Pressan - 27.02.1992, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR PKESSAN 27. FEBRÚAR 1992
41
„Þær eru ekkert allt of vel teknar; menn eru haldandi hver utan um annan, veifandi glösum eða flöskum og eru að taka lagið,“segir Birgir Andrésson mynd-
listarmaður um partímyndirnar sem hann leitar.
í LEIT AÐ PARTÍMYNDUM
Birgir Andrésson myndlist-
armaður er á höttunum eftir
partímyndum frá hinum al-
menna borgara og liefur í
hyggju að nota þœr við list-
sköpun sína. Birgir biður því
fólk að opna albúmin sín og
finna liina dœmigerðu gleði-
mynd. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem Birgir notar safn
mynda í verkum sínum, því
hann hélt sýningu á Kjarvals-
stöðum á síðasta ári þar sem
hann sýndi 60 mynda seríu af
gömlum flökkurum.
„Þetta var gríðarlega löng
og mikil sería uppi á vegg, þar
sem hver ljósmynd var 50x60.
Eg gaf út bók í leiðinni sem
var ákveðinn lykill að ser-
íunni. Þetta var fyrsta söfnun-
arserían sem ég legg af stað
með. Margir af þeim hlutum
sem ég er að pæla í eru ná-
tengdir annars vegar ekki beint
söfnunarnáttúru, heldur
ákveðnu safni sem tilheyrir
ákveðinni menningu sem til-
heyrir einhverju ákveðnu sam-
félagi. Yfirskriftin er „ná-
lægð“.“
Nú ertu i leit að efni í nýja
seríu, partímyndum?
„Jú, ef við flettum fjöl-
skyldualbúmum hjá fólki, sem
er svona svolítið létt og
skemmtilegt, þá sjáum við
þessar partímyndir. Þær eru
ekkert allt of vel teknar; menn
eru haldandi hver utan um
annan, veifandi glösum eða
flöskum og eru að taka lagið.
Þetta er nátengt okkur í tíman-
um og tilheyrir að mínu mati
ákveðnum kúltúr.“
Um leið og þú fjallar um
fólk ertu þá ekki að höfða til
húmors þess?
„Jú og einhverrar ákveðinn-
ar gleði. Við vitum að menn
eru aldrei eins frjóir og sköp-
unarglaðir og um leið og þeir
detta í það, þannig að það er
Ifka einhver ákveðinn sköpun-
arkraftur sem ég er að fjalla
um.“
Er það manneðlið eða jafn-
vel óeðlið sem heillar?
„Hvorugt. f sjálfu sér er ekk-
ert eðli sem heillar. Bara að
þetta skuli vera, því þetta er að
mörgu leyti einstakt. Þetta er
allt undir þeim formerkjum
sem ég kalla nálægð. Þessi
svokallaða nálægð, sem við
lifum í dags daglega en þurf-
um kannski örlítið að fara út úr
til að geta séð hana í sam-
hengi.“
Hvernig hefur söfnunin
gengið?
„Hún hefur í sjálfu sér ekk-
ert gengið, því hugmyndin er
svo ný. Eg sækist ekki eftir
þeirri kreðsu sem ég lifi og
hrærist í, kúnstnerum og því
liði. Astæðan er einfaldlega sú
að þeir standa mér kannski of
nærri og sýna um leið annars
konar kúltúr og fyllerí."
Þannig að sukk listamanna
er öðruvísi en annarra?
„Að mörgu leyti. Þú sæir
það um leið og við byggjum til
tvær seríur; annars vegar af
ósköp venjulegu fólki og hins
vegar ljósmyndir úr partíum
hjá myndlistarmönnum. Þú
myndir setja spurningarmerki
einhvers staðar þarna á milli.“
Þetta gœti jafnvel orðið
byrjun á öðrum og nýjum verk-
efnum?
„Já, já, ég er líka með mörg
svona verkefni í gangi. Eg
vinn nefnilega ekki eins og
málari eða skúlptúristi, ég er
ekki að móta eina ákveðna
hugmynd daginn út og daginn
inn.“
Þú safnar þesswn myndum
með þeim formerkjum að þú
megir nota þœr að vild?
„Já, ég mun láta taka ljós-
myndir af myndunum í
svart/hvítu, stækka þær síðan
upp í 60x50 eða jafnvel stærra.
Síðan læt ég innramma mynd-
irnar og hengi á vegg. Partí-
myndirnar á að senda til mfn,
Birgis Andréssonar, Vestur-
götu 20. Ef upp kemur sú staða
að ég fæ myndir þar sem ein-
hverjir eru að stríða einstak-
lingum á myndinni verð ég að
fá tryggingu fyrir þvf að allir
sem birtast á viðkomandi
mynd séu búnir að gefa sam-
þykki sitt. Eg hef enga ánægju
af því að vera að fíflast í fólki.
Eg endursendi myndirnar eftir
notkun."
Þetta er sem sagt innramm-
aður realismi.
„Þetta er náttúrlega ekkert
annað en realismi."
Anna Har. Hamar
'Jitjjnr
íblcitðltnf
þjóödögur
Sjómaður frá
Skagaströnd átti til að
segja ótrúlegustu sögur
frá heimabyggð sinni. Eitt
sinn, þegar hann var á
vertíð fjarri heimabyggð,
sagði hann að æskufélagi
sinn hefði verið með alira
minnsta tippi sem hann
hefði nokkru sinni séð.
Lýsing hans á tippinu var
á þessa leið: „Það var svo
lítið á honum tippið að
þegar það lafði var hola
inn en það var slétt þegar
honum stóð.”
(Úr öfgalygarasögum)
Sami sjómaður sagði að á
Skagaströnd kepptust
menn hver við annan að
brugga vín. Hann sagði
það gert vegna nísku
Skagstrendinga. Þeir
væru svo nískir að þeir
keyptu ekki einu sinni
bland. Þegar hann var
spurður með hverju þeir
veiktu bruggið var svarið
á þessa leið: „Þeir míga í
flöskurnar og glösin.”
(Úr öfgalygarasögum)
R I M S í R A M S
„Lengi má manninn reyna“
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Svefnhjólið er hér ein til umrœðu og
það þarf beinlínis að lesa þetta eins og
femínisti les Jónas til að fá annað út en
að Svefnhjólið sé hér tekin alveg
sérstaklega sem dœmi um ávirðingar
íslenskra skáldsagna seinni ára
Fyrir hálfum mánuði skrif-
aði ég um bókmenntagagn-
rýni Arna Blandons og lét
liggja að því að fúkyrða-
flaumur hans um bækur væri
ef til vill innblásinn af þeirri
stefnuskrá að vera gagnrýn-
inn fyrst en athugull svo, hér
væri kannski um að ræða
háifgerða úrkynjun á „stjórn-
arandstöðuhlutverki” gagn-
rýnandans á bókaþinginu;
hann sæist einfaldlega ekki
fyrir, væri vanstilltari en góðu
hófi gegndi í þeirri trú að sá
væri skarpastur sem mestan
brúkaði rnunn. Meinsemdin,
datt mér sisvona í hug, kynni
að vera þetta viðhorf sem
víða lætur kræla á sér: að bók-
menntasköpunin í landinu
væri umfram allt eitthvað sem
þarf að afhjúpa - fremur en til
dæmis rýna í. Einna fráleitust
var árás Árna á Matthías Við-
ar Sæmundsson og bók hans
nýútkomna, Myndir á sandi,
og um leið og mér varð hugs-
að til þess rifjaðist það upp
fyrir mér að Matthías væri
sjálfur ekki öldungis frír af
ógrunduðum sleggjudómum,
sem virkuðu á mig á sínum
tíma eins og krónísk stjórnar-
andstaða. Hann kallaði Gyrði
Elíasson fótanuddtæki handa
smáborgurum, sagði ég og
bætti við: án þess að sýna
okkur fram á nuddeðli Gyrð-
is. Gyrðir skrifaði of vel, of
góður stílisti, of margir hrifn-
ir af þessu, um að gera að af-
hjúpa þann skandal.
Onei, segir MVS í svari til
mín í síðustu Pressu, öðru
nær: rimsíramsarinn skrum-
skælir orð manna, segir hann
og eignar þeim skrýtnar hvat-
ir - og klykkir út í sorgfulium
áminningartón: „lengi má
manninn reyna”. Sjálfur seg-
ist hann að vísu hafa
„...minnst á áreynslulitla texta
er hafa litlu meira gildi en
tískufyrirbæri eins og fóta-
nuddtæki og skafmiðahapp-
drætti” en skáldsaga Gyrðis,
Svefnhjólið, hafi ekki rnynd-
að „...nægilegt mótvægi við
slíkar bókmenntir”. Svo furð-
ar hann sig á því að ég skuli
ennþá muna hvað hann sagði
fyrir 12 mánuðum. Allt í lagi.
Lengi skal manninn reyna.
Lengi skai manninn reyna.
Því ég virðist muna það betur
en hann sjálfur hvað hann
skrifar, og eins og hann veit
er „gleymskan systir lyginn-
ar”. Þegar maður flettir upp á
blaðsíðu 40 í bókinni Myndir
á sandi þar sem téð útvarps-
erindi er að finna er ómögu-
legt að komast að annarri nið-
urstöðu en að MVS sé í síð-
ustu Pressu farinn að snúa út
úr fyrir sjálfum sér, skrum-
skæla orð sín. Honum þykir í
bókinni sem textinn hjá Gyrði
springi ekki út í almennilegan
skáldskap þótt hann sé vel
skrifaður, höfundur sé ritfær.
Og það sem að mati þessa
eins fremsta gagnrýnanda
þjóðarinnar kemur í veg fyrir
það er með hans orðum:
„Eitthvað”. Hann talar um að
sögunni hafi verið tekið með
kostum og kynjum: „Kannski
fellur hún að þörf fólks fyrir
innihaldsleysi?/.../ Það þykir
við hæfí að ritskoða eða jafna
út miklar tilfinningar... hvað-
eina er fellt í viðjar hóflegs
léttleika/.../ Kannski þjóna
skáldsögur eins og Svefnhjól-
ið þörf þessarar kynslóðar
fyrir obboðlítinn smáborgara-
legan hroll...” Og svo fram-
vegis. Svefnhjólið er hér ein
til umræðu og það þarf bein-
línis að lesa þetta eins og fem-
ínisti les Jónas til að fá annað
út en að Svefnhjólið sé hér
tekin alveg sérstaklega sem
dœmi um ávirðingar ís-
lenskra skáldsagna seinni ára
- en ekki slappt mótvægi -
sem eru súmmeraðar upp í
lokin: „Fantasfan fellur inn í
sjálfa sig eða leysist upp í
meiningarlausan samsetning
orða [og hefur] litlu meira
gildi en fótanuddtæki eða
skafmiðahappdrætti sé til
iengri tíma litið.”
Vissulega er þetta ekki per-
sónulegt skítkast, en þetta er
illa unnin lýsing á Svefnhjól-
inu, hún er sífellt tengd við
fjarska lítilsigldar þatfir,
vörueðlið undirstrikað, látið
liggja að því að Gyrðir bæli
skáldið í sér til að þjóna
markaðnum; og loks talað af
yfirlæti sem einhver dyra-
vörður framtíðarinnar. En
kannski er MVS bara sjónlaus
á vefnaðinn í Svefnhjólinu,
heyrnarlaus á röddina. kann-
ski hefur hann stillt á aðra
stöð. Sennilega er hann ein-
faldlega ófimur í stökkunum
milii þess almenna - sem er
allt skarplegt hjá honum eins
og öðrum hugmyndasmiðum
- og hins sértæka, sem er
yfirborðslegt. En mér datt
sisvona í hug að ástæðan
kynni að liggja í orðunum um
að sögunni hefði „verið tekið
með kostutn og kynjum”. En
vísast skjátlaðist mér. Mea
culpa. Ég bið forláts.
Þá er bara eftir að skýra
hvers vegna hann kallaði
Gyrði Elíasson ekki bara fóta-
nuddtæki, heldur meira að
segja lfka skafmiðahapp-
drætti.