Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 37

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 37 Verð áfram sagnaþulur í samfélaginu segir Stefán Jón Hafstein, sem tjáir sig um ferðabókina „Guðirnir eru geggjaðir“, partískarkalann eftir útvarpsbyltinguna, Rás tvö og fleira „Sjónvarpið hefur að vissu leyti tekið framandleikann frá ferðasögunum og ferða- sagan er því orðin mun per- sónulegri og í raun saga fólks sem er að uppgötva sjálft sig í heiminum," sagði Stefán Jón Hafstein í viðtali við PRESS- UNA, en þessi kunni útvarps- maður sendi nýlega frá sér bókina „Guðirnir eru geggj- aðir". í bókinni skrifar Stefán um reynslu sína sem sendi- fulltrúi Rauða krossins í Afr- íku á tímum mestu hungurs- neyðarinnar, en hann kynnt- ist starfi Rauða krossins fyrst er hann vann við upplýsinga- störf fyrir stofnunina í Genf. PRESSAN fékk Stefán í spjall einn morguninn þegar hann átti stund aflögu frá störfum og ræddi m.a. nýju bókina og framtíð Rásar tvö. „Það má segja að þetta séu sögur af mannlífinu bak við hungurmyndirnar og því ein- hvers konar blanda af blaða- mennsku og bókmenntum," sagði Stefán Jón. „Þetta er annars konar frásagnarað- ferð og vel þekkt form er- lendis og það er bara að sjá hvernig fólk bregst við því hérna. Bókin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda utan eins ritdóms þar sem bókin sætti nærri því ámæli fyrir að vera hvorki pólitískur leiðarvísir né handbók fyrir túrista. Þó að maður eigi helst ekki að svara ritdómum vil ég samt segja að það var nú aldrei meiningin." OPNAR NÝJAR DYR „Þessi bók opnar nýjar dyr fyrir mig sem fjölmiðlamann og formið hentar sköpunar- þörf minni vel. Ég hóf fjöl- miðlaferilinn á fréttastofu, en fréttir eru það upplýsinga- form sem einna mest er njörvað niður í fastmótaðar venjur. Þegar ég færði mig yf- ir í dagskrárgerð fylgdi því hinsvegar aukið frelsi þar serh frásögnin fékk að njóta sín betur. Að skrifa bók af þessu tagi er því langt um meira gefandi en að skrifa fréttir. í útvarpi eins og Rás tvö er einnig hægt að semja pistla frá svæðum sem eru í fréttum án þess að ferðasögurnar sem slíkar séu í raun frétta- efni. Ég fór til dæmis til íraks skömmu eftir Persaflóastríð- ið og sendi þaðan frásögn í þeim anda sem bókin mín er skrifuð. Ég lít því áfram á mig sem sagnaþul í s.amfélaginu og mun gera það meðan frá- sagnargleði mín fær að njóta sín.“ ÆTLAÐI ALLT UM KOLL AÐ KEYRA Þú ert menntaöur í fjöl- midlafrœðum í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur áð- ur sent frá þér bók sem nefnd- ist ,,Sagnaþulir samtímans" og fjallaði um fjölmiðla. Þeg- ar þú komst heim frá námi voru mjög krítískir tímar í fjölmiðlun á Islandi. Hvaða augum leit ungur fjölmiðla- frœðingur þann tíma og hvaða skoðanir hefuröu á honum núna? „Ég var ennþá erlendis þegar einkaréttur Ríkisút- varpsins var afnuminn og þegar ég kom heim frá námi voru tvær eða þrjár útvarps- stöðvar komnar í gagnið og Stöðvar tvö-ævintýrið í al- gleymingi. Það sem mér blöskraði einna mest var þessi auglýs- ingamennskubragur á öllu og partískarkali. Það var allt til sölu, hvort heldur sem það voru stöðvarnar, einstakir þættir eða hreinlega dag- skrárgerðarmennirnir. Ég var að koma frá Bandaríkjunum en hér var mun geggjaðra ástand og menn kunnu sér einfaldlega ekki hóf. Það ætl- aði allt um koll að keyra við að auglýsa snúða ef þeir feng- ust ókeypis í skiptum í ein- hverju bakaríinu, það voru jafnvel ekki tekin viðtöl nema gegn auglýsingum. Erlendis, þar sem fyrir- komulagið er svipað, lýtur fólk ákveðnu eftirliti en sið- ferðið var allt í molum hér. Ég held að Rás tvö hafi gegnt sið- gæðishlutverki meðan þetta villta geim stóð yfir og þar til almesta víman fór að renna af fólki. Við tókum ekki þátt í þessu og ég hef trú á að stöð- ugir yfirburðir Rásarinnar núna séu vegna þess að við misstum ekki sjónar á hlust- endum meðan lætin gengu yfir. Það er með góðu móti hægt að líkja yfirburðum rás- arinnar í útvarpshlustun við stöðu Moggans á blaðamark- aðinum." RÁSIN VERÐI EKKI LEIKSOPPUR MARKAÐSAFLA Nú hafa verið uppi raddir um að selja Rás tvö og menntamálaráðherra látið hafa eftir sér að hann sé hlynntur sölu rásarinnar? „Ég er algerlega andvígur þessum söluhugmyndum og ég hef persónulega ekki trú á því að nokkur alvara liggi á bak við þær. Það er talað um að Ríkisútvarpið gegni menn- ingarhlutverki og Rás tvö skipar sinn sess í dægur- menningunni. Mér finnst því mjög mikilvægt að rásin verði ekki leiksoppur auglýs- enda og markaðsafla. Við- skiptasamkeppni hefur verið sögð holl fyrir Ríkisútvarpið en ég held því fram að sú samkeppni sem við veitum sé holl hinum stöðvunum. Þessi kenning hefur sannað sig og Rás tvö er orðin mikilvægur hiuti af dægurmálaheiminum á Islandi. Ég væri persónu- lega ekki andsnúinn þessum söluhugmyndum ef sýnt væri að útvarpið mundi batna við þær, en það hefur ekki verið gert. Þessi söluhugmynd er fyrst og fremst til komin til að þjóna kreddum. Ríkisútvarpið er byggt á sömu lögmáium og BBC en ekki einu sinni breska fhalds- flokknum undir stjórn Thatc- her datt í hug að leggja þá stöð niður. Það má einnig benda á Bandaríkin í þessu sambandi, en þar eru al- menningsstöðvarnar áber- andi betri en þær einka- reknu. Það má segja sem svo að það lærdómsríkasta við að vera fjölmiðlaneytandi í Bandaríkjunum sé að sjá þennan mun á auglýsinga- stöðvunum og þeim fáu áskriftarstöðvum sem þar eru kristallast í útvarpi og sjónvarpi." Þegar ég kom til þín mœtti mér útvarpið glymjandi í dyr- unum. Og því langar mig að spyrja þig: Er eitthvert einka- líf til þegar maður er á Ijós- vakanum allan liðlangan daginn? „Svona almennt talað þá væri einkalífið ekki einkalíf nema ég héldi því fyrir sjálfan mig. Hjá mér hangir þetta mikið saman, einkalíf og vinna, af því að ég er svo lán- samur að hafa gaman af því sem ég geri. En ég leitast þó við að finna jafnvægi þarna á milli til að hafa frið í sálinni. Það er til dæmis algerlega brennt fyrir það hjá mér að ég nenni að fara í þessi sí-. felldu kokkteilboð og opin- beru móttökur. Ég hreinlega vorkenni fólki sem þarf að láta sjá sig þar, enda vill það verða þannig að þetta er yfirleitt sama fólkið sem sér sig knúið til að vera viðstatt, væntanlega af ótta við að einhver gerist svo djarfur að halda að því hafi ekki verið boðið. Ég fer að- eins á brot af þeim manna- mótum sem mér er boðið í af þeirri einföldu ástæðu að ein- hvers staðar verður að draga mörkin og segja: Ég á mig sjálfur. Ég er heimakær og vinakær maður sem vill helst hætta að vera opinber fígúra klukkan sjö á kvöldin," sagði Stefán Jón Hafstein að lok- um. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Bergsteinn Giz- urarson bruna- málastjóri sem er stúdent frá MR eins og Birgir Ár- mannsson for- maöur Heim- dallar en hann var in- spector scholae í MR eins og Davíð Oddsson forsætisráö- herra sem einu sinni var leikhúsritari eins og Árni Ibsen en hann hefur leikið í Þjóðleik- húsinu eins og Árni Tryggva- son leikari sem gefur út ævisögu sína núna fyrir jólin eins og Jónas Jónas- son útvarpsmaður sem er sonur fyrrverandi út- varpsstjóra eins og Hrólfur Jóns- son fyrrverandi landsliðsþjálfari í badminton. tengsl Hrólfur Jóns- son slökkvi- liðsstjóri er byggingar- taeknifraeðingur eins og Anton Björn Markússon sem leikur knattspyrnu með Fram eins og Marteinn Geirsson knattspyrnu- þjálfari gerði en hann er gamall landsliðsmaður eins og Guöni Kjart- ansson sem þjálfað hefur landslið íslendinga í íþróttum eins og VAROD: £F RWóO LES»Ð ÞtSSA FWAU *AN. A» HÁ SArtRtNOt Þ'A ERUO NÉN.S

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.