Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 Heimsborgari og eyjarskeggi Það er eiginlega hálfleiðinlegt hversu fátítt það er orðið að íslensk- ir rithöfundar leggi fyrir sig rit- gerðasmíð og samningu ýmiss kon- ar tækifærisgreina. Hinn íslenski meistari þeirrar íþróttar er náttúr- lega Halldór Laxness\ margt af því besta og fjörlegasta sem Halldór hefur skrifað er í formi greina og rit- gerða. Því miður hafa fáir skáldjöfr- ar íslenskir fylgt þessu fordæmi Halldórs; í svipinn er helst að nafn Thors Vilhjálmssonar komi í hug. Eldur í laufi heitir nýtt ritgerðasafn eftir Thor, það eru greinar sem hann hefur skrifað síðustu tíu árin. Ög Thor, sem er líkt og Halldór eyjar- skeggi en þó heimsborgari, liggur mikið á hjarta eins og endranær: Hann hryggist yfir ljótleika mann- lífsins í New York, rámar í að hafa barn séð Einar Benediktsson} fer með Borges að hitta Sigurjón Olafs- son, talar máli skálda sem eiga und- ir högg að sækja; hneykslast, vegna þess að hann hefur sem betur fer ekki misst hæfileikann til þess og til að ergja sig á sljóleika kerfiskarla og yfirdrepsskap gervifólks; brýnir fyr- ir okkur að þótt draumar glatist, verði hlægilegir eða snúist jafnvel í andhverfu sína, þá geti maðurinn ekki lifað draumlaust.. . Ekki svanur Ledu Guðbergur Bergsson skrifar skáld- sögu sem fjallar um litla stelpu í sveit og svan. Ætli mörgum fljúgi þá ekki fyrst í hug, þekkjandi Guðberg og ýmis yrkisefni hans, að hér hljóti hann að vera að leggja út af sögunni um Ledu og svaninn; grískri goð- sögn sem segir frá því að guðinn Seifur hafi fest ást á stúlkunni Ledu, brugðið sér í svanslíki og nauðgað henni, brútalt og vafningalaust. Þessi litla saga hefur orðið mörgum skáldum drjúgt yrkisefni, ekki síst í þá tíð þegar þótti hæfa að tala um kynlíf undir rós. Reyndin er þó sú að svanurinn Guðbergs er allt annar en sá sem kom fram vilja sínum við Ledu; heldur þáði Guðbergur inn- blásturinn að sögunni af málverki sem honum varð starsýnt á í listhúsi í Amsterdam. Myndin, sem prýðir raunar kápu bókarinnar, heitir Svani ógnað og er eftir hollenska málarann Jan Asselijn, sem uppi var frá 1610—1652. Annars hlýtur það náttúrlega að vekja forvitni að Grindvíkingurinn Guðbergur sé far- inn að skrifa sveitalífssögur; og ekki síður að hér skuli koma fyrsta skáld- saga Guðbergs síðan 1985, þegar mesta afkastatímabili á ferli hans lauk með útgáfu Froskmannsins og Leitarinnar ad landinu fagra, það voru árin þegar Guðbergur tileink- aði sér tölvumálið með offorsi. . . Jónas og brennivínið Jónas Jónsson frá Hriflu var mik- ill púrítani eins og glöggt kemur fram i nýrri ævisögu hans eftir Gud- jón Friðriksson. Jónasi hefði í raun ekkert þótt bogið við það að banna áfengi, tóbak, kaffi og aðra munað- arvöru sem „þjóðin eys út milljón- um til að borga árlega“. í bók Guð- jóns er sagt allítarlega frá harðvítug- um deilum Jónasar og Árna Jóns- sonar, alþingismanns frá Múla. Að- dragandi málsins var sá að Árni, sem var sjálfstæðismaður, var send- ur til Bandaríkjanna til að freista þess að fá þar afnumda tolla af ís- lenskri ull. Árni komst þó aldrei lengra en til Kaupmannahafnar; samherjar hans sögðu að þar hefði hann orðið veikur, Jónas taldi að hann hefði verið fullur. Allt gekk af göflunum: í munni Jónasar var Árni „maðurinn sem ekki fann Amer- íku“, Árni hélt því fram að Jónas væri sjúkur á sálinni. Jónas taldi að íhaldið hefði hótað að láta myrða sig, það taldi íhaldið enn eina sönn- un þess að Jónas væri ofsóknar- brjálaður. Semsagt, deilur í þinginu núorðið eru eins og mömmuleikur miðað við þessi vígaferli. í framhaldi af þessu máli flutti Jónas skondna þingsályktunartillögu, kannski væri athugandi að flytja hana aftur á þessum samdráttartímum: Að ein- ungis, stakir reglumenn gengju er- inda íslands í útlöndum .. . 27 Rauða mafían Það er ekki laust við að fyrsta bindi ritsafns Hilmars Jónssonar, bókavarðar og bindindismanns í Keflavík, gefi nokkur fyrirheit við fyrstu sýn. Ekki vegna þess að þar hafi einhver auglýsingastofan ratað á útlit sem á engan sinn líka, heldur einfaldlega vegna andlitanna sem prýða kápu bókarinnar. Eða hvað eiga þau sameiginlegt Thor Vil- hjálmsson, Heimir Pálsson, Guö- bergur Bergsson, Halldór Laxness, Silja Aðalsteinsdóttir, Björn Th. Björnsson, Lenín og Jóhann Hjálm- arsson, fyrir utan að þau eru Hilm- ari Jónssyni ofarlega í huga? Jú, hann telur líka að þau tengist öll- sömul, með einu eða öðru móti, „rauðu mafíunni" sem hann kallar svo; þau fyrrnefndu líklega flest sem gerendur, en Jóhann Hjálmars- son annaðhvort sem fórnarlamb eða nytsamur sakleysingi, eins og þeir hétu í eina tíð sem létu komm- únista nota sig til illra verka. En bók- in, hún heitir „Slagurinn við rauðu mafíuna" og fjallar um átök við kommúnisma í ýmsum myndum, ekki síst í víglínunni sem löngum var eins og Berlínarmúr um heila- hvel rithöfunda ... nn s a mn amtíoina í Nostradamus var einn mesti spómað- ur sem uppi hefur verið og í fyrsta sinn birtist hér nýtt kerfi sem vinnur ó skipu- legan hátt úr upplýs- ingum sem faldar eru í torræðum . textum Nostra- damusar. Verkið er unn- ið af mikilli nákvæmni, en niðurstöður eru settar fram á' nv 4 ZS> einfaldan og hrífandi hátt. Nostra- damus taldi að síðustu ár þessarar aldar myndu marka tímamót í sögu okkar. Við sem nú lifum, stöndum við upphaf nýrrar aldar sem gæti boðað nýtt og betra líf fyrir allt mannkyn. Bókin kemur út samtímis í sam- vinnu útgefenda um allan heim. FORLAGIÐ LAUGAVEGI 18 SÍMI 2 51 88 o Kynlíf er SJÁLFUR KJARNI LÍFSINS . A, ' ur; Það er hvorki óþægileg nauðsyn né skammarleg iðja. I þessari fallegu bók er hulunni svipt af gömlum feimnismál- um. Hún er hafsjór af fróðleik og eykur skilning á listinni að elska, takmörkum hennar og tækni. Fjallað er um samspil líkama og sálar og hvernig hægt er að vinna bug á vandamálum sem upp koma í ástarlífinu og geta auðveldlega spillt ástrikustu samböndum. Hér er rætt um öll stig kyn- lífsins frá því að kynhvötin vaknar til þess er við náum valdi á leikjum ástarinnar. Prýdd miklum fjölda Ijós- mynda og teikninga.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.