Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 23 Borgfirðingar yrkja Borgfirðingar eru ekki hættir að yrkja, því fer fjarri. Og þeir ríma í bak og fyrir og styðjast við stuðl- anna þrískiptu grein, þótt ungskáld- in á mölinni, líka þau sem eru borg- firskrar ættar, lifi í algjöru rím- og formleysi. Fyrir rúmum fjörutíu ár- um kom út bók með kvæðum eftir 53 Borgfirðinga sem þá voru á dög- um. Nú eru ekki nema fimm á lífi af þeim hópi en þeir láta sig heldur ekki vanta í nýtt safn af borgfirskum ljóðum sem rímnaskáldið Svein- björn Beinteinsson hefur tekið sam- an. Og ef eitthvað er virðist skáld- skapurinn dafna í Borgarfirðinum heldur en hitt, því heilir 120 höfund- ar eiga kvæði í Borgfirðingaljódum. Segir þó í formálaað nokkur megin- skilyrði hafi verið sett: Að skáldin væru fædd í Borgarfjarðarsveitum eða hefðu flutt þangað, að þau væru öll með lífsmarki, að kvæðin væru háttbundin og hefðu nokkurt skáld- skapargildi og að kveðskapurinn væri hvorki Ijótur né dónalegur. Langflest kvæðin í bókinni eru eftir allsendis óþekkt skáld sem líklega yrkja mest ofan í skúffur, en sum eru þó eftir nafnkunna höfunda: Por- stein frá Hamri, Hannes Sigfússon, Böðvar Guðmundsson, Jónas Arna- son, séra Jón Einarsson í Saurbæ og Jón Sigurðsson, fyrrum skólameist- ara á Bifröst. Og varla er mörgum verðurfræðingum gefið að skálda af jafnmikilli væntumþykju um veðrið og honum Ftíli Bergþórssyni frá Fljótstungu: Himnasetra skrúði skín, skýin letrið gylla, fer í betri fötin sín fögur uetrarstilla. Hrói og tískan Hrói höttur verður ekki svo auð- veldlega kveðinn niður. 1 sumar geisaði Hróa hattar-stríð í bíóhúsum út um allan heim og líka í Reykjavík. Nú hefur þetta sama stríð brotist út á bókamarkaði; það eru heil þrjú forlög sem keppa um hylli ungra að- dáenda Hróa og kappanna kátu í Skírisskógi. Hver býður best? Hvert þeirra mun reynast hlutskarpast? Kannski gæti það ráðist af jafn ein- földu atriði og þeirri mynd sem dregin er upp af Hróa hetti á kápu bókanna. Samkvæmt útgáfu Set- bergs hefur Hrói lítið breyst frá þeim tíma er Erroll Flynn lék hann í Hollywood: Hárið er sítt, yfirvara- skeggið vel snyrt og hökutoppurinn ekki síður, upp úr húfunni stendur fjöður og grænn búningurinn gerir ekki nema rétt að hylja sterkleg vöðvaknippin. Að baki honum standa þeir glaðbeittir Vilhjálmur skarlat og Tóki munkur, því þrátt fyrir erfiðleika og ofríki er kátt á hjalla í Skírisskógi. Sá Hrói sem Örn og Örlygur bjóða upp á er miklu meira í ætt við þann náunga sem Ke- vin Costner túlkaði í Holly- wood-myndinni frá því í sumar: Hann er snöggklipptur og berhöfð- aður, skegglaus, íklæddur víðri mussu flöskugrænni, klæðnaðurinn er semsagt ekkert tiltakanlega róm- antískur en kannski meira í anda stigamannatísku myrkra miðalda. Þriðji Hróinn, sá sem birtist í bók frá Skjaldborg, er eiginlega sambland af þessu tvennu: Hann er snyrti- menni en þó enginn spjátrungur, skegglaus en hefur þó ekki gleymt að setja upp hattinn og fjöðrina, hann er einbeittur á svip og að baki honum Z./7/í-./ón grafalvarlegur, lífið í Skírisskógi er jú annað og meira en glaðvær karlasamkunda. Eitt eiga þessir þrír Hróar þó sameiginlegt, sem betur fer eru þeir allir með boga. Annað væri út í Hróa . .. Hestar og menn Fyrir þá sem ekki hafa neinn áhuga er það sjálfsagt fáránlegt hvernig menn skrifa sjö langa og sjö breiða um hesta. Þeim innvígðu finnst þetta líklega eðlilegasti hlutur í heimi, enda séu hestar engu ómerkari en fólk. Og þótt markhóp- urinn svokallaði sé að sönnu dálítið takmarkaður, þá er það engin fyrir- staða þess að hestabókmenntir auðgist og vaxi: Stefán Aðalsteins- son og Friðþjófur Þorkelsson taka saman í máli og myndum bók sem nefnist íslenski hesturinn, litaaf- brigðv, líklega gagnleg bók fyrir þá fáfróðu sem ekki kunna skil á grundvallarhugtökum eins og „jarpur" „blesóttur", „skjóttur", eða halda að „hvítur" hestur sé hvítur eða „svartur" hestur svartur. Kóng- ur um stund heitir handbók fyrir hestamenn sem Albert Jóhannsson tekur saman, titillinn segir víst meira en mörg orð um viðhorf hestamanna til íþróttar sinnar og lífsins alls. Það gerir líka árbók hestamanna sem að þessu sinni kemur út undir heitinu Hestar og menn, forgangsröðin er engin tilvilj- un. Þá er það Jónas Kristjánsson rit- stjóri, sem auk þess að standa fyrir ættfærslum á mannfólki í Dagblað- inu fæst við að skrá ættir hesta, en á því vandasama sviði er hægðar- leikur að detta af baki ofan í alls konar gryfjur þar sem bíða aðrir hestamenn, þess albúnir að ve- fengja hverja ættfærslu. Bók Jónas- ar heitir Heiðurshross ... Fjörbrot nýaldar Margir hafa talið sig greina að ný- aldarhreyfingin svokallaða sé að geispa golunni, enda var hún kannski aldrei nein hreyfing, heldur öllu fremur sundurieitur glundroði margra óiíkra hugmynda og kenn- inga sem eiga það sameiginlegt að tengjast með einhverjum hætti öðr- um heimi eða annars konar lífi. Sé sú raunin eru fjörkippir nýaldar- hreyfingarinnar á íslenskum bóka- markaði býsna hressilegir — eða eru þetta kannski ekki annað en bækur sem hér í eina tíð höfðu nafn- bótina „dulræns eðlis": Kristján Frí- mann er skáld og draummaður sem byggir á eigin reynslu og rannsókn- um í bókinni Draumar — fortíö þín, nútíö ogframtíð. Onnur íslensk bók, svipaðrar ættar en þó ólíkrar, er Þetta líf og önnur líf eftir Stellu Eyj- ólfsdóttur frá Gillastöðum og segir þar frá sálförum Stellu og skjólstæð- inga hennar. Spádómarnir rætast heitir svo þriðja bókin eftir íslensk- an höfund, Gunnar Þorsteinsson, og telur hann að spádómar Biblíunnar séu sífellt að rætast allt í kringum okkur, og að öll vötn renni nú til þess Dýrafjarðar sem er ný heims- skipun undir stjórn Antí-Krists. ÆSKAN Með alþýðlegum og glettnum hætti segir Vilhjálmur Hjálmarsson frá samferðamönnum, sér og sínum og fjölbreyttri sýslan sem al- þingismaður, ráðherra, kennari, blaðamaður, ritstjóri, bókavörð- ur, oddviti, vegarruðslumaður, rithöfundur og bóndi. Hann hefur gegnt formennsku í útvarpsráði og skólaráði hús- mæðraskóla og átt sæti í fjölda annarra nefnda og ráða. Auk þess hefur hann annast fermingarundirbúning barna og unnið að síldar- söltun, fiskaðgerð og jarðvinnslu. Þá er hann eftirsóttur ræðumaður, ekki síst ef vænst er gaman- yrða. Hátt í hundrað Ijósmynda skreyta skemmtilega frásögn Vilhjálms. „Hann er sagður bóndi“ er skemmtileg bók ! ™ Uor stuuclafjkisonníi Ljóð (.„öriK Gaöoi Póúevlsson Kór stundaglasanna Hér er á ferðinni fimmta ljóðabók Friðriks Guðna Þórleifssonar. í þessari bók slær Friðrik Guðni strenginn með öðrum hætti en fyrr, leikur nánaát á tungumálið eins og hljómborð. Efniviðurinn er tunga vor fom og samt ætíð ný. Verð: 1.780.- krónur Vatnsmelónusykur Skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Richard Brautigan. Þessi sérstæða saga hefur borið nafn hans víða. Vatnsmelónusykur er saga um ástir og svik í undarlegum heimi. Bókmenntaverk í íslenskri þýðingu Gyrðis Elíassonar. Verð: 1.480,-krónur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.