Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 f W Aldur fer misjafnlegc ekkert elst frá fæðingu < • misjafnlega með fólk. Sumir fæðast gamlir. Eins og Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefur hins vegar lítið sem i fæðingu og verður sjálfsagt unglegasti gæinn þegar kemur á elliheimilið. Aðrir eldast hratt. Eins og Ingólfur Guðbrandsson gerði frameftir ævi. Hann hætti hins vegar skyndilega að eldast og varð ungur á einni nóttu. Aðrir eldast næstum ekki neitt. Eins og Ellert B. Schram. Það háði hon- um alltaf í pólitíkinni að hann leit út eins og fermingarstrákur. Og hann gerir það enn. Það vantar bara hvíta kyrtilinn og nokkra dropa af svörtum háralit í vangana. Aðrir eru ald- urslausir. Eins og Guðbergur Bergsson. Það skiptir einhvern veginn engu máli hvað hann er gamall. Hann mætti vera eilífur án þess að nokkur kvartaði yfir því. Með því að þreyta prófið hér að neðan getur þú fengið úr því skorið hvað þú ert raunverulega gamall eða gömul. Teldu saman hversu margar neðangreindra fullyrðinga eiga við þig. 1. 26. 29. 31. Þú þekkir ekki lengur gaml- ar bekkjarsystur þegar þú mætir þeim á götu. 32. Þú lest Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. 33. Þú ferð að sjá eftir því að hafa hætt í íþróttum þegar þú varst fimmtán ára. 34. Það er Chaplin-mynd í sjón- varpinu og þú ert sá eini sem skellihlær. 35. Þér finnst bara gaman í fjöl- skylduboðum. 36. Þú þusar ekki bara yfir því að hamborgarar séu drasl- matur, þér finnst þeir í al- vörunni vondir. 37. Þú kemur þér upp vínskáp heima hjá þér og lætur hann óhreyfðan í mánuð. 38. Þú segir að skólaárin þín hafi verið besta tímabil æv- innar. 39. Það eina sem þér dettur í hug að segja við börn er: „Og hvað ætlar þú nú að verða þegar þú verður stór?“ 40. Þú heyrir í Led Zeppelin og rifjar upp kvöldið góða þegar þú varst á tónieik- um með þeim í Laugar- dalshöllinni. 41. Þér finnst ekkert skrítið að kaupa föt hjá Guð- steini. 42. Þú ert spenntur fyrir að komast á Vínartónleika hjá Sinfóníunni. 43. Þú ert hættur að kunna við að horfa á eftir stelpum - þótt þig langi það. 44. Þú hringir í lögguna og kvartar undan hávaða í ná- grönnunum. 45. Þú uppgötvar að þú sást Ra- in Man síðast þegar þú fórst í bíó. 46. Þú segir að „þetta unga fólk“ hafi aldrei þurft að hafa neitt fyrir lífinu. 47. Þú keyrir niður Laugaveg- inn og nöfnin á börunum eru þér allsendis fram- andi. 48. Þú ferð á sjó með Ríó Tríóinu á Hótel íslandi og skemmtir þér kon- unglega. 49. Börn hengja aftan í þig öskupoka. 50. Þú kippir þér ekki upp við það þótt konan þín sé alltaf að leiðrétta sögurnar þínar. 51. Þér finnst þú alltaf vera að fá bréf sem minna þig á að þú átt stúdentsafmæli. Þér finnst þú vera minni maður vegna þess að þú átt ekki áhugamál og spáir í hvort eigi betur við þig hestamennska eða flugu- hnýtingar. 30. Þér finnst þjóðlegur fróð- leikur bara nokkuð áliuga- verður. Þú ferð í Þjóðleikhúskjallar- ann og skemmtir þér vel. 2. Konunni þinni finnst Derr- ick sætur. 3. Þér finnst allir í löggunni vera börn. 4. Þér finnst allt í lagi að flytja í Garðabæinn. 5. Þú ferð að taka þátt í uin- ræðunum í heita pottinum í sundlauginni. 6. Þú ferð að skokka til að halda þér í formi í stað þess að eltast við stelpur. 7. Þú veigrar þér við að fara niður í bæ eftir myrkur. 8. Þú ferð að sjá eftir því að hafa ekki lesið íslcndinga- sögurnar. 9. Þú ferð að sofa í sokkum. 10. Þú horfir á ræðu útvarps- stjóra á gamlárskvöld. 11. Þú drepst á fyrsta borði í Super Mario Bros I. 12. Þú lest ættfræðisíðuna í DV. 13. Þér finnst Kathleen Turner fallegasta leikkona í heimi. 14. Þú uppgötvar að þú ert búinn að fara þrisvar í Borgarleikhúsið síðan um jól. 15. Þér finnst lcigubíl- stjórinn hafa nokkuð "WjSÉ til síns máls þegar w&lm hann ræðir þjóðmál- in. 16. Þú ferð að velta því fyrir þér hvar Egill Jónsson hafi keypt jakkafötin sín. 17. Þú reynir að neyða börnin þín til að hlusta á 45 snún- inga plöturnar sem þú keyptir þegar þú varst ung- lingur. 18. Þú veltir því fyrir þér af hverju Ellert B. Schram eld- ist svona miklu betur en þú. 19. Yfirmaður þinn er yngri en þú. 20. Þér þykja vinkonur kon- unnar þinnar ekki lengur sætar. 21. Það brakar í hnjánum á þér þegar þú beygir þig. 22. Þú mokar burt snjónum af stéttinni hjá þér fyrir hádegi á sunnudegi. 23. Þú ferð að vitna í Einar Benediktsson. 24. Þér finnst ágætt að eyða sumarfríinu í Munaðarnesi. 25. Þú hlakkar til árshátíðar- innar hjá fyrirtækinu. Þér finnst það sem Atli Heimir Sveinsson segir um popptónlist eins og talað út úr þínu hjarta. 27. Þú horfir á eldhúsdagsum- ræður Alþingis frá upphafi til enda. 28. Konan þín stingur upp á því að þið kaupið áskrift að leik- sýningum hjá Þjóðleikhús- inu. 52. Þig langar í gallabuxur, en kaupir flauelsbuxur af því þér finnst þær betur við hæfi. 53. Þér finnst ómögulegt að missa af veðurfréttunum. 54. Þú ferð ekki dult með þá skoðun þína að Björgvin Halldórsson sé í raun fjári góður söngvari. 55. Þú rifjar upp að þegar þú varst ungur hafi allir krakk- ar farið í sveit. 56. Þú byrjar að leggja fyrir til jólanna í september. 57. Þú losnar ekki við þann grun að ýmislegt hafi verið betra í gamla daga, líka veðrið. 58. Þér finnst leiðinlegt að Frið- rik Olafsson skuli ekki leng- ur tefla á skákmótum. 59. Þér finnst allir þessir nýju bílar vera eins, ólíkt því sem var í gamla daga þegar bílar höfðu karakter. 60. Þér finnst Markús Örn An- tonsson frekar spennandi karakter. 61. Þú hlustar á aldraðan bónda flytja erindi um daginn og veginn og ert hjartanlega sammála honum. 62. Þú skilur ekki nema með höppum og glöppum hvað unglingar eru að fara þegar þeir tala sín á milli. 63. Þú ferð á völlinn og klifar á því að þessir ungu fótbolta- menn jafnist ekkert á við Ellert B. Schram. 64. Þú uppgötvar, þér til undr- unar, að Bob Dylan er orð- inn fimmtugur. 65. Þú ferð að sofa í náttfötum - og vaknar líka í þeim á morgnana. 66. Þér finnst mikill fengur að greinum Guðmundar Guð- mundarsonar framkvæmda- stjóra í Morgunblaðinu. 67. Þú missir alltaf af ellefu- fréttunum vegna þess að þú ert löngu sofnaður yfir sjón- varpinu. 68. Þér finnst ömurleg tilhugsun að skólabróðir þinn sem var tossi skuli vera kominn í stjórn Eimskipafélagsins. 69. Þú þérar afgreiðslustúlkur í búðum og kallar þær „frök- en“ og finnst ekkert bogið við það. 70. Þú flýtir þér að fletta fram- hjá grein sem fjallar um hvenær fólk er orðið gamalt. Teldu saman stigin þín. Þú færð eitt stig fyrir hverja fullyrðingu sem átti við þig. Ef 7 eöa færri fullyröingar eiga viö þig Þú ert tvítugur Ef þér tekst að halda huganum opnum munt þú lifa þína tíma; ekki bara þau tíu ár sem þú telst ungur maður. Ef 8 til 14 fullyröingar eiga viö þig Þú ert þrítugur Þú ert enn nothæfur í flestum geirum mannlífsins; að minnsta kosti stutta stund í senn. Þó ger- ist það æ oftar aö þér yngra fólk horfir í gegnum þig þegar þú tal- ar um það sem þér liggur helst á hjarta. Það skilur ekki hvað þú ert að fara. Ef 15 0121 fullyröing eiga viö þig Þú ert lertugur Þú ert á tímamótum. Allt bendir til að þú munir halda áfram að eldast hratt. Leðurbuxur og sportbíll er það eina sem getur hægt á þróuninni. Ef 22 til 28 fullyröinar eiga vlö þig Þú ert limmtugur Það verður ekki aftur snúiö. Héð- an í frá er réttast að reyna að bera aldurinn vel; fáðu þér hálf lesgleraugu eins og Jónas Jón- asson og safnaðu Sean Conn- ery-skeggi. Ef 29 til 35 fullyröingar eiga viö þig Þú ert sextugur Þú kemur fólki ekki lengur á óvart. Það kann utan að það sem þú ætlar að fara að segja. Það er líka hætt aö reikna með að þú lifir kynlífi. Ef 36 til 42 fullyröingar eiga viö þig Þú ert sjötugur Ef þú reynir aö hafa samskipti viö ungt fólk reiknar það með að eitthvað gruggugt búi að baki. Ef 43 til 49 fullyröingar eiga viö þig Þú ert áttræður Ef þú ert ekki enn kominn á elli- heimili skaltu leita eftir vinnu við öldrunarþjónustu. Þar er líkleg- ast að þú finnir þína líka. Ef 50 til 56 fullyröingar eiga viö þig Þú ert níræður Þú ert hættur að ná sambandi við þér yngra fólk. Jafnvel smá- börn skilja ekki lengur blíðuhótin sem þú sýnir þeim. Ef 57 til 63 fullyröingar eiga viö þig Þú ert hundrað ára Markús Örn ætti að bjóða þér í Höfða að drekka kaffi meö þeim sem eru jafnaldra þér í sálinni. Þú minnir á horfna tíma. Ef 64 til 70 fullyröingar eiga viö þig Þú ert í raun dáinn Þú tilheyrir ekki lengur þessu lífi. Það er einungis formsatriði að moka yfir þig.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.