Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 46

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 46
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 íílcnohof {ijóÖSögiir Bifreiöastöö Steindórs var eitt sinn meö mest áberandi fyrirtaekjum borg- arinnar. Eins og þeir sem eru komnir af barnsaldri muna var Steindór meö stöð sína í Hafnarstraeti 2. Eitt sinn kom eldri kona gangandi aö stööinni og baö um leigubíl. Henni var bent á bílstjóra sem var aö bóna leigubíl og sagt aö þessi væri næstur. Konan gekk til bílstjórans og spuröi hvort rétt væri, aö hann væri næstur. Bíl- stjórinn játti því og tók saman tusku og dós og opnaði aöra afturhurðina fyrir konuna og bauö henni að fá sér sæti. Konan þáöi það meö þökkum og settist upp í bílinn. Bílstjórinn var eitthvaö utan viö sig. Hann gekk aft- ur fyrir bílinn, opnaði hina afturhurðina og settist viö hlið konunnar. Þá sagöi konan: „Hver á aö keyra?" (úr leigubilstjorasögum) Ég var á réttum stað á réttum tíma segir Þorsteinn Eggertsson sem skrifaði bókina „Paperkings Subjects11 sem kemur út hjá bresku forlagi „Eg bjó með enskri konu í London og sýndi henni minn- ingabrot sem ég hafði verið að skrifa mér til gamans. Hún var mjög ánægð með það sem hún sá og hvatti mig tii að skrifa meira og þá með það í huga að fá það útgefið. Það má því segja að ég hafi verið manaður til að skrifa þessa bók,“ sagði Þorsteinn Eggertsson í samtali við PRESSUNA, en hann fékk ný- lega útgefna eftir sig skáld- sögu í London hjá breskum útgefanda. Skáldsagan, sem er sjálfsævisöguleg, nefnist The Paperkings Subjects. „Þessi kona tengdist ekki bókmenntum en hún fékk fleira fólk til að lesa þetta yfir og undirtektir voru góðar og eftir að hafa lokið við bókina sendi ég hana sjálfur til útgef- anda.“ Segdu mér adeins af efni bókarinnar? „Þetta er sjálfsævisöguleg saga um strák frá Keflavík og stelpur I upphafi sjöunda ára- tugarins. Strákurinn er ungur og óreyndur og heldur að umheimurinn sé álíka stór og ísland. Söguhetjan flytur til Kaupmannahafnar og kemst að raun um að útlönd eru stærri og flóknari en hann hélt í upphafi. Sagan sem slík tekur sjálfa sig ekkert alvar- lega, hún flytur engan sér- stakan boðskap en er þó hæfilega sjálfshæðin þroska- saga ungs manns sem lendir í ýmsum hrakningum og ævin- týrum en verður að lokum of- an á.“ Nú ert þú betur þekktur á íslandi sem dœgurlagatexta- höfundur. Er tónlist í bók- inni? „Ég lýsi ýmsum tónlistar- legum upplifunum líkt og fyrstu bítlaáhrifunum þegar bítlaæðið flæddi yfir og þarna koma fjórar hljóm- sveitir beint við sögu en þær inn með nýja höfunda. Það ætti nú reyndar að vera erfiðara erlendis, en sennilega er skýringin hjá mér sú að ég hafi einfaldlega verið á nákvæmlega réttum stað á réttum tíma. Ég náði líka mjög góðum samningi hjá útgefandanum, ég fæ tutt- ugu prósent af söluverði bók- arinnar, og útgefandinn hefur trú á þessari bók. Meðalsala bóka í Bretlandi er 60—80 þúsund eintök, en þá er líka miðað við að bókin fari í gang sem kallað er. Nú á ég bara eftir að sjá hvort þessi bók fer í gang.“ Hefurðu hugsaö þér að skrifa nœstu bók þína á ís- lensku? „Nei, ég ætla að halda áfram að vera dægurlaga- textahöfundur á Islandi en semja skáldsögur á ensku. Nú þegar fyrsta bókin er komin út verður það auðveldara í næsta skipti." Heldurðu að sú staðreyndað þú fékkst bókina þína gefna út hjá erlendu forlagi tengist auknum áhuga á ts- lenskri menningu erlendis? „Ég var að tala við mann um daginn sem heitir Christi- an Grey og vinnur við að kaupa og selja menningu. Hann sagði að fólk væri farið að beina sjónum sínum meira norður á bóginn og tiltók sér- staklega jsland, Finnland og Svíþjóð. Ég spurði hann hvort athyglin mundi ekki frekar beinast að Austur-Evrópu, en hann taldi að það mundi líða minnst áratugur þar til svo yrði. Þessi sami maður sagði einnig að útflutningur menn- ingar væri mun arðbærari en fiskútflutningur. Það er bara meinið með Norðurlandabúa að þeir taka sig svo geysilega alvarlega. Það má nefna í því sam- bandi að ég var viðstaddur ís- landskynninguna í Royal Al- bert Hall I London um daginn og áritaði bókina mína. Þar var Magnús Magnússon með stórgott erindi um Leif Eiríks- son og auk þess mjög vönduð tónlistardagskrá. Þessi frægi líkamsásláttur, sem olli öllum látunum hérna heima, sýndi einnig fram á mjög tímabær- an hlut; það að Islendingar verða að geta gert grín að sjálfum sér,“ sagði Þorsteinn Eggertsson að lokum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir eru Bítlarnir, Stones, Kinks og Tremeloes. Hljómar koma einnig óbeint við sögu I gegn- um sendibréf í bókinni og að- eins er sagt frá Savanna-tríó- inu og Dátum." Hefurðu reynt að fá útgefiö eftir þig á Islandi? „Já, núna síðast fyrir tveimur árumn. Það hefur aldrei gengið neitt. Sennilega er skýringin sú að markaður- inn er svo lítill. Ég hef bæði farið með skáldsögur, ljóð og dægurlagatexta en alltaf fengið neitun. Síðast fékk ég neitun á þeim forsendum að skáldsögur væru fremur hæpnar í útgáfu, það væru helst ævisögur sem seldust. Þetta eru í sjálfu sér alveg gjaldgengar ástæður og markaðurinn er það lítill að það borgar sig hreinlega ekki að gefa út skáldsögur nema það sé góður grunnur; til dæmis þekktur höfundur eða þá að sagan hafi verið lesin I útvarpi, en útgefendur vilja síður renna alveg blint í sjó- Björn heitinn Eiríksson leigubílstjóri í Hafnarfirði, sem gjarnan var kenndur við Sjónarhól, þótti á stundum aka hratt og með látum. Eitt sinn var hann að aka með farþega eftir Selvogs- götu í Hafnarfirði, á tals- verðri ferð, í átt að Suður- götu. Þar sem göturnar mætast endar Selvogsgat- an, gatnamótin eru svoköll- uð T-gatnamót. Þrátt fy rir hraðann hægði Björn ferðina lítið og tók 90 gráða beygju með miklum látum, svo ískraði í hjól- börðunum, og farþeginn, sem var í aftursætinu, rann eftir sætinu og skall í hurð- ina. „Hvers lags beygju tekur þú eiginlega maður?" stundi farþeginn upp. „Hvað hefðir þú sagt hefði ég enga beygju tek- ið?" svaraði Björn að bragði. (úr leigubílstjórasögum) SJÚKDÓMAR OG FÓLK Delerium tremens (titurvilla) Jón B. hafði um nokkurt skeið verið fastagestur hjá lögreglunni í Reykjavík á nóttum enda átti hann hvergi annars staðar höfði sínu að halla. Hann lagði stund á sídrykkju og hafði drukkið í 4—5 vikur þegar saga þessi gerðist. Nótt eina kom Jón í slæmu ástandi til lögreglunnar, hristist og skalf eins og veigalíti! skóg- ræktarhrísla á víðavangi enda hafði hann verið án áfengis allan daginn vegna misþyrminga. Unglingar höfðu gert sér að leik að grýta hann og limlesta síðan fallinn. Þeir urðu loks leiðir á skemmtun þessari og fóru í næsta leiktækjasal en hann skreiddist inn í númerslaus- an og yfirgefinn bíl og lá þar lengi. Lögreglumenn gáfu honum heitt súpugutl að hætti varðstjórans og færðu hann skó- og beltislausan til klefa. Síðan um nóttina urðu menn þess varir að Jón virt- ist með öllum öðrum en sjálfum sér. Hann var æstur, sveittur og svefnlaus og taldi sig vera úti á sjó. Þar talaði hann við fjölda manns á dekki, gaf fyrirskipanir í all- ar áttir, bölvaði og ragnaði en virtist jafnframt ákaflega hræddur. Valinkunnur ÓTTAR GUÐMUNDSSON fangavörður nokkuð við ald- iir skildi jafnskjótt hvað um var að vera og Jón var kom- inn inn á sjúkrahús nokkru síðar í fylgd tveggja góð- legra lögregluþjóna. „Hann er örugglega í tremma, kall- ræfillinn,“ sagði annar lag- anna vörður spekingslega og bætti við; „við söknuðum hans í fyrrinótt og svona hef- ur hann aldrei látið áður.“ Hinn lögregluþjónninn, sem nýgenginn var í hjónaband með afgreiðslustúlku í snyrtivöruverslun, horfði girndaraugum á þrýstna og hnellna hjúkrunarkonu sem reyndi að taka skýrslu af Jóni. Syfjaður en kæruleysis- legur unglæknir gapti upp á lögreglumennina og undr- aðist stórlega hversu höfð ingjadjarfir þeir voru. Á SJÚKRAHÚSl Jón var skelfingu lostinn og gerði sér litla grein fyrir því hver hann var eða hvar hann var staddur. Hann dustaði stöku sinnum af sér smádýr í diskólitum sem hann sagði skríða utan á langþreyttum fötum sínum, stífum af uppsöfnuðum óhreinindum hinnar lang- vinnu gleði. Læknirinn skoðaði hann á milli eigin geispa, virti fyrir sér áverka- merki og skrámur en sagðist geta útilokað höfuðáverka. Hann hlustaði Jón með gljá- andi hlustpípu sem ástkona hans hafði gefið honum í af- mælisgjöf. Honum þótti lyktin vond af Jóni og sakn- aði ilmsins af heitmey sinni, afgreiðslustúlku í snyrti- vöruverslun. En hún hafði einmitt gifst lögregluþjónin- um, sem áður er nefndur, en um það var unglækninum enn ókunnugt. Jón var af- klæddur, baðaður og lagður í uppbúið rúm og honum rúllað inn á sjúkrastofu. Hann var þá kófsveittur með óðahjartslátt og röggsöm, miðaldra, siðavönd hjúkrun- arkona taldi 150 slög á mín- útu og þyngdist stöðugt á henni brúnin. Blóðþrýsting- ur var hneykslanlega hár. Aðrir heilbrigðisþjónar stóðu álengdar í hnapp og skeggræddu ástand Jóns. Unglæknirinn sagði söguna af lögregluþjóninum meina- fróða og hlógu menn fyrirlit- lega að kenningum hans. Augljóst þótti þó að Jón væri kominn í delerium tremens eða titurvillu, en það var önnur saga. DELERIUM TREMENS Delerium tremens er merki um mjög hraða og of- virka starfsemi miðtauga- kerfis þegar áfengisáhrif hverfa á braut eftir lang- vinna drykkju sem breytir næmi heilans fyrir áreiti. Sjúklingurinn er ofsahrædd- ur, ofskynjanir eru algengar og lýsa sér m.a. í litlum dýr- um sem mönnum finnst skríða um sig alla og undir hörundi. Hjartsláttur verður hraður, blóðþrýstingur hækkar og menn fá hita. Margir verða mjög sveittir, kvarta undan flökurleika og kasta upp. Sumir eiga ákaf- lega erfitt með að sofna og margir vaka sólarhringum saman. Þessir sjúklingar geta dáið úr örmögnun og ofþreytu ef ekkert er að gert svo að titurvilla getur verið lífshættulegt ástand. HVAÐ VARÐ UM JÓN OG HINA? Jóni voru færð róandi lyf að gjöf og vítamín í stórum skömmtum. Eftir nokkrar klukkustundir tókst að koma honum í ró en næstu dagar reyndust honum ama- samir. Jón öðlaðist litla hug- arró nema með dyggri að- stoð litskrúðugra, róandi lyfja í diskólitum en smám saman virtist hann jafna sig og honum tók að batna. Við útskrift var honum efst í huga frelsi götunnar og sá hann Hlemm í hillingum og var þar hátt til lofts og vítt til veggja. Það fékk mjög á ung- lækninn þegar hann frétti um giftingu ástkonu sinnar og varð honum það á að drekka sig ofurölvi vegna þessa. Hann settist upp í bif- reið sína af BMW-gerð og hugðist aka heim. Þá var hann stöðvaður af þessum sömu lögregluþjónum og sviptur ökuréttindum. Fé- lagar hans höfðu á orði að hann hefði verið tvíkokkál- aður af lögregluþjóninum sem bæði tók frá honum ást- konu og ökuleyfi. Hjóna- band lögreglumannsins og afgreiðslustúlkunnar varð mjög róstusamt og skamm- vinnt; hún krafðist skilnaðar eftir tveggja ára hjónaband vegna ítrekaðra skírlífis- brota.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.