Pressan - 23.01.1992, Page 16

Pressan - 23.01.1992, Page 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 Magnús selur og selur Magnús Hreggviösson í Frjálsu framtaki berst nú harðri baráttu vegna versn- andi stöðu fyrirtækisins. Hann hefur sett margar ef eigin fasteignum og eins fast- eignir Frjáls framtaks á sölu. Magnús hefur einnig selt hluta af bílum sínum. Þar á meðal er einn merkilegasti fornbíll landsins, Buick ár- gerð 1947. Bíllinn var í miklu uppáhaldi hjá Magnúsi. Nú eru um fjögur ár frá því Magnús, eða öllu heldur Frjálst framtak, keypti Smára- hvammslandið í Kópavogi. Ekki hefur gengið eins vel að selja lóðir og Magnús hugði þegar hann keypti landið. Þessi langi tími fer illa með Magnús. Stór hluti kaup- verðsins var fenginn að láni og það kostar umtalsvert fé að greiða af þrjú eða fjögur hundruð milljónum króna. Það er einmitt þess vegna sem Magnús freistar þess að selja sem flestar eignir sínar og Frjáls framtaks. Blöndal búinn aðfá jeppann Keyptur hefur verið nýr ráðherrabíll handa Halldóri Blöndal. Halldór valdi Ford Explorer sem kostaði 2,7 milljónir króna. Eins og PRESSAN greindi frá í síðustu viku á enn eftir að ganga frá reglugerð sem kveður á um að Innkaupastofnun skuli sjá um kaup á bílum ráðuneyt- anna, og þá geta ráðherrarnir ekki valið sér bíl eftir sínu höfði. Halldór slapp fyrir horn, því Innkaupastofnun hafði ekkert með þessi kaup að gera. „Gamli bíllinn er módel 1987 og var orðinn óheyri- lega dýr í rekstri," sagði Þór- hallur Jósepsson, aðstoðar- maður Halldórs í samgöngu- ráðuneytinu, í samtali við PRESSUNA. Gamli bíllinn var Cherokee-jeppi og sagði Þór- hallur að svo sannarlega hefði verið kominn tími á þann bíl. Ásmundur gerði athuga- semdir Asmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, gerði athugasemd vegna þeirrar ákvörðunar bæjar- stjórnar Kópavogs að hækka vatnsskatt á bæjarbúa. Bæjarstjórnarmenn í Kópa- vogi eru ekki ánægðir með þetta framtak Ásmundar, ekki endilega vegna þess að hann fann að skattahækkun- inni, heldur ekki síður vegna þess að Ásmundur hefur ekki gert neinar athugasemdir við þær bæjarstjórnir aðrar sem hafa hækkað útsvarsálögur á bæjarbúa. Þar á meðal eru bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, Mos- fellsbæjar og fleiri bæja. Borgarfoss með lokaðan síma Ekki hefur tekist að fá end- urgreidda miða á tónleika Bryans Adams sem áttu að vera í Laugardalshöll um miðjan desember. Aðstand- endur Borgarfoss voru búnir að lofa endurgreiðslum í síð- asta lagi í þessari viku. Skrif- stofa fyrirtækisins er lokuð og síminn lokaður vegna van- skila. „Fyrir krakkana eru þetta miklir peningar. Ég veit að sumir þeirra lögðu aleiguna í þetta," sagði Gunnar Hjartar- son, sem er búinn að reyna mikið til að fá endurgreiddan miða fyrir dóttur sína. Hver miði kostaði fjögur þúsund krónur. Gunnar sagðist hafa náð tali af Borgarfossmönnum í ‘síðustu viku og hefðu þeir þá lofað að borga eftir helgi. Hann er búinn að fara nokkr- ar ferðir á skrifstofu fyrirtæk- isins, en alltaf komið að lok- uðum dyrum, og nú er lífsins ómögulegt að ná sambandi símleiðis. Skoðanakönnun SKÁÍS fyrir PRESSUNA Þorri fólksá móti einka- væðingu Ef það er stuðningur við sölu á einhveiju stóru ríkisfyrirtæki, þá er það Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. fslendingar virðast hins vegar alls ekki vilja missa Landsbankann úr ríkiseign. í skoðanakönnun SKÁÍS fyrir PRESSUNA um sölu rík- isfyrirtækja kom fram al- menn andstaða gegn slíkum aðgerðum. Spurt var um af- stöðu þátttakenda til sölu á fimm fyrirtækjum. Fæstir vildu selja Landsbankann, eða tæp 18 prósent þeirra sem tóku afstöðu. Flestir vildu selja Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins eða rúm 46 prósent. MEIRA EN 80 PRÓSENT VILL AÐ RÍKIÐ EIGI LANDSBANKANN Eins og áður sagði var minnstur áhugi fyrir sölu á Landsbankanum. Af þeim sem tóku afstöðu til spurning- arinnar sögðu 82,2 prósent nei. 17,8 prósent voru hins vegar fylgjandi sölu bankans. Hugmyndir um sölu Lands- bankans eru ekki komnar jafnlangt og hugmyndir um sölu Búnaðarbankans. Þó hefur verið rætt um að breyta bankanum í hlutafélag, þótt það yrði fyrst um sinn alger- lega í eigu ríkissjóðs. Af úrtakinu tóku 93,9 pró- sent afstöðu. 77,1 prósent sagðist andsnúið sölu en 16,8 prósent fylgjandi. ÞRIÐJUNGUR VILL SELJA BÚNAÐARBANKANN Fleiri voru á því að selja Búnaðarbankann. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 35,9 prósent fylgjandi sölu bankans. 64,1 prósent vildi hins vegar að bankinn yrði áfram í eigu ríkissjóðs. Það er því nokkuð góður meirihluti fyrir áframhaldandi ríkis- rekstri bankans. Það er yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar að breyta Bún- aðarbankanum i hlutafélag á þessu ári og selja hlut ríkis- sjóðs í kjölfar þess. Hins veg- ar liggur ekki fyrir með hvaða hætti það yrði gert. Fram hafa komið hugmyndir um að selja hlutabréfin á und- irverði til að ofgera ekki hlutabréfamarkaðinum. Eins hefur því verið varpað fram að dreifa einfaldlega ein- hverjum hluta af hlutabréfum í bankanum til eigenda hans; almennings. Sama hlutfall tók afstöðu til .þessarar spurningar og þeirr- ar um Landsbankann. 60,2 prósenLsögðu nei við sölunni enJTrT^þrosent já. TJÉftjR HELMINGUR VILL SELJA ÁTVR Miklu meira fylgi er við sölu á Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 46,2 pró- sent selja fyrirtækið. Hins vegar vildu 53,8 prósent halda því í ríkisrekstri. Þótt núverandi rekstrarform ÁTVR njóti minni hylli en bankanna tveggja er enn meirihluti fyrir því. Þær hugmyndir sem uppi hafa verið um sölu á ÁTVR eða einkavæðingu hafa fyrst og fremst snúist um birgða- geymsluogsmásölu. ídagsér ATVR um birgðahald fyrir innflytjendur en hugmyndir eru uppi um að láta innflytj- endurna sjá um það sjálfa. Þá hefur einnig verið rætt um að gefa öðrum en ÁTVR kost á að reka smásölu á áfengi. Af úrtakinu tóku 94,4 pró- sent afstöðu. 50,8 prósent sögðu nei við sölu ÁTVR en 43,6 prósent já. TÆPUR ÞRIÐJUNGUR Á ÞVÍ AÐ SELJA PÓST OG SÍMA Góður meirihluti vildi halda áfram ríkisrekstri á Pósti og síma, þótt núverandi rekstur njóti ekki jafnmikillar hylli og ríkisrekstur Lands- bankans. Af þeim sem tóku afstöðu var 28,1 prósent á því að selja Póst og síma. 71,9 prósent vildu hins vegar að fyrirtækið yrði áfram í ríkis- eign. Ekki hefur farið mikið fyrir hugmyndum um sölu á Pósti og síma. Fyrirtækið er þó yf- irleitt efst á blaði hjá þeim er- lendu sérfræðingum og álits- gjöfum sem hafa haldið hér fyrirlestra. Sala á Pósti og síma þeirra Breta þykir hafa tekist einna best af einkavæð- ingunni í Bretlandi á undan- förnum árum. Af úrtakinu tóku 93,9 pró- sent afstöðu. 67,5 prósent vildu halda fyrirtækinu í rík- isrekstri en 26,4 prósent vildu selja það. TÆPUR FJÓRÐUNGUR VILL SELJA RÍKISÚTVA RPIÐ Fyrir utan Landsbankann vildu fæstir selja Ríkisútvarp- ið. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist 76,1 prósent vilja halda því í ríkisrekstri en 23,9 prósent vildu selja Ríkisút- varpið. Sjálfsagt er umræðan um sölu á Ríkisútvarpinu eldri en hugmyndir um sölu á öðrum fyrirtækjum í ríkiseign. Ýmist hefur verið rætt um að selja Rás 2, Rikissjónvarpið eða allt fyrirtækið. Það vakti nokkra athygli þegar síðasti landsfundur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti að stefnt skyldi að sölu Rásar 2 og spruttu af því deilur. Af úrtakinu tóku 95,5 pró- sent afstöðu, eða fleiri en til spurninga um sölu á öðrum ríkisfyrirtækjum. 72,6 pró- sent sögðu nei en 22,9 pró- sent já. Spurt var hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt sölu of- angreindra ríkisfyrirtækja. Gunnar Smári Egilsson A Að Selja Ríkisfyrirtæki? Spurt var um afstöðu fólks til sölu einstakra ríkisfyrirtækja. Andvígir Q/Fylgjandi \feiigis TÓBÁKSVjERsluN ÉÍKlÍlNS 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 10 20 30 40

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.