Pressan - 27.02.1992, Side 18

Pressan - 27.02.1992, Side 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 BÝÐUR FLUG TIL OG FRÁ ÍSLANDI FYRIR 99 PUND Guðni Þórðarson ferða- frömuður, .e. fyrirtæki hans Iceland air tours Itd., auglýs- ir í enskum dagblöðum flug- erðir til íslands og til baka fyrir verð sem er allt frá 99 pundum eða liðlega 10 þús- und krónum. Guðni opnaði þessa ferða- skrifstofu í London á síðasta ári og býður íslandsferðimar frá London og Glasgow. Auk ódýrra flugferða býður Guðni upp á milligöngu Om „Saf- ari“-ferðir, hestaferðir, gönguferðir og Grænlands- ferðir. UPPSTILLING- ARNEFND HJA HSÍ Á framkvæmdastjómar- fundi HSÍ um síðustu helgi var kosin uppstillingamefnd fyrir aðalfund HSÍ sem hald- inn verður 22. til 24 maí. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er enn á ný ætlunin að fá inn nýjan mann í formannsembættið í staðinn fyrir Jón Hjaltalín Magnús- son, en nefndin á að koma með tillögu um nýja stjóm. í nefndinni em Þorgeir Ingi Njálsson, Þorgeir Haralds- son, Arnþrúður Karlsdóttir, Guðmundur Friðrik Sigurðs- son og Guðjón E. Friðriks- son. HÚS STÁL- SMIÐJUNNAR BOÐIN UPP VEGNA19 MILLJÚNA SKULDA? Stálsmiðjan hf. á í erfið- leikum með að greiða 19 milljóna króna skuldir og hafa fasteignimar Mýrargata 2, Mýrargata 5, Brunnstígur 9, 10 og 12 og Austurbakki við Bakkastíg verið auglýstar til uppboðs í apríl. Sá sem krefst uppboðanna er Steingrímur Eiríksson hér- aðsdómslögmaður, en Skúli Jónsson, forstjóri Stálsmiðj- unnar, vildi ekki upplýsa hver handhafi skuldarinnar væri. Þess má geta að Stálsmiðjan var áður hluthafi í Sameinuð- um verktökum, en seldi bréf sín þar. Eignarhluturinn hefði tryggt Stálsmiðjunni liðlega 11 milljóna króna úthlutun þegar Sameinaðir deildu út 900 milljónunum nýverið. Nú virðist flest benda til að ekki komi út fleiri tölublöð af fréttatímaritinu Þjóðlífi, sem komið hefur út um tíu ára skeið. Ekki er búið að taka ákvörðun um afdrif fyrir- tækisins en ritstjóri tímaritsins, Óskar Guðmundsson, telur það gjaldþrota. Stjórnarformaður Þjóðlífs, Kristinn Karlsson, tekur í sama streng en segir hins Óskar Guðmundsson ritstjóri: Tímaritið á í „óformlegum nauðar- samningum". PERSÓNULEGAR ÁBYRGÐIR Bæði Óskar og Kristinn staðfestu að sumir stjómar- manna væru í nokkrum per- sónulegum ábyrgðum vegna skulda fyrirtækisins. Þeir vildu þó ekki segja hve miklar þær ábyrgðir væru né hvers eðlis. Útgáfa tímaritsins var orðin nokkuð stopul á síðasta ári þótt tækist að koma út tíu tölublöð- um _ síðasta blaðið kom út í desember. Þá var það nokkur áiitshnekkir fyrir tímaritið á síðasta ári hvemig staðið var að innheimtuaðgerðum gagn- vart áskrifendum og sagði Kristinn að það hefði vissulega skaðað útgáfuna. Eftir því sem komist verður næst munu skuldir vera nokkrar við Prent- smiðju G. Ben ( Kópavogi, sem prentað hefur Þjóðlíf. Sverrir Hauksson, fram- kvæmdastjóri prentsmiðjunn- ar, sagðist ekkert vilja láta hafa eftir sér um viðskiptin við Þjóðlíf. _ Það kom fram í máli þeirra Óskars og Kristins að þeir byndu vonir við að tækist að selja útgáfuna. Þeir treystu sér þó ekki til að segja hverjum, enda eru engar formlegar við- ræður í gangi um slfkt. Sigurður Már Jónsson vegar að enn sé leítað möguleika á að bjarga því frá þroti með sölu. Þessa dagana er allra leiða leitað til að bjarga tímaritinu Þjóðlffi undan gjaldþrotaskipt- um. Engin starfsemi fer nú fram á ritstjóm tímaritsins, enda síminn lokaður. Að sögn Óskars Guðmundssonar, rit- stjóra og eins af eigendum blaðsins, er ekki enn útséð um afdrif þess, þótt það sé f raun gjaldþrota. Sagði Óskar að fyr- irtækið hefði verið í „óform- legum nauðarsamningum'‘ undanfarið við kröfuhafa. Að- spurður sagðist hann ekki geta útilokað að farið yrði fram á formlega greiðslustöðvun inn- an skamms. Hvorki Óskar né Kristinn Karlsson, stjómarformaður fyrirtækisins, vildu tjá sig um heildarskuldir Þjóðlífs, Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR eru þær á milll 40 og 50 milljónir króna. Þegar sú tala var borin undir Kristin sagði hann aðeins að skuldir væru miklar. Eignir em hins vegar ekkl miklar: Fyrirtækið hefur alla tíð verið í leiguhúsnæði þannig að eignir samanstanda fyrst og fremst af tölvubúnaði og éin- hverjum skrifstofuáhöldum. „Viðskiptavild“ nefndu þeir Óskar og Kristinn einnig, en verðgildi hennar hlýtur fyrst og fremst að miðast við áfram- Ritstjórn Þjóðlífs hefur verið é Hótel V(k, en þar er síminn nú lokaður og starfsemi engin. þaldandi útgáfu. FÉLAGSÚTGÁFAN VAR GJALDÞROTA Tímaritið Þjóðlíf hefur nú komið út um tíu ára skeið. í rhars 1990 varð sú breyting á útgáfunni að stofnað var félag- ið Þjóðlíf hf. sem tók við út- áfunni af Félagsútgáfunni hf. stjóm félagsins var einkum fólk af vinstri væng stjómmál- anna, en auk Kristins eru eftir- taldir aðilar í stjóm og vara- stjóm, samkvæmt upplýsing- um hlutafélagaskrár: Hrannar Amarsson, varaformaður, Ás- geir Sigurgestsson, Svanur Kristjánsson, Jóhann Antons- son, Margrét S. Bjömsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson. Halldór Grönvold. Guðmund- ur Ólafsson og Albert JónsSon. Nýja félagið yfirtók allan rekstur og skuldbindingar og kom inn með nýtt hlutafé. Nam það 14 milljónum króna. „Það er spuming hvort þetta var ekki röng ákvörðun á sfn- um tíma. Það hefði kannski verið eðlilegra að kaupa fyrir- tækið, enda var Félagsútgáfan nánast gjaldþrota," sagði Kristinn. Hann sagði að það hefði verið ljármagnskostnað- ur vegna eldri skuldbindinga sem fyrst og fremst reið bagga- muninn. D E B E T „Ámi er afskaplega fjölhæfur, duglegur og at- orkusamur. Hann er skemmtilegur, ágætur húm- oristi eins og hann á reyndar kyn til. Lagasmiður er hann ágætur, en hann samdi öll lög fyrir leik- hópinn Hugleik," segir Jón Daníelsson, vinur og sauðamaður á Tannastöðum í HrútaFirði. „Það besta við Áma er hvað hann er mikill og einlægur herstöðvaandstæðingur. Hann er mjög heiðarleg- ur og fastur fyrir í skoðunum og getur yfirleitt sett hlutina fram á mjög einfaldan og skýran hátt. Það er ekki verra að hann skuli vera framarlega í Tófuvinafélaginu," segir Birna Þórðardóttir blaðamaður. „Ámi er fjölhæfur, skapandi og skemmtilegur í allri daglegri viðkynningu. Hann er sérstaklega röskur að koma margra manna verki af á stuttum tíma,“ segir Gfsli Sigurðsson bókmenntafræðingur. „Ámi er góður her- stöðvaandstæðingur, Hann er fjölhæfur og gífur- lega afkastamikill; hann ef leikskáld. lagahöfund- ur og textahöfundur _ og hellafræðingur þar fyrir utan,“ segir Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræð- ingur. „Ami er skemmtilegur, hress og viðræðu- góður og mjög traustur vinur þegar á reynir. Hann er duglegur og sjaldan aðgerðalaus. Það var sagt í Svarfaðardal, þar sem faðir hans bjó. að heyskap- urinn færi að ganga á Tjöm þegar Ámi var mætt- ur í sumarfrí. Undir þessu yfirborði er hins vegar lífsnautnamaður sem þykir í raun og vem gott að borða góðan mat, slaka á og hafa það huggulegt," segir Þuríður Jóhannsdóttir kennari. Árni Hjartarson K R E D I T „Árni er einn af þeim atorkusömu og dug- legu og eins og margir aðrir slíkir mætti hann ef til vill stöku sinnum vanda sig örlítið betur, þó svo að hann sé ekki hroðvirkur,“ segir Jón Daníelsson. „Eini lösturinn sem ég minnist er þegar Arni varð uppvís að spörfuglaáti," segir Birna Þórðardóttir. „Árni sýnir stjórnvöldum ekki nægilega virðingu og undirgefni og lætur þau ekki segja sér fyrir verkum,“ segir Gísli Sigurðsson. „Arni hefur nú ekki verið talinn best klæddi maður á íslandi,“ segir Ragnar Stefánsson. „Þó svo að Árni hliðri sér ekki hjá að takast á við vanda þegar nauðsvn krefur þá er gallinn sá að hann vill helst ekki horfast í augu við að það sé nokkur ástæða til. Hann þolir illa kvart og veikindi og vill að fólk í kringum sig sé bratt og til í að takast á við hlut- ina án þess að vera með neitt væl. Hann er sjálfur harður af sér og ætlast til þess af sínum nánustu. En stundum gengur þetta einum of langt. Sunnudagsbíltúrinn gerir hann að vísinda- leiðangri um leið, og ég veit aldrei til þess að hann hafi farið í sumarfrí til að slappa af,“ seg- ir Þuríður Jóhannsdóttir. Árni Hjartarson jarðfræðlngur er formaður Félags náttúrufræðinga, sem nýverið hefur staðið i samningaviðræðum.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.