Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 11

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 11 M. að hefur farið illa í sjómenn að sjómannaafslátturinn verður skert- ur. Ráðherrarnir vissu að sjómenn yrðu æfir. Þess vegna lagði Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra til að allur afslátturinn yrði tekinn, samtals einn og hálfur millj- arður, en ekki að- eins tvö til þrjú hundruð milljónir króna. Friðrik vissi sem var að mikil andstaða yrði meðal sjómanna og það mundi engu breyta hversu mik- ið yrði tekið af sjómannaafslættin- um og því færi best á að taka hann allan. Hinir ráðherrarnir vildu ekki ganga jafnlangt og Friðrik .. . ✓ I gærmorgun voru opnuð tilboð í jarðvinnu við Húsaskóla í Grafar- vogi. Þarna er um frekar lítið verk að ræða en það breytti því ekki að tuttugu og átta til- boð bárust. Lægsta tilboðið kom frá Vík- urverki, 4.308.500 þúsund krónur, en það hæsta frá fyrir- tæki Gunnars Birgissonar, Gunn- ari og Guðmundi, 6.728.000 þúsund krónur. Fjöldi tilboðanna þykir til marks um þá kreppu sem nú ríkir hjá verktakafyrirtækjum, en öll stærstu fyrirtækin á því sviði buðu í verkið .. . egar ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar var að ákveða skerðingu á barnabótum kom fram sú hugmynd að þeir tekjuhæstu fengju engar barna- bætur. í fyrstu virtist samstaða um þetta, en að lokum náðist það ekki í gegn. Þar með voru þeim, sem hafa mjög háar tekj- ur, tryggðar barnabætur áfram ... I nýjasta tölublaði Frjálsrar versl- unar kemur fram að Ólafur Ólafs- son, fyrrverandi forstjóri Álafoss, er kominn í mjög svosérstaka aðstöðu. Þegar Landsbankinn leysti til sín rekstur Álafoss í sumar fékk hann Ólaf til að sjá um reksturinn. Hann er einnig einn aðalmaðurinn í samningaviðræðunum, fyrir hönd Landsbankans, við þá sem vilja end- urreisa Álafoss. Fyrirtækið sem Ól- afur sjálfur kafsigldi. . . egar Sölvi Óskarsson, tób- akskaupmaður í Bankastræti, tók við versluninni fyrir nokkrum árum velti hann því mikið fyrir sér hvernig hann ætti að aug- lýsa vörur sínar, en eins og allir vita er bannað að auglýsa tóbak á fslandi. Sölvi fór meðal annars á Raimagnsgitarar kr. 10.900. 10* 9.900 CrV 79376 hljóöfæraverslun, Laugavegl 45 - sími 22125 - fax fund þáverandi útvarpsstjóra, Markúsar Amar Antonssonar, til að leita ráða hjá honum með hvaða hætti hann gæti auglýst í út- varpinu. Þetta var fyrir daga frjálsu stöðvanna. En allt kom fyrir ekki; Sölvi mátti ekki auglýsa á RÚV því hvergi máttu koma fram heiti tób- aksvaranna. Á leiðinni út kom Sölvi við á auglýsingadeildinni og lagði inn svohljóðandi auglýsingu: „Eld- spýtur til sölu ásamt fylgihlutum. Verslunin Björk, Bankastræti," og borgaði auglýsinguna. Markús end- ursendi greiðsluna til Sölva ásamt harðorðri orðsendingu ... PIZZAHUSH) takt' ana heim! Opiö daglega frá kl. 11.00-23.30 Næluiþjoiuisla föstudagTi og laugaidagá opiö lil kl. 03.00. Simi 3 99 33 SENDUM FRITT HEIM ALLA DAGA VIKUNNAR Heimsending Frá sunnudegi tii fimmtudags 11.00 til 23.30 föstudaga og iaugardaga frá 11.00 til 06.00 Pöntunarsími 679333

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.