Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 50

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 50
A Við verðum að horfast í augu við nýja tima. Konur á uppleið vilja vera kvenlegar og klæðast ekki lengur karlalegum fötum, — segir Helga Kjartansdóttir, Konur í Starfsmannafélagi Landsbankans KÆRA SEÐLA BANKANN FYRIR JAFNRÉTTISRÁÐI — telja bindisskylduna standa í vegi fyrir frama kvenna Eggert Haukdal er eini þingmaður- inn sem fær frí um jólin. Ákveðið hefur verið að setja upp jólatré þar sem sæti hans í þingsalnum er. Alþingi ÓLÍKLEGT AÐ TAKIST AÐ LJÚKA ÞING- STÖRFUM FYRIR JÓL — munum reyna að hafa jólastemmningu í húsinu og skreyta salina, — segir Sal- ome Þorkelsdóttir. Bárður Ingvarsson er elsti bílstjóri Hreyfils. Hann varð sjötugur árið 1967 og ekur aðeins um þær göt- ur sem voru lagðar fyrir þann tima. HREYFILL FÆR VIÐURKENNINGU ÚR FRAMKVÆMDA SJÓÐI ALDRAÐRA — fyrirtækið hefur haldið ótrúlegum fjölda aldraðra á götunum og fjarri elliheimil- unum, — segir í viðurkenn- ingarskjalinu. 50. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 12. DESEMBER 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR Efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar Stjórnin vill skipta um nafn og skilja skuldirnar eftir — tillögur uppi um ad skíra landid Nýja ísland, Garöarshólma eöa Sovét-ísland. Reykjavík, 11. desember Meðal tillagna ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum er að stofna til nýs ríkis undir nýju nafni og skilja erlend- ar skuidir íslenska lýð- veldisins eftir. I tiliögun- um er ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku nafni en iagt til að kosið verði í al- mennum kosningum á miili nafnanna Garðars- hólma, Nýja íslands og Sovét-Islands. „Kosturinn við síðasta nafnið er að við höfum þegar ljóð sem getur verið þjóð- söngur okkar í framtíðinni," sagði Davið Oddsson forsæt- isráðherra. Hann sagði ekki létt að bera upp þessar tillög- ur en það væri einfaldlega fokið í flest skjól. „Það er annaðhvort að sökkva í skuldafenið eða reyna að bjarga sér,“ sagði ráðherrann. Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR hefur jafnframt verið kannað hvort einhver þjóð væri tilbúin að kaupa uppsafnaðan halla rík- issjóðs. Meðal annars hefur Davíð Oddsson leggur til að lýðveldið skipti um nafn og skilji skuldirnar eftir. Japönum verið boðinn hann en ríkissjóður Japans hefur verið rekinn með umtals- verðum tekjuafgangi. Upp- safnaður halli íslenska ríkis- ins mundi lækka greiðslur Japana til Sameinuðu þjóð- anna og ýmissa alþjóðastofn- ana annarra. „Auðvitað er möguleiki á að fara að dæmi margra veit- ingahúsa. Ef við gerðum það gæti opinbert nafn lýðveldis- ins verið Lýðveldið í Norð- ur-Atlantshafi en við mund- um síðan nota íslands-nafnið út á við," sagði Davíð Odds- son. Atvinnumálanefnd Kópaskers Hyggst byggja upp þorp jólasveinsins — œtlar aö selja útlendingum inn og bjóöa þeim ad heilsa upp á Stefán Valgeirsson Kópaskeri, 12. desember „Við lásum það í blaðinu um daginn að Grænlend- ingar hefðu byggt upp svona þorp. Við hlógum fyrst en svo sáum við að það væri snjallræði að gera slíkt hið sama hérna í þorpinu,“ sagði Erlendur Sigurðsson, formaður at- vinnumálanefndar Kópa- skers, í samtali við GULU PRESSUNA, en nefndin hefur lagt teikningar að jóiasveinaþorpi fyrir skipulagsnefnd ríkisins. „Við óttumst ekki sam- keppni við Grænlendingana. Við teljum að Vesturlandabú- ar muni ekki sætta sig við ínúíta-jólasvein og trúum þvi að fólk laðist miklu frekar að okkar jólasveini, en við höf- um hugsað okkur að bjóða upp á Stefán Valgeirsson. Stefán er bæði góðlegur og svo hefur hann hjarta á við besta jólasvein. Hann hefur fært okkur ótrúlegustu hluti í gegnum árin; veg hér, laxeld- isstöð þar, skóla og Guð má Kópaskersbúar heióra Stefán Valgeirsson og reisa jolasveina þorp í kringum hann. vita hvað,“ sagði Erlendur. „Við höfum sagt okkar á milli að þó svo þetta ævintýri okkar færi á hausinn þá væri það allt í lagi. Við hefðum þá í það minnsta sýnt Stefáni þann virðingarvott sem hann á skilinn," bætti Erlendur við. Jón Baldvin væri i Sjálfstæðisflokknum ef hann væri kona, — segir Jóhanna Sigurðardóttir. VÆRI í SJÁLFSTÆÐIS FLOKKNUM EF HANN VÆRI KONA — segir Johanna Siguröardottir Reykjavík, 12. desember_____ Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðu- flokksins, hefur sett sam- an skýrslu um afdrif ým- issa flokksmanna ef þeir væru ekki af því kyni sem þeir eru. í henni kemur meðal annars fram að ef Jón Baldvin Hannibals- son, formaður flokksins, væri kona væri hann í Sjálfstæðisflokknum. I skýrslunni segir: „Jón Baldvin kvæntist ungur Bryndísi Schram, dóttur kunns sjálfstæðismanns. Bryndís fór síðar í framboð fyrir Alþýðuflokkinn i borg- arstjórnarkosningum. Niður- staða mín er því sú að þótt Jón Baldvin sé sonur Hanni- bals Valdimarssonar hefði hann líklega fylgt eiginmanni sínum, Bryndísi, að málum og gengið í Sjálfstæðisflokk- inn ef hann væri kona.“ Jóhanna rekur einnig örlög ýmissa annarra flokksmanna ef þeir væru konur. Hún segir meðal annars að Jón Sigurðs- son hefði aldrei orðið for- stjóri Þjóðhagsstofnunar ef hann væri kona og því aldrei þingmaður né ráðherra. Öss- ur Skarphéðinsson hefði end- að í Kvennalistanum og Eiður Guðnason væri þula hjá Rík- isútvarpinu. Þá segir Jó- hanna að Sighvatur Björg- vinsson væri heilbrigðisráð- herra. „Það skiptir ekki svo miklu máli af hvaða kyni hann er,“ segir í skýrslunni. Miöilsfundur hjá Bændasamtökunum Hrútur hefur í hótunum við landbúnaðar- ráðherra Reykjovík, 12. desember_ „Þetta var ógeðslegt. Eg vil ekkert um þetta ræða,“ sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra þegar hann hvarf af sam- eiginlegum fundi Stéttar- sambands bænda og Bún- aðarfélags Islands á Hótel Sögu seint í gærkvöldi. A fundinum var meðal ann- ars notast við miðil til að skýra landbúnaðarstefn- una fyrir ráðherranum og í gegnum hann birtist hyrndur hrútur sem hafði í hótunum við ráðherrann. „Ég var i fiestu sammála hrútnum þótt ég sé ekki tilbú- inn að skrifa upp á með hvaða hætti hann lagði mál sitt fram," sagði Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttar- sambandsins. „Ég vil líka biðja menn að vera ekki of fljóta að dæma hann. Sauðfé hefur verið fækkað grimm- úðlega á síðustu árum og það er því skiljanlegt að því sé far- ið að renna það til rifja." IO QfCI cordcitcij ■ ciffliceli/tilboð ■ 80386-16 órgjörvi 1Mb minnl 42Mb diskur 1.44Mb 3.5" drif VGA litaskjár 101 hnappa lyklaborð Genius mús Windows 3.0 MS-DOS 4.01 kr. 99.900 staðgreitt Sumum finnst 10 ára afmælistilboðið okkar lyginni líkust, enda jafn ótrúlegt og annað á þessari siðu. Þú getur komist að hinu sanna í þessu dularfulla tilboðsmáli. Notaðu tækifærið, líttu við eða hringdu! MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.