Pressan - 26.03.1992, Page 14

Pressan - 26.03.1992, Page 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 Fangelsi á Islandi GÖMU, ÖRBJOG HEILSUSPILLANDI PRÍSSAN/Jim Smart Fangarnir á Litla-Hrauni kalla efstu hæð fangelsisins Harlem. Þar dvelja menn mánuðum saman í fangaklefum sem eru rúmlega fjórir fermetrar og halda hvorki vatni né vindum. Heilbrigðisfulltrúi segir fangelsið „gamalt og úrelt“. Fangelsismálastjóri hefur sagt „furðulegt“ að klefarnir skuli sam- þykktir sem mannabústaðir. „Ég hef séð menn brotna niður á skömmum tíma vegna ástandsins hér,“ sagði fangi á Litla-Hrauni í samtali við PRESSUNA. BROT Á REGLUGERÐUM Á LITLA-HRAUNI Aðbúnaður fanga á íslandi hefur lengi stangast á við lög og reglugerðir. Verst er ástandið á Litla-Hrauni og í Hegningarhús- inu í Reykjavík en á þessum stöðum eru að jafnaði vistaðir rúmlega 70 fangar. Litla-Hraun, sem byggt var sem spítali árið 1929, getur eng- an veginn uppfyllt lagaákvæði um fangelsi. Nýlega voru þrír minnstu klefamir teknir úr notk- un. Þeir voru 3,26 fermetrar að flatarmáli. í heilbrigðisreglugerð segir að herbergi sem er minna en 7 fermetrar eða mjórra en 2,2 metrar teljist ekki íbúðarher- bergi. Eftir sem áður eru einungis 10 klefar sem uppfylla ákvæði reglugerðarinnar en 42 gera það ekki. Þannig eru til dæmis 11 klefar innan við 5 fermetrar. HÓTAÐIAÐ LOKA FANG- ELSJNU Heilbrigðisfulltrúi Suður- lands, Matthías Garðarsson, stóð árum saman í stappi við fangelsisyfirvöld vegna aðbún- aðar á Litla- Hrauni. Hann gekk svo langt að hóta lokun fangels- isins og talsverðar úrbætur vom gerðar í kjölfarið. Fangar sem PRESSAN talaði við bentu hins vegar á margt sem miður fer: „Það eru rosaleg þrengsli í eld- húsinu og matsalnum og þar er dýralíf sem hvaða dýragarður sem er gæti verið stoltur af. Stundum flæðir skolp upp úr niðurföllum á salemum og allt fangelsið fyllist af svo ógeðs- legri skítalykt að manni súmar fyrir augurn." Sex fangar starfa við að steypa hellur og fjórir við að framleiða númeraplötur á bif- reiðar. Þá em um þessar mundir þrettán fangar við nám í skólan- um sem rekinn er sem útibú ffá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Aðrir hafa lítið eða ekkert fyrir stafni. Vinnutími er stuttur vegna verkefnaskorts og fyrir vikið eru meðallaun fanganna 2.500 til 3.000 krónur á viku. Fangelsisyfirvöld hafa þannig brugðist lögbundnu hlutverki sínu í atvinnumálum fanga. Ekki hefur verið bryddað á nýj- ungum til þess að bæta úr þessu ástandi. Raunar hefur sigið mjög á ógæfuhliðina í atvinnumálunum síðustu ár. Maður sem var á Litla-Hrauni árið 1982 sagði að sér hefði tekist með mikilli vinnu í hellugerðinni að sjá fyrir fjölskyldu sinni meðan hann var í afplánun. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir sjálfsvirðinguna að geta séð fyrir fjölskyldunni, greitt húsaleigu og mat án að- stoðar. Að auki átti ég nóg eftir fyrir sjálfan mig.“ Eins og nú háttar til hafa fangar aðeins vinnu þrjár klukkustundir á dag að jafnaði, aðallega „í einhverju fokki“, eins og einn fangavörður orðaði það. „Þú getur reynt að ímynda þér hvernig mönnum gengur svo að laga sig að alvöm vinnu þegar út í þjóðfélagið kernur," sagði einn fanginn. 60% OFTAR EN EINU SINNIÍ FANGELSI Ekkert er gert til þess að búa fangana á Litla-Hrauni undir þátttöku f daglegu lífi utan múrsins. Stefha yfirvalda hefur til þessa verið sú, að með fang- elsisvist eigi að refsa mönnum en ekki bæta þá, eins og Harald- ur Johannessén fangelsismála- stjóri hefur sagt í fjölmiðlum. Birgir Kjartansson, formaður fangahjálparinnar Vemdar, segir að skortur á félagslegri aðstoð sé án efa ein meginskýringin á því, hversu margir lenda aftur í fangelsi. Um það bil 60% fanga sitja inni oftar en einu sinni. „Það hefur ekkert verið gert til þess að takast á við vandamál síbrotamanna sem flestir eru fyrir löngu dottnir úr öllu sam- bandi við samfélagið. Það kost- ar mikið átak fyrir menn að losna úr vítahringnum og nánast óhugsandi að þeir geti það alveg upp á eigin spýtur," sagði Birg- ir. Vemd rekur heimili á Lauga- teigi fyrir fyrrverandi fanga og þar er húsnæði fyrir 17 manns. Samtökin hafa einungis efni á að greiða einum starfskrafti laun, en Birgir nefndi til saman- burðar að á sambærilegu heimili „GAMALT, URELT OG ÓHENTUGT“ Fangamir nefhdu fleiri dæmi. í rigningum flæðir vatn inn í nokkra klefa og brugðu sumir á það ráð að strengja plast fyrir gluggana. í mestu frosthörkun- um í vetur var verulegur kuldi í nokkrum klefum. Þá eru raf- lagnir víða utan á veggjum en það er ólöglegt vegna eldhættu. Matthías Garðarsson sagði í samtali við PRESSUNA að erf- itt væri að gera frekari úrbætur. „Húsið er gamalt, úrelt og óhentugt. Eg efast um að ástandið bami fyrr en nýtt fang- elsi verður tekið í notkun." ATVINNUMÁL í ÓLESTRI Atvinnumál fanga hafa lengi verið í ólestri. Lög kveða á um að fangar skuli fá vinnu við sitt hæfi innan fangelsisins og laun eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði. Á Litla-Hrauni hefur aðeins lítill hluti fanga raunverulega vinnu og tíma- kaupið er 70 krónur. Svipmynd ur „Harlem“. Ofninn hægra megin á myndinni sýnir hversu mjór klefinn er.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.