Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 12. DESEMBER 1991 ÞARF10 M LLJON SIIUX TIL AB KOIIII FOLHNII Mikill vandi blasir við Svavari Egilssyni stjórnar- * formanni Veraldar. I dag þarf hann að greiða fyrir leiguvélar vegna Kanaríeyjaferða sem Veröld hef- ur selt. Fyrstu farþegarnir eiga að fara 19. desem- ber. Svavar segir enga hættu á að sér takist ekki að standa við samninga við viðskiptavini sína. m KMUBEYiU Veröld hefur selt margar ferdir til Kanaríeyja í vetur. Övissa er um hvort fyrirtaekinu tekst aö halda áætlun sökum greiösluerfiöleika. Suavari Egilssyni, eiganda Ferða- miðstöðvarinnar Veraldar, hefur ekki tekist að fá inn nýtt hlutafé í fyrirtækið, sem er forsenda þess að rekstur stöðvist ekki. Á allra næstu dögum þarf Veröld að greiða nokkr- ar milljónir króna vegna Kanarí- eyjaferða. Fjöldi fólks hefur greitt inn á ferðir til eyjanna, en fyrstu ferðirnar eiga að hefjast eftir fáeina daga. Nú er liðið á aðra viku frá því framkvæmdastjóri Veraldar, Andri Már Ingólfsson, gekk út af skrifstof- unni eftir að Svavar hafnaði tilboði frá honum og fciður hans, Ingólfi Guðbrandssyni, og fleirum, um kaup á fyrirtækinu. Svavar segir sjálfur að engin hætta sé á að ekki verði staðið við ferðirnar sem selt hefur verið i. Hann vísar á bug öllum fullyrðing- um um að fyrirtækið sé að komast í þrot. Innan fárra daga verði hann búinn að fá nýja meðeigendur. VERÐUR AÐ FÁ AUKIÐ FÉ Eftir að Svavar Egilsson hafnaði tilboði feðganna Andra Más lngólfs- sonar og Ingólfs Gudbrandssonar í fyrirtækið leitar hann að auknu hlutafé. PRESSAN hefur heimildir fyrir að Svavar hafi leitað til margra aðila en ekkert gengið, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Svavar segist hins vegar vera bjartsýnn á að sér takist að Ijúka þessu innan fárra daga. Skuldastaða Veraldar er slæm og Ijóst að ef ekki tekst að ráða bót þar á á allra næstu dögum stefnir í veru- leg vandræði og jafnvel lokun fyrir- tækisins. Með naumindum tókst að koma í veg fyrir að Veröld yrði svipt heim- ■ ild til að selja farseðla fyrir flugfélög, en á þessum árstíma er farseðlasala aðaltekjulind ferðaskrifstofa. Prátt fyrir að Svavari tækist á síð- ustu stundu að koma í veg fyrir að hann missti af þessari tekjulind í lok síðasta mánaðar verður ekki séð að honum takist að halda heimildinni lengi enn. MILLJÓNIR FALLA UM HELGINA Vandi Veraldar er verulegur. Vegna Kanaríeyjaferðanna þarf Svavar að greiða leiguflugið í dag, fimmtudag, og þar er um nokkrar milljónir króna að ræða. Þá þarf hann að greiða gististaðnum á Kan- aríeyjum á næstu dögum. Þar koma fleiri milljónir til greiðslu. En þetta er ekki allt. Um síðustu mánaðamót tókst Svavari að greiða það sem kallað er BSP á síðasti degi. Næsti gjalddagi BSP-gjaldanna er 15. þessa mánaðar, þ.e.a.s. á sunnu- dag. BSP er stofnun sem sér um að inn- heimta fargjöld sem ferðaskrifstofur afla með sölu á farseðlum fyrir flug- félög. Ef vanhöld verða á skilum þessara gjalda gerist það eitt að ferðaskrifstofurnar eru sviptar heimild til sölu farseðla. Samtals má áætla að þessar greiðslur geti numið allt að tíu millj- ónum króna. Svavar segir að allt tal um að ekki verði staðið við samninga eigi ekki við rök að styðjast. HEFUR ÞEGAR MISST HEIMILDIR „Það þarf mikið að gerast á skömmum tíma til að bjarga þessu fyrirtæki. Þetta hefur víðtæk áhrif. Það er eðlilegt að fólk óttist um sinn hag. Það eru margir búnir að greiða inn á ferðir sem erallsendis óvíst að verði farnar," sagði einn viðmæl- enda blaðsins. Þess má geta aðöll flugfélög, önn- ur en SAS og Flugleiðir, hafa tekið farmiðasölu frá Veröld. Þar á meðal er spánska flugfélagið IBERIA. „Það er alvarlegt mál. Þetta frétt- ist fljótt og verðureflaust til þess að þeir sem selja gistingu verða harð- ari en áður. Það verður til þess að farþegar Veraldar komast ekki inn á hótelin fyrr en búið er að greiða allt í topp. Ferðabransinn er ekki stærri en svo að það fréttist strax ef ein- hver er kominn í greiðsluvandræði," sagði viðmælandi PRESSUNNAR. METSALA HJÁ VERÖLD Eins og áður sagði þarf Veröld að greiða 10 til 15 milljónir króna vegna Kanaríeyjaferða um jólin og vegna farseðlasölu fyrir Flugleiðir. Eftir því sem næst verður komist hefur Veröld selt um 350 sæti í Kan- aríeyjaferðirnar. 19. desember eiga fyrstu farþeg- arnir að fara. Það er stór hópur sem fer með þremur flugvélum, tveimur frá Flugleiðum og einni frá Atlants- flugi. Samkvæmt skilyrðum um leiguflug á að greiða fyrir véiarnar viku fyrir brottför, sem er i dag, fimmtudag. Það mun vera sjaldgæft, ef ekki einsdæmi, að ferðaskrifstofa selji svo margar ferðir til sólarlanda á þessum árstíma. Veltan af þessum 350 farþegum gæti orðið um 25 milljónir króna. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru í húfi. í viðtali við PRESSUNA í síðustu viku sagði Svavar Egilsson að möguleiki væri á að selja þennan pakka, þ.e.a.s. Kanaríeyjaferðirnar, annarri ferðaskrifstofu. Forstjórar _ Samvinnu- ferða/Landsýnar og Úrvals/Útsýn- ar segja að ekki hafi verið leitað til fyrirtækja sinna um yfirtöku á þess- um samningum. SKULDAR YFIR 100 MILLJÓNIR Skuldir Veraldar eru talsverðar, eða nokkuð á annað hundrað millj- ónir króna. Eignirnar eru aftur á móti litlar, aðallega skrifstofubún- aður. Tölvukerfið er keypt með kaup-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.