Pressan - 27.02.1992, Page 23

Pressan - 27.02.1992, Page 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 23 S K O Ð U N Skítlegt eðli STJÓRNMÁL ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Þröstur í grænum sjó... STJÓRNMÁL MÖRÐUR ÁRNASON Það er engu líkara en á örskammri veru sinni í þinginu hafi Davíð Oddsson lært svo vel á takkaborðið á Ólafi Ragnari, að stundum þarf hann ekki að segja nema eina setningu til að formaður Alþýðubandalagsins fari gersamlega úr sambandi. Einsog fleiri góðir menn dvaldi formaður Alþýðubandalagsins á sínum tíma við nám í Bretlandi. Þar í landi hefur þróast einstök baráttuhefð í stjórnmálum, sem er ólík okkar pólitíska tröllaslag að því leyti að hún „Sífellt oftar hefur yfirbragð hinnar bresku fágunar hrunið afhonum einsog glys... “ byggist fyrst og fremst á málefnum. A stjómmálafundum, sem þar einsog hér geta orðið giska harðir, reyna menn af fremsta megni að einangra rökfræðilegar og málefnalegar veilur í málflutningi andstæðingsins og hamast sfðan á þeim miskunnarlítið. Skítkast eða subbulegt orðbragð eru hins vegar forboðin vopn. Þeir sem freistast til að nota þau eru ekki líklegir til frama í breskum stjórnmálum. Þessi málefnalega hefð gerir það að verkum að pólitískir andstæðingar geta háð grimmilega hildi fund eftir fund, en verið eigi að síður hinir ágætustu vinir þess á milh. Ólafur Ragnar hefur gjarnan gefið til kynna, að hann sé mótaður af hinni bresku hefð. Víst er, að fáir hafa kunnað eins vel þá list að verjast og sækja af hörku án þess að láta baráttuna á hinum haslaða velli dægurpólitíkur hafa áhrif á persónuleg viðhorf gagnvert pólitískum fjandvinum hverju sinni. En nú er Bleik brugðið. Þrátt fyrir skínandi gengi í skoðanakönnunum hefur foringi Alþýðubandalagsins aftur og aftur látið slá sig útaf laginu í þinginu í vetur. Sífellt oftar hefur yfirbragð hinnar bresku fágunar hrunið af honum einsog glys, og í ljós komið pólitíkus, sem notar orðbragð sem er hvorki samboðið Alþingi Islendinga né nokkrum, sem að jafnaði leikur í 1. deild íslenskra stjórnmála. Tvisvar í vetur hefur forseti þingsins þurft að áminna þingmann fyrir ósæmijegt orðbragð. I bæði skiptin var það Ólafur Ragnar. í seinna skiptið lýsti formaður Alþýðubandalagsins því yfír í þinginu að forsætisráðherra hefði „skítlegt eðli!“ Hvað er nú orðið um breska séntilmanninn? I Bretlandi, æsku- stöðvum Ólafs Ragnars, hefði forseti þingsins ávítað þingmann mjög harkalega fyrir slik ummæli. Þess er til dæmis að minnast, að Eric Heffer, þingmaður Verkamannaflokksins frá Liverpool, ásakaði á sínum tíma Margréti Thatcher, þáverandi forsætisráðherra, fyrir heimsku. Ásökun af því tagi er vitaskuld mun mildari en áburður um að innræti einhvers sé svo saurugt, að það jafnist helst við úrganginn, sem gengur niður af meltingarvegi mannskepnunnar. Eigi að síður varð þetta tilefni umræðu í breska þinginu, þótt einstök mildi þingforseta, kvekarans George Thomas, hafi sleppt Heffer með skrekkinn. Þetta varð Thomas eigi að síður svo minnisstætt, að mörgum árum seinna gerði hann þetta að umræðuefni í ævisögu sinni, Mr. Speaker. I heimi breskra stjórnmála er orðragð af þessu tagi alla jafna talið vitna um ójafnvægi og slæmar taugar. Þessvegna er það líka athyglisvert hvað það er sem tekur Ólaf svona á tauginni. Það er alltaf sami maðurinn, - enginn annar en sjálfur forsætis- ráðherra. Það er engu líkara en á örskammri veru sinni í þinginu hafi Davíð Oddsson lært svo vel á takkaborðið á Ólafi Ragnari, að stundum þarf hann ekki að segja nema eina setningu til að formaður Alþýðubandalagsins fari gersamlega úr sambandi. I umræðunni um tengsl Alþýðubandalagsins við auglýsinga- stofuna Hvíta húsið flutti Davíð Oddsson einhverja stystu þingræðu vetrarins. Hún samanstóð af einni setningu. En það var einsog stutt væri á hnapp í takkaborðinu hjá Ólafi Ragnari og út kom flaumur orða, sem endaði með fúkyrðinu „skítlegt eðli“. Fyrir oss þingmenn verður fróðlegt að sitja í stúkunni og geta á næstu mánuðum fylgst með Davíð Oddssyni spila afturábak og áfram á takkaborðið í Ólafi Ragnari. Öðru vísi mér áður brá, - eða þannig. Höíundur er formaöur þingflokks Alþýöuflokksins. Einn góðan veðurdag lýsti Þor- steinn Pálsson því yfir að um það bil 60 prósent sjávarútvegsfyrirtækja væru „á beinni gjaldþrotabraut". Svo gekk fram Þröstur Ólafsson og sagði að þetta væri næstum alltsaman síðustu ríkisstjóm að kenna. Eina ráð- ið væri að hleypa sem flestum fyrir- tækjum í gjaldþrot. Það er margt skntið í kýrhausnum, og örugglega affarasælast að láta þessar fréttir einsog vind um eyrun þjóta. Samt er einsog eitthvað hljóti að liggja við þegar ráðherra tilkynnir að meirihlutinn af hinum víðfræga grundvallaratvinnuvegi sé á leiðinni til helvítis og aðstoðarráðherranum finnst það barasta alveg sjálfsagt mál. Nú eru upplýsingar Þorsteins að vísu engin sérstök nýlunda. Allir sem vilja vita, þeir vita: Of- fjárfesting og óreiða í sjávarútvegi hefur á talsverðum tíma leitt til þess að greinin er grá fyrir skuldum. Þess- vegna hafa menn sífellt verið að tala um hagræðingu í sjávarútvegi, um „Gagnrýni Þrastar Ól- afssonar á síðustu stjórn hittir fyrst fyrir núverandi stjórn. “ hæfilegri flota, færri og stöndugri fiskvinnslufyrirtæki, skipulagsbreyt- ingar við fiskveiðar og afurðasölu. Því hefði mátt ætla að þegar Þorsteinn les upp nýjustu tölur geri hann í leiðinni grein fyrir eigin hugmyndum um lausn á þessu helsta vandamáli í ís- lensku atvinnulífi. En það gerði Þor- steinn ekki. Það er nokkuð glúrinn pólitískur leikur hjá Þresti Ólafssyni að ráðast að síðustu ríkisstjórn. Nú voru kratar þar aldeilis með í öllum ráðum, en þó ekki Þröstur fyrren í blá- lokin, og honum má vera ósárt um það þótt hnífurinn snúist í sárum Jóns og Jóns. En með þessari gagnrýni er Þröstur auðvitað að reyna að slá hnef- anum í borð og segja Þorsteini Páls- syni, SH, SÍS og Sjálfstæðisflokknum að nú verði að fara aðrar leiðir en kjaraskerðinganna og ríkisjötunnar. Alþýðuflokkurinn hafi ekki pólitísk efni á að efla enn velferðarkerfi fyrir- tækjanna á kostnað velferðarkerfísins sem einusinni var fyrir fólkið. En Þröstur gerði tvær klaufavillur. Önnur er sú að ata auri allar björg- unaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar. Þær voru nefnilega bæði góðar og vondar. Annarsvegar var Atvinnutrygging- arsjóður, sem hélt sig við fagleg vinnubrögð og neitaði öllum skuld- breytingum nema hægt væri að sýna frammá að fyrirtækið væri lífvænlegt. En fyrsta skuldbreytingarlán þessa sjóðs var held ég til Granda hf. sem þá var kominn í alvarleg vandræði en hefði verið afskaplega ósniðugt að „senda í gjaldþrot". Hinsvegar var Hlutabréfasjóður sem notaður var til að hífa upp gjaldþrotafyrirtæki sem sennilega hefðu betur oltið strax. Með því að slá sama strikinu yfir hvorn- tveggja er Þröstur í raun að neita sér um stjórntæki til þeirrar hagræðingar sem hann boðar af svo miklu kappi, _ og er þá um leið að boða stjórnlaust fjöldagjaldþrot uppá tugmilljarða. Hin klaufavillan við að ráðast að skuldbreytingum síðustu stjórnar vegna þess að með þeim hafi verið „lengt í snörunni" er sú að eitt fyrsta verk núverandi stjómar var einmitt að létta af þeim þrýstingi sem Atvinnu- tryggingarsjóður skapaði viðskiptafyr- irtækjum. Ríkisstjómin splæsti í haust leið hálfum öðmm milljarði í að fresta öllum endurgreiðslum lána úr At- vinnutryggingarsjóði í heil tvö ár. Gagnrýni Þrastar Ólafssonar á stjórn Steingríms Hermannssonar hittir fyrst fyrir núverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, vinnuveitendur Þrastar Ól- afssonar. Hér er sumsé allt í grænum sjó og veltist þar um án þess að nokkur hafi ennþá sagt okkur undan né ofan af því sem raunverulega kynni að vera að gerast. En hér koma drög að þremur kenningum um þessar einkennilegu fréttir, yfirlýsingar og ummæli um ástandið f sjávarútvegi. Fyrsta: Dramatískum ummælum Þorsteins Pálssonar og undirtektum við þau er fyrst og fremst beint að launafólki og forystumönnum þess í erfiðum kjarasamningum. Önnur: Þögn Þorsteins um úrræði við vandanum bendir til þess að úr- ræðin verði svipuð og fresturinn á endurgreiðslum til Atvinnutryggingar- sjóðs. I stað hagræðingar og upp- stokkunar komi „almennar aðgerðir", þar á nteðal gengisfall með einhverj- um ráðum. Þriðja: Þröstur Ólafsson og kratar eru að skamma Albaníu fyrir Kína með því að þeina spjótum sínum að fyrri stjórn í stað sjálfstæðisráðherr- anna og hagsmunaklúbbsins á bakvið Þorstein og Davíð. Þeir taka hinsvegar undir svartagallsrausið vegna þess meðal annars að það nýtist sem afsök- un fyrir að gefast upp á kosningaheit- um Alþýðuflokksins um kvótaleigu og aðrar þær raunverulegu umbætur í sjávarútvegi sem nýja samstarfs- flokknum og sægreifum hans hafa aldrei verið þóknanlegar. Höfundur er islenskufræðingur FJÖLMIÐLAR Þegar menn glata nafninu sínu Þær starfsreglur sem fjölmiðlar setja sér um nafnbirtingar geta verið dálíð kostulegar. Tökum dæmi af DV. Þegar fyrirtækið Vatnsberinn aug- lýsti eftir hluthöfum í stórgróða af vatnsútflutningi fékk DV mikinn áhuga á málinu. Blaðið ræddi við Þórhall Gunn- laugsson framkvæmdastjóra og aðra aðstandendur Vatnsberans, var við- statt þegar þeir skrifuðu undir sam- starfssamning við kaliforníska tann- lækninn og reiknaði út hversu stórt fyrirtækið yrði í framtíðinni. DV taldi að það yrði tuttugasta stærsta fyrir- tæki landsins. En skjótt skipast veður í lofti. I liós kom að fátt eitt var að baki Vatnsber- anum. Engir samningar voru til um sölu á vatninu úr landi. Kaliforníski tannlæknirinn reyndist dæmdur fjár- glæframaður. Eggert Skúlason, frétta- maður á Stöð 2, ýjaði að því í viðtali við Þórhall Gunnlaugsson að hann væri ekki góður pappír sjálfur. Þá hætti DV að birta fréttir um framtíðargróða Vatnsberans. Blaðið birti frétt um að Þórhallur væri með marga dóma á bakinu fyrir fjársvik og hefði auk þess játað á sig umtalsverðan innflutning á hassi. Nú er þessi saga svo sem lík mörg- um öðrum sögum af fjölmiðlum sem hampa bjartsýnum bisnessmönnum sem reynast síðan ekki hafa mikið á bak við sig. En það sem gerir söguna hlægilega er að Þórhallur missti nafn- ið sitt þegar kom að fréttinni um dómana og hassinnflutninginn. Þá hét hann ekki neitt heldur var bara sagður framkvæmdastjóri Vatnsberans. Áður hafði blaðið nefnt hann fullu nafni. Af hverju fékk Þórhallur ekki að halda nafninu í stríðu eins og í blíðu? Af hverju var hann ekki nefndur réttu nafni, þótt ekki væri til annars en að Bergur Guðnason og aðrir sem höfðu komið fram fyrir hönd fyrirtækisins yrðu ekki taldir hafa stundað fjár- glæfra og innfluting á hassi af þeim sem ekki höfðu fylgst náið með mál- inu? Spyr sá sem ekki veit. Ef til vill er þetta tepruskapur eða misskilin mannúð sem liggur að baki svona starfsreglum um nafnbirtingar. Kannski fer DV næst að segja fréttir af því ónefndur þingmaður Reykja- neskjördæmis hafi sagt að ónefndur ráðherra hefði skítlegt eðli, því báðir eiga þeir böm og ættingja. Gunnar Smári Egilsson „Bersýnilega þykir mönnum ég liggja nokkuð vel viö höggum, kominn til starfans eins og fjandinn úr sauðar- leggnum, ofan úr afdölum, með mosann í skegginu, skítinn ó milli tónna og fornyrðarunur á reiðum höndum en snarruglaður hér í óskiljanlegu völundar- húsi heimsborgarinnar miklu við sundin blá; viðundur utan úr eyði- mörkum og hafði aldrei séð framan í ókunnugan mann fyrr en í október- byrjun í haust, er ég lyppaðist inn í útvarps- húsið og sjónvarpshús- ið; líkt og draugur!" Heimir Steinsson útvarpsstjóri l*LtvtcvL(\fv „Hér á í hlut gáfaður, kjamyrtur og afskaplega vel máli farinn maður." Páll Magnússon sjónvarpsstjóri öskraði af ánægju og steig svo stríðsdans er útnefningin var til- kynnt.“ Friðrik I»ór Friðriksson kvikmyndajörur o-ð .yet,c\. ó é ír'vty.cftAÍýiý'íft? „Eg lýsi eftir Iðnómálinu." Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi •e* ,Mér skilst að lögmaður stefn- enda sé flúinn á fjöll og hafi lok- að farsímanum." Pétur Pétursson líkamsnektarlæknir sLcý 'tJóCcvcvcCóvLf*... „Ég segi öllum sem ég þekki að ef þeir fari til íslands skuli þeir ekki borða hákarl.“ Zia Mahmood briddsari „Við skiljum ekki þessa áráttu að vera alltaf að skapa eitthvað al- veg nýtt, það er ekki hægt að vera alltaf að finna upp nýjar stefnur.“ Deep Jimi and the Zep Creams

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.