Pressan


Pressan - 23.01.1992, Qupperneq 41

Pressan - 23.01.1992, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 41 'Jh)jnv íolcitðUnf {•jóööögitr Guðfinnur Halldórsson bílasali seldi Steingrími Hermannssyni, sem þá var forsætisráðherra, jeppa sem Guðfinnur hafði flutt notaðan til landsins. Þetta var glæsilegur amerískur jeppi. Blaðamaðurá DV hringdi til Guðfinns og spurði hvort rétt væri að forsætisráð- herrann hefði verið að kaupa af honum notaðan jeppa. í fyrstu þrætti Guð- finnur ákveðið fyrir, en eftir harðan atgang blaða- mannsins svaraði Guðfinn- ur loks: „Allt í lagi, allt í lagi. Ég skal staðfesta þetta. En það bvðir ekkert að vera að núa Steingrími því um eyru." Blaðamaðurinn og Guð- finnur ræddu lengur saman um alla heima og geima. Fljótlega kom i Ijós aö Guö- finnur virtist sjá eftir að hafa staðfest að Steingrím- ur hefði keypt af sér bílinn. í lok samtalsins spurði Guðfinnur blaðamanninn: „H vað á ég að gera þegar ég er spurður svona? Þetta er auðvitað trúnaðarmál. Viltu segja mér hvað ég á að gera? Þú hefur vitið en ekki ég." (Úr bílasalasögum) „FOLK SEM E R I NÁNUM TENGSLUM V I Ð NÁTTÚRUNA VIRDIST RÚA YFIR ÁBYRGÐAR- TILFINNINGU, SEGIR GÍSLI Þ Ú R GUNNARSSON BÚKAÚTGEFANDI, RITHOFUNDUR 0 G BÚDDISTI. Gísli Þór Gunnarsson er fœddur í Bandaríkjunum, heillaður af Tíbet og indíán- um, bókaútgefandi, rithöf- undur og búddisti med mast- ersgráöu í sálfrœði. Hann lœtur móöan mása frá sveita- setri sínu rétt fyrir utan Grindavík. Gísli hefur sent frá sér tvær skáldsögur; Kærleiksblómið og Á bláþræði. í kjölfarið fylgdu tvær þýðingar, sú fyrri Ævisaga Dalais Lama og hin síðari Fantatak eftir Jerzy Kosinski, sem kom út fyrir jólin. „Ég er ekki óánægður með umfjöllun bókarinnar sem slíka heldur hefði hún mátt vera meiri og þá í áhrifameiri fjölmiðlum. Eg gaf bókina út sjálfur og hafði ekki bolmagn til að auglýsa hana. Ævisaga Dalais Lama kom út í fyrra, en hún er þriðja bókin um Tíbet sem komið hefur út á íslandi. Mér þykir það svo sárgrætilegt þegar svona mikii þögn ríkir um eitt ákveðið málefni. Þessi þögn hefur hreinlega neytt Tíbeta út í harðar aðgerðir." Þú fórst til Indlands sama ár og Dalai Lama fékk Nób- elsverdlaunin. „Það má segja að ég hafi farið til Indiands á vegum Vikunnar til að eltast við Dal- ai Lama, en það var vegna fyrri skrifa minna um hann sem ég fékk viðtalið. Samtal okkar varð svo uppistaðan í útvarpsþætti sem ég gerði. Stuttu áður en senda átti þátt- inn út komst ég að því að búið var að taka hann af dagskrá. Að iokum tókst að útvarpa honum en þá kom í ljós að hann var allur klipptur. Með þrýstingi tókst að senda hann út í fullri lengd síðar. Ég sótti síðan ráðstefnu fjöl- miðlafólks sem var haldin á indlandi árið 1990, en þar var fjallað um málefni Tíbets. Ráðstefnuna sóttu einnig Ri- chard Gere og Petra Kelly, sem stofnaði flokk Græningja í Þýskalandi. Græningjar voru eina stjórnmálaaflið í Evrópu sem tók upp málefni Tíbets á sínum tíma. Ég fékk það hlutverk að mæla með einhverjum ís- lenskum stjórnmáiamönnum sem gætu haft áhuga á þessu málefni. Ég skrifaði niður fimmtán nöfn úr Alþýðu- flokki, Alþýðubandalagi, Sjálfstæðisflokki, Framsókn og af Kvennalista, en það var eingöngu Steingrímur Her- mannsson sem sýndi þessu einhvern áhuga." Þú hefur þrisvar sinnum heimsótt verndarsvœdi ind- íána í Arizona en þar búa lid- lega 100.000 Navaho-indíán- ar. „Það má segja að málefni Tíbeta og Navaho-indíána tengist, þar sem þeir fyrr- nefndu sitja á mestu úran- íumnámum Kínverja og þeir síðarnefndu á stærstu úran- íumbirgðum Bandaríkjanna. Trúarleiðtogi Navahoanna var kaliaður Don Juan, en hann stofnaði Kirkju inn- fæddra Ameríkumanna. Má segja að hann hafi byggt upp sjáifsvirðingu sem þeir töp- uðu stríðinu við landnemana. Þeir berjast ennþá fyrir til- verurétti sínum. Mormónskir auðhringir vilja komast yfir auðlindir þeirra. í dag fara nokkrar milljónir gallona af vatni vikulega frá verndar- svæði þeirra til raforkustöðv- ar sem framleiðir orku fyrir Suður-Kaliforníu. Fólk sem er í nánum tengsl- um við náttúruna virðist búa yfir meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart lífríki jarðar og því er ég baráttumaður fyrir sjálfsákvörðunarrétti Nava- hóa og Tíbeta, og þá sérstak- lega hvað varðar nýtingu úr- aníumnáma þeirra." En hvab adhefst Gísli sál- frœdingur þessa dagana? „Ég hef lítið starfað við sái- fræðina síðan ég lauk mast- ersprófi. Næst á dagskrá hjá mér er útvarpsþáttagerð í anda Orsons Welles. Fyrsta verkefnið verður einmitt bók Jerzys Kosinski, Fantatak. Þessu verður síðan útvarpað hjá Útvarpi Sól. Ég vil hvetja allt áhugafólk um leiklist til að mæta á Bíóbarinn á þriðjudagskvöldið og bjóða fram krafta sína.“ Anna Har. Hamar GRINDAVÍK R I M S í R A M S Hvar er fólkið frá í fyrra? fagurfræði pistilsins: það og alls konar fólk að verð ég sjálfur sem segi allt skvaldra í kringum okkur, Afhverju eru götur Reykjavíkur ekki yfirfullar af fólki yfir fertugt þegar kvöldin eru slík og þvílík sem þau hafa verið? Afhverju hittir enginn neinn? Ekkert þykir hallærislegra í svona pistlum en þegar menn kveðja til kunningja sína sem illa dulbúnar mál- pípur fyrir alls konar fárán- legar skoðanir sem pistla- höfundurinn þorir ekki að standa við sjálfur; pistlar sem byrja: Ég hitti kunn- ingja minn á götu ... og enda í einhverju fimbul- fambi um Perluna. En ég get ekkert gert að því: ég hitti kunningja.minn um daginn. Og frekar vil ég leyfa honum að vera með í þessum pistli en að skelfast ímynduð hallærislegheit. Sé út í það farið; það er ekkert hallærislegt á þess- um tímum þegar ekkert er out nema að vera in og ekk- ert in nema að vera out — ekkert hallærislegt nema að vera ekki hallærislegur. Og auk þess verður þetta ekki hallærislegt — og því hallær- islegt — vegna þess að ég hef nýjung fram að færa í það andríka og fráleita, kunninginn hins vegar jánk- ar bara og neitar og hristir hausinn og segir: Ja, það sem þér dettur í hug, ekki er öll vitleysan eins, er þetta nú ekki eitthvað orðum auk- ið.. . Og svo framvegis. Við sát- um á krá og það var sunnu- dagskvöld og það var ein- hver músík í hátölurunum skáld og hættulegir menn með hatta og frjálslyndar skáldkonur að drekka með börnunum sínum — þarna var líka fullur maður. Við höfðum hætt okkur inn á raunverulega listamanna- krá, nokkuð sem ég hefði aldrei þorað að gera einn. Útúrdúr: það er svo merki- legt með þessi kaffihús og þessar krár þar sem maður á víst að vera ef maður telur sjálfan sig málið og aðal- númerið: þegar ég hætti mér þar inn líður mér alltaf eins og ég hafi villst inn í ein- hverja fermingarveislu sem mér var aldrei boðið í, það er einhvern veginn horft þannig á mann ... Við sátum þarna súpandi í reykslæðurökkrinu og ég sagði honum að ég þyrfti að skrifa pistil þegar ég kæmi heim og spurði um hvað ég ætti að hafa hann. Hann sagði: Hafðu hann um að þú hittir æðislega skemmtileg- an kunningja þinn sem segir eitthvað ofjalega snjallt um Perluna. Ég sagðist ekki nenna því og það væri ekki hægt að segja neitt snjallt um Perluna, þetta sjálfvís- andi hringtákn hins mann- hverfa sjálfumleika á öld hinnar bláþráðóttu fléttu sem spinnst um sjálfa sig handan merkingar og nánd- ar. Hann sagði: Hefurðu tek- ið eftir því að það er enginn yfir fertugt hérna? Skrifaðu um það. Eg sagði: Nei, ég er að hugsa um að skrifa um hvort ég ætti að fá mér hund, finnst þér að ég ætti að fá mér hund? Hann sagði: Nei, fólk skiptist í hunda og ketti og þú ert köttur. Ég heiti köttur, ég er ljón. En þegar ég sit hérna núna er þetta mér umhugsunar- efni. Af hverju var enginn yf- ir fertugt þarna? Hvar er fólkið frá í fyrra? Af hverju eru götur Reykjavíkur ekki yfirfullar af fólki yfir fertugt þegar kvöldin eru slík og þvílík sem þau hafa verið? Af hverju hittir enginn neinn? Við dýrkum æskuna ailtof mikið. Sértu ekki nýr ertu ekki til og skalt fela þig heima hjá þér. Þetta helst í hendur við hatur okkar á há- skólamenntuðum mönnum og sérfræðingum og öllum þeim sem hugsanlega vita eitthvað um eitthvað, og dá- læti okkar á fúski og brjóst- viti og náðargáfu; þetta er angi af íslenska drauminum.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.