynsla ver- ið þýðingarmikil fyrir skrán- ingu ævisagna. Þegar Árni sagði mér frá því þegar hann fékk slæman leikdóm í fyrsta skipti, sem varð hreint áfall fyrir hann, þá skildi ég hann mjög vel. Ég hafði verið blaðamaður í mörg ár og alltaf verið á bak við öruggan skerm þegar ég lenti sjálfur í fjölmiðlafári og fékk að kynnast blaða- mennskunni hinum megin frá. í tilfelli okkar beggja varð þetta vendipunktur á ferlin- um til meiri þroska og skiln- ings á því sem við vorum eig- inlega að gera; ég sem blaða- maður og hann sem leikari. Maður þarf oft kjaftshögg til að meta sjálfan sig upp á nýtt.“ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Undanfarin fjögur ár hefur Ingólfur verið ritstjóri Al- þýðublaðsins. „Þegar Jón Baldvin bauð mér ritstjórastarfið í ársbyrj- un 1987 varð ég hissa. Ég hafði aldrei verið í neinum pólitískum flokki en Alþýðu- flokkurinn féll mér í geð. Ég hafði verið hallur undir skoð- anir míns gamla vinar Vil- mundar Gylfasonar og hreyf- ingar hans, Bandalags jafnað- armanna. BJ hafði nýverið gengið í Alþýðuflokkinn í heilu lagi og ég ákvað að slá til og prófa. Það var líka spennandi viðfangsefni að reyna að reisa við þetta hálf- dauða Alþýðublað. Nógu geggjað til að ég fékk áhuga. Mig hafði einnig alltaf vant- að reynslu af blaðamennsku stjórnmálanna. Ég vildi kynnast störfum Alþingis, stjórnkerfi landsins og póli- tíkinni að innan. Ég held því fram að okkur hafi tekist að gera djöfulli gott átta síðna blað, stofnuð- um PRESSUNA sem sjálfstætt og óháð vikublað og PRESS- AN fékk að gera það sem hún vildi óháð flokknum. Það gekk hins vegar ekki að gera Alþýðublaðið að stór- blaði. Eigendur blaðsins, þ.e.a.s. Alþýðuflokkurinn, voru afskiptalausir um hag blaðsins og ritstjórnin varð að reka blaðið með auglýs- inga- og áskrifendatekjum. Ríkisstyrkurinn fór að öllu leyti í flokkinn. í dag er stað- an þannig að öllu starfsfólki hefur verið sagt upp og PRESSAN hefur verið seld sjálfstæðum aðila. Ég er opin- berlega í starfsleyfi frá Al- þýðublaðinu frá og með ára- mótunum. En reynslan á Al- þýðublaðinu var ómetanleg- ur skóli. Ég hef aldrei lært eins mikið um valdakerfi ís- lands og völundarhús pólitík- urinnar. Eftir störf mín við Al- þýðublaðið fór ég fyrst að skilja hverjir eiga og stjórna íslandi." FRAMTÍÐIN Ingólfur er á tímamótum í lífi sínu. „Ætli það sé ekki eðli blaðamannsins að vera oft á tímamótum. Það sem mig langar mest til að gera er að haldr áfram að skrifa og teikna, hvíla mig á blaða- mennskunni. Ég er búinn að vera að þessu meira eða minna á annan áratug." — Ingólfur er með tvær bækur í huganum: „Annað er pantað verk og hitt er verk sem verð- ur á nótum skáldsögunnar en samt úr ákveðnu skeiði í lífi mínu, unglingsárunum. Engu verður breytt um nöfn eða staðreyndir og ég blanda saman blaðamannastílnum og skáldsagnaforminu." Þórunn Bjamadóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.