Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 IFYRS-E FREMST jón ólafsson. Risabíóið stendur eitthvað í sjálfstæðismönnum í borgarstjórn. eyjólfur konráð jónsson. Hann og aðrir aðstand- endur Gullskips fengu 95 milljónir sem nú finnst hvorki tangur né tetur af. JÓN ÓLAFSSON VILL BYGGJA RISABÍÓ Innan borgarkerfisins mun nú vera mikil ólga vegna um- sóknar frá Jóni Ólafssyni, eiganda Skífunnar, um að fá að byggja risabíó í nýja mið- bænum. Lóðin sem Jón hefur falast eftir er á horni Kringlu- mýrarbrautar og Listabrautar eða hinum megin við Versl- unarskólann. Þar hafði reyndar Jón Ragnarsson fengið úthlutað lóð undir 14 hæða hótel en fajlið frá þeim hugmyndum. Áður hafði bandaríska sendiráðið fallið frá hugmyndum um að byggja sendiráð þar. Ekki er ákveðið hvernig á að nýta þessa lóð og hefur nú Jón séð möguleika á að auka veldi sitt enn frekar. Er því haldið fram að hann njóti stuðnings þeirra Markúsar Arnar Antonssonar borg- arstjóra og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Meðal annarra í borgarstjórn er hins vegar ekki eins mikil hrifning og segja menn reyndar áhöld um hvernig umsóknin er til komin. 95 MILLJÓNIR í SANDINUM Eitt af furðumálunum sem finna má í skýrslu ríkisendur- skoðunar um ríkisábyrgða- sjóð er Gullskipið, sem hugs- anlegt er að sé einhvers stað- ar grafið í Skeiðarársandi. Al- þingi veitti þeim sem vildu leita skipsins 50 milljóna króna ábyrgð á sínum tíma gegn tryggingu í skipinu. Það fannst aldrei og ábyrgðin féll á ríkisábyrgðasjóð; samtals um 95 milljónir króna að nú- virði. Aðstandendur Gullskips voru margir mætir menn; meðal annars Kristinn í Björgun og Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaður. í skýrslu ríkisendurskoðunar segir að ríkissjóður hafi greitt Lands- bankanum lánið eftir að hann fór fram á gjaldþrot Gullskips og samkomulag hafi verið gert um að skipta ekki upp félaginu. Fyrir utan sjálfa vitleysuna, þ.e.a.s. að veita ábyrgð í skipi sem enginn veit hvar er, hvort í því eru nokkrir góð- málmar eða hvort það er ein- hvers virði yfirleitt ef það finnst, þá vakna margar spurningar í þessu máli. Ein er: Hvað gerðu aðstandendur Gullskips við 95 milljónir? Fóru þar allar í laun eða keypti fyrirtækið einhver tæki og hvar eru þau nú? Og hvað er ríkið að skipta sér af því hvort banki setur eitt- hvert fyrirtæki í gjaldþrot? SONUR LÖGGUNNAR FÉKK SKÍRTEINI í ÓÞÖKK KENNARANS Páll Andrésson ökukenn- ari hefur kært til lögreglunn- ar í Reykjavík afhendingu ökuskírteinis hjá embættinu. JOLASVEINNIN I ÚTVARPI Á SELF Fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kom til byggða í morgun. Eftir að hann hafði dreift góðgæti í skó um allt land hélt hann til Selfoss í út- varpsstö.ðina Endastöðina og tók að svara fyrirspurnum barna í beinni útsendingu. Þessi nýjung er einn liður- inn í dagskrá Endastöðvar-' innar en hana reka tveir ung- ir Selfyssingar, Einar Bárð- arson og Friðbert Gunn- arsson. Stöðin næst á Sel- fossi og í næsta nágrenni. Jólasveinarnir munu mæta í hljóðverið á hverjum morgni og spjalla við börnin. Þau börn á Selfossi sem ekki eru ánægð með það sem sveinki gaf þeim nóttina áður geta komið kvörtunum sín- um á framfæri og jafnvel rök- rætt við jólasveininn hvort þau hafi verðskuldað það sem þau fengu í skóinn. Endastöðin sendir út á 101,7 á FM. Eins og áður sagði er dagskráin byggð upp með nokkuð hefðbundnum hætti en þægilegt jólaefni verður ráðandi. I hádeginu alla daga verða svæðis- bundnar fréttir. Páll afhenti ekki gögn er sýndu að nemandi hefði stað- ist ökupróf og hugðist með því koma í veg fyrir að nem- andi hans fengi skírteinið af- hent þar sem hann hafði ekki gert upp skuld sína við Pál. Páll segir það viðtekna venju að ökukennarar haldi þessum gögnum eftir þar til samist hefur um greiðslur, Umræddur nemandi er sonur Björns Halldórssonar, yfir- manns fíkniefnalögreglunn- ar, og heldur Páll því fram að Björn hafi þarna beitt áhrif- um sinum til að sonurinn fengi skírteinið án þess að til- skilin gögn lægju fyrir. „Það er alls ekki viðtekin venja að ökukennarar haldi þessum gögnum, þetta er eina tilvikið sem ég veit um. Þetta eru opinber gögn sem ökukennarar hafa ekkert með að gera,“ segir Elín Hallvarðsdóttir, fulltrúi hjá lögreglustjóra. Hún segir það fjarstæðu að Björn hafi þarna beitt áhrif- um sínum og hún hafi raunar ekki vitað að nemandinn var sonur Björns fyrr en Páll sagði henni það. Björn hafi ekki snúið sér til hennar og hún ekki til Björns. Böðvar Bragason hefur kynnt sér þetta mál og í sam- tali við PRESSUNA kvaðst hann taka skýringar Elínar gildar. ENGIN LOÐNA EN SAMT HEILL HELLINGUR AF HENNI Nokkrir loðnubátar voru fengnir til að leita að loðnu með skipum Hafrannsókna- stofnunar fyrr á þessu hausti. Þá var útlitið svart. Búið var að banna veiðarnar og fiski- fræðingarnir sáu fátt sem benti til að loðna yrði veidd hér við land i vetur. Nú hafa þeir félagar í Haf- rannsóknastofnun, Jakob Jakobsson og Hjálmar Vil- hjálmsson, skipt um skoðun og loðnukvótinn hefur verið aukinn. Það vita allir að fiskifræð- ingar og sjómenn hafa lengi deilt um hversu mikið má veiða af hverri fisktegund. Deilur þessar hafa verið einna mestar milli fiskifræð- inga og sjómanna sem stunda loðnuveiðar. Það er ekkert nýtt að loðnusjómenn vilji veiða meira en fræðingarnir leyfa þeim. Einn af viðmælendum PRESSUNNAR telur aukning- una á loðnukvótanum núna benda til að sjómennirnir hafi farið með sigur af hólmi að þessu sinni. Þetta er ekki allt. Allar loðnubræðslurnar eru reknar með bullandi tapi og treysta sér ekki til að greiða það verð fyrir loðnuna sem sjómenn telja sig verða að fá. markús örn antonsson. Vill veita Jóni heimild til aö byggja risabíóið. kristinni björgun. Gullskip var aldrei sett i gjaldþrot þrátt fyrir að það ætti ekki 95 milljónirnar sem það skuldaði. jakob jakobsson. Fyrst sá hann enga loðnu en nú sér hann helling. hjAlmar vilhjálmsson. Sjómennirnir virðast hafa haft rétt fyrir sér um loðnuna. björn halldorsson. Ökukennari segir að sonur hans hafi fengið afhent ökuskír- teini vegna starfs föðurins. böðvar bragason. Fellst á skýringar starfsmanna sinna og hafnar rökum ökukennarans. Hvernig varð þér við Ragnar, þegar þú fékkst þann stóra? Raqnar Ingimarsson ,,Þetta er suo lítid hlutfall af heildarupphœöinni sem happdrœttiö borgar út til vinningshafa þann- ig ad viö heföum helst af öllu kosid ad einhver hefði labbad hér inn og keypt hina midana á sama númeri og fengid þann stóra. Þaö heföi veriö góð auglýsing fyrir happdrœttið." Happdrætti Háskóla íslands fékk i fyrradag 40 milljóna vinning á trompmiða og þrjá einfalda miða á sama númer þegar dregið var í 12. og síð- asta flokki ársins. LÍTILRÆÐI af ástríduvidtali Mér skilst að Jón Baldvin sé ekki gallalaus maður. Þó virðast allir sammála um að hann prýði einn höf- uðkostur. Hann er einsog hann er en ekki einsog hann á að vera. Þetta veldur stundum tals- verðum taugatitringi á við- kvæmustu stöðum enda að verða plagsiður á íslandi að komast í mikla geðshrær- ingu af litlu tilefni. Nei, þegar öllu er á botn- inn hvolft er Jón líklega ekki það sem Margrét Thateher kallar konsensuspólitíkus. Og nú skilst mér á fjölmiðl- um að Jóhanna sé alveg ær útaf ástríðuviðtalinu í MANNLÍFI og þá líklega vegna þess að í því hleður Jón slíku oflofi á Jóhönnu að líklega hefur hún litið á það sem íróníu, að hætti Snorra Sturlusonar, til háðungar. Trúlega er það rétt ein fjöl- miðlalygin að nokkrum hafi fundist að sér vegið í þessu „Mannlífsviðtali" sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, hástemmd lofrolla um samherja, mótherja, við- hlaejendur og andskota. Ólafur Ragnar er „hæfi- leikamaður", Steingrímur „glúrinn", Halldór Ásgríms- son „drenglundaður", Svav- ar „skemmtilegur", Stein- grímur Sigfússon „mjög frambærilegur" og fyrrver- andi ríkisstjórn (haft eftir Styrmi Gunnarssyni) best mannaða ríkisstjórn á ís- landi í hálfa öld. Eða samherjarnir. Guðmundur Árni í Hafnar- firði er „efnilegur" og gæti átt frama í vændum í Al- þýðuflokknum þegar og ef Jón dregur sig í blé fyrir ald- urssakir. Og ekki dugði Karvel minna en leigja sér sérfræð- ing í guði almáttugum (guð- fræðing) til að skrifa um Jón. Og Jóhanna Sigurðardótt- ir er ekki karlmaður. Á vissan hátt hefur Jó- hanna auðvitað komið aft- anað Jóni með þvi að vera ekki karlmaður og líklega hefur kynferði hennar kom- ið svolítið flatt uppá hann þó auðvitað hafi honum átt að vera Ijóst frá upphafi að Jó- hanna er ekki karlmaður heldur kvenmaður. Ef til vill hefði Jón komist fyrr að hinu sanna í málinu hefði hann verið kvenmað- ur og Jóhanna karlmaður. Auðvitað gæti verið heill- andi að stíga skrefi lengra í vangaveltunum um það hvernig umhorfs væri á lög- gjafarsamkundunni ef kjörn- ir fulltrúar væru almennt kynskiptingar. í viðtalinu segir Jón orð- rétt um þá Davíð: „Við Davíð smullum sam- an sem menn." Hugsið ykkur ef Davíð hefði verið kona þegar þeir Jón „smullu" saman sem menn. Það hefði nú orðið meiri smellurinn, það er að segja ef Jón hefði þá ekki verið kona líka. Og auðvitað hefði þinglið- inu í gegnum tíðina gengið verr að para sig ef konurnar á þingi hefðu verið karlar, nema þá ef karlarnir hefðu verið konur. Mann óar við að hugsa þessa hugsun til enda ein- mitt núna þegar fengitíminn fer í hönd. En mergurinn málsins er auðvitað sú staðreynd að það er og hefur alltaf verið lífsins ómögulegt að losa sig við kvenfólk þegar það er einusinni komið inná gafl hjá manni. Eða einsog segir í þingvís- unni: Það er nú sona og sona með sósíaldemókratana þeir eru að vona og vona (ef villist í flokkinn kona) að þeir sitji ekki endalaust uppí með hana. Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.